Morgunblaðið - 05.02.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.02.2000, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Beryamín Baldursson Gamanleikurinn Fló á skinni eftir Feydeuau var frumsýndur hjá Frey- vangsleikhúsinu í gærkvöld, en myndin er tekin á æfingu fyrr í vikunni. Freyvangsleikhúsið í Eyjafjarðarsveit Fló á skinni vel fagnað EyjaQarðarsveit. Morgunblaðið. Framleiðendur þurfa að leggja inn í samlagið að minnsta kosti 85% mjólkurmagnsins sem framleitt er á svæðinu Að öðrum kosti er sam komulagið úr sögunni FREYV AN GSLEIKHU SIÐ í Eyja- fjarðarsveit frumsýndi hinn bráð- smellna gamanleik Fl<5 á skinni eft- ir Georges Feydeuau í gærkvöld við góðar undirtektir. Alls taka 14 leikarar þátt í sýn- ingunni, þar af margir af reyndustu leikurum félagsins en einnig má sjá á ijölunum nú ný andlit. Leikstjóri er Oddur Bjarni Þorkelsson. Leik- myndin er íburðarmikil, en félagið naut aðstoðar Hallmundar Kristins- sonar við gerð hennar. Búningar voru hannaðir á staðnum eftir lín- um sem Hlín Gunnarsdóttir bún- ingahönnuður lagði. Þessi vel- þekkti gamanleikur verður sýndur í Freyvangi næstu helgar og ekki að efa að leikhúsgestir muni eiga þar góðar stundir. VIÐRÆÐUNEFND rrgólkurfram- leiðenda í Eyjafirði og S-Þingeyjar- sýslu og fulltrúar Kaupfélags Eyfirð- inga funduðu í vikunni um eignaraðild mjólkurframleiðenda að mjólkursam- lögunum á Húsavík og Akureyri, sem sameinuð verða í eitt félag. Á fundin- um voru samþykktar breytingar á fyrirliggjandi samningsdrögum, m.a. varðandi bindandi viðskiptasamning við framleiðendur á svæðinu um inn- lögn mjólkur inn í samlagið. Hins vegar urðu aðilar málsins sammála um að ekkert verði af samningum ef ekki næst bindandi viðskiptasamn- ingur til fimm ára um að minnsta kosti 85% mjólkurmagnsins. í samningnum er gert ráð fyrir að framleiðslusamvinnufélag kúabænda í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu eignist allt að 34% í hina nýja hlutafélagi og KEA að minnsta kosti 66%. Til að svo geti orðið þarf að liggja fyrir bindandi viðskiptasamningur við framleiðend- ur um að leggja inn í samlagið að minnsta kosti 99% af þeirri mjólk sem framleidd er á svæðinu. Sigurgeir Hreinsson, formaður Búnaðarsambands Eyjafjarðar, sagði í samtali við Morgunblaðið að aðilar hafi náð saman í öllum grunnatriðum en þó væri eftir að ganga frá ýmsum lögfræði- og viðskiptalegum atriðum og skrifa undir samninginn. Hann sagði stefnt að því að skrifa undir á miðvikudaginn í næstu viku. Sigurgeir sagði að niðurtalningin Vínnám- skeið á KEA VÍNKLÚBBUR Akureyrar stendur fyrir vínnámskeiði fyrir almenning, vínþjónakeppni og vínsýningu á Fosshótel KEA sunnudaginn 6. febr- úar. Námskeiðið stendur yfir frá kl. 14-17 og eru fyrirlesarar þeir Hara- ldur Halldórsson, forseti Vínþjóna- samtaka íslands, og Hjörtur Þor- leifsson vínþjónn. Námskeiðið inniheldur fræðslu og fyrirlestur um frönsk vín, vínsmökk- un, blindsmökkun, umhellingu og að lokum kynningu vínumboða á ýms- um léttum veitingum. Námskeiðs- gjald er 2.000 kr. og fer skráning fram í síma 894-2445. Samhliða námskeiðinu er haldin vínþjónakeppni en það er keppni fagmanna í vínfræðum og smökkun. Keppni þessi er liður í keppninni um vínþjón Islands 1999 og því má búast við góðri þátttöku bæði frá Akureyri og Reykjavík. Opið er fyrir almenn- ing frá 17.30-20. Vínþjónakeppnin er haldin í samstarfi Vínklúbbs Akur- eyrar og Vínþjónasamtaka í slands. Sex vínumboð kynna vörur og gefa fólki að bragða frá kl. 17.30-19. Nett lækkar gjaldskrána NETT ehf. á Akureyri hefur lækk- að gjaldskrá sína fyrir netþjónustu og tók lækkunin gildi nú um mánaða- mótin. Mánaðargjaldið lækkaði úr 1.550 krónur í 990 krónur, en inn- varðandi eignarhlut framleiðenda í hinu nýja hlutafélagi miðað við bind- andi viðskiptasamninga hefði aðeins breyst frá því sem gert var ráð fyrir í fyrirliggjandi samningsdrögum. Hann sagði miðað við minni skref í tröppunum og náist 90% framleiðsl- unnar verði eignarhluturinn 30% en áður var miðið við 95% framleiðslunn- ar á móti 30% eignarhlut. Neðan við 90% koma hins vegar stærri stökk, samningur um 85% mjólkurmagnins gefur aðeins 20% eignarhlut en náist 85% ekki er samkomulagið úr sög- unni. Staða okkar verður sterkari „Við höfum átt tvo möguleika, ann- ars vegar að taka þátt í þessu og reyna þannig að ná sem mestum rétti í gegnum þessa samninga og skapa okkur sem sterkasta stöðu eða standa alveg utan við og beita okkar þrýst- ingi þannig. En ef þetta samkomulag gengur upp sýnist mér augljóst að okkar staða verði mun sterkari og ekki síst tU lengri tíma litdð og munum kynna þetta á þeim nótum,“ sagði Sigurgeir. Mjólkurframleiðendum í landinu hefur verið að fækka ári frá ári en nú eru rúmlega 150 framleiðendur á svæði Mjólkursamlagsins á Akureyri og 84 í Þingeyjarsýslu. Ekki eru allir bændur tilbúnir að samþykkja fyrir- liggjandi eignahlutasamning og sum- ir telja að eignahlutur mjólkurfram- ifalið í því er m.a. ókeypis símaaðstoð vegna Netsins, sem víða kostar 99,90 mínútan, svæði fyrir heimasíðu, Ftp- aðgangur, ótakmarkað póstsvæði og tvö aukapóstföng. Síðar í þessum mánuði verður tek- inn í notkun nýr netþjónn sem m.a. býður upp á FrontPage 2000 heima- síðusaðgang og tenging út úr landinu verður áttfalt stærri. Einnig fá áskrifendur nett.is 10% afslátt af vinnu á verkstæði tæknideildar Nett. í frétt frá Nett um lækkun gjald- skrár er tekið fram að hún tengist ekld þeim breytingum sem nýlega urðu þegar Landssíminn keypti hlut í fyrirtækinu. Búið hafi verið að taka ákvörðunina áður en þau kaup komu tiL Leiksýning í febrúar LEIKHÓPURINN Norðanljós og Leikfélag Akureyrar setja í samein- ingu upp leikritið „Skækjan Rósa“ eins og fram kom í frétt í blaðinu í gær. Sú meinlega villa varð í frétt- inni að sagt var að frumsýning væri áætluð 19. nóvember næstkomandi, en það er auðvitað reginfirra, firumsýningin verður 19. febrúar. Bingó BINGÓ verður í Húsi aldraðra á morgun, sunnudaginn 6. febrúar, og hefst það kl. 14. Margir vinningar eru í boði, vöruúttekir hjá KEA-Nettó, Kjötvinnslu B. Jensen og margt fleira. Alls verða spilaðar 14 umferðir og bamabingó. Knattspymudeild KA stendur fyrir bingóinu. leiðenda eigi að vera 50% og að þeir eigi meirihluta í stjóm hins nýja hlutafélags. Menn fari að takast á við framtíðina Hlífar Karlsson, mjólkursamlags- stjóri á Húsavík, sagðist vonast til að aðilar málsins næðu saman og að bændur kæmu að rekstri sameigin- legs hlutafélags. „Það em í sóknar- færi í þessari grein en það vantar frið um þetta og að menn segi skilið við fortíðina og fari að takast á við fram- tíðina. Mér líst vel á að bændur komi að stjómun sameiginlegs félags og þeir hafa engu að tapa á því að ganga þar inn en allt að vinna. Það er verið að afhenda þeim þessa eign og mér finnst skrýtið ef þeir ekki vilja taka við henni,“ sagði Hlífar. ---------------- Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli á morgun, sunnudaginn 6. febrúar kl. 11. Guðsþjónustua kl. 14. Kaffisala Kvenfélags Akureyrar- kirkju eftir guðsþjónustu í Safnaðar- heimilinu. Kór Akureyrarkirkju syngur undir stjóm Bjöms Steinars Sólbergssonar. Biblíulestur í Safn- aðarheimilinu kl. 20 á mánudag- skvöld í umsjá sr. Guðmundar Guð- mundssonar. Morgunsöngur á þriðjudag kl. 9. Mömmumorgunn kl. 10 til 12 á miðvikudag. GLERÁRKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11 á morgun, sunnudag. Barnakór Glerárkirkju syngur. For- eldrar, afar og ömmur hvött til að mæta með börnunum. Fundur æsku- lýðsfélagsins verður kl. 17 sama dag. Kyrrðar- og tilbeiðslustund kl. 18.10 á þriðjudag. Hádegissamvera kl. 12 til 13 á miðvikudag, orgelleikur, fyr- irbænir, sakramenti og léttur hádeg- isverður í safnaðarsal að helgistund lokinni. Opið hús fyrir mæður og böm frá 10 til 12 á fimmtudag. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 11 á morgun, sunnudag, bænastund kl. 16.30, almenn sam- koma kl. 17 og unglingasamkoma kl. 20. Heimilasamband kl. 15 á mánu- dag, krakkaklúbbur fyrir 6-10 ára á fimmtudag kl. 17.30 og 11 plús fyrir 11 til 12 ára á föstudag kl. 17.30. Flóamarkaður kl. 10 til 12 á föstu- dögum. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Brauðs- brotning kl. 20 í kvöld, laugardag- skvöldið 5. febrúar, G. Theodór Birg- isson predikar. Sunnudagaskóli fjölskyldunnar kl. 11.30 á morgun, sunnudag. Kennsla úr Orði Guðs fyr- ir alla aldurshópa, Reynir Valdi- marsson kennir. Léttur málsverður að samkomu lokinni. Almenn vakn- ingasamkoma verður kl. 16.30 sama dag, Snorri Sigtryggsson predikar, fyrirbænaþj ónusta. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag kl. 18 og á morgun, sunnudag kl. 11 í Péturskapellu, Eyrarlandsvegi 26. SJÓNARHÆÐ: Sunnudagaskóli í Lundarskóla kl. 13.30 á morgun, sunnudag. Barnafundur á Sjónar- hæð, Hafnarstræti 63, kl. 18 á mánu- dag. Oryggisskápar fyrir heimili og fyrirtæki í mörgum stærðum og gerðum. Verð frá kr. 19.500 Sími 461 4025 Fax 461 4026 Netfang: gagni@centrum.is Unglingar - ungt fólk Kompaníið í samstarfi við Fjölskyldudeild og Heilsugæslustöðin opna ráðgjöf fyrir ungt fólk Hefur þú áhyggjur af atvinnu, skóla, samskiptum, einelti, þunglyndi, kvíða, reykingum, áfengis- og vímuefnanotkun, kynþroska, kynsjúkdómum, ótímabærri þungun, getnaðavörnum eða...................... í Kompaníinu er opin móttaka á mánudögum frá kl. 17-18, f.o.m. 14. febrúar, fyrir aldurhópinn 13-25 ára. Þar verða sálfræðingur, námsráðgjafi og félagsráðgjafi. Sími 462 2710. Á Heilsugæslustöðinni, 4. hæð, er opin móttaka á þriðjudögum frá kl. 16-17, f.o.m. 8. febrúar, fyrir aldurshópinn 13-20 ára. Þar verða læknir og hjúkrunarfræðingur. Sími 460 4645. Timapantanir eru óþarfar, ekkert gjald. Haföu samband - Líttu við. Opið hús í Háskólanum á Akureyri laugardaginn 5. febrúar 2000 Kennsludeildir háskólans, bókasafn og samstarfsstofnanir kynna Hljómsveitin Land og synir leikur og syngur órafmagnað starfsemi sína í húsakynnum háskólans á Sólborg frá kl 11 -17. fyrir gesti á Sólborg kl. 13:00 og 14:00 ALLIR VELKOMNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.