Morgunblaðið - 05.02.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.02.2000, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Könnun á campylobacter-mengun í ferskum kjúkling-um Niðurstöður kannana heilbrigðiseftirlita sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu á Campylobacter-mengun í fersku fuglakjöti Hlutfall mengaðra sýna í könnunum: Framleiðandi r v- c Sept. 1998 Maí 1999 Des. 1999 Jan. 2000 Ferskir kjúklingar ehf. 50% 20% 0% 27% Reykjagarður hf. 90% 60% 36% 38% ísfugl ehf. 0% 0% 0% 0% MEÐALTAL: \ w ^ 59% 31% 19% 28% Klámmyndum af konu með villandi texta dreift á Netinu Málið kært til lögreglu 28% sýna reyndust menguð SYKILLINN campylobacter reynd- ist vera í 28% sýna úr ferskum kjúkl- ingum eða 8 af 29 í könnun sem heil- brigðiseftirlitin á höfuðborgarsvæð- inu stóðu í sameiningu að dagana 17.-25. janúar síðastliðinn. Flest menguð sýni voru frá fyrirtækinu Reykjagarði eða fimm sýni af þrett- án, sem jafngildir 38%, en engin mengun fannst í kjúklingum frá Is- fugli, sem er í samræmi við fyrri kannanir heilbrigðiseftirlitanna á svæðinu. Pá fannst engin salmonellu- sýking í könnuninni. Á fundi Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í gær er lýst yfir mikl- um vonbrigðum með þessar niður- stöður, þar sem þær sýni að „litlar breytingar hafi orðið á tíðni camp- ylobacter-mengunar í ferskum kjúklingum á markaði hjá framleið- endunum Ferskir kjúklingar ehf. og Reykjagarður hf., en þeir selja kjúklinga undir merkjunum Móar, Ferskir kjúklingar og Holtakjúkl- ingar. Engir eldishópar kjúklinga hafa reynst jákvæðir í fjögurra vikna eftirliti það sem af er árinu og eni því miklar líkur á að sýkillinn berist í kjúklingana á síðasta hluta eldistímans þ.e. í fuglatínslunni, í flutningum eða í sláturhúsi. Á sama tíma staðfestir könnunin þann ár- angur sem hægt er að ná í barátt- unni við campylpbacter-sýkingar en framleiðandinn ísfugl ehf. sem selur undir merkjunum Isfugl og Kjúlli mælist enn á ný án campylobacter-- mengaðrar framleiðslu. Árangri Is- fugls ehf. ber sérstaklega að fagna“, segir í samhljóða bókun nefndarinn- ar, en fulltrúi atvinnurekenda í nefndinni sat hjá við afgreiðslu henn- ar, að því er fram kemur í fréttatil- kynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Ennfremur samþykkir nefndin að fela heilbrigðiseftirlitinu að gera aðra könnun í þessum efnum þegar í lok þessa mánaðar. Sýni niðurstöður þeirrar könnunar ekki fram á veru- legan árangur af aðgerðum framleið- enda muni nefndin í samræmi við skyldur sínar taka ákvarðanir um að- gerðir til vemdar neytendum segir ennfremur. Mengun finnst ekki lengur í húsunum Þá kemur fram að heilbrigðiseftir- litin á höfuðborgarsvæðinu hafa staðið saman að fjórum könnunum í þessum efnum og hafa fundist campylobacter- mengaðir fuglar í þeim öllum. Flestir mengaðir fuglar hafi verið frá Reykja- garði hf. en ekki hafi fundist mengaðir fuglar frá ísfugli. Bjami Ásgeir Jónsson, fram- kvæmdastjóri Reykjagarðs, sagði að það sem breyst hefði frá fyrri könn- unum væri að mengunin fyndist ekki lengur í húsunum heldur í verslunun- um. Nú væri því verið að yfirfara slátrunina, en hænum og öndum væri einnig slátrað í sláturhúsunum og komið hefði í Ijós campylobacter- mengun í varphænum. í þessari viku hefði síðan verið ákveðið í samráði við dýralækni alifuglasjúkdóma að það kæmu engir fuglar til slátmnar nema þeim fylgdi campylobacter-vottorð. Þannig yrði hægt að stýra slátmninni og ef einhveijir fuglar væm mengað- ir yrði þeim slátrað í lok viku þannig að tækfiæri gæfist til að hreinsa hús- in sérstaklega. „Við emm að finna leiðir til þess að þetta nái ekki að menga kjúklingana. Við emm búnir að ná húsunum fríum. Eins og hefur komið fram hefur á þessu ári ekki verið kjúklingahópur í eldi þar sem hefur fundist campyl- obacter. Mengunin kemur frá öðmm fugl- um og það verður tekið á því til að reyna að komast fyrir hana. Að öðr- um kosti verður að smíða sérslátur- hús fyrir aðra fugla,“ sagði Bjami Ás- geir ennfremur. KLÁMMYNDUM af konu, sem svipar til Ágústu Johnson, fram- kvæmdastjóra Hreyfingar, hefur verið dreift á Netinu með texta, þar sem sagt er að viðkomandi sé Ágústa. Agústa sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki ætla að sitja und- ir því að persóna hennar væri bendl- uð við þessar myndir og því hefði hún kært dreifinguna til lögreglu. „Ég skil eiginlega ekki hvers kon- ar fólk það er sem vill mér svo illt að dreifa þessum myndurn," sagði Ágústa. „Ég á tvö böm og fólk verð- ur að átta sig á því að með svona ófögnuði er mjög auðvelt að særa aðra - ég vona því bara að fólk hugsi sig tvisvar um áður en það gerir eitt- hvað þessu líkt aftur.“ Ágústa sagði að vissulega væm þessi mál, sem tengdust þessari nýju tækni, erfið fyrir lögregluna, en hún sagði það jafnframt alveg ljóst að það varðaði við lög að dreifa klámi á Netinu. Karl Steinar Valsson aðstoðaryf- irlögregluþjónn staðfesti að málið væri til rannsóknar hjá löreglunni í tengslum við ákvæði hegningarlaga um dreifingu á klámefni. Þá sagði hann að einnig væri verið að athuga hvort málið varðaði æmmeiðingar- ákvæði. „Fólk verður að átta sig á því að þegar það er að senda svona póst áfram á Netinu er það strangt tiltekið að dreifa klámi,“ sagði Karl Steinar. Hann sagði lögreglu ekki hafa fengið nákvæmlega svona mál inn á borð til sín áður. Refsingar við barnaklámi verða hertar í lög’iim SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmálaráðherra lagði fram frumvarp til breytinga á hegningar- lögum á ríkisstjórnarfundi í gær. Gerir það ráð fyrir að refsingar við vörslu barnakláms verði hertar, en einnig er í því að finna ákvæði um vitnavernd, sem styrkir verulega stöðu vitna fyrir og eftir skýrslutöku. Sólveig sagði að til að skipulögð glæpastarf- semi gæti þrifist þyrftu þeir sem byggju yfir vitneskju um slíka starfsemi að gæta þag- mælsku gagnvart lögreglu og dómstólum. Þetta ætti ekki síst við um misferli með eiturlyf. Það væri þekkt að brotamenn reyndu með ýmsum aðferðum að hindra að upp um þá kæmist, t.d. með því að hóta vitnum eða beita þau ofbeldi. Slík háttsemi væri vitanlega refsiverð eftir ýms- um ákvæðum hegningarlaga. „Brot gegn vitnum hafa ákveðna sérstöðu þar sem brotið beinist ekki eingöngu gegn vitninu heldur einnig gegn þeim almannahagsmunum sem felast í því að halda uppi lögum og rétti. Af þessum ástæðum er lagt til í þessu frumvarpi að brot gegn vitnum verði sérstaklega lýst refsi- verð í hegningarlögum og við lagðar þungar refsingar," sagði Sólveig. Dómsmálaráðherra sagði að brot gegn vitnum gætu hvort heldur sem er gerst áður en vitni gæfi skýrslu, og miðaði þá að því að hafa áhrif á vitnisburð, og eins gæti brot átt sér stað eftir að vitnið hefði gefið skýrslu og þá væri um að ræða hefnd gegn vitninu. Frumvarpið miðaði að því að veita vitni vernd gegn slíkum brotum. f frumvarpinu er einnig að finna ákvæði þess efn- is að það geti leitt til refsilækkunar ef brota- maður greinir frá aðild annarra að broti. Sólveig sagði að þetta miðaði að því að rjúfa þann þagn- armúr sem oft ríkti um brotastarfsemi. Refsing við barnaklámi verður allt að tveggja ára fangelsi Samkvæmt 2. málsgrein 210. gr hegningar- laga varðar það sex mánaða fangelsi að búa til eða flytja inn í útbreiðsluskyni, selja eða útbýta á annan hátt klámefni. Sólveig sagði að þetta ákvæði gerði engan greinarmun á því hvort klámefni sýndi fullorðna eða börn. í frumvarp- inu væri lagt til að refsingar við slíkum brotum yrðu þyngdar þannig að refsiramminn yrði allt að tveggja ára fangelsi. Þetta væri gert til að vernda börn gegn því ofbeldi sem fælist í barna- klámi. í 4. málsgrein 210. gr. hegningarlaga er að finna refsiákvæði við því að hafa í sinni vörslu barnaklám. Sólveig sagði að þetta ákvæði varð- aði eingöngu „neytendur“ barnakláms en ekki framleiðslu eða dreifingu slíks efnis. Hún sagði að þetta væri viss annmarki á ákvæðinu og á það hefði reynt í framkvæmd. Þannig hefði ver- ið lagt hald á barnaklám sem var á leið til lands- ins, en þar sem efnið var ekki komið til viðtak- anda hefði ekki verið talið unnt að sækja viðkomandi til saka. Með frumvarpinu væri tek- ið á þessu þannig að ákvæðið um barnaklám yrði ekki bundið við vörslu heldur næði einnig til innflutnings. „Ég tel að í þessu frumvarpi sé að finna mjög mikilvæg atriði sem horfa til þess að bæta rétt- arstöðu fólks, sérstaklega gagnvart skipulagðri glæpastarfsemi eins og fíkniefnamálum. Eins er afskaplega mikilvægt að vernda börn sérstak- lega gagnvart barnaklámi. Hér hafa komið upp mál sem varða barnaklám og er full ástæða til að bregðast við þeim,“ sagði Sólveig. í frumvarpinu er einnig lagt til að ákvæði um almennt sektarhámark hegningarlaga verði af- numið. Samkvæmt gildandi ákvæði er sektar- hámarkið 4 milljónir króna. í Danmörku var sektarhámark afnumið 1930 og í Noregi 1946. Roni Horn, til hægri, á spjalli við Eddu Jónsddttur í i8, við opnun sýningarinnar í Listasafni Islands í gær. Sýning Roni Horn opnuð SYNING á verkum bandarisku listakonunnar Roni Horn var opnuð í Listasafni íslands í gær. Sýningin er liður í dagskrá Reykjavíkur - menningarborgar Evrópu árið 2000. Yfirskrift sýningarinnar er „Pi“ og vísar til hins stærðfræðilega tákns fyrir sambandið milli þver- máls og ummáls hrings. Sýningin er innsetning með 45 ljósmyndum sem allar eru teknar hér á landi á árunum 1991-1998, flestar norður við heimskautsbaug, og fjalla um rannsókn listakonunnar á umhverf- inu og upplifun hennar á því en á síðustu 25 árum hefur hún komið til Islands því sem næst árlega og dvalið um lengri eða skemmri tíma. ■ Náið samband/Lesbók 6 Serbloð i dag 2® SfaíHf ÁLAUGARDÖGUM Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is 8 zlm umm t'lííwbviwU. IJ'; "'jr Islendingar efstir á Norðurlandamótinu / B1 Afturelding tapaði fyrir KA á Akureyri / B2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.