Morgunblaðið - 05.02.2000, Blaðsíða 1
30. TBL. 88. ÁRG.
LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Ríkisstjórn hægriflokka tók við völdum í Austurríki 1 gær
Forsetinn biður heiminn að
gefa stj órninni tækifæri
Reuters
Mótmælcndur veifa rauðum fánum og takast á við óeirðalögreglu fyrir utan Hofburg-höll í Vínarborg, þar sem
ný ríkissljórn hægriflokka sór embættiseið í gær.
Vín. Reuters, AP.
SAMSTEYPUSTJÓRN íhalds-
manna og Frelsisflokks Jörgs Haid-
ers tók við völdum í Austurríki í gær
og bandalagsríki þess í Evrópusam-
bandinu gerðu alvöru úr hótunum
sínum um að skera á tvíhliða pólitísk
tengsl af þessu tilefni. Bandaríkin
sögðust myndu kalla sendiherra sinn
í Vín heim tU skrafs og ráðagerða og
ísraelski sendiherrann yfirgaf aust-
mTÍsku höfuðborgina um óákveðinn
tíma.
í Hofburg-höllinni í Vínarborg
sóru ráðherrar ríkisstjórnar Þjóðar-
flokksins og Frelsisflokksins, sem
hefur 104 af 183 þingsætum á bak við
sig, embættiseið fyrir Thomas Klest-
il forseta. KlestU dró enga dul á að
sér mislíkaði þessi stjómarmyndun,
en hvatti engu síður umheiminn
eindregið til að dæma nýju stjómina
ekki fyrirfram.
Sendiherra ísraels var kallaður
heim í mótmælaskyni við stjómar-
þátttöku flokks sem ísraelar álíta
óalandi og óferjandi vegna ummæla
sem leiðtogi hans, Haider, hefur á
stjómmálaferli sínum látið falla og
hefur mátt skilja þannig að hann
vUdi gera lítið úr glæpum nazista.
Haider tekur ekki sæti í stjórninni,
heldur verður áfram fylkisstjóri í
Kámten.
Msundir mótmælenda söfnuðust
saman við forsetahöllina og laust
þeim saman við óeirðalögreglu.
Madeleine Albright, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, sagði í Wash-
ington að bandaríski sendiherrann
yrði kallaður heim frá Vín um stund-
arsakir. „Við höfum ákveðið að tak-
marka tengsl okkar við hina nýju
ríkisstjóm og vUjum bíða og sjá
hvort frekari aðgerða er þörf af okk-
ar hálfu tU vemdar málstaðar lýð-
ræðisins,“ sagði Albright.
Stjórnin verði dæmd
af verkum sínum
Ríkisstjómir hinna ESB-landanna
fjórtán hófu að hrinda í framkvæmd
hótunum sínum um pólitíska ein-
angran Austurríkis, en með því
blanda þau sér í fyrsta sinn í sögu
sambandsins í innanríkismál eins að-
ildarríkisins með beinum hætti.
KlestU sýndi með látbragði sínu
við athöfnina þar sem stjómin sór
embættiseiðinn, að sér var þvert um
geð að þetta væri að gerast, en sagði
að virða bæri þingmeirihluta stjóra-
arinnar og dæma bæri hana eftir
gerðum hennar.
„Viðbrögðin við myndun þessarar
ríkisstjómar era svo sterk að mikUs
átaks er þörf bæði heima fyrir og er-
lendis til að eyða fordómum og órétt-
mætri gagnrýni,“ sagði KlestU í
sjónvarpsávarpi sem sent var út í
gærkvöld.
„Ég bið þess vegna öll stjórnmála-
öfl í landinu, alla Austurríkismenn,
sem og bandamenn okkar í Evrópu-
sambandinu og úti um heim að gefa
rfidsstjórninni tækifæri og dæma
hana af verkum sínum," sagði for-
setinn.
■ Refsiaðgerðum/31
Norður-Irland
Þrýst
álRA
London, Belfast. AP, AFP, The Daily
Telegraph.
MJÖG er nú þrýst á írska lýðveldis-
herinn (IRA) að hefja afvopnun, eins
og friðarsamkomulag aðila á Norð-
ur-írlandi gerir ráð fyrir. Ef lýðveld-
isherinn hefur ekki afvopnun innan
viku ganga ný bresk lög í gildi sem
fela í sér að völd tveggja mánaða
gamallar heimastjómar á Norður-
Irlandi verða flutt aftur tU Lundúna.
Það hefur enn orðið til að auka
spennu milli aðila að jafnvel þótt lög-
in geri einungis ráð fyrir að heima-
stjómin verði leyst frá störfum tíma-
bundið, hafa lýðveldissinnar varað
við því að með gildistöku þeirra gæti
grandvöllur friðarsamkomulagsins
hranið.
Gerry Adams, formaður Sinn
Fein, hins pólitíska arms IRA, sak-
aði í gær ráðherra Norður-írlands-
mála í bresku stjórninni um að grafa
undan viðleitni sinni til að finna
lausn á deUunni um framkvæmd
friðarsamkomulagsins. Adams sagði
að ummæli Peters Mandelsons í
breska þinginu í gærkvöldi, þar sem
hann sakaði IRA um að standa ekki
við sinn hluta friðarsamkomulagsins,
hefðu verið „smánarleg“.
„Einmitt á þeim tíma sem viðræð-
ur stóðu yfir við fulltrúa IRA, hvað
gerir Peter Mandelson þá? - Hann
sakar þá um svik við friðarferlið,"
sagði Adams.
A sama tíma var haft eftir Tony
Blair, forsætisráðherra Bretlands,
að „h'tilsháttar árangur" hefði náðst í
því að finna lausn á vandanum. Hann
sagði þó að deilan yrði ekki leyst fyrr
en tryggingar hefðu fengist fyrir því
að meðlimir írska lýðveldishersins
hefðu raunveralega tekið til við að
afhenda vopn sín.
Nýjar opinberanir um fjármál CDU
Viðurkennir að hafa
þegið hærri upphæðir
Bonn. AP, AFP, Reuters.
FUNDUR forystumanna Kristilegra
demókrata (CDU) í Þýskalandi, sem
haldinn var í gær, náði ekki því
markmiði sínu að skýra hvaðan
greiðslur inn á
leynireUcninga
flokksins komu.
Hins vegar bendir
framburður ýmissa
meðlima flokksins,
sem rætt vai' við á
fundinum, tU þess
að Helmut Kohl,
fyrrverandi for-
maður flokksins og
kanslari Þýska-
lands, hafi tekið við mun hærri fjár-
hæðum en hann hingað til hefur við-
urkennt.
Kohl viðurkenndi í gær í fyrsta
skipti að hann hefði tekið við fjárgjöf-
um í flokkssjóði á áranum 1989-92, en
hann hefur hingað tU sagt að hann
hafi aðeins tekið við slíkum greiðslum
á tímabUinu 1993-98. Að sögn fyrr-
verandi háttsetts flokksbróður hans,
Uwe Lúthje, tók Kohl við greiðslum
upp á 2 tU 3 mUIjónir marka í sjóði
flokksins frá 1989-92, sem er jafnvirði
74 tU 112 mUljóna íslenskra króna.
Kohl hefur fram tfi þessa aðeins
gengist við því að hafa tekið við gjafa-
fé að andvirði um 74 milljóna króna.
Hann sagði í gær að upphæðimar
sem hann hefði tekið við á fyrra tíma-
bUinu hafi verið „umtalsvert lægri“ en
Lúthje heldur fram.
Siemens greiddi milljónir
í sjóði flokksins
Áðumefndur Lúthje upplýsti einn-
ig á fundinum í gær að hann hefði tek-
ið við einni milljón marka úr hendi
forstjóra þýska stórfyrirtækisins
Siemens, einhvem tíma á tímabilinu
frá 1980-1990. Svo virðist sem Siem-
ens hafi í heUd greitt á bilinu fimm til
sex milljónir marka í sjóði flokksins á
tímabilinu, að sögn Willi Hausmanns,
framkvæmdastjóra flokksins. Það era
185-222 milljónir króna.
I eiðsvarinni yfirlýsingu Lúthjes
frá í gær segir að hann hafi komið
hluta fjárins fyrir á bankareikningi í
Sviss en afgangurinn hafi verið af-
hentm- Walter Kiep, gjaldkera Kristi-
legra demókrata á tímabUinu. Lúthje
segir að svissneska reikningnum hafi
verið lokað árið 1992 og hafi hann og
tveir aðrir flokksbræður skipt fénu á
mUli sín. Það hafi þá verið orðið í
kringum 1,5 milljónir svissneskra
franka, eða um 65 milljónir íslenskra
króna.
í fréttatUkynningu frá Siemens í
gær sagði að fyrirtækið gæti ekki
staðfest að greiðslumar hafi verið
inntar af hendi en að allt yrði gert til
að varpa ljósi á málið.
Reuters
Eignaðist þríbura í
annað sinn
Baltimore. AP.
19 ÁRA bandarísk stúlka hefur
eignast þribura í annað sinn á tæp-
um tveimur árum. Líkurnar áþví
að slíkt geti gerst munu vera einn á
móti 50 milljónum.
Crystal Cornick, sem notaði ekki
frjósemislyf, ól fjórða, fimmta og
sjötta barn sitt á sjúkrahúsi Mary-
land-háskóla í Baltimore á þriðju-
dag. Læknar hennar sögðu að móð-
urinni og bömunum heilsaðist vel
og ættu að geta farið heim eftir
eina eða tvær vikur.
Cornick og 22 ára unnusti henn-
ar, Richard Williams, sögðust hafa
orðið fyrir áfalli þegar þau komust
að því að hún gengi með þríbura í
annað sinn. Comick kvaðst hafa
leitað til prests og hann hefði róað
hana. „Hann sagði „bömin þín eru
blessun og þú ættir að telja þig
heppna að eignast þau vegna þess
að sumir geta ekki átt böm og þú
ert lánsöm að vera blessuð með
þremur í einu“.“
MORQUNBLAÐK) 5. FEBRÚAR 2000