Morgunblaðið - 05.02.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 33
ERLENT
Góðæri í þúsund-
dagaríki Blairs
ÞÓTT segja megi, að Tony Blair hafí
siglt tiltölulega lygnan sjó í Down-
ingstræti 10, hefur þessi janúarmán-
uður síður en svo verið honum auð-
veldur. Flensa hleypti miklum hita í
stjórnmálaumræðuna og varð for-
sætisráðherrann á endanum að við-
urkenna að í heilbrigðiskerfinu væri
víða pottur brotinn. Einnig sýndu
opinberar tölur aukningu glæpa í
Englandi og Wales í fyrsta skipti í
sex ár, lávarðadeildin hafnaði frum-
varpi ríkisstjórnarinnar um breyt-
ingar á dómstólalögunum og þessa
dagana er Tony Blair að draga í land
með fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar
um að afnema bann við kynningu á
samkynhneigð í skólum vegna vax-
andi andstöðu við þær. Ofan á allt
annað hefur hann beitt sér mjög
freklega í kosningabaráttunni milli
Dobson, Jackson og Livingstone,
sem keppast um það að verða borg-
arstjóraefni Verkamannaflokksins.
Hefur forsætisráðherrann ráðist
harkalega gegn Livingstone, sem
þrátt fyrir allt virðist ætla að sigra
Dobson, hvað sem flokksforystan
tautar og raular.
Tony Blair brosir þó bara og segir
þessi mál vera storm í vatnsglasi.
Hvað sem líði einstökum uppákom-
um haldi hann og ríkisstjórnin
ótrauð áfram, aðalmálið sé að missa
ekki sjónar á takmarkinu, því að
bæta Bretland. Þetta má vera rétt,
því hvað sem öðru líður er ekki hægt
að segja að ríkisstjórnin hafi lent í
alvarlegum pólitískum hremming-
um. Náinn samverkamaður forsæt-
isráðherrans, Peter Mandelson varð
að segja af sér ráðherradómi um
tíma, en er kominn í ríkisstjómma
aftur og þótt ekki hafi allt gengið eft-
ir getur forsætisráðherrann bent á
ýmislegt, sem áunnist hefur á þess-
um þúsund dögum. Þar skiptir
mestu traust fjármálastjórn og með
henni og hagstæðum ytri skilyrðum
batnandi efnahagur. Þá hefur ríkis-
stjómin komið fram víðtækum
stjómskipunarbreytingum með
heimastjórnum í Wales og Skotlandi
og síðast en ekki sízt friðarsamning-
í ræðu á flokksþingi brezka Verkamanna-
flokksins fyrir síðustu þingkosningar sagði
Tony Blair, að eftir kosningarnar yrðu 1000
dagar til árþúsundamóta. Þúsund dagar til
þess að undirbúa 1000 ár, sagði hann. Nú
eru þessir þúsund dagar liðnir og hefur það
orðið Bretum tilefni til þess að velta fyrir
sér stöðu forsætisráðherrans og ríkisstjórn-
ar hans. Freysteinn Jóhannsson segir frá.
Reuters
Tony Blair í ræðustól. Hann hefur einsett sér að halda Verkamanna-
flokknum við völd að minnsta kosti eitt kjörtímabil til viðbótar.
um á Norður-írlandi, hún hefur af-
numið setu erfðaaðals í lávarðadeild
og komið á fót borgarstjóraembætti
í London, þótt leiðin að því hafi
reynst mikil þrautaganga. Reyndar
bendir margt til þess að Blair hafi
fengið sig fullsaddan á þessum
breytingum í bili og þess vegna verði
frekari breytingum í ensku stjórn-
skipuninni frestað að minnsta kosti
frarn yfir næstu kosningar. Loks má
nefna, að ríkisstjórninni hefur orðið
vemlega ágengt við að draga úr at-
vinnuleysi, sem helzt öðmm þræði í
hendur við batnandi efnahags-
ástand.
Evrópumálin sér á báti
í einum málaflokki er Tony Blair
viðskila við þjóð sína þar sem
Evrópumálin em. Meirihluti Breta
er mjög tortrygginn á Evrópusam-
starfið og á móti því að leggja pundið
af. Blair hefur reyndar alltaf haft
vaðið fyrir neðan sig, með því að
segja, að brezkt efnahagslíf þurfi að
uppfylla viss skilyrði, áður en þátt-
taka í Efnahags- og myntbandalagi
Evrópu sé raunhæf. En hann hefur
heldur ekki farið dult með að þangað
liggi leiðin. Andstaðan nú hefur þó
orðið til þess, að hann hefur frestað
þjóðaratkvæðagreiðslu um EMU-
aðild fram yfir næstu kosningar.
Vinsældir Tony Blair hafa alltaf
verið miklar í skoðanakönnunum og
könnun sem The Times hefur nú lát-
ið gera sýnir, að hann stendur betur
að vígi eftir sína 1000 daga en fyrir-
rennarar hans, Major, Thatcher og
Callaghan gerðu. 54% aðspurðra
ætla að kjósa flokk hans, en hjá
Major og Thatcher vom tölurnar 28
og 29% og 47% hjá Callaghan. Þjóðin
skiptist í tvö horn, þegar hún er
spurð um dóm yfir ríkisstjóminni;
45% segjast ánægð og 45% óánægð.
Hjá Major vora tölumar 12 og 80%,
hjá Thatcher 42 og 48% og hjá Call-
aghan 39 og 53%. Þeir, sem em
ánægðir með það hvernig forsætis-
ráðherrann heldur á málum, em
57% en 21% lýsti ánægju með Major,
49% með Thatcher og 54% með Cal-
laghan.
Meiri árangur en hjá Thatcher
Forsætisráðherrann hefur látið
þann boðskap út ganga, að ríkis-
stjórn Verkamannaflokksins hafi af-
rekað meim, á sínum fyrstu 1000
dögum, en Margaret Thatcher hafi
tekist eftir sinn kosningasigur 1979.
Hann hefur falið menntamálaráð-
herranum David Blunkett að vera
fánaberi ríkisstjórnarinnar á þess-
um tímamótum, en ætlar sjálfur,
hógværðin uppmáluð, bara að sinna
sínum daglegu störfum, eins og
venjulega.
Búast má við því að William Hag-
ue, formaður Ihaldsflokksins hafi
ýmislegt við þúsunddagaboðskap
Verkamannaflokksins að athuga og
bendi á kreppu í heilbrigðiskerfinu,
fjölgun afbrota, hækkun skatta og
brotalamir í skólakerfinu. En það
hefur verið eitt lánið fyrir Tony Blair
þessa þúsund daga, hversu óhöndug-
lega íhaldsflokknum hefur gengið í
stjórnarandstöðunni. Það er eins og
formanni hans sé fyrirmunað að ná
til fólksins með sjónarmið sín, á með-
an alls kyns deilur og hneykslismál
hafa átt greiðan aðgang að þjóðinni.
Enda sagði Tony Blair á dögunum,
að Ihaldsflokkurinn væri eins og
hver annar brandari. Þannig ætti
það líka að vera; brezka þjóðin ætti
bara að hlæja að honum og hunsa
hann í kosningum!
Brezki forsætisráðherrann getur
því leyft sér að brosa breitt, þrátt
fyrir ásakanir um að hann vilji öllu
ráða og vera kóngur í ríki sínu. Þótt
þúsunddagaríki Ónnu Boleyn hafi
endað með skelfingu í eina tíð, þarf
Tony Blair ekki að óttast öxina. Hon-
um er ætlað pólitískt líf fram yfir
næstu kosningar, að minnsta kosti.
Cartoon Network bannað í Kína
Kalli kanína og
félagar í onáð
Peking. AFP.
ÚTSENDINGAR teiknimynda-
stöðvarinnar Cartoon Network,
þar sem aðalhlutverkin em í
höndum kanínunnar Kalla kanínu
og Tomma og Jenna svo nokkrir
séu nefndir, hafa verið bannaðar í
Kína af „innanríkisástæðum“.
Ákvörðun stjómvalda að banna
útsendingar gervihnattastöðv-
anna TNT og Cartoon Network á
hótelum og íbúðarhverfum fyrir
útlendinga á þó ekki við um aðrar
erlendar gervihnattastöðvar að
sögn Zou Xin, sem starfar hjá
stofnun sem sér um samskipti er-
lendra sjónvarpsstöðva og ríkis-
stöðva.
TNT og Cartoon Network em
ásamt CNN-fréttastöðinni hluti af
Turner Broadcasting-fj ölmiðla-
veldinu. Dagskrá TNT byggist á
gömlum Hollywoodmyndum og
Cartoon Network sýnir eingöngu
teiknimyndir. Margir telja það því
skjóta skökku við að útsendingar
þessara stöðva séu bannaðar en
ekki CNN, þótt fréttir stöðvarinn-
ar af atburðum í Kína þættu e.t.v.
líklegri tii að vera stjómvöldum á
móti skapi.
Ekki náðist í umsjónarmann út-
varps-, kvikmynda- og sjónvar-
psútsendinga í Peking að sögn
AFP-fréttastofunnar, en talsmað-
ur stofnunarinnar í Sjanghæ sagði
erlendar sjónvarpsstöðvar árlega
þurfa að hljóta samþykki stofnun-
arinnar og að TNT og Cartoon
Network hefðu ekki hlotið sam-
þykki að þessu sinni. Einnig hefur
þó heyrst að bannið tengist að öll-
um líkindum CNN. Fulltrúi Tum-
er Broadcasting í Hong Kong vildi
ekki tjá sig um málið, en í Hong
Kong Standard var haft eftir tals-
manni fyrirtækisins að enn væri
verið að fara yfir stöðu mála.
Útsendingar CNN vom bann-
aðar tímabundið í Peking á síðasta
ári, um það leyti sem tíu ár vom
liðin frá átökunum á Torgi hins
himneska friðar.
mmertónleikar
í Garðabæ 2000
jjBBBt^BBBB^^ ^^BBB
•■ JL A • ItJuGmLVO 8. APRÍL 16. SEPTEMBER
Hljómkóilinn Hermann Baumann Cuvilléskvartettinn
Gerrit Sþtuil Hornleikari Strengjakva rtett
Stjórnandi og pianóleikari Sigrún Eðvaldsdóttir Sigurður I. Snorrason
Ríchard Simm Fiðluleikari Klarinettleikari
Píanóleikari Gerrit Schuil Píanóleikari Verk eftir J.Haydn,
Verk eftir J. S. Bach, W. A. Mozart, G. Verdi, J. Brahms. Verk eftir E. Chabricr, Menddssohn-Bartholdy, W.A. Mozart, L. v. Beethoven.
10. OKTÓBER
A. Glazunow, A. Skrabinc,
J. Brahms, W. A. Mozart.
11. NÓVEMBER
Andreas Schmidt
igvari
Rudolf Jansen
Píanóleikari
v. Beethoven,
Wolf
Elín Ósk Óskarsdóttir
Óperusöngkona
Gerrit Schuil
Píanóleikari
Verk cftir Marccllo,
F. Schubert, J. Brahms,
R. Wagncr, C. M. Weber,
G. Puccini, G. Verdi.
strænn stjórnandi og framkvæmdastjóri: Sigurður Björnsson.
tarnir verða haldnir í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili
kju í Garðabæ.
Aðgön liðasala hefst einni klukkustund fyrir tónleikana.
Menningarmálanefnd Garðabæjar
TONLIST
í GARÐABÆ
2 0 0 0
Utsalan er hjá olckur og hananú.