Morgunblaðið - 05.02.2000, Blaðsíða 37
MORGÚNBLÁÐIÐ
LISTIR
Leikfélag Félags eldri borgara, Snúður og Snælda
Leikhópurinn Snúður og Snælda frumsýnir á sunnudag leikritið Rauðu klemmuna.
Frumsýnir leikritið
Rauðu klemmuna
LEEKFÉL AG Félags eldri borgara í
Reykjavík, Snúður og Snælda,
frumsýnir í Ásgarði í Glæsibæ,
sunnudaginn 6. febrúar kl. 17 gam-
anleikrit í þremur þáttum. Leikritið
heitir Rauða klemman og er frum-
samið. Höfundur er Hafsteinn Hans-
son, formaður leikfélagsins.
Rauða klemman segir frá hjónun-
um Gunnu og Binna, sem reka
sjoppu ásamt myndbandaleigu og
stimplagerð. Inn f líf þeirra kemur
fjölkunnug útlend kona sem er spá-
kona og miðill og veldur hún
straumhvörfum í lífi þeirra.
Leikarar eru Aðalheiður Sigur-
jónsdóttir, Guðlaug Hróbjartsdóttir,
Guðrún Jóhannesdótir, Hafsteinn
Hansson, Helga Guðbrandsdóttir,
Ólöf Jónsdóttir, Sigurbjörg Hjalta-
dóttir, Sigmar Hróbjartsson, Sigrún
Pétursdóttir og Þorsteinn Ólafsson.
Leikstjóri er Bjarni Ingvarsson.
Ljósahönnuður er Benedikt Axels-
son.
Sýningar verða á sunnudögum,
miðvikudögum og fóstudögum.
A lausnarhraða
MYAPHST
Gallerf 101
RÁÐHILDUR
INGADÓTTIR
Blönduð tækni
Galleríið er opið frá 12 til 18 og
sýningin stendur til 8. febrúar.
RÁÐHILDUR Ingadóttir hefur
undanfarið unnið með ýmis hugtök
og kenningar í stjömufræði í mynd-
list sinni, velt fyrir sér sporbaugum
tungla og reikistjama, fjarlægðum
úti í geimnum o.s.frv. Þessar vanga-
veltur hafa ratað inn í myndlist henn-
ar sem teikningar, skýringarmyndir
eða óræð form. Að þessu sinni sýnir
Ráðhildur verk sem hún segir byggj-
ast á athugunum sínum á myrkva-
stjömunni Algol sem er næstbjart-
asta stjaman í stjömumerkinu
Perseusi. Algol er tvístimi sem
myrkvast með 68 klukkustunda
millibili séð frá jörðu, til dæmis verð-
ur hún myrkvuð um klukkan hálfþrjú
hinn 8. febrúar, daginn sem sýningu
Ráðhildar lýkur. Ekki er fullljóst
hvaða merkingu Ráðhildur telur að
Algol hafi fyrir sig, myndlistina og
áhorfendur, en nafn stjömunnar er
arabískt og merkir eyðilegging, en
orðið er líka skylt algos sem er
gríska og merkir sársauki.
Stærstu verkin á sýningunni
tengjast þó öðm stjamfræðilegu
vandamáli, nefnilega því hvemig
hægt sé að komast út úr sólkerfi okk-
ar og hvaða leið sé best að fara. Menn
hafa nefnilega komist að því að til að
sleppa úr sólkerfinu þarf að nýta sér
þyngdarafl plánetnanna á leiðinni og
láta hverja þeirra kasta sér áfram að
þeirri næstu. Leiðin sem fara þarf
verður því að eins konar spíralbraut
og ferðin tekur að sjálfsögðu óra-
tíma, endar er fjarlægðin til Plútó,
yst í sólkerfinu, um 39 sinnum meiri
en fjarlægðin frá jörðu til sólar. Spír-
allinn sem þessi mikla ferð lýsir er
síðan form sem, eins og Ráðhildur
bendir á, við sjáum í sjálfri náttúr-
unni, til dæmis í lögun kuðunga.
Hlutföllin milli hringferða í spíraln-
um má síðan yfirfæra á önnur form
sem hreinan lógarythma og það nýtir
Ráðhildur sér líka.
Verkin em flest teiknuð beint á
vegg og eitt þeirra er síðan þrykkt á
fatnað sem má kaupa á sýningunni.
Þá er á sýningunni Ijósmynd af
perlumóður og á gólfinu má sjá
málmslettur. Flestir þættir sýning-
arinnar falla nokkuð þétt að hug-
myndinni um spíralferð út úr sól-
kerfinu, en þó em sum sem virðast
eiga heima í öðm samhengi, til dæm-
is málmsletturnar á gólfinu. Enn-
fremur er ekki fulHjóst hvað Algol
hefur með málið að gera en það er þó
yfirskrift sýningarinnar. Eins og
alltaf em verk Ráðhildar fallega unn-
in og vekja mann til umhugsunar, en
hættir þó við að vera svo torræð að
áhorfandinn eigi erfitt með að átta
sig á því hvað listakonan er að fara.
Jón Proppé
Sigurveig sýnir
á Stokkseyri
VEITINGASTAÐURINN Við
fjöruborðið á Stokkseyri hefur opn-
að sýningu á grafíklistaverkum Sig-
urveigar Rnútsdóttur. Sýningin
stendur yfir allan febrúarmánuð.
Sigurveig stundaði nám í sálfræði
við Háskóla íslands og lauk prófi við
Myndlista- og Handíðaskóla fslands
árið 1994.
Sigurveig vinnur með andstæður
hins rökræna og sálræna og samspil
þessara þátta í tilfinningalífinu. Hún
notar einföld form og liti og vill frem-
ur einfalda en flækja málin og finna
um leið hin fagurfræðilegu mörk.
Sigurveig hefur haldið nokkrar
samsýningar og eina einkasýningu í
Gallerí horni í október sl. Auk þess
hefur Sigurveig unnið kápumynd á
ljóðabók Berglindar Gunnarsdóttur,
Ljóðvissa.
----------------
Framtíð mynd-
listardeildar
LHÍ rædd
FÉLAG um Listaháskóla íslands
gengst um þessar mundir fyrir fund-
um um framtíðarskipan listaháskól-
ans. Þriðjudaginn 1. febrúar sl. vom
hugmyndir um leiklistamám við
skólann ræddar og mánudaginn 7.
febrúar nk. mun myndlistardeild
skólans tekin til umræðu.
Fundurinn hefst kl. 20.30 og er í
húsi Listaháskóla íslands í Laugar-
nesi.
----------------
Síðasta
sýningarhelgi
SÍÐÁSTA sýningarhelgi á verkum
Páls á Húsafelli og Thors Vilhjálms-
sonar í Gallerí Reykjavík er nú um
helgina.
Sýningin er opin laugardag 11
till8, sunnudag 14 til 18, mánudag 10
till8.
Sunnudaginn 6. febrúar klukkan
16 munu skáldin Einar Bragi, Sig-
urður Pálsson og Þorsteinn frá
Hamri lesa upp úr ljóðum sínum og
sýningunni lýkur síðan mánudaginn
7. febrúar með fiðluleik Sigrúnar
Eðvaldsdóttur klukkan 17.
Rowling höfundur ársins
London. Morgfunblaðið
J. K. ROWLING hefur verið út-
nefnd rithöfundur ársins af
bókaúgefendum í Bretlandi. Hún
hlýtur titilinn fyrir þriðju bók sína
um Harry Potter og má segja, að
allt er þegar þrennt er, því þetta
er í þriðja skipti á skömmum tíma,
sem sú bók keppir um fyrstu verð-
launin. í tvö fyrri skiptin beið hún
lægri hlut fyrir þýðingu Seamus
Heaney á Bjólfskviðu. Þeir höf-
undar, sem kepptu við Rowling
um titilinn voru Terry Pratchett,
Colin Dexter og Stephen King.
Titlinum rithöfundur ársins
fylgir ekkert fé en Whitbread-
verðlaunin fyrir bók ársins gáfu
Heaney um 20 þúsund pund í aðra
hönd. En Rowling þarf ekki að
hafa fjárhagsáhyggjur. Þegar að
sölu kemur stendur Harry Potter
fyrir sínu og vel það. Þrjár bækur
um hann hafa selzt í um 30 millj-
ónum eintaka. Bókaútgefendur
verðlaunuðu sjálfsævisögu Sir
Alex Ferguson, knattspymu-
stjóra Manchester United, sem
beztu bók ársins.
LAUGARDAGUR 5. FÉBRÚÁR 2000 37
°9 upplifðw
esfum
á þiónwstuborði
Kringlan er
viðburðo* og upplýsingamiðstöð Reykjavikur,
menningarborgar Evrópu órið 2000
KriKq (csj\
ÞRR S E M^TH J B R TIÐ 5 L E R
UPPLÝSIHBRSlMI 588 778B SKRIFSTDFUSfMI 5EB 9288