Morgunblaðið - 05.02.2000, Side 25

Morgunblaðið - 05.02.2000, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 25 Raunverulegur hlutur íbúðalána Ibúðalánasjóðs í útlánum til heimila Á FIMMTUDAG birtist í við- skiptablaði Morgungblaðsins frétt frá Ibúðalánasjóði. I fréttinni var mishermt að um útlán heimilanna væri að ræða en þar átti að standa að um útlán íbúðalánasjóðs til heimilanna væri að ræða. Beðist er velvirðingar á þessu og er fréttatil- kynning íbúðalánasjóðs hér birt í heild sinni. lánasjóðs í útlánum þurft að aukast um 15% á þremur mánuðum ef áætlanir Landsbankans stæðust. Hins vegar er Ijóst að veruleg skekkja er í áætlunum Landsbank- ans hvað Ibúðalánasjóð varðar. Hlutur íbúðalánasjóðs í heildar- útlánum til heimila er að minnka en hlutur annarra lánastofnanna að aukast. Þetta sést þegar hlutdeild Ibúðalánasjóðs í heildarútlánum til heimila undanfarin ár samkvæmt hagtölum Seðlabankans eru skoð- aðar.“ (sjá meðfylgjandi töflu.) Hlutdeild íbúðarlána í heildarlánum heimilanna árin 1996-1999 Milljarðar króna 495,0 — Heildarútlán lánakerfisins 442,9 350,6 385,8 216,9! 234,9 ■ 53,0 Árslok B Árslok |— Útlán íbúðalánakerfisins Hlutfall íbúðalánakerfisins af heildarútlánum lána- kerfisins til heimilanna 1996 1997 1998 1999 „Ársfjórðungsskýrsla Lands- bankans og Landsbréfa sem birt var á dögunum hefur verið mjög til umfjöllunar í fjölmiðlum. Sérstak- lega hefur verið fjallað um meint hlutfall útlána íbúðalánasjóðs í heildarútlánum til einstaklinga á árinu 1999. Forsendur Landsbanka byggðar á nokkrum misskilningi Forsendur í áætlun Landsbank- ans um útlánaaukningu íbúðalána- sjóðs byggjast á nokkrum misskiln- ingi. Landsbankinn gefur sér að bein tengsl séu á milli þeirra lána sem Ibúðalánasjóður tekur í formi húsbréfa og húsnæðisbréfa og þeirra lána sem sjóðurinn veitir. Þetta er rangt. Hluti þeirra lána sem sjóðurinn tekur fer til skuld- breytingar á eldri lánum sjóðsins. Landsbankinn tekur ekki tillit til þess í áætlunum sínum. Þá er samþykktum skuldabréfa- skiptum ruglað saman við raun- veruleg útlán íbúðalánasjóðs í áætlunum Landsbankans. Á ári hverju hefur íbúðalánasjóður heim- ild til að samþykkja skuldabréfa- skipti upp á ákveðna fjárhæð sam- kvæmt fjárlögum. Nokkur tími líður frá samþykki skuldabréfa- skipta og þar til sjálf lánveitingin fer fram. I áætlun Landsbankans er gert ráð fyrir að öll samþykkt skuldabréfaskipti á árinu 1999 komi til útlána á árinu, en hluti þeirra verður ekki að láni fyrr en á árinu 2000. I áætlun sinni gerði Landsbank- inn ráð fyrir aukningu heildarút- lána íbúðalánasjóðs að fjárhæð 39,5 milljarðar og að hrein útlánaaukn- ing sjóðsins væri 29,2 milljarðar. Hlutdeild ibúðalána í heildarlán- um heimilanna minnkar Heildarútlánaaukning íbúðalána- sjóðs 1999 samkvæmt bráðabirgða- tölum er hins vegar ekki nema um 31,2 milljarðar króna sem er 8,3 milljörðum króna lægri fjárhæð en Landsbankinn gengur út frá. Af þessum 31,2 milljarði eru um 11,6 milljarðar tilkomnir vegna hækk- unar á vísitölu sem þýðir að hrein útlánaaukning Ibúðalánasjóðs sam- kvæmt bráðabirgðatölum er 19,6 milljarðar króna. Landsbankinn áætlar að útlána- aukning til einstaklinga á árinu 1999 verði um 60 milljarðar króna og að hrein útlánaaukning íbúða- lánasjóðs hafi verið 29,2 milljarðar króna. Því sé hluti íbúðalánasjóðs í útlánaukningu ársins 1999 um 49%. Hlutfall útlána íbúðalánasjóðs samkvæmt rauntölum frá Seðla- banka Tölur um heildarútlán lána- kerfisins til heimila fyrir árið 1999 liggja ekki fyrir hjá Seðlabanka. Hins vegar liggja fyrir tölur um útlán til heimila fyrir tímabilið september 1998 til september 1999. Utlánaaukning lánakerfisins það tímabil var 77,2 milljarðar sam- kvæmt hagtölum Seðlabankans. Utlánaukning Ibúðalánasjóðs til heimila það tímabil var 28,3 millj- arðar króna, þar með talin hækkun vegna vísitölu. Utlánaaukning íbúðalánasjóðs þetta tímabil var þvi 36,6% af heildarútlánaukningu til heimila. Áætlun Landsbankans vegna ársins 1999 var að hlutur Ibúðalánasjóðs í heildarútlána- aukningu til heimila væri 49%. Samkvæmt því hefði hlutur íbúða- Prímúiur Friðarlilj Diffenbachi Stofuaskur Gróðurmoid ,6 iítrar ff Drekatré 1 OOsm' Drekatré ipanar ÚTSÖLUNNI LÝKUR UM HELGINA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.