Morgunblaðið - 05.02.2000, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 05.02.2000, Blaðsíða 66
MORGUNBLAÐIÐ 66 M__ LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 KIRKJUSTARF MESSUR Safnaðarstarf Biskup talar um kirkjuna og framtíðina Á MORGUN, sunnudag, kl. 10 f.h. hefjast að nýju fræðslumorgnar í Hallgrímskirkju. Þá mun biskup ís- lands, herra Karl Sigurbjömsson, ílytja erindi er nefnist: Á þröskuldi nýrrar aldar. Kirkjan og framtíðin. Biskup hefur í ræðu og riti lagt áherslu á að hátíðahöldin vegna 1000 ára kristni í landinu séu kirkjunni ekki aðeins tilefni til að líta um öxl, heldur jafnframt til framtíðar sem þjónandi, boðandi og biðjandi kirkja. Á þessum fræðslumorgni mun bisk- up deila með okkur sýn sinni í þess- um efnum. í guðsþjónustunni sem hefst kl. 11 að erindinu loknu verður frú Sigríður Norðkvist kirkjuvörður kvödd, en hún hefur gegnt þeirri þjónustu í Hallgrímskirkju síðastlið- in 13 ár, eða allt frá því hún flutti til Reykjavíkur frá Bolungarvík, þar sem hún hafði m.a. starfað sem kirkjuorganisti og söngstjóri. Kvöldmessa í Hallgrímskirkj u Á MORGUN, sunnudag, verður kvöldmessa kl. 20 í Hallgrímskirkju eins og verið hefur í vetur, fyrsta sunnudag hvers mánaðar. Að þessu sinni mun sr. Bemharður Guð- mundsson hafa hugvekju og sr. Jón Dalbú Hróbjartsson þjóna fyrir alt- ari. Kammerkórinn Schola cantorum syngur undir stjóm Harðar Áskels- sonar kantors. Kvöldmessan er með einföldu sniði, þar sem lögð er úhersla á kyrrð, bæn og söng. E ndurminninga- fundir í Lang- holtskirkju ENDURMINNINGAFUNDIR hófust í Langhöltskirkju síðastliðið haust. Hópur kárla hefur komið sam- an kl. 13 -15 á fimmtudögum á hálfs mánaðarfresti. Á sítkum fundum hittist lítill hópur fólks (4-8 manns) tvo tíma í senn og ræðir saman um efni sem hefur verið fyrirfram ákveð- ið. Rifjaðar em upp bjartar minning- ar úr bemsku, æsku og frá fullorð- insámm. Erlendis em slíkir fundir mikið stundaðir á sjúkrastofnunum og í félagsstarfi, hér á landi hafa end- urminningahópar komið saman m.a. á Vífilsstaðaspítala og Hrafnistu í Reykjavík. Rannsóknir þykja benda til þess að upprifjun af þessu tagi örvi minnið og létti lundina. Til stendur að fara af stað með nýjan hóp, á þriðjudögum kl. 13 - 15, bæði fyrir konur og karla. Svala Sigríður Thomsen djákni stýrir þessum fundum og era áhugasamir Fríkirkjan í Reykjavík Barnastarf kl.11.00 Edda Borg söngkona og tónlist- arkennari kemur í heimsókn. Fjölmennum, gerum nýja hluti og höfum gaman! Guðsþjónusta kl 14.00 Organisti Kári Þormar. Allir hjartanlega velkomnir. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson. Hallgrímskirkja um þátttöku beðnir um að hafa sam- band við hana í síma 5201314 eða 862 7891. Ung skáld í Laugarnesi ÞAÐ vakti athylgi á dögunum er 13 ung ljóðskáld létu frá sér „bók í mannhafið“. Enginn á þá bók en allir geta eignast hana með því að lesa efni hennar og lána hana svo áfram út í mannhafið. Við guðsþjónustu í Laugarnes- kirkju nk. sunnudag (6.2.) kl. 11 mun einn þessara ungu höfunda flytja ljóð í tengslum við prédikun dagsins. í messukaffi að messu lokinni munu fleiri fulltrúar þessara ungu höfunda kynna ljóð sín, auk þess sem nokkr- um eintökum verður dreift út í mannhafið við þetta góða tækifæri. Fjölskylduhátíð í Hafnar- fjarðarkirkju Á MORGUN, sunnudag, fer fram fjölskylduhátíð sunnudagaskólanna í Hafnarfjarðarkirkju og hefst hún kl.llúSunnudagaskólinn. í Hvaleyr- arskóla kemur þá í heimsókn og allir leiðtogar sunnudagaskólanna taka þátt; Fj ölskyldum suhnudagaskóla- barna er sérstaklega boðið tiikirkju én allir em velkomnir. Strætisvagn fer frá Hvaleyrar- skóla kl. 10.55 og ekur þangað aftur eftir hátíðina. Sunnudagaskólabílinn gengur eins og vanalega til og frá kirkju. Bamakór kirkjunnar syngur undir stjórn Helgu Loftsdóttur. Sagt verður m. a. frá væntanlegri kristni- tökuhátíð sunnudagaskóla Hafnar- fjarðarkirkju á Þingvöllum í lok komandi marsmánaðar. Eftir stundina í kirkjunni verður boðið upp á góðgæti í Strandbergi, safnaðarheimili Hafnarfjarðar- kirkju. Prestar Hafnarfjarðarkirkju. Leiksýning í fjölskyldumessu Á MORGUN, sunnudag kl. 11, sýnir Stopp-leikhópurinn leikritið „Ósýnilegi vinurinn" í sunnudaga- skóla Digraneskirkju. Eggert Kaab- er sá um leikgerð og er hún byggð á samnefndri bók eftir Kari Vinje og Vivian Cahl Olsen. Leikritið fjallar um vináttuna, kristna trú, sköpunar- söguna, íyrirgefninguna og „Ósýni- lega vininn“ sem er Jesús Kristur. Allir hjartanlega velkomnir. Neskirkja. Félagsstarf aldraðra kl. 12.30. Frú Vigdís Jaek kemur í heimsókn og rifjar upp fmmbýlings- ár sín sem prestsfrú. Fram verður borin tvíréttuð heit máltíð. Allir vel- komnir. Sr. Fank M. Halldórsson. Hvammstangakirkja. Sunnu- dagaskóli kl. 11. Akraneskirlq'a. Kirkjuskóli kl. ll.TTT-starf (10-12 ára) kl. 13. Stjórnandi Elín Jóhannsdóttir. Safnaðarfélag Grafarvogskirlyu heldur aðalfund mánudaginn 7. febr- úar k. 20. Venjuleg aðalfundarstörf. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir flytur erindi: Breytt sjálfsmynd í tímans rás. Kaffiveitingar. Stjórnin. Guðspjall dagsins: Illgresi meðal __________hveitisins.____________ (Matt. 13.) ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Guösþjónusta kl. 14:00 í tengslum viö sólarkaffi Arnfiröingafé- lagsins f Reykjavík. Martha Hjálmars- dóttir stígur í stólinn. Árni Bergur Sig- urbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11:00. Léttir söngvar, biblíusögur, bænir, umræöur og leikir viö hæfi barnanna. Foreldrar hvattir til að koma meö börnum sínum. Guösþjón- usta kl. 14:00. Organisti Guóni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11:00. Alt- arisganga. Prestur sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Dómkórinn syngur. Org- anleikari Marteinn H. Friðriksson. Fundur Safnaöarfélags Dómkirkjunn- ar í safnaðarheimilinu eftir messu. Dr. Hjalti Hugason ræðir um kristni- tökuna. Messa kl. 14:00 um mess- una með þátttöku fermingarbarna. Forsöngvari Anna Sigríöur Helgadótt- ir. Prestur sr. Jakob Ágúst Hjálmar- sson. Organleikari Marteinn H. Friö- riksson. Garðakirkja á Álftanesi ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guösþjón usta kl. 10:15. Rangæingakórinn leiöir söng. Einsöngur Bryndís Jóns- dóttir. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Magnús Björnsson. GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11:00. Messa kl. 11:00. Altaris- ganga. Kirkjukór Grensáskirkju syng- ur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Sr. Ólafur Jóhannsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslumorg- unn kl. 10:00. Biskup íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, flytur erindi: Á þröskuldi nýrrar aldar. Kirkjan og framtíöin. Messa og bamastarf kl. 11:00. Organisti Hörður Áskelsson. Hópur úr Mótettukór syngur. Sr. Sig- urður Pálsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni Dalbú Hróbjarts- syni. í messunni verður frú Sigríöur Norökvist kirkjuvöröur kvödd. Kaffi- veitingar eftir messu. Kvöldmessa kl. 20:00. Sr. BemharöurGuömundsson hefur hugverkju og sr. Jón Dalbú Hróbjartsson þjónar fyrir altari. Schola cantorum syngur undir stjórn Haröar Áskelssonar, kantors. Guös- þjónustan verður með einföldu sniöi meö-áherslu á kyrrö, söng og bæn. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10:00. Sr. Ingileif Majmberg. HÁTEIGSKIRKJA: Barna- og fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11:00. Sr. Helga Soffía Konráösdóttir. Messa kl. 14:00. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Tómas Sveinsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guö- brands biskups. Guðsþjónusta kl. 11:00. Fermingarbörn lesa ritningar- lestra og bænir. Lára Bryndís Eggerts- dóttir syngur einsöng. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Jón Stef- ánsson. Kaffisopi eftirmessu. Barna- starf í safnaðarheimili kl. 11:00. Lena Rós Matthíasdóttir annast stundina. LAUGARNESKIRKJA: Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00. í tengslum viö prédikun dagsins mun einn af 13 höfundum hinnar nýútkomnu „Bókarí mannhafiö" lesa upp Ijóö. Kór Laug- arneskirkju syngur. Gunnar Gunnars- son leikur á orgel. Hrund Þórarins- dóttir stjórnar sunnudagaskólanum meó sínu fólki. Prestur sr. Bjami Karlsson. í messukaffinu munu fleiri fulltrúar-þessara ungu höfunda kynna Ijóó sín, auk þess sem nokkrum ein- tökum veröur dreift út í mannhafiö viö þetta tækifæri. Messa kl. 13:00 í dagvistarsalnum, Hátúni 12. Þorvaldur Halldórsson syngur, Gunnar Gunnarsson leikur á flygil, Margrét Scheving, Guðrún K. Þórsdóttir og sr. Bjarni Karlsson þjóna. NESKIRKJA: Sunnudagaskólinn kl. 11:00. Átta til niu ára starf á sama tíma. Messa kl. 14:00. Sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11:00. Organisti Sigrún Steingríms- dóttir. Prestur sr. Solveig Lára. Guð- mundsdóttir. Eftir messu segir Sveinn Guömarsson guöfræöinemi frá námsdvöl sinni í Grikklandi. Barnastarf á sama tíma. FRÍKIRKJAN i Reykjavík: Barnastarf kl. 11. Edda Borg söngkona og tón- listarkennari kemur í heimsókn. Fjöl- mennum og gerum nýja hluti og höf- um gaman af. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Kári Þormar. Allir hjartan- lega velkomnir. Hjörtur Magni Jó- hannsson. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfs- son héraösprestur annast guösþjón- ustuna. Organleikari: Pavel Smid. Barnaguösþjónusta kl. 13. Foreldrar, afar og ömmur boöin velkomin með börnunum. í bamaguðsþjónustunni verður sýnt barnaleikritiö „Ósýnilegi vinurinn" á vegum Stoppleikhópsins. Veriö öll velkomin. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguös þjónusta kl. 11. Messa og altaris- ganga á sama tíma. Organisti: Daníel Jónasson. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Sunnudagaskóli á sama tíma. Stoppr- leikhópurinn sýnir leikritiö Ósýnilegi vinurinn í leikgerö Eggerts Kaaber. Léttur hádegisveröur eftir messu í safnaðarsal. Prestur sp'Gunnar Sig- urjónsson. Organisti: Kjartan Sigur- jónsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjón usta kl. 11. PresturÁh Guömundur Karl Ágústsson. Ritningarlestur: Benedikta Waage og Lilja Hallgríms- dóttir djákni. Tvísöngur: Bylgja Dís Gunnarsdóttir og Lovísa Sigfúsdóttir. Organisti: Lenka Mátéová. Barna- guðsþjónusta á sama tíma. Umsjón: Margrét Ólöf Magnúsdóttir. Prestarn- ir. GRAFARVOGSKIRKJA: Barnaguós þjónusta kl. 11:00 í Grafarvogskirkju. Prestur sr. Anna Sigríöur Pálsdóttir. Umsjón: Hjörturog Rúna. Barnaguös- þjónusta kl. 11:00 Engjaskóla. Prestur sr. Vigfús Þór Árnason. Um- sjón: Signý, Guðrún og Guölaugur. Messa f Grafarvogskirkju kl. 14:00. Sr. Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari. Or;ganisti: Hörður Bragason. Kór Grafarvogskirkju syng- ur. Prestarnir. HJALLAKIRKJA: Lofgjöröarguösþjón- usta kl. 11. Sr. íris Kristjánsdóttir þjónar. Barnakór Snælandsskóla syngur og leiðir safnaðarsöng undir stjórn Heiðrúnar Hákonardóttur. Und- irleikari: Lóá Björk Jóelsdóttir. Barna- guösþjónusta T kirkjunni kl. 13 og í Lindaskóla kl. 11. Viö minnum á bæna- og kyr/öarstund á þriðjudag kl. 18. Prestamir. KÓPAVOGSKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Kársneskórinn syng- ur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Framhaldssagan úr barnastarfinu. Kirkj'ustúnd fyrir alla aldurshópa. Org- anisti: Hrönh Helgádóttir. Prestur sr. Guöni ÞórÓlafssori. SEUAKIRKJA: Krakkaguösþjónusta kl. ll. Fræösla, framhaldssaga og mikilí söngur Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ágúst Einarsson prédikar. Organ- isti er Gróa Hreinsdóttir. Sóknarprest- ur. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Fjöl skylduguösþjónusta kl. 11. Fræósla, söngur barna, lofgjöró og heilög kvöldmáltíð. Samkoma kl. 20. Vitnis- buröur, mikil lofgjörð og fyrirbænir. Olaf Engsbraten prédikar. Allir hjart- anlega velkomnir. FRÍKIRKJAN VEGURINN: Fjölskyldu hátíö kl. 11. Brauösbrotning og bæn f húsi drottins. Léttar veitingar eftir samkomuna. Samkoma kl. 20. Brauösbrotning. Richard Perinchief prédikar. Allir hjartanlega velkomnir. BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmára: Samkoma laugardag kl. 11. Steinþór Þóröarson sér um prédikun en Þórdís Malmquist um biblíufræðslu. Sam- komunum er útvarpaö beint á FM 107. Á laugardögum starfa barna- og unglingadeildir. Súpa og brauð eftir samkomuna. Allir hjartanlega vel- komnir. KLETTURINN: Krakkakirkja ki. llfyr- ir alla fjölskylduna. Samkoma kl. 20. Prédikun orðsins og mikil lofgjörö og tilbeiðsla. Allirvelkomnir. FÍLADELFÍA: Brauösbrotning kl. 11. Ræöumaöur Vöröur L. Traustason. Ai- menn samkoma kl. 16:30. Lofgjörö- arhópur Fíladelffu leiöir söng, ræöu- maður Vörður L. Traustason. Ungbarna- og barnakirkja fyrir 1-12 ára börn meðan á samkomu stendur. Allir hjartanlega velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Enginn laug- ardagsskóli laugardag. Sunnudag kl. 19:30: Bæn. Kl. 20 hjálpræöissam- koma f umsjón Hallelújakórsins. Mánudagkl. 15: Heimilasambandfyr- ir konur. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Sam- koma á morgun kl. 17. Leikskóli KFUM og KFUK 25 ára. Dagskrá í um- sjá leikskólans. Stjórnandi Arnmun- dur Kr. Jónasson fv. formaöur KFUM í Reykjavfk. Nokkur orð og bæn María Sighvatsdóttir, leikskólastjóri. Börn úr leikskólanum munu flytja leikþátt og söng og starfsfólk leikskólans mun sjá um fræöslu sem hæfir allri fjölskyldunni. Aö samkomunni lokinni gefst fólki kostur á aö fá keypta létta máltíð á fjölskylduvænu verði til fjár- öflunar fýrir starf félaganna. Allir vel- komnir. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Messur sunnudaga kl. 10:30 og 14. Messa kl. 18 á ensku. Virka daga messur kl. 8 og 18. Laugardaga kl. 18. MARÍUKIRKJA, Raufarseli 8: Messa sunnudag kl. 11. Messa laugardag (á ensku) og virka daga kl. 18.30. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa sunnudag kl. 10:30. Laugardaga kl. 18. KARMELKLAUSTUR, Hafnarfirði: Messa sunnudaga kl. 8:30. Messa laugardaga og virka daga kl. 8. BARBÖRUKAPELLA, Kefiavík, Skólavegi 38: Messa sunnudag kl. 14. STYKKISHÓLMUR, Austurgötu7: Messa sunnudag kl. 10. Messa laug- ardag og virka daga kl. 18:30. RIFTÚN, Ölfusi. Messa sunnudag kl. 17. ÍSAFJÖRÐUR: Messa sunnudag kl. 11. BOLUNGARVÍK: Messa sunnudag kl. 16. FLATEYRI: Messa laugardag kl. 18. SUÐUREYRi: Messa föstudag kl. 18:30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.