Morgunblaðið - 05.02.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 55^,
MINNINGAR
þessi orð, meðal annars þegar við
stofnuðum hljómsveit og fórum út í
búð og keyptum rándýr hljóðfæri án
þess að kunna nokkuð á þau og vor-
um lengur að borga þau en nam ævi-
lengd hljómsveitarinnar. En þrátt
fyrir þessar hugleiðingar um
skemmtileg uppátækki þykir mér
ákaflega sárt að horfast í augu við þá
staðreynd að ég kem aldrei til með að
sjá Einar aftur. í minningu minni
mun Einar lifa sem gríðarlega hug-
rakkur, sterkur og traustur vinur, og
ég mun minnast hans með hlýhug
það sem ég á eftir ólifað.
Ég vil þakka fyrir þær stundir sem
ég hef átt með honum í gegnum tíð-
ina.
Ég sendi konu hans og fjölskyldu
mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Sölvi Snær Magnússon.
Elsku Einar. Það er erfitt að trúa
því að þú sért farinn. Við eigum góð-
ar og skemmtilegar minningar um
þig, elsku Einar, og þær munum við
varðveita í hjarta okkar. Það voru
margar skemmtilegar stundir sem
við áttum með þér og Önnu Stínu
þinni. Þetta er sár missir fyrir alla þá
sem þekktu þig og kynntust þér. Far
þú í friði, elsku Einar.
Við viijum votta Önnu Stínu, fjöl-
skyldu þinni og vinum okkar dýpstu
samúð.
Eitt lítið Ijóð
Ijúfsárteraðinnan.
Egyrláóð
einumfyrirhandan
til heiðurs.
Þúáttirþrá,
þurftir ekki að deyja.
Mnleiðleiðhúnlá
millilandsogeyja.
Þúfórst
Tvð þúsund tár,
tregafullur fimmtudagur.
Öll þessi ár,
aldreivarsturagur.
Þérfórst.
Eittlítiðiag
ljúfsárteraðutan.
Dageftirdag
dansarfyrirhandan,
annaðlíf.
Þögnin er svo þungbær.
Þérlásvolífiðá.
Semgersthefðiígær,
grálynthafiðbarþig
burt
Þorvaldur Sæmundsson og
Steinunn Dagný Ingvarsdóttir.
Kveðja frá Vfsi
Allt hefur sitt upphaf og endi.
Enginn veit þó með fiillri vissu hvort
er hvað. Auðveldara er að greina
kaflaskil og tímamót í lífi manna en
upphaf frá endi.
Það urðu tímamót hjá okkur í Vísi
hf. fyrir rúmum áratug. Ný kynslóð
manna var að taka sín fyrstu spor við
rekstur fyrirtækisins. A sama tíma
réðust til okkar í vinnu nokkrir ungir
menn, duglegir, traustir, áhugasamir
og umfram allt vingjamlegir og
hvetjandi. Það geislaði af þeim lífs-
gleðin og krafturinn. Einar Þór Ein-
arsson var einn þeirra. Slfldr menn
eru gimsteinar hvers fyrirtækis, upp-
áhald hvers stjómanda. Þessir menn
em aflið sem þarf til átaka og árang-
urs.
Einar hefur unnið hjá okkur meira
og minna síðan. Þegar hann hafði
tima til - og einhvem veginn gaf
hann sér oft tíma frá erli dagsins -
leit hann inn í kaffispjall á skrifstof-
una til okkar og í eldhúsið tfl hennar
Ellu. Þá gaf hann nógu mikið af sér
til að auðvelt var að skynja þann góða
dreng er hann hafði að geyma. Þess
drengs verður sárt saknað.
Einar - þér leið vel hjá okkur og
það þykir okkur vænt um. Nú ertu
hins vegar á tímamótum, komin
endalok samverunnar í þessu jarðlífi,
sem markar þó nýtt upphaf á nýjum
stað. Þar biðjum við algóðan Guð að
veita þér þá ró og þann frið sem þú
átt skilið. Við þökkum þér fyrir allt
sem þú hefur gert með okkur og fyrir
okkur.
Guð blessi og styrki Önnu þína og
fjölskyldur ykkar og megi minningin
um þig vera þeim huggun harmi
gegn.
+ Inga Kr. Bjart-
mars fæddist í
Stykkishólmi 20.
október 1925. Hún
lést á Landspítalan-
um 26. janúar síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Krislján
Bjartmars, f. 4.3.
1886, d. 1.9. 1978, og
Anna Petrína Ingv-
arsdóttir, f. 13.2.
1894, d. 20.8. 1930.
Systkini Ingu eru:
Ásta Soffía, f. 4.7.
1917, búsett í Vest-
mannaeyjum; Gunn-
ar, f. 28.11. 1919, d. 1.2. 1945, og
Ágúst, f. 13.1. 1924, búsettur í
Stykkishólmi.
Árið 1933 kvæntist Kristján
seinni konu sinni, Sólborgu Ingv-
arsdóttur, f. 28.4. 1899, d. 7.6.
1990, systur Önnu Petrínar. Dótt-
ir þeirra er Anna María, f. 6.12.
1933, búsett í Stykkishólmi.
Inga giftist Svanlaugi Lárus-
syni, f. 28.3.1924, hinn 20.10.1950
í Stykkishólmi. Foreldrar hans
voru Lárus Elíasson, f. 27.11.
1893, d. 9.12. 1971, og Ásta Páls-
dóttir, f. 30.9.1900, d. 15.11.1987.
Börn Ingu og Svanlaugs eru: 1)
Sara Elín, kennari, f. 6.3. 1951,
gift Jónasi Jónssyni, kennara, f.
10.6. 1955. Börn þeirra eru Svan-
laugur, f. 1974, í sambúð með
Rannveigu Oddsdóttur, f. 1973, og
Ragnhildur, f. 1980. 2) Gunnar,
Elskuleg tengdamóðir mín er látin.
Ég kom íyrst á heimili þeirra hjóna
þegar ég var 18 ára og tiltölulega
nýbúin að kynnast Lárusi, syni þeirra
hjóna. Ég sat í rútunni á leiðinni í
Stykkishóhn og velti fyrir mér hvem-
ig yrði tekið á móti mér. Ekki var
laust við að ég væri örlítið kvíðin. Sá
kvíði reyndist ástæðulaus því Inga og
Svanlaugur tóku hlýlega á móti mér
og gerðu allt til að mér liði sem best.
Fljótlega tókst með okkur Ingu góð
vinátta. Okkar bestu stundir voru
heima á Bókhlöðustígnum, tvær ein-
ar, inn í eldhúsi þar sem við ræddum
um heima og geima. Þau hjónin höfðu
nú í seinni tíð ferðast út fyrir land-
steinana og hafði Inga sett sig vel inn í
sögu þeirra landa sem hún ferðaðist
til. Oft kom það mér á óvart hvað hún
var vel að sér. „Hvað finnst þér um“
og stundum kom hún að tómum kof-
unum hjá mér, ég hafði hreinlega ekki
sett mig inn í málið. Hún hafði
ákveðnar skoðanir á hlutunum og var
gaman að ræða þær við hana.
Inga var náttúruunnandi, safnaði
fallegum steinum og geymdi, ræktaði
garðinn sinn af natni og bar hann þess
vel merki. Mikill fjöldi plantna prýddi
hann og hafði ég aðeins lært að
þekkja hluta af þeim undir hennar
leiðsögn. Mikið starf var framundan
en áhugi minn á garðrækt kviknaði
allt of seint.
Inga var glæsileg kona. Það gladdi
mig mjög milrið að þú, Inga mín,
skyldir koma í afmælið mitt síðast lið-
ið haust. Margir vinna minna hafa
einmitt nefnt það nú hvað það var
gaman að hitta þig á þessum tíma-
mótum.
Inga mín. Kallið kom allt of fljótt.
Ég sem átti eftir að gera svo margt
með þér og ekki síst læra margt af
þér.
Ég er viss um að nú hafir þú hitt
móður þína sem þú misstir aðeins
fjögurra ára gömul. Hún hefur tekið
vel á móti yndislegri dóttur.
Hvíl í friði.
Þín
Helga.
„En þeir sem vona á Drottinn, fá
nýjan kraft, þeir fljúga upp á vængj-
um sem emir.“ (Jes. 40.31) Ég veit að
Guð hefur þurft á þér að halda hjá sér,
elsku amma. Það er erfiðast hvað ég
er óþolinmóð að komast til þín til að
taka upp þráðinn í spjallinu okkar eða
til að dansa í eldhúsinu eða bara til að
fela mig í faðmlaginu þínu og leyfa
þér að segja mér til í öllu.
skólastjóri, f. 8.2.
1954, kvæntur Láru
Guðmundsdóttur,
kennara, f. 3.4.1955.
Börn þeirra eru
Hrefna Dögg, f.
1984, Guðlaugur
Ingi, f. 1986, Gunn-
hildur, f. 1990, og
Berglind, f. 1993. 3)
Lárus Þór, við-
skiptafræðingur, f.
5.10. 1957, kvæntur
Helgu Harðardótt-
ur, endurskoðanda,
f. 10.10. 1959. Böra
þeirra eru Haukur,
f. 1987, Hörður Þór, f. 1989, og
Linda, f. 1996. 4) Anna Kristborg,
leikskólakennari, f. 21.9. 1963,
gift Ingvari G. Jónssyni, kennara,
f. 5.6. 1962. Börn þeirra eru Inga
Rún, f. 1983, Fanney, f. 1991, og
Anna Guðný, f. 1999.
Inga ólst upp í Stykkishólmi.
Hún tók virkan þátt í starfi Ung-
mennafélagsins, skátahreyfingar-
innar og stúkunnar. Inga söng og
starfaði með kór Stykkishólms-
kirkju til fjölda ára. Árið 1943-
1944 stundaði hún nám við Hús-
mæðraskólann á Blönduósi. Með
heimilisstörfum vann hún aðal-
lega við verslun, fyrst í Vest-
mannaeyjum en lengst af í Stykk-
ishólmi.
Útför Ingu fer fram frá Stykkis-
hólmskirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 14.
En þrátt fyrir það allt saman, hvað
ég sakna þín endalaust og vildi heitast
að þú værir hjá okkur, þá ertu nú
samt komin heim til Jesú og hefur
hafið lífið. Yfir því verð ég að gleðjast
því það er það sem vera okkar hér á
jörðinni snýst um. Nú er bara að vona
og reyna eftir bestu getu að vera pott-
þétt svo ég komist til þín seinna meir.
Ég þeysi um víðáttuna á skínandi
stjömu. Geislar vetrarsólarinnar
mæna brothættir.
Hlýtt bros er ég bursta bæinn,
Hlýr faðraur fyrir kalda fingur,
Hlýjar áminningar fyrir framhleypið fljóð
skemmtun,
Hlýjar sðgur fyrir svefninn,
Hlýjar gjafir á góðum stundum,
Hlýjar minningar fyrir tárvota brá
Ég elska þig og ég sakna.
Þín
Hrefna Dögg.
Það er stundum erfitt að trúa stað-
reyndum. Það fengu margir að reyna,
þegar fregnin um að Inga Bjartmars
hefði kvatt þetta jarðlíf og ég verð að
segja eins og er að þótt ég hafi haft
hugboð um að ekki væri allt með
felldu, þá vildi ég eins og svo margir
aðrir, ekki sætta mig við staðreynd-
ina. Ég hafði kvatt hana svo hýra og
hressa, rétt eftir jólin. En svona er líf-
ið. Hallgrímur Pétursson segir líka að
aldrei skyldi treysta óvissri dauða-
stund, og hann vissi hvað lífið var.
Það er mér í fersku minni, þegar ég
kom fyrst í Hólminn og kynntist fjöl-
skyldu hennar, hve hún hreif mig,
sem ung stúlka, fyrir sérstaka prúð-
mennsku, fijálsa framkomu og áhuga
fyrir öllu því sem glæðir og bætir
hveija persónu. Hún var snemma
dugleg og ákveðin í félagslífi Hólm-
ara, og hversu mikið líf var og fjör í
kringum hana. Ég man hana bæði
sem í fremstu röð í skátafélagsskap-
num og þá ekki síður í bamastúku-
starfinu sem þá blómstraði vel í
Stykkishólmi meðal bamanna og
bamaskólans sem þá og lengi síðar
studdi það af heilum hug. íþróttir áttu
hug hennar, þar var hún framarlega
og sérstaklega man ég vel eftir henni í
handboltanum sem þá átti vaxandi
ítök í æsku landsins. Það var engin
hálfvelgja í neinu sem hún kom að.
Þá má ekki gleyma því hversu hún
hafði gaman af söng. Hann var henni
hjartans mál og naut lrirkjukórinn
þess í ríkum mæli. Hún hafði bjarta
og fagra söngrödd, og hún miðlaði
söng sínum á góðum stundum í hópi
INGA KR.
BJARTMARS
glaðra og glaðværra félaga.
Inga var dugnaðarkona að hverju
sem hún gekk. Snyrtimennskan ein-
kenndi allt líf hennar. Hún var ham-
ingjusöm. Eignaðist góðan eiginmann
sem var henni sterkur og hús reistu
þau á Bókhlöðustígnum og fagran
garð í kringum það, þar áttu þau sam-
an milrið starf og mikla gleði af. Þetta
var þeirra annað líf ef svo mætti að
orði komast. Þau eignuðust dugleg og
elskuleg böm sem hafa alltaf reynst
þeim svo vel. Það var ein af þeirra
auðlindum.
Það var mín gleði og gæfa að eign-
ast þau hjón að sönnum vinum, enda
var það notað vel og dyggilega, heim-
sóknin hver af annairi varð okkur öll-
um gleðigjafi og milrill ávinningur. Ég
finn svo vel á efri árum hversu milrill
gróði er í sannri vináttu.
Inga hafði skoðanir á flestu í lífinu
og duldi þær ekki, hreinskiftni og alúð
voru þar mesti aflvakinn. Af fundi
hennar tel ég víst að hver hafi farið
auðugri. Þannig var hún. Hún studdi
það lífsafl sem hún vissi að horfði til
gagns og blessunar landi og þjóð og
Hólmurinn var henni kær og allt sem
þar miðaði áfram til gagns og bættari
hátta, gladdist hún yfir. Það fór eklri á
milli mála. í Hólminum eyddi hún öll-
um sínum ævidögum. Þar stóðu henn-
ar rætur.
Ég vil með þessum orðum mínum
þakka Ingu fyrir samstarf, vináttu og
góða samfylgd. Þakka fyrir alla birt-
una sem hún lagði lífi mínu og minna,
þakka henni fyrir hressandi blæinn
sem fylgdi hverri heimsókn, og allar
dýrmætar minningar.
Góður guð farsæli og blessi hana á
nýjum vettvangi, blessa ástvini henn-
ar og vinafjöldi. Hann einn gefur þrek
í þrautum og nýja lífsorku.
Árni Helgason, Stykkishólmi.
Kveðja frá Kór
Stykkishólmskirkju
Okkur bregður illa þegar höggvið
er nærri okkur, það gerðist einmitt
þegar við fréttum lát kórfélaga okkar,
Ingu Bjartmarz. Inga byrjaði ung að
árum að syngja með Kór Stykkis-
hólmskirkju, og víst er að árin sem
hún starfaði þar fylla röska fimm ára-
tugi. Hún var ein af þeim kjama
traustra félaga sem ætíð var til staðar
þegar á þurfti að halda. Hún hafði
ákaflega fallega sópranrödd, mjög
tónviss og fljót að læra, þess nutu ekki
síst félagar hennar sem voru svo
lánsamir að standa í nálægð við hana í
kómum.
Hún var í hópi þeirra kórfélaga
sem upplifðu miklar breytingar í
starfi kórsins, nokkra nýja kórstjóra,
innlenda og erlenda, breyttan aðbún-
að við æfmgar og athafnir. Má þar
nefna söng á lofti gömlu kirkjunnar
og þá miklu breytingu sem varð þeg-
ar nýja kirkjan var tekin í notkun.
Inga og eiginmaður hennar Svan-
laugur tóku þátt í ferð Jöklakórsins
þegar ferð var farin um jól til ísraels,
og lagði hún þá sem endranær sitt af
mörkum til undirbúnings. Auk allra
samvemstunda við æfingar og at-
hafnir í kirkjunni eigum við félagar
hennar góðar minningar um þá daga
þegar unnið var að fjáröflunum í þágu
kórsins, s.s. við kleinubakstur,
saumaskap o.fl.
Félagar í Kór Stykkishólmskirkju
minnast hennar með virðingu og þökk
fyrir samveru og starf liðinna ára.
Svanlaugi, bömum þeirra og fjöl-
skyldum sendum við innilegar samúð-
arkveðjur.
F.h. Kórs Stykkishólmskirkju,
Magndís Alexandersdóttir.
Kæra Inga. Ég vil minnast þín með
fáeinum orðum og um leið kveðja þig,
þar sem þú varst svo skyndilega köll-
uð á brott.
Þegar við fylgdum þér síðustu ferð- '
ina þína yfir Kerlingarskarðið í snjó-
kófinu kom upp í huga mér fyrsta fjöl-
skylduferðin sem ég man eftir, ég
bara nokkurra ára. Þá vorum við líka í
vitlausu veðri upp í Helgafellssveit á
hálfkassabflnum sem Laugi keyrði, á
leiðinni í útilegu í skálann upp á
Hraunflöt, þá var ekki snjór en grenj-
andi rigning og rok. Þessi ferð eins og
svo margar aðrar, sem fjölskyldur
okkar fóm saman meðan við bömin
vorum í heimahúsum, vom ein-
kennandi fyrir þig, kæra frænka, oft
var okkur systkinunum boðið með
einu eða fleiram. Það fannst þér alltaf ‘
sjálfsagt því á þeim ámm var aðeins
til bfll hjá ykkur. Já, þú varst mflril
fjölskyldumanneskja og þér þótti gott
að hafa bömin og síðar bamabömin í
kringum þig og alltaf vorum við
systkinin velkomin líka.
Þú varst mikfll náttúruunnandi og
leið varla sú helgi sem ekki var farið
eitthvert út í náttúmna, ég held að
varla sé til sá blettur hér í kringum
Stykkishólm sem þú ekki þekktir eða
hafðir gengið um svo ekki sé talað um
landið allt. Þú hafðir skoðanir á flest-
um málum og varst óhrædd við að tjá
þær, sumum til svolítils ama, en þetta
var eitt af því sem ég virti mest í fari
þínu. Þegar málin vom rædd fór
aldrei á milli mála að þú sagðir þinm
hug af einlægni hvort sem það kom
sér vel eða flla.
Eftir að ég íluttist heim í Hólm aft-
ur urðu ferðimar yfir á Bókhlöðustíg
dýrmætar ekki síst vegna þess hve
gaman var að spjalla og hversu vel þú
tókst á móti mér. Ég á eftir að sakna
þess, kæra frænka, að nú ert þú ekki
þar lengur og fylgir mér alveg út á
gangstétt því oft áttum við erfitt með
að hætta ræða málin.
Kæra Inga, við munum geyma í
minningunni okkar síðustu samvera-.
stundir fjölskyldnanna á annan í jól-
um heima hjámér þar sem glatt var á
hjall að venju. Það skarð sem þú hefur
skflið eftir verður erfitt að fylla. Takk
fyrir allt og allL
Kæri Laugi, Sara, Gunnar, Láras,
Anna, makar og böm, megi góður
Guð styrkja ykkur í sorginni og um
leið okkur öll í fjölskyldunni.
Súlborg Olga.
Gróðrarslöðin
Hús hlómanna
Blóniaskreylingar
við ölI lækilæri.
Dalvcg 32 Kópavogi sími: 564 2480
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
mblómaverkstæði I
innaJI
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis, j
sínii 551 9090.
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
Altan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/