Morgunblaðið - 05.02.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
VIKULOK
Langtímaáhrif lyfs á áfallastreituröskun rannsökuð
s
Afallastreita getur haft
afdrífaríkar afleiðingar
ÁFÖLL á borð við náttúruhamfar-
ir og slys valda þeim sem fyrir
þeim verða vanlíðan, sem stundum
leiðir til áfallastreitu (posttrauma-
tic stress disorder). Einkenni
áfallastreitu vara oft lengi, jafnvel
svo mánuðum og árum skiptir.
Með tímanum raskar streitan ser-
ótónín-jafnvægi í miðtaugakerfinu
með þeim afleiðingum að viðkom-
andi einstaklingur getur orðið
þunglyndur. Það er því ekki að
undra að lyfjafyrirtækið SmithKl-
ine Beecham hafi ákveðið að
hrinda af stað rannsókn til að at-
huga áhrif eins af lyfjum sínum,
seroxat, á röskunina.
Rannsóknin er hin fyrsta sem
gerð er til að meta langtímaáhrif
lyfsins á áfallastreituröskun.
Fjölþjóðleg rannsókn
Rannsóknin hófst snemma á síð-
asta ári með þátttöku lækna frá 11
löndum í Evrópu. Halldór Kol-
beinsson og Kjartan J. Kjartans-
son, geðlæknar á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur, taka þátt í rannsókn-
inni og kom í þeirra hlut að fá til
liðs við sig átta einstaklinga, sem
hafa einkenni áfallastreitu-
röskunar. Tíðni annarra sjúkdóma
og raskana er há meðal þeirra sem
orðið hafa fyrir miklu áfalli, segja
þeir Halldór og Kjartan, og mega
þátttakendur ekki hafa einhverja
þeirra. Þess vegna hefur það
reynst nokkuð erfitt að finna nógu
margt fólk til að taka þátt í rann-
sókninni. Þá liggur það í hlutarins
eðli að þeir sem þjást af áfalla-
streitu eru tregir til að tjá vanlíð-
an sína og ófúsir að leita sér hjálp-
ar. Rannsóknin er þó komin vel á
veg.
Afallastreituröskun getur tekið
á sig ýmsar myndir. Þar á meðal
eru erfiðar draumfarir og martrað-
ir, endurupplifun atburða, svefnt-
ruflanir og einbeitingarörðugleik-
ar. Atburðir sem minna á áfallið
valda sársauka og miklum líka-
mlegum viðbrögðum, fólk verður
sinnulaust gagnvart nánasta um-
hverfi sínu, geðhrif verða fátækleg
og félagsleg virkni minnkar.
Þeim sem orðið hafa fyrir al-
varlegu áfalli er t.d. hættara við
áfengismisnotkun, þunglyndi og
fælni ýmiss konar. Þeir geta feng-
ið hræðsluköst upp úr þurru og
tengsl þeirra við fjölskyldu og vini
rofna oft.
„En það hefur sýnt sig að það er
hægt að koma í veg fyrir þetta
með þvi að veita áfallahjálp, greina
áfallastreituröskun þegar hennar
verður vart og beita síðan viðtals-
tækni og lyfjameðferð,“ segir Hall-
dór.
Afdrifaríkt fyrir þolendur
sem áhorfendur
Rannsóknir benda til þess að
allt að 70% fólks, sem lendir í
mjög alvarlegum áföllum, fái
áfallastreituröskun einhvern tí-
mann á lífsleiðinni. Eins og gefur
að skilja er röskunin algengari
meðal sumra starfsstétta en ann-
arra, svo sem sjúkraflutninga-
manna, lögreglumanna, hermanna
og Ijósmyndara en slys, náttúru-
hamfarir og styrjaldir geta hitt
alla fyrir og haft afdrifaríkar af-
leiðingar fyrir sálarlíf þolenda
jafnt sem áhorfenda.
Talið er að ákveðnir viðtakar í
heilanum séu næmari í þeim sem
þjást af áfallastreitu en í öðru
fólki, þar á meðal viðtakar sem
serótónín-hormónið tengist. Virka
efnið í seroxat heitir paroxetín og
hindrar það einmitt endurupptöku
á serótóníni í miðtaugakerfinu.
Seroxat tilheyrir tiltölulega nýjum
flokki geðlyfja og hefur það verið
notað hér á landi og víðar til nokk-
urra ára, bæði gegn þunglyndi og
kvíðaröskunum.
Rannsóknin er það sem kallað er
„tvíblind", en þá vita hvorki lækn-
ar né sjúklingar hverjir fá lyfið og
hverjir fá lyfleysu. Það er því ekki
fyrr en farið er að vinna úr upp-
lýsingunum að það liggur fyrir.
Stefnt er að því að rannsókninni
ljúki í lok næsta sumars.
Hvað er fituæxli?
Magnús Jóhannsson læknir svarar spurningum lesenda
Spuming: Sjúkraþjálfarinn minn
segir mér að ég sé með fituæxii á
handarbakinu. Hvað er þetta?
Hvernig myndast slíkt æxli? Er
þörf á að fjarlægja þetta og hvaða
meðferð kemur þá til greina?
Svar: Fituæxli (lipomas) eru
mjúk, hreyfanleg æxli eða hnútar
sem venjulega liggja grunnt undir
húðinni. Húðin yfir fituæxlum er
eðlileg. Hver einstaklingur með
fituæxli getur haft eitt eða mörg
æxh.
Fituæxli eru algengari hjá kon-
um en körlum, þau geta verið hvar
sem er á líkamanum en eru al-
gengust á búk, hnakka og
framhandleggjum. Þessi æxli eru
staðbundinn ofvöxtur í fituvef, þau
vaxa oftast mjög hægt og ekki er
vitað um orsakir þeirra.
Fituæxli valda yfirleitt ekki
óþægindum og eru ekki aum við-
komu en stöku sinnum getur
verkjað í þau eða þau valdið ert-
ingu. Greiningin er venjulega ein-
föld og byggist á útliti æxlisins,
staðsetningu og sjúkrasögu. Fitu-
æxli eru góðkynja og yfirleitt al-
veg meinlaus en ef slíkt æxli
stækkar hratt er stundum tekið
nálarsýni til að útiloka illkynja
vöxt.
Góðkynja
Venjulega er ástæðulaust að
fjarlægja fituæxli en ef þau valda
óþægindum má fjarlægja þau með
skurðaðgerð eða fitusogi. Fituæxli
geta einnig komið fyrir annars
staðar í líkamanum, m.a. í þörmum
og geta þá einstaka sinnum valdið
garnastíflu.
Martröð
Spurning: Ég er 74 ára karlmað-
ur. Ég fæ oft martröð á nóttunni,
yfirleitt í sambandi við drauma.
Læt ég þá mjög illa í svefninum og
sef mjög fast svo kona mín á í basli
með að vekja mig. Okkur finnst
þetta óþægilegt. Hvað er til ráða?
Svar: Algengustu tegundir af-
brigðilegrar hegðunar í svefni eru
svefnfelmtur, martröð, svefn-
ganga, gmstran tanna og þvag-
missir. Allt er þetta algengast hjá
bömum og unglingum en mun
sjaldgæfara hjá fúllorðnu fólki.
Martröð hjá fullorðnu fólki get-
ur einnig tengst sótthita, þreytu
eða óhóflegri áfengisneyslu og
getur einstaka sinnum verið merki
um heilasjúkdóm eða jafnvel
kransæðasjúkdóm. Böm geta
fengið martröð eftir að hafa heyrt
eða lesið óhugnanlega sögu eða
eftir að hafa horft á ofbeldisfullan
sjónvarpsþátt eða kvikmynd og
slíkt getur vissulega einnig gerst
hjá fullorðnum, einkum þeim sem
eru viðkvæmir fyrir þannig efni.
Martröð getur verið aukaverk-
un nokkurra lyfja og má þar t.d.
nefna sum lyf við Parkinsonsveiki,
ofnæmi, þunglyndi og háum blóð-
þrýstingi. Ekki er til nein einhh't
meðferð við martröð en ef þetta
gerist oft, eins og bréfritari lýsir,
er full ástæða til að leita læknis og
kanna hvort hægt sé að finna und-
irliggjandi sjúkdóm, lyf eða annað
sem gæti skýrt ástandið.
• Lesendur Morgunblaðsins geta
spurt lækninn um það sem þeim
Iiggur á þjarta. Tekið er á móti
spumingum á virkum dögum
milli klukknn 10 og 17 í síma
5691100 og bréfum eða símbréf-
um merkt: Vikulok. Fax
5691222. Einnig geta lesendur
sent fyrirspurnir sínar með
tölvupósti á netfang Magnúsar
Jóhannssonar: elmag(S)hotma-
il.com.
LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 41
Kringlan er opin á sunnudögum
og þar finna allir í fjölslcyldunni
eitthvaá viá sitt hæfi.
FLESTAR VERSLANIR
frá kl. 13.00 - 17.00
STJÖRNUTORG
skyndibita- og veitingasvæbib
frákl. 11.00-21.00
alla daga.
Abrir veitingastabir og Kringlubíó
eru meö opió fram eftir kvöldi.
4« ' yvttír, iÞt** i-ibr' *i ■ .(nunu
KrLKCfKKK
Þ H R 5EM /ílJBRTRfl 5LIER