Morgunblaðið - 05.02.2000, Side 20
20 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Morgunblaðið/Beryamín Baldursson
Gamanleikurinn Fló á skinni eftir Feydeuau var frumsýndur hjá Frey-
vangsleikhúsinu í gærkvöld, en myndin er tekin á æfingu fyrr í vikunni.
Freyvangsleikhúsið í Eyjafjarðarsveit
Fló á skinni vel fagnað
EyjaQarðarsveit. Morgunblaðið.
Framleiðendur þurfa að leggja inn í samlagið að minnsta
kosti 85% mjólkurmagnsins sem framleitt er á svæðinu
Að öðrum kosti er sam
komulagið úr sögunni
FREYV AN GSLEIKHU SIÐ í Eyja-
fjarðarsveit frumsýndi hinn bráð-
smellna gamanleik Fl<5 á skinni eft-
ir Georges Feydeuau í gærkvöld
við góðar undirtektir.
Alls taka 14 leikarar þátt í sýn-
ingunni, þar af margir af reyndustu
leikurum félagsins en einnig má sjá
á ijölunum nú ný andlit. Leikstjóri
er Oddur Bjarni Þorkelsson. Leik-
myndin er íburðarmikil, en félagið
naut aðstoðar Hallmundar Kristins-
sonar við gerð hennar. Búningar
voru hannaðir á staðnum eftir lín-
um sem Hlín Gunnarsdóttir bún-
ingahönnuður lagði. Þessi vel-
þekkti gamanleikur verður sýndur
í Freyvangi næstu helgar og ekki
að efa að leikhúsgestir muni eiga
þar góðar stundir.
VIÐRÆÐUNEFND rrgólkurfram-
leiðenda í Eyjafirði og S-Þingeyjar-
sýslu og fulltrúar Kaupfélags Eyfirð-
inga funduðu í vikunni um eignaraðild
mjólkurframleiðenda að mjólkursam-
lögunum á Húsavík og Akureyri, sem
sameinuð verða í eitt félag. Á fundin-
um voru samþykktar breytingar á
fyrirliggjandi samningsdrögum, m.a.
varðandi bindandi viðskiptasamning
við framleiðendur á svæðinu um inn-
lögn mjólkur inn í samlagið. Hins
vegar urðu aðilar málsins sammála
um að ekkert verði af samningum ef
ekki næst bindandi viðskiptasamn-
ingur til fimm ára um að minnsta
kosti 85% mjólkurmagnsins.
í samningnum er gert ráð fyrir að
framleiðslusamvinnufélag kúabænda
í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu eignist
allt að 34% í hina nýja hlutafélagi og
KEA að minnsta kosti 66%. Til að svo
geti orðið þarf að liggja fyrir bindandi
viðskiptasamningur við framleiðend-
ur um að leggja inn í samlagið að
minnsta kosti 99% af þeirri mjólk sem
framleidd er á svæðinu.
Sigurgeir Hreinsson, formaður
Búnaðarsambands Eyjafjarðar, sagði
í samtali við Morgunblaðið að aðilar
hafi náð saman í öllum grunnatriðum
en þó væri eftir að ganga frá ýmsum
lögfræði- og viðskiptalegum atriðum
og skrifa undir samninginn. Hann
sagði stefnt að því að skrifa undir á
miðvikudaginn í næstu viku.
Sigurgeir sagði að niðurtalningin
Vínnám-
skeið á KEA
VÍNKLÚBBUR Akureyrar stendur
fyrir vínnámskeiði fyrir almenning,
vínþjónakeppni og vínsýningu á
Fosshótel KEA sunnudaginn 6. febr-
úar. Námskeiðið stendur yfir frá kl.
14-17 og eru fyrirlesarar þeir Hara-
ldur Halldórsson, forseti Vínþjóna-
samtaka íslands, og Hjörtur Þor-
leifsson vínþjónn.
Námskeiðið inniheldur fræðslu og
fyrirlestur um frönsk vín, vínsmökk-
un, blindsmökkun, umhellingu og að
lokum kynningu vínumboða á ýms-
um léttum veitingum. Námskeiðs-
gjald er 2.000 kr. og fer skráning
fram í síma 894-2445.
Samhliða námskeiðinu er haldin
vínþjónakeppni en það er keppni
fagmanna í vínfræðum og smökkun.
Keppni þessi er liður í keppninni um
vínþjón Islands 1999 og því má búast
við góðri þátttöku bæði frá Akureyri
og Reykjavík. Opið er fyrir almenn-
ing frá 17.30-20. Vínþjónakeppnin er
haldin í samstarfi Vínklúbbs Akur-
eyrar og Vínþjónasamtaka í slands.
Sex vínumboð kynna vörur og
gefa fólki að bragða frá kl. 17.30-19.
Nett lækkar
gjaldskrána
NETT ehf. á Akureyri hefur lækk-
að gjaldskrá sína fyrir netþjónustu
og tók lækkunin gildi nú um mánaða-
mótin. Mánaðargjaldið lækkaði úr
1.550 krónur í 990 krónur, en inn-
varðandi eignarhlut framleiðenda í
hinu nýja hlutafélagi miðað við bind-
andi viðskiptasamninga hefði aðeins
breyst frá því sem gert var ráð fyrir í
fyrirliggjandi samningsdrögum.
Hann sagði miðað við minni skref í
tröppunum og náist 90% framleiðsl-
unnar verði eignarhluturinn 30% en
áður var miðið við 95% framleiðslunn-
ar á móti 30% eignarhlut. Neðan við
90% koma hins vegar stærri stökk,
samningur um 85% mjólkurmagnins
gefur aðeins 20% eignarhlut en náist
85% ekki er samkomulagið úr sög-
unni.
Staða okkar verður sterkari
„Við höfum átt tvo möguleika, ann-
ars vegar að taka þátt í þessu og
reyna þannig að ná sem mestum rétti
í gegnum þessa samninga og skapa
okkur sem sterkasta stöðu eða standa
alveg utan við og beita okkar þrýst-
ingi þannig. En ef þetta samkomulag
gengur upp sýnist mér augljóst að
okkar staða verði mun sterkari og
ekki síst tU lengri tíma litdð og munum
kynna þetta á þeim nótum,“ sagði
Sigurgeir.
Mjólkurframleiðendum í landinu
hefur verið að fækka ári frá ári en nú
eru rúmlega 150 framleiðendur á
svæði Mjólkursamlagsins á Akureyri
og 84 í Þingeyjarsýslu. Ekki eru allir
bændur tilbúnir að samþykkja fyrir-
liggjandi eignahlutasamning og sum-
ir telja að eignahlutur mjólkurfram-
ifalið í því er m.a. ókeypis símaaðstoð
vegna Netsins, sem víða kostar 99,90
mínútan, svæði fyrir heimasíðu, Ftp-
aðgangur, ótakmarkað póstsvæði og
tvö aukapóstföng.
Síðar í þessum mánuði verður tek-
inn í notkun nýr netþjónn sem m.a.
býður upp á FrontPage 2000 heima-
síðusaðgang og tenging út úr landinu
verður áttfalt stærri. Einnig fá
áskrifendur nett.is 10% afslátt af
vinnu á verkstæði tæknideildar Nett.
í frétt frá Nett um lækkun gjald-
skrár er tekið fram að hún tengist
ekld þeim breytingum sem nýlega
urðu þegar Landssíminn keypti hlut
í fyrirtækinu. Búið hafi verið að taka
ákvörðunina áður en þau kaup komu
tiL
Leiksýning í
febrúar
LEIKHÓPURINN Norðanljós og
Leikfélag Akureyrar setja í samein-
ingu upp leikritið „Skækjan Rósa“
eins og fram kom í frétt í blaðinu í
gær. Sú meinlega villa varð í frétt-
inni að sagt var að frumsýning væri
áætluð 19. nóvember næstkomandi,
en það er auðvitað reginfirra,
firumsýningin verður 19. febrúar.
Bingó
BINGÓ verður í Húsi aldraðra á
morgun, sunnudaginn 6. febrúar, og
hefst það kl. 14. Margir vinningar eru
í boði, vöruúttekir hjá KEA-Nettó,
Kjötvinnslu B. Jensen og margt
fleira. Alls verða spilaðar 14 umferðir
og bamabingó. Knattspymudeild
KA stendur fyrir bingóinu.
leiðenda eigi að vera 50% og að þeir
eigi meirihluta í stjóm hins nýja
hlutafélags.
Menn fari að takast
á við framtíðina
Hlífar Karlsson, mjólkursamlags-
stjóri á Húsavík, sagðist vonast til að
aðilar málsins næðu saman og að
bændur kæmu að rekstri sameigin-
legs hlutafélags. „Það em í sóknar-
færi í þessari grein en það vantar frið
um þetta og að menn segi skilið við
fortíðina og fari að takast á við fram-
tíðina. Mér líst vel á að bændur komi
að stjómun sameiginlegs félags og
þeir hafa engu að tapa á því að ganga
þar inn en allt að vinna. Það er verið
að afhenda þeim þessa eign og mér
finnst skrýtið ef þeir ekki vilja taka
við henni,“ sagði Hlífar.
----------------
Kirkjustarf
AKUREYRARKIRKJA: Sunnu-
dagaskóli á morgun, sunnudaginn 6.
febrúar kl. 11. Guðsþjónustua kl. 14.
Kaffisala Kvenfélags Akureyrar-
kirkju eftir guðsþjónustu í Safnaðar-
heimilinu. Kór Akureyrarkirkju
syngur undir stjóm Bjöms Steinars
Sólbergssonar. Biblíulestur í Safn-
aðarheimilinu kl. 20 á mánudag-
skvöld í umsjá sr. Guðmundar Guð-
mundssonar. Morgunsöngur á
þriðjudag kl. 9. Mömmumorgunn kl.
10 til 12 á miðvikudag.
GLERÁRKIRKJA: Fjölskylduguðs-
þjónusta kl. 11 á morgun, sunnudag.
Barnakór Glerárkirkju syngur. For-
eldrar, afar og ömmur hvött til að
mæta með börnunum. Fundur æsku-
lýðsfélagsins verður kl. 17 sama dag.
Kyrrðar- og tilbeiðslustund kl. 18.10
á þriðjudag. Hádegissamvera kl. 12
til 13 á miðvikudag, orgelleikur, fyr-
irbænir, sakramenti og léttur hádeg-
isverður í safnaðarsal að helgistund
lokinni. Opið hús fyrir mæður og
böm frá 10 til 12 á fimmtudag.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu-
dagaskóli kl. 11 á morgun, sunnudag,
bænastund kl. 16.30, almenn sam-
koma kl. 17 og unglingasamkoma kl.
20. Heimilasamband kl. 15 á mánu-
dag, krakkaklúbbur fyrir 6-10 ára á
fimmtudag kl. 17.30 og 11 plús fyrir
11 til 12 ára á föstudag kl. 17.30.
Flóamarkaður kl. 10 til 12 á föstu-
dögum.
HVÍTASUNNUKIRKJAN: Brauðs-
brotning kl. 20 í kvöld, laugardag-
skvöldið 5. febrúar, G. Theodór Birg-
isson predikar. Sunnudagaskóli
fjölskyldunnar kl. 11.30 á morgun,
sunnudag. Kennsla úr Orði Guðs fyr-
ir alla aldurshópa, Reynir Valdi-
marsson kennir. Léttur málsverður
að samkomu lokinni. Almenn vakn-
ingasamkoma verður kl. 16.30 sama
dag, Snorri Sigtryggsson predikar,
fyrirbænaþj ónusta.
KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í
dag, laugardag kl. 18 og á morgun,
sunnudag kl. 11 í Péturskapellu,
Eyrarlandsvegi 26.
SJÓNARHÆÐ: Sunnudagaskóli í
Lundarskóla kl. 13.30 á morgun,
sunnudag. Barnafundur á Sjónar-
hæð, Hafnarstræti 63, kl. 18 á mánu-
dag.
Oryggisskápar
fyrir heimili og fyrirtæki í
mörgum stærðum og gerðum.
Verð frá kr. 19.500
Sími 461 4025
Fax 461 4026
Netfang: gagni@centrum.is
Unglingar - ungt fólk
Kompaníið í samstarfi við
Fjölskyldudeild og Heilsugæslustöðin
opna ráðgjöf fyrir ungt fólk
Hefur þú áhyggjur af
atvinnu, skóla, samskiptum, einelti, þunglyndi, kvíða,
reykingum, áfengis- og vímuefnanotkun, kynþroska,
kynsjúkdómum, ótímabærri þungun, getnaðavörnum
eða......................
í Kompaníinu er opin móttaka á mánudögum
frá kl. 17-18, f.o.m. 14. febrúar, fyrir aldurhópinn 13-25
ára. Þar verða sálfræðingur, námsráðgjafi og félagsráðgjafi.
Sími 462 2710.
Á Heilsugæslustöðinni, 4. hæð, er opin móttaka á
þriðjudögum frá kl. 16-17, f.o.m. 8. febrúar,
fyrir aldurshópinn 13-20 ára.
Þar verða læknir og hjúkrunarfræðingur.
Sími 460 4645.
Timapantanir eru óþarfar, ekkert gjald.
Haföu samband - Líttu við.
Opið hús í Háskólanum á Akureyri
laugardaginn 5. febrúar 2000
Kennsludeildir háskólans, bókasafn og samstarfsstofnanir kynna Hljómsveitin Land og synir leikur og syngur órafmagnað
starfsemi sína í húsakynnum háskólans á Sólborg frá kl 11 -17. fyrir gesti á Sólborg kl. 13:00 og 14:00
ALLIR VELKOMNIR