Morgunblaðið - 05.02.2000, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Kaupþing selur tæp 13,6% í
Samherja og heldur 8% eftir
Gaumur o g tengt
félag eiga nú um
10% í Samherja
TVÖ félög í eigu Bón-
usfjölskyldunnar hafa
fjárfest í tæpum 10%
hlut í útgerðarfélaginu
Samherja á Akureyri.
í tilkynningu til Verð-
bréfaþings íslands í
gær kemur fram að
Fjárfestingarfélagið
Skel hafi keypt 6,53%
hlut í Samherja og
fjárfestingarfélagið
Gaumur 3,43% hlut.
Hvorugt félaganna átti
hlutabréf í Samherja
áður.
Eignarhluturinn er
rúmar 1.450 milljónir
að markaðsverði, en
viðskiptin fóru fram á
genginu 10,6 að því er upplýsingar
um utanþingsviðskipti gefa til
kynna, en það er sama gengi og í
kaupum Kaupþings á hlutabréfum
Þorsteins Vilhelmssonar fyrr í vik-
unni.
I gær var einnig tilkynnt um
2,91% fjárfestingu Fjarðar ehf. og
á félagið nú 6% í Samherja. Fjár-
festingarfélagið Fjörður ehf. er
innherji í Samherja en eigendur
þess eru Kristján Vilhelmsson,
framkvæmdastjóri útgerðarsviðs
Samherja, Þorsteinn Már Baldv-
insson, forstjóri
Samherja, og Finn-
bogi A. Baldvinsson.
Tveir hinir fyrr-
nefndu eru stærstu
hluthafar í Samherja,
en hvor þeirra á um
20% hlutafjár í Sam-
herja.
Markmið að gera
Gaum að sterku
fjárfestingarfélagi
Kristín Jóhannes-
dóttir, framkvæmda-
stjóri fjárfestingarfé-
lagsins Gaums hf., er
einnig í forsvari fyrir
Skel hvað varðar
þessi viðskipti. Hún
segir að sú stefna hafi verið sett
fyrir um ári að gera Gaum hf. að
sterku alhliða fjárfestingarfélagi
og fjárfesting í útgerðarfélagi
samræmist þeirri stefnu. „Hluta-
bréf í Samherja eru góður fjárfest-
ingarkostur," segir Kristín. Að-
spurð segist hún ekkert geta sagt
um aðdraganda viðskiptanna við
Kaupþing eða hvort fjárfestingar-
félögin Gaumur og Skel muni
halda hlutabréfum sínum í Sam-
herja.
Síðastliðinn þriðjudag keypti
Kristín Jóhannesdóttir,
framkvæmdastjóri
Gaums.
Morgunblaöiö/Golli
Frystitogarinn Baldvin Þorsteinsson EA-10, flaggskip Samherja, í Reykjavíkurhöfn.
Kaupþing hf. 21,6% eignarhlut
Þorsteins Vilhelmssonar í Sam-
herja hf. Kaupþing hefur nú selt
13,59% hlut en heldur eftir 8,01%.
I samræmi við lög var tilkynnt um
fjárfestingu Fjarðar ehf. og Skelj-
ar ehf. í gær, auk þess sem upp-
lýst var um fjárfestingu Gaums hf.
Eftir stendur 0,72% hlutafjár í
Samherja sem Kaupþing seldi, en
ekki er skylt að gefa upp nafn
kaupenda að svo litlum hlut. 0,72%
hlutur í Samherja er yfir 100 mil-
ljóna króna virði, miðað við mark-
aðsgengið 10,6.
Breyting á eignarhaldi til
bóta fyrir Samherja
Sigurður Einarsson, forstjóri
Kaupþings, á frekar von á því að
Kaupþing haldi sínum hlut áfram.
„Við tókum auðvitað áhættu með
því að kaupa svo stóran hlut en
eftir þessa sölu er viðunandi að
halda eftir um það bil 6-8% hlut,“
segir Sigurður.
Kaupþing keypti 21,6 % hlut
Þorsteins Vilhelmssonar á genginu
10,6 sem jafngildir markaðsverð-
inu 3,1 milljarður króna eins og
fram hefur komið. Sigurður segir
gengið nú svipað og söluhagnað
Kaupþings ekki verulegan.
„Aðdragandinn að þessu var
stuttur. Við keyptum hlut Þor-
steins á þriðjudag og hófum við-
ræður við ýmsa fjárfesta í kjöl-
farið. Við leggjum ekki út í
fjárfestingu af þessu tagi nema
okkur lítist þannig á að eftirspurn
sé umfram framboð," segir Sigurð-
ur.
Að mati Sigurðar hafa almennir
fjárfestar fremur haldið að sér
höndum varðandi fjárfestingar í
Samherja vegna þess hve Sam-
herjafrændurnir þrír, Þorsteinn
Már Baldvinsson, Þorsteinn Vil-
helmsson og Krístján Vilhelmsson,
áttu stóran hlut samtals, eða yfir
60%. „Við höldum að þessi breyt-
ing á eignarhaldi sé almennt til
bóta fyrir félagið," segir Sigurður
og bætir við að útlitið fyrir árið sé
bjart og vísar þar helst til loðn-
unnar og mikillar framlegðar sem
felist í bolfiskveiðum. „Við höldum
ennfremur að Samherji sé kominn
yfir mestu erfiðleikana í Þýska-
landi.“
í gær voru viðskipti með hluta-
bréf í Samherja fyrir 27 milljónir
króna á Verðbréfaþingi Islands og
var lokagengi þeirra 10,20. Er það
4,4% lækkun frá síðasta viðskipta-
degi en þá var lokaverðið 10,67.
íslandsbanki F&M tekur í notkun nýtt viðskiptakerfí frá Reuters og CBA í Noregi
Morgunblaöiö/Ásdís
Fulltrúar Islandsbanka, Reuters og CBA við undirskrift samningsins um hið nýja viðskiptakerfi í gær í höfuðstöðvum íslandsbanka við Kirkjusand. Frá vinstri: Rolf Hauge frá CBA, Haukur
Oddsson, framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs íslandsbanka, Tómas Ottó Hansson, forstöðumaður rannsókna F&M hjá Islandsbanka, og Dag Dyrdal, frá Reuters í Noregi.
Tökum mjög stórt
skref inn í framtíðina
ÍSLANDSBANKI F&M, Reuters
og Commercial Banking Applicat-
ions AS, CBA, í Noregi skrifuðu í
gær undir samning um að F&M taki
í notkun nýtt viðskiptakerfi sem
byggist á lausnum sem þróaðar eru
af Reuters og CBA. Viðskiptakerf-
inu er ætlað að mynda kjamann í
starfsemi íslandsbanka á sviði
gjaldeyris-, peningamarkaðs-, af-
leiðu- og verðbréfaviðskipta.
Kerfið byggist á Kondor+ við-
skipta- og áhættustýringarkerfi
Reuters, og er íslandsbanki F&M
fyrsti aðilinn hérlendis til að taka í
notkun þetta nýja kerfi frá Reuters,
og á Ibas bakvinnslukerfi frá CBA.
„Við sjáum fyrir okkur algera
sjálfvirkni á þessum meginviðskipt-
um,“ sagði Tómas Ottó Hansson,
forstöðumaður ’ rannsókna hjá ís-
landsbanka F&M, á kynningu sem
haldin var í gær í kjölfar undir-
skriftar.
Gefur möguleika á mun
flóknari fjármálasamningum
„Þetta mun auka hraða og öryggi
í viðskiptunum, ásamt því að lækka
kostnað. Einnig mun það gefa
möguleika á aukinni upplýsinga-
miðlun og möguleika á mun flóknari
fjármálasamningum.
Kerfið frá Reuters verður notað
til að verðleggja samninga, halda ut-
an um stöður og áhættu.
Á sama tíma höfum við verið í
samstarfi við CBA um bakvinnslu-
kerfi, þ.e.a.s. frágang viðskipta, bók-
hald, sendingu á staðfestingum og
annað slíkt. Þetta mun nú verða ein
heildstæð lausn með fullkominni
sjálfvirkni á milli,“ sagði Tómas
Ottó.
Hann sagðist leyfa sér að fullyrða
að íslandsbanki muni verða með eitt
fullkomnasta kerfi veraldar í dag, og
muni ekki standa mörgum að baki.
„Við erum með þessu að taka
mjög stórt skref inn í framtíðina.
Þessi tækni gefur litlum fyrir-
tækjum á þessu sviði færi á að bæta
samkeppnisstöðu sína gagnvart er-
lendum fjármálastofnunum, en
tæknivæðing fjármálastofnana er í
raun forsenda þess að íslenski fjár-
málamarkaðurinn geti þróast frek-
ar. Veltan og vöruúrval er orðið það
mikil að það er orðið erfitt að halda
utan um þetta nema með mjög full-
komnum kerfum," sagði Tómas
Ottó.
Um veltuna sagði Tómas að ís-
landsbanki hefði á síðasta ári gert
um 50.000 samninga og hefði veltan
verið 2.000 milljarðar króna, en oft
er sömu upphæð velt á milli nokkr-
um sinnum í verðbréfaviðskiptum.
„Þetta hefur í för með sér aukna
áhættu, og viðskiptavinir gera sífellt
meiri kröfur. Við verðum því að hafa
aukna tækni,“ sagði Tómas.
Dag Dyrdal, sem stýrir Noregs-
skrifstofu Reuters, sagði á kynning-
unni að með þessu væri Islands-
banki F&M að fjárfesta í
framtíðinni, en með þessu kerfi gæti
F&M boðið upp á víðara úrval fjár-
málalegra afurða sem gerði fyrir-
tækinu kleift að mæta vexti og
heimsvæðingu viðskipta.
Hann sagði að samningurinn væri
sá fyrsti sem Reuters gerði um
þetta kerfi hér, og yrði reynslan á
kerfinu hér notuð til kynningar á því
í öðrum löndum. „Island er mjög
spennandi markaður fyrii’ nýja
tækni af þessu tagi. Ég heyrði að þið
væruð komnir fram úr Finnum hvað
varðar fjölda netnotenda, sem er at-
hyglisvert," sagði Dyrdal.
Dag Dyrdal sagði að Reuters ynni
á tveimur afmörkuðum meginsvið-
um, í fréttum og viðskiptaupplýsing-
um. Fyrirtækið væri nú að endur-
skilgreina starfsemi sína, og verður
í framtíðinni lögð áhersla að bjóða
lausnir sem henta tilteknum aðstæð-
um viðskiptavina, auk ráðgjafar.
Hann segir að helsta þróunin á
þeim fjármálamörkuðum sem Reut-
ers vinnur á sé í áttina að meiri
tæknivæðingu, hnattvæðingu og
vexti í viðskiptum einstaklinga. Not-
endur að þjónustu Reuters eru nú
um 485.000 í 163 löndum, sagði Dag
Dyrdal.
Rolf Hauge, forstjóri CBA, sagði í
samtali við blaðamann Morgun-
blaðsins, að samningurinn væri mik-
ilvægur bæði fyrir CBA og Reuters.
Verið væri að prófa suma þætti við-
skiptakerfisins í fyrsta sinn, en á
aðra þætti þess væri komin meiri
reynsla. „Við munum nota þetta til
að markaðssetja þessar lausnir ann-
ars staðar. Við höfum komið hingað
með fulltrúa banka frá öðrum lönd-
um, því þeir skilja ekki hvernig ís-
land geti verið svo ofarlega hvað
varðar rafrænar sendingar á við-
skiptagögnum. Þeir koma hingað til
að sjá hvernig bankarnir, og
Islandsbanki sérstaklega, reka sín
kerfi,“ sagði Rolf Hauge.