Morgunblaðið - 05.02.2000, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 05.02.2000, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 5^ Lög’in um þjóðlendur eru stjórnarskrárbrot Jóhann J. Ólafsson UMFJOLLUNIN um svonefndar þjóð- lendur gerist nú æ há- værari, bæði í blaða- greinum og á fundum. Hagsmunaárekstrar koma æ betur í ljós. Sérstaklega nakin er sú valdníðsla og valda- rán, sem þessu er sam- fara. Margir bændur í Arnessýslu eru fyrstir til að verða fyrir barð- inu á þeirri eignaupp- töku sem lög þessi hafa í för með sér. Upp er komin alveg sérstaklega ógeðfelld deila á milli ríkisvaldsins og bænda. Ógeðfelld vegna þess að ríkið, sem stofnað er og kosið til að vemda mannréttindi landsmanna, er nú að misnota aðstöðu sína til þess að leggja réttindi þeirra undir vald sitt. Einar Jónsson, fyrrverandi bóndi í Tungufelli, kvartar imdan því að „virðist þama vera ráðandi það eina markmið að vefengja eignarrétt bænda og annarra landeigenda á löndum sínum og lýsa sem mest landsvæði þjóðlendur og ekki tekið tillit til viðurkenndra landamerkja. Kröfulýsingin er þannig að ég tel eðlilegt að fara um hana nokkrum orðum. Greinilega er ekki hirt um að afla nægilegra tiltækra heimilda og í sumum tilvikum haldið fram hrein- um ósannindum". Við þessi orð Einars Jónssonar má bæta því, að bændur kvarta undan að réttur sem þinglýstur hefur verið at- hugasemdalaust, jafnvel á næstsíð- ustu öld, er nú vefengdur af ríkis- valdinu sjálfu, þeim aðiia sem á að standa vörð um þinglýst réttindi. Hér gildir enginn sex mánaða frestur er ríkisvaldið vill beita sér í hag. Hvers vegna eru landsmenn upp á það komnir að standa í slíkum og því- líkum hremmingum við sína eigin fulltrúa? Hér heggur sá er hh'fa skyldi. Þetta er ójafn leikur. Full- trúar ríkisvaldsins stunda þessa ásælni í fullri vinnu á fullum launum og öruggum eftirlaunum á kostnað skattgreiðenda, en bændur, sem eru skattgreiðendur, verða að verja mannréttindi sín og eignir í hjáverk- um með annarri vinnu, sem er ærin fyrir, og á eigin kostnað. Þeir borga semsagt báðum megin, en ríkisvaldið situr báðum megin borðsins. Þar að auki hafa bændur, landeigendur, þ.e. varnaraðilinn, sönnunarbyrðina fyrir þvi að vera eigendur lands, sem hef- ur verið nýtt í margar aldir. Sum þessara eignarréttinda eru eldri en sjálft þjóðveldið 930. Afbrotamenn hafa meiri réttindi í þessu landi. Það er lágmarkskrafa að sönnunarbyrð- inni verði snúið við þannig að bændur eigi allt land, sem tilheyrir jörðum þeirra samkvæmt hefðbundum skiln- igi- Það er gjörsamlega óþolandi að ríkisvaldið sé að ásælast eignir og réttindi landsmanna á þennan hátt. Þetta er ákaflega ójafn leikur því rík- isvaldið hefur lagasetningarvaldið, dómsvaldið og framkvæmdarvaldið, sem ræður yfir ríkissjóði, sín megin. T.d. eru bændur miklum misrétti beittir og dómsvaldið takmarkað af löggjafanum, þegar lög nr. 58/1998 um þjóðlendur veita bændum ein- ungis sex mánaða frest fyrir þá, sem vilja ekki una úrskurði óbyggðan- efndar, til að höfða einkamál á eigin kostnað. Þessi árás á réttindi bænda er herfileg misnotkun ríkisvaldsins. Að vísu er orðað að bændur fái gjaf- sókn í slíkum málum. Gjafsókn getur aldrei bætt alla þá fyrirhöfn og vinnutöf, sem bændur þurfa að bera vegna slíkra mála, og það breytir ekki því að ríkisvaldið setur lög um sína hagsmuni gegn hagsmunum bænda, sem það sjálft á síðan að skera úr um. Hér eiga vel við orð Sigurðar Nor- dal í riti hans „íslensk menning" bls. 176: „Háski sá, sem vofir yfir lýðræði nútímans og hefur víða gert það svo valt, er framar öllu fólg- inn í fláttskapnum, þeg- ar almenningi er talin trú um, að hann sé kúg- aður samkvæmt umboði frá honum sjálfum, eða hann fyrst féflettur og síðan látinn þiggja sína eigin eign í mútur og náðargjafir.“ Með þess- um fleygu orðum er Sig- urður Nordal að vekja athygli manna á því, langt á undan sinni samtíð, að ein- stakhngurinn er annað og meira en samnefnari eða meðaltal heildarinn- ar og að víðtæk hugtök eins og þjóð, ríki, alþýða og almannahagsmunir geti aldrei komið í stað einstakhngs- ins, sem alltaf er grundvöllurinn. Eru menn hissa á því að Fram- sóknarflokkurinn sé lítill um þessar mundir? Hvar er lýðræðið statt er þessir tveir flokkar, sem nú mynda Þjóðlendur Koma á á fót sjálfstæð- um stjórnlagadómstóli, segir Jóhann J. Olafs- son. Forseti hans yrði kosinn beinni kosningu af þjóðinni. stjóm á íslandi og hafa ávallt haft verndun manréttinda á dagskrá, gera slíka aðför að lýðveldinu? Hvert geta bændur snúið sér þegar þessir flokkar hafa brugðist og vinstriflokk- amir hta ekki á eignarréttindi sem mannréttindi? Best væri að fella ákvæðið um eignarrétt ríkisins á þjóðlöndum úr lögum og færa almenninga aftur undir lögsögu Alþingis þar sem þeir hafa verið alla tíð síðan 930. Óbyggðanefnd ætti að vera hlut- laus og skipuð af Alþingi og fjalla um skilin á milh eignarlanda og almenn- inga. Það land, sem ekki er háð eign- arrétti, er almenningur. Hér gildir ekki reglan frá Noregi að: „Það land, sem enginn á, á kóngurinn." Hér gildir reglan frá 930 að: „Það land, sem enginn á, á enginn," en er undir lögsögn Alþingis. Þetta er hluti af stjómskipun landsins og ef henni á að breyta þarf að breyta stjórnar- skránni, að mínu mati. Aðeins eignarréttur einstaklinga er varinn gegn ríkisvaldinu í 72. gr. stjómarskrárinnar. Ekki öfugt. Um eignir ríkisins gildir 40. gr. stjómar- skrárinnar. Höfuðreglan á auðvitað að vera sú að opinber eign (ríkis og sveitarfélaga) á að vera algjör und- antekning. Það er forsenda lýðræðis- ins. Ég hef skrifað um það áður (Mbl. 23.6. ’99 bls. 31) að stjómskipun ís- lenska lýðveldisins er í mikilli kreppu. Éins og málum er háttað í dag renna hinar þrjár greinar ríkis- valdsins saman í eitt í raun, þótt formlega séu þær aðskildar. Auk þess er stjómarskrárgjafinn, sem á að vera óháður ríkisvaldinu, raun- verulega í höndum framkvæmda- rvaldsins. Vegna þess að þingræðið hefur snúist í andhverfu sína er allt vald samansafnað hjá framkvæmda- valdinu. Þessi brotalöm stjómskijt- unarinnar kemur skýrt upp á yfir- borðið í deilunni um þjóðlendur og umræðunni um skipun seðlabanka- stjóra nýlega. Brýna nauðsyn ber til að skilja að í raun hinar ýmsu greinar ríkisvalds- ins: 1. Aðskilja löggjafarvald og fram- kvæmdavald með því að kjósa for- sætisráðherra beinni kosningu af þjóðinni og leggja þingræðið af. 2. Kjósa dómmálaráðherra beinni kosningu og hafa ráðuneyti hans ut- an ríkisstjómar og framkvæmda- rvaldsins. - Koma á fót sjálfstæðum stjórn- lagadómstóli. Forseti hans yrði kos- inn beinni kosningu af þjóðinni. Þessi stofnun hefði umsjón með kosningu sérstaks stjómlagaþings þegar breyta þyrfti stjómarskránni. Eins og nú er em breytingar á stjórnar- skránni raunvemlega á valdi ríkis- stjómarinnar hverju sinni. Bændur stofnuðu þetta þjóðfélag á Þingvöllum árið 930 og hafa ávallt staðið vörð um lýðréttindi og lands- réttindi vor gegn innlendu sem er- lendu valdi. Enn sem fyrr em þeir nú bijóst- vöm almennings og þurfa fullan stuðning hans. Bændasamtökin verða að styðja dyggilega við síria menn og efla þá í að standa fast á rétti sínum. Höfundur er stórkaupmaður og lýðveldissinni. Hvernig kemur þú heilu körfuboltali&i inn í Suzuki WagonR+? Svar: 2 fram í og 2 aftur í. Endurtakist eftir þörfum. ATH: Ekki er rá&legt að leika körfubolta á meðan á akstri stendur Wagon R+ Fjölnotabíllinn TEGUND: WAG0N R+ VERÐ: 1.099.000 KR. WAG0N R+ 4x4 1.299.000 KR. Fjölhæfni er orðiö sem lýsir eiginleikum WagonR+ best. 4X4 drifið sér til þess að smá hindranir standa ekki í vegi fyrir honum en ef hann hins vegar vill stansa, sjá ABS- hemlarnir til þess að hann gerir það fljótt og örugglega. WagonR+ er alvöru fjölnotabíll sem hittir í markl # SUZUKI //- SUZUKIBÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.siizukibilar.is SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, siml 431 28 00. Akureyri: BSA hf„ Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Ellasson, Grænukinn 20, simi 55S 15 50. Hvammstangi: Blla- og búvélasalan, Melavegi 17, simi 451 26 17. Isafjörður: Bilagarður ehf.,Grænagarði, simi 456 30 95. Keflavík: BG bilakringlan, Gröfinni 8, sfmi 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrísmýri 5, sfmi 482 37 00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.