Morgunblaðið - 05.02.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 5\
MINNINGAR
bundin voru í bemsku slitnuðu ekki.
Ég kom oftar í Starrastaði, bæði
meðan Guðrún og Páll bjuggu þar og
eftir að Eyjólfur tók við búskapnum.
Það var gaman að hitta Eyjólf, hann
var snaggaralegur í fasi, hress í tali
og hlátur hans er mér minnisstæður,
hvellur og smitandi. Eitt sinn er ég
kom þar var Eyjólfur kallaður í sí-
mann. María var suður í gróðurhúsi
að taka til blómapöntun. Komu þá
heimasæturnar, Þórunn og Mar-
grét, og settust hjá mér, svo kot-
rosknar og kumpánlegar, að ég
gleymi því ekki. Undanfarin ár höf-
um við, ég og systur mínar, hitt Ey-
jólf og Maríu, reglulega, á ári
hverju. Eyjólfur var söngmaður
góður og söng, í mörg ár, fyrsta ten-
ór með Karlakórnum Heimi. Við lét-
um okkur ekki vanta á árlega söng-
skemmtun kórsins á Hótel Islandi.
Er dagskránni lauk fórum að leita
að og heilsa upp á Skagfirðingana á
svæðinu. Það var gaman að hitta þá
alla en Eyjólfur var þar fremstur
meðal jafningja og leituðum við
þeirra Maríu jafnan fyrst. Ég talaði
við Eyjólf í síðasta sinn í nóvember
síðastliðnum. Hann var hress í máli
og ekki að heyra að þar talaði fár-
sjúkur maður. Við spjölluðum á
bjartsýnum nótum, en þegar hann
sagði: „Ég hefði nú viljað koma
bömunum mínum upp,“ varð mér
orða vant, því þarna horfðist hann í
augu við staðreynd, sem ég vildi af-
neita. En nú veit ég hvað ég vildi
sagt hafa. „Elsku Eyjólfur, gamli
vinur. Börnin þín eru vel gerð og
dugleg, - hvernig sem fer - þá verð-
ur allt í lagi með þau.“ Eyjólfur vai'
skapmaður og kjarkmaður. Hann
tók veikindum sínum af æðruleysi
og kvartaði ekki. Hann vildi vera
heima, í faðmi fjölskyldunnar, eins
lengi og unnt væri og lét ekki bug-
ast. En á þriðjudagsmorguninn, 25.
janúar síðastliðinn, var stundin
komin. Hann var fluttur á Sjúkrahús
Skagfirðinga - og tveimur stundum
síðar var hann allur. Eftir sitja fjöl-
skylda og vinir með sár í hjartastað.
Núna er hugur minn hjá Maríu og
börnunum sem hafa staðið sig eins
og hetjur.
Elsku María, Þórunn, Margrét,
Páll Starri og Stefanía Guðrún, Am-
ar Páll og Sara! Guð gefi ykkur
styrk og styðji ykkur til sigurs á
þrautastundum. Þrátt fyrir allt trúi
ég því staðfastlega að Eyjólfur sé
hjá ykkur þótt hann sé hulinn sjón-
um. Ekkert getur haggað þeirri trú
minni að hinir látnu séu með okkur í
sorginni og strjúki tár af kinn. Því
þeir em aðeins látnir í okkar skiln-
ingi en lifa áfram á öðra tilverastigi
og bíða okkar þar. Samt verður ekki
það sama að koma aftur í æskusveit-
ina en meðan þið erað enn á Starra-
stöðum er það huggun harmi gegn.
Ég og fjölskylda mín sendum öll-
um, er eiga um sárt að binda, okkar
innilegustu samúðarkveðjur. Guð
blessi minningu Eyjólfs á Starra-
stöðum.
Snæbjörg frá Mælifelli.
JÓHANN KRISTINN
JÓNSSON
+ Jóhann Kristinn
Jónsson fæddist í
Reykjavík 16. aprfl
1917. Hann lést á
Reykjalundi 30. jan-
úar síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Fossvogskirkju
4. febrúar.
Það dofnar heldur
betur yfir Dalnum þeg-
ar Jóhann í Dalsgarði
hefur kvatt.
I huga okkar var
hann alltaf stærstur og
mestur og dró að sér
unglingana í sveitinni og kenndi okk-
ur að lesa landið og syngja kvæði.
Þau Birta, eiginkona hans, opnuðu
heimili sitt fyrir öllum sem vildu, en
vegna fordómaleysis og gestristni
var alltaf erfiðleikum háð að yfirgefa
Dalsgarð. Jóhann stappaði í mann
stálinu, tók okkur krakkana alltaf
sem jafningja og var lítið gefinn fyrir
tepraskap. Hann kenndi manni að
sitja hest og tók okkur í reiðferðalög
um gamlar reiðleiðir, sem vora löngu
komnar í gleymsku, en hann bjó yfir
einhverri óútskýranlegri ratvísi, sem
hann hlýtur að hafa erft úr Breiða-
fjarðareyjum. Hann hitti á öll vöð og
kom okkur yfir allar girðingar og
torfærar sem á vegi okkar urðu án
þess að stíga eitt feilspor. Stundum
vora trússhestar, en oftast var Birta
komin í náttstað á Landróvernum
með „tólfmannatjaldið" og tók á móti
liðinu með kræsingum og hlýju. Jó-
hann þekkti alla forna áningastaði,
jurtir, steintegundir og fugla lands-
ins og leit á það sem skyldu sína að
uppfræða æskulýðinn um það. Og þá
mátti enginn vera með múður, held-
ur hlusta. Hann leit á garðyrkju sem
vísindi og list og fylgdist sérlega vel
með öllum nýjungum sem upp komu
á meginlandinu, enda
ber gróðrastöðin hans
merki um það. Jóhann
var heimsmaður, alltaf
flottastur á mannamót-
um, írónískur og
skemmtilegur og hafði
yfirleitt síðasta orðið.
Hann var áhugamaður
um kvikmyndagerð,
fylgdist vel með og var
ötull bíógestur.
Mikið þótti honum
það sjálfsagt þegar
hann var rekinn út af
heimili sínu fyrir
nokkram áram til þess
hægt væri að taka upp kvikmynd
þar. Þær era ófáar íslensku mynd-
imar, sem ekki þakka Dalsgarði fyr-
ir veittan stuðning.
Þannig var Jóhann, - þannig er
þetta fólk: „mitt er þitt og hjá mér
áttu heima“ - allt sjálfsagt.
Við systur vottum kæram vinum
okkar systkinunum í Dalsgarði
djúpa samúð og þökkum óteljandi og
ógleymanlegar stundir sem við nut-
um með þeim á stórheimilinu, í skjóli
Birtu og Jóhanns Jónssonar.
Hafðu þakkir fyrir allt, höfðingi.
Sigríður Halldórsdóttir,
Guðný Halldórsdóttir.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til-blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
+
Útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa, langafa og bróður,
ÞÓRARINS JÓNSSONAR,
Álftamýri 42,
Reykjavfk,
fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 7. febr-
úar kl. 13.30.
Sigríður Magnúsdóttir,
Magnea Þórarinsdóttir, Guðmundur Guðjónsson,
Soffía Þórarinsdóttir, Eggert Sveinbjörnsson,
Sonja Þórarinsdóttir, Pétur Kristinsson,
Gísli Þórarinsson,
Kristín Helgadóttir,
barnabörn, langafastrákur
og systur hins látna.
+
Útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, fóstur-
föður, sonar og bróður,
GUÐNA SIGURBJARNASONAR
lögreglumanns,
Arnarsmára 28,
sem lést sunnudaginn 30. janúar, fer fram frá
Bústaðakirkju mánudaginn 7. febrúar kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á að láta
líknar- og hjálparsjóð Landssambands lögreglumanna njóta þess,
(sími 562 4411).
Þorgerður Bergvinsdóttir,
Björk og Arndís Guðnadætur,
Guðbjartur Kristinsson, <
Sigurbjarni Guðnason, Jóhanna Jakobsdóttir,
Sigurborg Sigurbjarnadóttir, Pétur P. Johnson,
Marta Lilja Sigurbjarnadóttir, Garðar Sigursteinsson,
Edda Sigríður Sigurbjamadóttir,
Hanna Birna Sigurbjarnadóttir, Reynir Steinarsson,
Hörður Sigurbjarnason, Erna Guðlaugsdóttir,
Elísabet Sigurbjarnadóttir, Kristján Sverrisson
og aðrir ástvinir.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
SiGRÍÐUR ANDRÉSDÓTTIR
frá Hamri í Múlasveit,
síðast til heimilis
í Holtagerði 15,
Kópavogi,
verður jarðsungin frá Kópavogskirkju mánu-
daginn 7. febrúar kl. 13.30.
Þórir Kr. Bjarnason,
Gestný Kolbrún Kolbeinsdóttir, Böðvar Örn Sigurjónsson,
Sigurgísli Ellert Kolbeinsson, Ólöf Jósepsdóttir,
Þórdís Sif Þórisdóttir,
Bjarni Kristinn Þórisson,
Alma Þórisdóttir,
Anna Sigurbjörg Þórisdóttir,
Jón Þórir Þórisson,
Helgi Róbert Þórisson
og barnabörn.
Árni Egilsson,
Ingibjörg Sólveig Halldórsdóttir,
Olgeir Karl Ólafsson,
Valgerður Margrét Gunnarsdóttir,
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug vegna andláts og útfarar ástkærrar móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÞURÍÐAR E. BALDVINSDÓTTUR,
Ránargötu 35,
Reykjavík.
Hulda Jónsdóttir,
Gréta Jónsdóttir, Vöggur Jónsson,
Unnur I. Jónsdóttir, Halldór Einarsson,
Áslaug E. Jónsdóttir, Sigurður Sigurjónsson,
Baldvin Jónsson, Ásgerður Guðbjörnsdóttir,
Þuríður E. Baldursdóttir, Jóhann S. Erlendsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
ATVIMMU-
AUGLÝSINGAR
Húshjálp
Franska sendiráðið vantar nú þegar húshjálp
í sendiherrabústaðinn. Viðkomandi þarf að
vera þrifinn og ábyrgur. Reynsla af húshjálp
og eldamennsku nauðsynleg.
Um er að ræða fullt starf.
Nánari upplýsingar eru veittar í Franska sendi-
ráðinu í símum 551 7621 og 551 7622.
Embassy household
The French embassy needs urgently a housekeeper
at the Residence. A good sense of responsibility
and tidiness is required. The interested must have
some experience in housekeeping and cooking.
Full time employment.
Forfurther information please call the French
Embassy at 551 7621 or 551 7622.
Bifvélavirkjar
Bifvélavirkja vantartil kennslu í bílgreinum
strax!
Áhugasamir hafi samband við kennslustjóra
eða skólameistara í síma 535 1713 eða
535 1700.
Skólameistari.
HÚSNÆÐI í BQÐI
Barcelona
íbúðirtil leigu í miðborg Barcelona.
Gott fyrir fjölskyldur og hópa.
Upplýsingar í síma 899 5863 f.h. (Helen).
UPPBDÐ
Uppboð
Eftirtalin bifreið verður boðin upp á lögreglustöðinni, Vesturgötu
17, Ólafsfirði, miðvikudaginn 16. febrúar 2000 kl. 11.30:
IV-032
Greiðsla við hamarshögg.
Sýslumaðurinn á Ólafsfirði,
2. febrúar 2000.
TIL SÖLU
Lagerútsala/barnavara
Dagana 3.-6. febrúar verður haldin lagerút-
sala á barnavörum. Boðið verður upp á mikið
úrval af barnavörum og barnafatnaði, svo sem
bílstóla, barnarúm, matarstóla, barnavagna
og kerrur. Einnig mikið úrval af barnafatnaði
og leikföngum.
Ath. allt að 40% afsl. frá heildsöluverði.
Opnunartími frá kl. 11 — 17 fimmtud og föstud.
og 11 — 16 laugard. og sunnudag.
Lagerútsala, Smiðsbúð 8, Garðabæ.
Til sölu
Baader 440 flatningsvél í toppstandi og Odd-
geirshausari með slítara.
Upplýsingar í símum 893 4103 og 565 5930.