Morgunblaðið - 05.02.2000, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 05.02.2000, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ ÍDAG BRIDS Umsjón Uuðmnndur Páll Arnarson SAMHLIÐA keppninni um Bermudaskálina og Fen- eyjabikarinn var keppt um heimsmeistaratitil í flokki eldri spilara og fóru Pólveij- ar þar með öruggan sigur af hólmi eftir að hafa lagt Bandaríkjamenn og Frakka í úrslitaleikjum. Handbragð pólsku „öldunganna“ er með eindæmum glæsilegt, eins og sjá má til dæmis á þessu spili, þar sem Andrzej Wil- kosz sat í sæti suðurs sem sagnhafi í þremur gröndum. Þetta var gegn hinum þekktu frönsku spilurum, Roudinescu og Delmouly: Norður 4 KD102 y G632 ♦ K75 ♦ 75 Vestur Austur 4 84 4 G976 * 105 v 0974 * 842 ♦ ADG3 * KDG843 * 6 Suður 4 Á53 y ÁK8 ♦ 1096 ♦ Á1092 VesturNorður Austur Suður Pass 1 grand Pass 2 lauf Pass 2 tíglar Pass 3grönd Allirpass Vestur kom út með lauf- kóng, sem Wilkos gaf. Lauf- drottningin fylgdi í kjölfarið, en nú drap Wilkosz og spil- aði tíunni um hæl og henti hjarta úr borði. Vestur tók slaginn með gosa, en austur henti fyrst einu hjarta og síðan tígli í laufin tvö. Vestur skipti yfir í tígul- áttu, lítið úr borði og austur átti slaginn á gosa. Austur varð að gefa slag einhvers staðar og valdi til þess hjartalitinn, spilaði litlu frá drottningunni. Wilkosz hleypti því á gosann og var nú kominn með átta slagi. I leik Hollands og Bandaríkj- anna í kvennaflokki hafði spilið þróast nákvæmlega eins fram að þessu. En hol- lenska konan Pasman tók nú þrjá efstu í spaða og fór fyrir vildð einn niður. Wilkosz sá annan möguleika. Hann lét duga að spik ás og kóng spaða, síðan ÁK hjarta og loks tók hann fríslaginn á lauf og henti tígli úr borði. Nú voru þrjú spil eftir á hendi. I borði var blankur tígulkóngur og D10 í spaða, en austur átti G9 í spaða og tígulásinn. Wilkosz spilaði tígli og fékk tvo síðustu slag- ina á spaða. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira lesendum sín- um að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælis- barns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðar- manns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569- 1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einning er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1,103 Reykjavik Með morgunkaffinu i Nú er loksins komið jafnrétti heima hjá mér. í gærkvöldi var ÉG með höfuðverk. öál Hann var örugglega að spyrja hvort við ætluðum að borða hér eða taka matinn heim. Þetta er sakamála- saga, ekki mjög spennandi, en nauð- synleg í hjónarúmið. COSPER Mamma er jafn þung Tyson, en því miður kann hún ekkert í boxi. SKAK Hmsjón Helgi iss Grétarsson Hvítur á leik ÞESSI staða kom upp á milli stórmeistaranna Maciejas Bartlomiejs, hvítt, og Heikkis Wester- inens í Rilton Cup í ár. Hinn ungi pólski stór- meistari fann skemmtilega leið til að klekkja á hinum finnska kollega sínum. 47. Bc3!! Dxc3. Ef svartur þiggur ekki biskupsfórnina situr hann upp með tapað drottningarendatafl. 48. Dxc3 Bxc3 49. c6 Be5 50. Kfl! Kg7 (50. ..Bc7 51. a5! Kg7 52. b5 og hvítur vinn- ur) 51. b5 axb5 52. a5! b4 53. Ke2. Svartur gafst upp þar sem annað hvort frí- peð hvíts rennur upp í borð. LJOÐABROT ÆSKAN Man ég þig, ey, þar er unnir rísa, háar, hryggbreiðar, að hömrum frammi. Þar stóð ég ungur og ekki hugði út íyrir boða að breiðum sandi. Tíndi ég blóm á túni gróanda, möðru mjallhvíta og mjaðarjurt. Lét ég ljósgræna leggi fífla brugðna saman og band mér gerði. Hljóp ég kótur í klukku minni. Bar ég brosandi blóm í hendi. Hugsunarlaus og himinglaður stóð ég að minnar móður knjám. Benedikt Gröndal LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 73 STJÖRIVUSPA eftir Frances Drake VATNSBERI Afmælisbarn dagsins: Þú hefur þitt fram með hægðinni og fólk finnur af heiðarleika þínum og um- hyggju aðþér má treysta Hrútur (21. mars -19. apríl) ^ Þér vinnst allt auðveldlega svo þú átt ekki að eiga í nein- um erfiðleikum með að fá þitt fram. Láttu ekki athuga- semdir annarra draga úr þér. Naut (20. apríl - 20. maí) Þér finnst togast á um þig og átt í efíðleikum með að gera upp hug þinn. Haltu ró þinni, íhugaðu málin, taktu ákvörð- un og slíttu þig lausan. Tvíburar . (21.maí-20.jún0 AA Mundu að ekki eru allir við- hlæjendur vinir og þess vegna óþarfi að hlaupa eftir öllu, sem við þig er sagt. Veldu úr því sumt er þér bara til bölv- unar. Krnbbi (21. júní-22. júií) Það getur tekið á að starfa með öðrum. En samvinna krefst samkomulags og það þarf að nást, hvað sem tautar og raular. Leggðu þar þitt af mörkum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Tlí Þú átt í einhverri valdabar- áttu, sem tekur æði mikinn tíma frá þér. En þér er nauð- syn að útkljá þetta mál; án þess geturðu ekki haldið áfram. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) (SSL Skipulagning skilar árangri. Þú þarft að hreinsa til á skrif- borðinu þínu og svara tölvu- póstinum og síðan taka upp ný og nákvæmari vinnubrögð. (23. sept. - 22. október) Það má alltaf græða á samtali við góðan mann, einkum ef hann deilir áhugamálum með þér. En mundu að þú ert mað- ur fyrir þinn hatt og vel það! Sporðdreki ™ (23. okt. - 21. nóv.) MTC Láttu ekki einkamál þín taka of mikinn tíma frá vinnunni. Gakktu í að gera þau upp svo þú getir verið heill maður; bæði heima fyrir og í vinnu. Bogmaður m ^ (22. nóv. - 21. des.) AO Þú þarft að leggja þig allan fram til þess að koma máli þínu til skila. Það er bezt að tala, eins og áheyrendurnir hafi aldrei heyrt á málið minnst. Steingeit (22. des. -19. janúar) <flF Það getur bjargað upp á fjár- haginn að sleppa einhverjum útgjöldum. Bezta ráðið er að gera lista yfir það, sem helzt má missa sín og fara eftir hon- um. Vatnsberi f . (20. jan.r -18. febr.) Cíto! Afköst þín eru með ólíkindum og vinir og samstarfsmenn fylgjast með þér í forundran. Vertu bara rólegur og láttu öfund þeirra lönd og leið. Fiskar imt (19. febrúar - 20. mars) Eigir þú þér lausa stund ætt- irðu að íhuga, hvort ekki væri rétt að fá sér eitthvert tóm- stundagaman. Það þarf hvorki að taka mikinn tíma né vera dýrt. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. W Professionals Andlitskrem og lörðunarlína © ÚTFARARÞJÓNUSTAN uHF 10 ára 1990 - 2000 Persónuleg þjónusta Aðstoðum við skrif minningarrgreina Sími: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is Q Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson útfararstjóri útfararstjóri ÚTSÖLULOK Allra síðustu dagar útsölunnar ■i1 Allt að 60% afsláttur Laugavegi 4, sími 551 4473. Nýjar vörur Heilsárskápur Lækkað útsöluverð Opið í dag, laugardag, frá kl. 10—16 \<#Hfl5IÐ Mörkinni 6, sími 588 5518 Bílastæði við búðarvegginn. Að gera erfitt hjónaband gott og gott hjónaband betra Viðtöl - námskeið. Fyrir hjón og sambýlisfólk um samskipti, tjáskipti og tilfinningar. Nánari upplýsingar í síma 553 8800. Stefín Jóhanmson, MA,| J ° Qölikyiduráðgjafi Taktu mér eins og ég er, svo ég geti lært hvað ég get orðið ^ )/C i m Antik er fjárfesting * Antik er lífsstíll Klukkur, speglar, skrifborð, kommóður, fataskápar, sófar, sófasett og glerskápar. Stök borð og stólar. Raðgreiðslur allt að 36 mánuðir. Opið mán.-fös. frá kl. 12-18, lau. kl. 11-17 og sun. kl. 13-17. Grensásvegi 14 ♦ sími 568 6076 BODYSLIMMERS NANCY GANZ' Línurnar Undirfatoverslun, 1. hæð, Kringlunni, sími 553 7355
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.