Morgunblaðið - 05.02.2000, Blaðsíða 60
4j9 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Efling miðborgar Reykjavíkur
um nýja aflvaka og annars konar
orkugjafa til að halda stöðu okkar og
samkeppnishæfni á nýrri öld.
Reykjavíkurhöfn
BORGARSTJÓRN
Reykjavíkur tók þá
ákvörðun fyrir tæplega
ári að skipa miðborgar-
stjóm og réð fram-
kvæmdastjóra til að
vinna að eflingu mið-
borgarinnar. I miðborg-
arstjóm eiga sæti þrír
pólitískt kjömir full-
trúar Reykjavíkurborg-
ar og þrír fulltrúar
hagsmunaaðila í mið-
borginni. Miðborgar-
stjóm er ekki hluti af
hinu formlega valda- og
stjómkerfi borgarinn-
ar. Hún er fyrst og
fremst ráðgefandi og
umsagnaraðili um stefnumótun og
dagleg mál sem snúa að miðborginni.
Hnignun miðborgarinnar má rekja
nokkuð mörg ár aftur í tímann, en
merkja má nokkum bata síðustu
misseri. Bætt efnahagsástand hefur
haft jákvæð áhrif á miðborgina eins
og ýmislegt annað í okkar þjóðlífi.
Hnignun undanfarinna ára ein-
kennist m.a. af eftirfarandi.
• Fáir íbúar eru í miðborginni og
ekki nægilega gestkvæmt. Fámenni
dregur úr hinum mikilvæga þætti lif-
níidi mannlífs sem miðborg þarf að
hafa.
• Talsvert hefur verið um autt og
illa nýtt húsnæði í miðborginni og fyr-
irtæki hafa verið að flytja þaðan.
• Fjárfestar hafa almennt ekki
haft áhuga á að kaupa húsnæði í mið-
borginni eða byggja nýtt fyrr en rétt
á síðustu misserum.
• Viðhaldimargrahúsahefurver-
ið ábótavant.
• Slæm ásýnd og
skipulagsmál í ólestri.
• Verslunum hefur
fækkað og bílastæða-
skortur hefur aukið
mikið á vandann.
Miðborgarstjómin er
staðráðin í að leggja sitt
af mörkum tíl að snúa
þessari þróun við í sam-
starfi við hagsmunaað-
ila.
Miðborgin þarf að
vera „borgin okkar“ í
hugum allra lands-
manna, skapa sérstöðu
og verða í fremstu röð
borga í Evrópu sem
áhugavert er heim að sækja. Leggja
ber áherslu á að miðborg Reykjavík-
ur er kjami opinberrar stjómsýslu,
stærri fyrirtækja og stofnana, eink-
um á sviði fjármála, menningarstarf-
semi, lista og lifandi mannlífs.
Meðal stefnumála sem vinna þarf
að er eftírfarandi:
• Skapa þarf svigrúm á miðborg-
arsvæðinu fyrir fleiri fyrirtæki í opin-
berri stjómsýslu og fyrirtæki, eink-
um í íjármáia- og þekkingariðnaði.
• í miðborginni verði lögð áhersla
á líflegt menningar- og listastarf í
sambýli við verslanir og veitingahús
og að landsmenn allir líti á miðborg-
ina sem sína miðborg.
• Gera þarf höfnina sem mest að
hluta af starfsemi og ímynd miðborg-
arinnar á aðra hönd og tjömina á
hina, þar sem höfninni verði sköpuð
sérstaða sem lykilþáttur í ímynd
borgarinnar. í framtíðinni, þegar
Miðborgin
Reykjavíkurhöfn hefur
unnið að því, segir
Þorkell Sigurlaugsson,
að gera Reykjavík að al-
þjóðlegri viðskipta- og
þjónustumiðstöð.
flugvöllurinn fer úr Vatnsmýrinni eft-
ir 15-20 ár eða jafnvel fyrr, nái mið-
borgin og áhrifasvæði hennar út í
Vatnsmýri og fái þar aukið svigrúm
tílvaxtar.
Virðingarleysi
Það sjónarmið hefur einkennt um-
ræðuna á undanfömum áratugum að
landrými sé svo mikið hér á Islandi og
í Reykjavík að nánast megi tala um
óþijótandi auðlind. Bent er á þetta í
nýútkominni bók Trausta Valssonar,
skipulagsfræðings, Borg og náttúra.
Fjarlægðir og tími hafa ekki heldur
verið metnin sem kostnaður. Við höf-
um ekki borið tilhlýðilega virðingu
fyrir verðmæti lands og verðlagning
þess verið lág. Það hefur leitt tU lakari
nýtingar og óhagkvæmni í bygging-
um fasteigna og nýtingu bflastæða.
Þetta hefur komið í bakið á okkur á
undanfömum áratugum þar sem
borgin hefur dreifst yfir stórt svæði
og rekstur borgarinnar og kostnaður
íbúanna farið sífellt vaxandi. Er nú
svo komið að íbúar veija miklum tíma
í akstur fram og til baka í borginni í
Þorkell
Sigurlaugsson
ISLENSKT MAL
Ævitíminneyðist,
unnið skyldi langtum meir.
Síst þeim lífið leiðist
sem lýist, þar til út af deyr.
Svo kvað sr. Bjöm Halldórs-
son i Sauðlauksdal (1724-1794),
enda var hann kallaður vinnu-
harður. Orðið ævi sMlgreinir
Ásgeir Blöndal Magnússon með
orðunum tími, lífstíð, aldur. A
gotnesku aiws er þetta í merk-
ingunni tími, eilífð, hvorki meira
né minna. Mörg önnur frænd-
yrði á þetta önnur í málum
skyldra þjóða.
Því miður þykir mér að orðið
ævi eigi undir högg að sækja um
þessar mundir, og sækir að okk-
ur í staðinn líftúni. Það er svo
sem ekkert vont orð í sjálfu sér,
en minnir leiðinlega á ensku life-
time, og hreinn óþarfi að rýma
burtu stuttu ævagömlu orði.
Líftíminn reynist líka dálítið
frekur, því að farið er að tala um
„líftíma“ dauðra hluta. Heyrt
hef ég minnst á fót sem hafí
langan líftíma, en þar er betra
að halda sig við orðið endingar-
góður.
Og svo má ekki gleyma orðinu
gamall. Mér þykir t.d. einboðið
að skip verði gömul í stað þess,
sem nú heyrist, „að þau hafi
langan líftíma“.
En til þess að menn týni síður
orðinu ævi læt ég fljóta hér með
eina af snilldarvísum Æra-
Tobba:
Ævin teygist eins og spjör.
Yndislokíheimi
hægt er að þreyja, haddavör.
En hvað á að segja, gaddabör?
★
Orðið ævi er afskaplega mjúkt
í munni, eitt raddað samhljóð á
milli tvíhljóðs og sérhljóðs. Þá er
beygingin ekki til að fráfælast;
orðið er eins í öllum fóllum, eitt
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
1.043. þáttur
af fáum. Við skulum taka á okk-
ur smákrók og hyggja að slíkum
orðum sem beygjast eins og ævi.
Þau eru t.d. elli, fræði, kæti,
reiði, mæði, speki, kristni, fjöl-
kynngi, lygi, freistni, bræði,
prýði og kveðandi.
Eins og hver maður finnur er
þessum orðum sameiginlegt, að
þau fara illa í fleirtölu, enda
tákna þau hugtök en ekki hluti.
Lærðir menn kalla flest þessi
kvenkynsorð in-stofna og að
gömlum lærdómshætti búum
við þá til lærdómsvísu:
Kristni, mæði, kveðandi,
kæti, elli, fræði,
prýði, fæmi, (jölkynngi,
freistni, speki, bræðL
Þessi þula er gjörsneydd þeim
sjarmi sem sumar gamlar lær-
dómsvísur höfðu, í landafræði
oft tempraðar trega yfir því að
hafa aldrei komið á þá staði sem
upp voru taldir:
í Afganistan eru þessar borgir:
Herat, Kabúl, Kandahar;
komiðhefégaldreiþar.
Og þokkafyllri stjömufræði
hef ég aldrei lært en þessa vísu
sr. Olafs Guðmundssonar á
Sauðanesi þess er orti mest fyrir
herra Guðbrand:
Tólf eru á ári tunglin greið,
tilberaðþrettánrenni.
Sólingengursínaleið,
svo sem guð bauð henni.
★
„Orsökin til þess að ég las
hvert pút og plagg sem ég náði í
eftir Sinclair Lewis var ekki list
hans eða andagift, heldur æsileg
aðferð hans í því að reifa mál. Ég
hefði ekki viljað vinna til að
gánga þvert yfir strætið til að
kynnast þessum manni persónu-
lega. Orsökin til þess mundi hafa
verið sú að ég fann í honum
hvorki sögumanninn né mann-
inn. Vera má að áhrifagildi hans
liggi einmitt í því hve „vel“ hon-
um tekst að afklæðast persón-
unni í stfl sínum, samsama sig
því dulargervi sem hann hafði
búið sér tfl og ég líkti áðan við þá
kallara sem auglýsa allrahand-
ana skrípasjó á dýrahafsbökk-
um. Honum tókst að skapa stfl
sem var í eðli sínu ekki stfll neins
ákveðins einstaklíngs eða
ábendanlegs sögumanns, heldur
er þverskurður af hversdags-
legu amerísku kjaftamagni:
amrísku skrumauglýsíngunni,
árstraumnum sem stendur útúr
vörubjóðnum, rokufréttablað-
inu, gortaranum, kjaftásnum,
fylliraftinum, - öllu þessu hleyp-
ir hann í einn þráðinn í stfl sín-
Un?Halldór Laxness: Skálda-
tími).
★
Hlymrekur handan kvað:
Jólakötturinn saddur sat,
hafði Sveinka étið í eftirmat.
Hvað tók Sveinki til bragðs?
Bráviðþegarogstrax
og á sig og kvikindið át hann gat
★
Auk þess fær Sigurður Jóns-
son í veðurfréttunum á Stöð tvö
stig fyrir orðin Mið-Evrópa og
stórhríð.
Og úr prófunum, kannski ekki
alveg nýtt: „Eggert Ólafsson
var góður sundmaður. Hann fór
til Noregs og drekkti Ólafi kon-
ungi helga á sundmóti í ánni Nfl.
Svo fór hann heim til íslands, en
Bretar drápu hann í þorska-
stríðinu. Þá sagði Ólöf kona
hans: Ekki skal gráta, heldur
safha liði, fór og drap Bretana.“
(Af þessu eru tfl fleiri gerðir
en ein, og er nú leitað frumrits-
ins.)
einkabflum eða almenningsvögnum
með tílheyrandi kostnaði og loft-,
sjón- og hávaðamengun. Innan mið-
borgarinnar hafa ökumenn hringsól-
að í leit að bflastæðum.
Fagna ber áhuga og umræðum
fjölmarga aðila um borgarmálefni á
undanfömum misserum svo sem
„Samtaka um betri byggð“ og um-
fjöllun innan Háskóla Islands. Fjöl-
margir aðilar eru að vakna til vitund-
ar um mikilvægi umræðu og
framtíðarsýnar um málefni miðborg-
arinnar. Einhver sagði: „Miðborgin
er ekki falleg fyrir hvað hún er heldur
fyrir hvað hún gæti orðið.“
Stór framkvæmd í augsýn?
Almennt virðist sátt um að núver-
andi miðborg Reykjavíkur verði mið-
borg höfuðborgarsvæðisins. Til þess
að miðborgin geti staðið undir nafni,
þarf hún að stækka og eflast á næstu
árum og í miðborginni og einkum í ná-
grenni hennar þarf að fjölga íbúum.
Bygging tónlistarhúss, ráðstefnu-
miðstöðvar og fyrsta ílokks hótels við
austurhöfnina og betri tenging hafn-
arsvæðisins við miðborgina er meðal
áhugaverðra og mikilvægra verkefna.
Menntamálaráðherra, með stuðningi
rfldsstjómarinnar, hefur gefið vilyrði
fyrir því að fjármagna byggingu tón-
listarhúss. Reykjavíkurborg sýndi
frumkvæði í að fá þessar byggingar á
miðborgarsvæðið við höfnina þar sem
nú er Faxaskáli og þar í kring. Þessi
ráðstefnu- og fundaaðstaða, tengd
tónlistarhúsi og hóteli, verður afar
mikflvæg fyrir Reykjavík og mun
styrkja samkeppnisstöðu Islands.
Þessari framkvæmd má líkja við það
þegar höfnin var byggð á sínum tíma
fyrir liðlega 80 árum og þegar hita-
veita var lögð í Reykjavík fyrir um 60
árum eða þegar Reykjavíkurborg
hafði frumkvæði að fyrstu vatnsafls-
virkjununum með ElÚðaárvirkjun og
Ljósafossvirkjun. Þetta voru mikil-
vægir aflvakar á 20. öld. Þar þurftí
borgin að hafa frumkvæði og styðja
við málin fjárhagslega og hið sama
gildir nú. Nú er öldin önnur. Við þurf-
Það er vel við hæfi á ári menningar-
borgar Reykjavíkur að Reykjavíkur-
höfn, sem er í eigu Reykjavíkurborg-
ar, fái aukið og nýtt hlutverk í takt við
nýja tíma. Menning, ferðaþjónusta og
lifandi mannlíf þarf að fá að njóta sín í
miðborg Reykjavíkur. Markmiðum,
sem sett voru fyrir hafnargerðina í
byijun 20. aldar, hefur verið náð fyrir
löngu og Reykjavíkurhöfn hefur átt
stóran þátt í að gera Reykjavík að
þeirri miðstöð flutninga, viðskipta,
sjávarútvegs og iðnaðar sem hún nú
er. Hin hefðbundna hafnarstarfsemi
hefur smátt og smátt verið að flytjast
úr gömlu höfninni og skapa þarf höfn-
inni nýja vaxtarmöguleika á öðrum
svæðum á næstu árum og áratugum.
Með nýjum viðhorfum hafa áhersl-
ur breyst og í stefnuskjali sem hafn-
arstjóm samþykkti árið 1996 er hlut-
verk Reykjavíkurhafnar skflgreint
þannig: „Reykjavíkurhöfn, sem
helsta flutningahöfn landsins, stuðli
að því að Reykjavík verði alþjóðleg
viðskipta- og þjónustumiðstöð í Norð-
ur-Atlantshafi.“
Reykjavflturhöfn hefur unnið
markvisst að því að gera Reykjavík að
alþjóðlegri viðskipta- og þjónustu-
miðstöð. Fjölgun erlendra skemmti-
ferðaskipa, í framhaldi af öflugu
markaðsstarfi hafnarstjóra og ann-
arra stjómenda hafnarinnar, er dæmi
um hvaða árangri má ná. I þekkingar-
þjóðfélagi nýrrar aldar er áhugavert
að hafnarsvæðið fá enn víðtækara
hlutverk eins og víða þekkist erlendis.
Eflingráðstefnuhalds, ferðaþjónustu,
menningar og lista er verðugt verk-
efni gömlu hafnarinnar á nýrri öld
sem þjónustumiðstöðvar á Norður-
Atlantshafi. Höfnin á að geta orðið líf-
æð fólks, ferðamanna og þekkingar,
en ekki eingöngu vamings, vöruhúsa
og skipa. Þannig geta gamla höfnin og
miðborg Reykjavíkur unnið saman að
því að efla atvinnulíf og viðskipti og
um leið bætt lífskjör og mannlíf borg-
arbúa og landsmanna allra.
Höfundur er framkvæmdastjóri þró-
unarsviðs Eimskips og stjómarmað-
ur miðborgarstjómar.
Til hamingju,
Islendingar
TIL hamingju með
að hafa eignast jafn
snjalla útgerðarmenn
og Samherjafrændur.
Fjöldi manna hamast
nú í fjölmiðlum og lýsir
furðu sinni á óhemju-
legum gróða þeirra
frænda. Eg er einn af
þeim sem öfunda þá. Ég
vfl samt sem áður að
þeir njótí sannmælis.
Ég er þeirrar skoðunar
að kvótalögin séu
ósanngjöm en ég veit
ekki hvemig á að sníða
af þeim vankantana. Ég
er líka nokkuð viss um
að frændumir em ekki
höfundar laganna og get ekki áfellst
þá fyrir að hafa farið eftir þeim.
Ég fylgdist með því þegar þeir
keyptu togara á Suðunesjum sem
heimamenn höfðu gefist upp á að
reka. Ég sá hvemig þeir náðu sér í úr-
vals mannskap og skipið þeirra varð
aflasælt svo af bar. Ég veitti athygli
hvernig þeir sömdu við birgja sína og
þjónustuaðila og hvernig þeir önnuð-
ust sjálfir sölu á afurðum sínum. A öll-
um sviðum sýndu þeir festu, framsýni
og fjármálavit og fyrirtækið stækkaði
ört. Þeir færðu sig út fyrir landstein-
ana og keyptu og snera til betri vegar
fyrirtækjum sem aðrir höfðu gefist
upp á. Þeir öfluðu sér virðingar og
áhts starfsbræðra og kunnáttumanna
innanlands og utan. Hvaða afleiðing-
ar hefur svo þetta umstang þeirra
haft fyrir land og þjóð? Landsmenn
hafa uppskorið ríkulega, atvinna hef-
ur aukist veralega og þar hefur ekki
verið um láglaunavinnu að ræða held-
ur fyrst og fremst störf sem era með-
al þeirra sem hæst laun
eru greidd fyrir í land-
inu. Sveitarfélög á
Norðurlandi og víðar
hafa notið stóraukinna
tekna og samkeppms-
aðflar eins og t.d. ÚA
hafa spýtt í lófana.
Hvers vegna hafa
fjárfestar á íslandi
keppst við að kaupa
hlutabréf í félagi þeirra
á tíföldu nafnverði?
Ástæðan er sú að þeir
frændur búa yfir af-
burðahæfileikum á sviði
rekstrar og hafa kappið
og áræðið sem skflur á
Kvótalög
Þeir Samherjafrændur
búa yfír hæfileikum á
sviði rekstrar, segir
Sveinn S. Ingólfsson, og
hafa kappið og áræðið
sem skilur á milli manna
og afburðamanna.
milli manna og afburðamanna.
Það er lán fyrir íslenska þjóð að
einn þessara frænda skuli nú hafa
flutt sig um set og fjárfest í nýjum
fyrirtækjum sem munu njóta krafta
hansogþekkingar.
Höfundur er gmnnskólakennari og
fyrrv. framkvstj. útgerðar.
Sveinn S.
Ingólfsson