Morgunblaðið - 05.02.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.02.2000, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU ERLENT Morgunblaðið/Guðmundur Valdimarsson Vel hefur gengið hjá Bjarna Ólafssyni AK á loðnuveiðum á árinu og fer skipið að vanta meiri kvóta. Töluvert af loðnu á grunninu GÓÐ loðnuveiði var hjá trollbátun- um fyrir austan í gær. „Við erum komnir með 500 til 600 tonn og 200 til 300 tonn í þriðja holi,“ sagði Gísli Runólfsson, skipstjóri á Bjarna ÓI- afssyni AK, við Morgunblaðið árdeg- is, en hann landaði um 1.340 tonnum á Seyðisfirði í fyrradag og er kominn með um 8 tonn frá áramótum. „Við reynum að vera þar sem fisk- urinn er og mér líst vel á þetta,“ seg- ir Gísli og vonar að loðnan fari að veiðast í nót. „Hákon er að fylla í þremur holum, um 1.000 tonn, og þetta hefur verið ágætt. Trollið hef- ur bjargað því sem bjargað varð en nú fer okkur að vanta kvóta.“ Tíðinda að vænta Rannsóknaskipið Bjarni Sæ- mundsson var um 60 mílur austur af Seley í gær og hafði verið á svæðinu upp að kantinum í sólarhring. „Það er töluvert af loðnu á þessum slóðum en hún hefur verið dreifð,“ segir Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðing- ur og leiðangursstjóri. Haft var eftir Þorsteini Kristjáns- syni, skipstjóra á Hólmaborg SU, í Morgunblaðinu í gær að sennilega væri um nýja loðnugöngu að ræða og tekur Hjálmar í sama streng. „Ég held að þetta sé loðna sem við höfum ekki verið að horfa til eftir áramótin, og hún virðist vera smærri.“ Fyrr í vikunni leituðu leiðangurs- menn að loðnu norður kantinn og voru komnir langleiðina á móts við Langanes en fundu ekkert. Óvissa ríkir um hvort loðnukvót- inn verður aukinn, en hugsanlega skýrist málið um helgina, svo fram- arlega sem bræla heldur ekki áfram að gera mönnum lífið leitt, en blíða var á miðunum í gær. Hjálmar segir að svo virðist sem loðnan fari sér hægt í suðvesturátt, en til að máhð skýrist þurfi loðnan, sem er komin syðst og vestast, að ganga inn að ströndinni svo hægt sé að meta þann hluta betur. „Ég held að það hljóti að gerast um helgina, því loðnan vest- ast er komin það langt í hrognafyll- ingu, um og yfir 12%. Þessi héma er hins vegar í 10,5 til 11%. En það er örugglega komið töluvert mikið af loðnu inn á grunnið og ég veit vest- ast um hana vestur af Papagrunni. Hún hefur mikið fylgt botni og lítið eða ekkert verið í torfum ennþá. Því hefur ekki verið hægt að veiða hana þar.“ Bastesen áfrýjar útflutningsbanni NORSK stjómvöld hafa eins og kunnugt er hafnað þeirri ósk þing- mannsins og hvalfangarans Steinars Bastesens, að hann fái að selja hval- rengi til Islands. Er ástæðan sögð vera ótti þeirra við viðbrögð Banda- ríkjamanna. Bastesen ætlar hins veg- ar ekki að una þessari niðurstöðu og hyggst áfrýja henni. Magnus Stray Vyrje, lögfræðingur Bastesens, heldur því íram, að bann norska sjávarútvegsráðuneytisins við útflutningum sé lögbrot. Bendir hann á, að samkvæmt reglum Heimsviðskiptastofnunarinnar, WTO, sem Noregur er aðili að, hafi norskir borgarar rétt til að flytja út löglegar vörur. Breyti þar engu um þótt hrefnan sé sögð í „útrýmingar- hættu“ á svokölluðum CITES-lista Sameinuðu þjóðanna enda hafi Norð- menn mótmælt því formlega. í september 1998 var Bastesen meinað að flytja 100 tonn af rengi til íslands og var það rökstutt með því, að útflutningur gæti skaðað barátt- una fyrir því að fá hvalveiðar viður- kenndar á alþjóðavettvangi. Óttast bandarísk umhverfíssamtök Stray Vyrje segir, að ráðuneytið hafi neitað Bastesen um aðgang að gögnum, sem lágu til grundvallar ákvörðuninni, og því hafí hann orðið að leita til umboðsmanns almennings. Þá hafi hann fengið ein gögn í hend- ur, bréf frá norska sendiherranum í Washington. Þar hafi komið fram, að bandarísk umhverfissamtök myndu rísa upp á afturfætuma, leyfðu Norð- menn útflutning á hvalafurðum. Bastesen segir að þetta sýni að það séu pólitískar ástæður íyrir banninu og aðrar ekki. Kveðst hann binda vonir við að Haraldur Noregskon- ungur tald afstöðu með sér í ríkisráð- inu. Bretar byrjaðir að selja eldisþorsk ELDISÞORSKUR fór á markað á Bretlandseyjum í janúar og er þetta í fyrsta sinn sem slíkt gerist en um er að ræða fyrstu afurðir tilraunaverk- efnis sem á að standa yfir í þrjú ár. 10 tonn af eldisþorski fóru í versl- anir Marks & Spencer en gert er ráð fyrir að framleiðslan verði 50 tonn í ár. Ársneysla Breta er um 170.000 tonn og er mikill hluti afurðanna inn- fluttur. Árið 1998 fluttu Bretar inn um 110.000 tonn af þorski en gælt er við að eldisþorskur geti minnkað innflutning til muna þegar fram líða stundir. Megnið af þorskinum flytja Bretar inn frá Islandi, Noregi og Rússlandi. Eins er litið á þorskeldið sem at- vinnuskapandi iðnað til viðbótar við laxeldið. Samþykkt SÞ um viðskipti með erfðabreytt matvæli Strangar reglur um upplýsingagjöf í SÍÐASTA mánuði var gerð á vettvangi Sameinuðu þjóðanna (SÞ) samþykkt um verslun með erfðabreyttar lífverur og matvæli. Samþykktin, sem nefnist „Protocol on Biosafety", var undirrituð af 130 ríkjum á ráðstefnu í Montreal í Kanada. Hún er afrakstur af fimm ára samningaviðræðum og byggð á samningnum um líffræðilegan fjöl- breytileika sem gerður var árið 1992 og 176 ríki SÞ eiga aðild að. Deilur hafa um nokkurt skeið staðið milli ríkja í svokölluðum Mi- ami-hópi og annarra ríkja, einkum Evrópuríkja og nokkurra þróunar- landa, um hvaða reglur skuli gilda um verslun með erfðabreyttar vör- ur. Ríki Miami-hópsins - sem eru m.a. Bandaríkin, Kanada og Arg- entína - framleiða meira en 90% af öllum erfðabreyttum vör- um sem framleiddar eru í heiminum og hafa beitt sér fyrir því að verslun með þær verði frjáls. Önnur lönd hafa viljað setja strangar reglur um við- skipti með slíkar vörur vegna tortryggni og and- stöðu meðal almennings heima fyrir. Ýmsar kann- anir hafa til dæmis leitt í ljós að evrópskir neytend- ur hafa almennt neikvæða afstöðu til erfðabreyttra matvæla. Ekki ljóst hvaða reglur hafa forgang í meginatriðum leggur samþykktin um erfða- breytt matvæli þær skyld- ur á herðar aðildarríkj- anna að þau sjái til þess að allar vörusendingar sem innihalda erfðabreytt mat- væli séu merktar sérstak- lega. Ef um er að ræða erfðabreyttar lífverur, s.s. fræ eða búpening, sem markmiðið er að verði hluti af vistkerfi innflutnings- landsins, gilda strangar reglur um upplýsinga- skyldu aðila. Sá sem stend- ur að innflutningi slíkra vara verð- ur að láta yfirvöldum í viðkomandi landi í té nákvæmar upplýsingar um farminn með góðum fyrirvara. Reglurnar eru til þess ætlaðar að gefa stjórnvöldum í hverju landi tækifæri til að meta áhættuna af innflutningi erfðabreyttu varanna fyrir umhverfið og heilsu íbúanna. Kjósi yfirvöld að banna innflutning tiltekinna vara ber þeim skylda til að tilkynna ákvörðun sína til al- þjóðlegrar upplýsingamiðstöðvar sem miðlar þeim áfram til hinna aðildarríkj anna. Á ráðstefnunni í Montreal var deilt um hver tengsl skuli vera milli samningsins um Alþjóðavið- skiptastofnunina (WTO) og þeirra reglna sem gilda eiga um viðskipti með erfðabreyttar vörur. Almenna reglan sem skapast hefur á sviði alþjóðlegs umhverfisréttar er sú að ríki hafi rétt til að banna fram- kvæmdir eða notkun á tilteknum vörum, enda þótt ekki sé sannað að þær hafi skaðleg áhrif á umhverfið. Þessi regla, sk. „varúðarregla", hefur verið staðfest í samþykktinni um viðskipti með erfðabreyttar líf- verur og matvæli. Hins vegar leggja samningar um alþjóðavið- skiptamál þær skyldur á herðar aðildarríkja að þau hindri ekki inn- flutning vara nema „fullnægjandi vísindaleg rök“ liggi fyrir. í raun má segja að ráðstefnan í Montreal hafi látið ógert að útkljá hvor viðmiðin skuli hafa forgang. Sú hætta er því fyrir hendi að ein- stök ríki, sem ekki vilja una inn- flutningsbanni annarra ríkja á Isi A. Siddiqui, sérlegur ráðgjafí landbúnaðar- ráðherra Bandaríkj- anna um viðskipamál- efni, segir í samtali við Ola Jón Jónsson að ótta evrópskra neytenda við erfðabreytt matvæli megi m.a. rekja til þess að eftirliti með matvæl- um sé víða ábótavant í ríkjum álfunnar. erfðabreyttum útflutningsvörum sínum, höfði mál gegn þeim fyrir úrskurðarnefnd Alþjóðaviðskipta- stofnunarinnar í Genf, á þeim for- sendum að um ólöglegar viðskipta- hindranir sé að ræða. Alls óvíst er hvaða lyktir slík málaferli fengju. Flytja þarf beinan ávinning til neytenda Þau ríki sem voru andvíg því að varúðarreglan yrði látin gilda í tengslum við verslun með erfða- breyttar vörur hafa haft af því áhyggjur að önnur ríki muni not- færa sér hana til að vernda inn- lenda framleiðslu fyrir erlendri samkeppni. Andstaðan kom, eins og við var að búast, einkum frá ríkjum í Miami-hópnum en Banda- ríkin sóttu ekki ráðstefnuna þar sem þau eiga ekki aðild að samn- ingnum um líffræðilegan fjöl- breytileika. Engu að síður hafa bandarísk yfirvöld fylgst vel með þróun mála á þessu sviði og unnið að því að kynna stefnu sína og málstað. Isi A. Siddiqui starfar sem ráð- gjafi Dans Glickmans, landbúnað- arráðherra Bandaríkjanna, um al- þjóðleg viðskiptamálefni. Hann telur að ótti neytenda í Evrópu við erfðabreytt matvæli stafi af því að eftirliti með hollustu þeirra sé víða ábótavant í álfunni, eins og dæmin sanni. „Ég held að þau tilvik sem upp hafa komið í Evrópu þar sem eftir- lit með hollustu matvæla hefur brugðist hafi ráðið miklu um and- stöðu almennings við erfðabreytt matvæli. Kúariðuveikin í Bretlandi og díoxínmengun sem fannst í belgískum matvælum á síðasta ári hafa rýrt traust fólks á opinberu matvælaeftirliti. Almenningur trúir ekki lengur yfirlýsingum þeirra vísindamanna sem segja að neysla tiltekinna matvæla sé óskaðleg, tekur slíkum ummælum að minnsta kosti með fyrirvara. I öðru lagi er það svo að þær tegundir erfðabreyttra matvæla sem hafa hingað til verið settar á markað hafa einkum komið sér vel fyrir framleiðendur, þ.e. hafa dreg- ið úr kostnaði þeirra og fyrirhöfn við að framleiða vöruna. Neytend- ur hafa á sama hátt ekki haft bein- an hag af því að neyta erfða- breyttra matvæla. Það mætti til dæmis bera þetta saman við lyf sem framleidd eru með erfðabreytingum. Almenn- ingur hefur ekki risið gegn slíkum lyfjum vegna þess að hann sér að þau koma í góðar þarfir. Við teljum að næsta kynslóð erfðabreyttra mat- væla muni flytja þennan beina ávinning til neyt- enda. í þessu sambandi má vísa til nýlegrar uppfinn- ingar vísindamanna í Sviss sem hefur tekist að þróa nýja tegund hrísgrjóna, hin sk. gullnu hrísgrjón, sem innihalda mun meira magn af E-vítamíni en önnur hrísgrjón.“ Vilja ekki fara með ágreining til WTO Yfirvöld í Bandaríkjun- um hafa þróað mjög strangar reglur um það hvernig gengið skuli úr skugga um að hollusta matvæla sé tryggð. Allar erfðabreyttar matvörur þurfa að fara í gegnum flókið ferli rannsókna og prófana áður en leyft er að setja þær á markað. Sidd- iqui segir að bandarísk stjómvöld sjái ekki að ástæða sé til þess að merkja sér- staklega erfðabreytt matvæli nema ef ástæða er til að ætla að einstakl- ingar hafi ofnæmi fyrir vörunni eða ef næringargildi vörunnar hefur breyst í kjölfar erfðabreytingar. „Við teljum ekki ástæðu til að skylda fyrirtæki til að merkja allar vörur sem innihalda erfðabreytt matvæli sérstaklega. Það hefur kostnað í för með sér og slík merk- ing gæti gefið í skyn að varan sé eitthvað verri en önnur matvara." Hann er ósammála því sem hald- ið hefur verið fram, m.a. í fjölmiðl- um vestanhafs, að samningurinn um erfðabreytt matvæli muni stöðva verslun með erfðabreytt matvæli. „Ég er þessu algerlega ósammála. Samningurinn mun hafa í för með sér að vörur sem ekki innihalda erfðabreytt matvæli munu í vaxandi mæli verða merkt- ar sérstaklega. Það kemur ekki í veg fyrir verslun í sjálfu sér. Þau ríki sem reyna að banna innflutn- ing á erfðabreyttum matvælum án þess að fyrir liggi fullnægjandi vís- indaleg rök eiga yfir höfði sér að útflutningslandið fari með málið fyrir úrskurðarnefnd Alþjóðavið- skiptastofnunarinnar. Raunar er stefna bandarískra stjórnvalda í meginatriðum sú að fara ekki með ágreining vegna erfðabreyttra matvæla fyrir úrskurðarnefnd Al- þjóðaviðskiptastofnunarinnar. Slíkt hefði ekki jákvæð áhrif á almenn- ingsálitið. Við viljum frekar beita okkur fyrir því að upplýsingagjöf til almennings um erfðabreytt mat- væli verði efld.“ Reuters Nokkuð var um mótmæli fyrir utan ráðstefnuhöll- ina þar sem ráðstefna SÞ um viðskipti með erfða- breyttar vörur fór fram. „Nei, takk“ stendur á þessu kröfuspjaldi andstæðings erfðabreytinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.