Morgunblaðið - 05.02.2000, Blaðsíða 72
12 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Lífeyrissjdðurinn Framsýn
14,72% raunávöxt-
un á árinu 1999
Stefnt að auknum réttindum sjóðfélaga
feyrisþega var 8.008. Hrein eign
sjóðsins er 45.579 milljónir króna og
hækkun á hreinni eign á árinu 1999
nam 8.690 milljónum króna. Nafn-
ávöxtun erlendra hlutabréfa í eigu
sjóðsins var 55% og nafnávöxtun
innlendra hlutabréfa var 44%. A
fundinum var einnig ákveðið að
leggja til á næsta ársfundi sjóðsins,
sem haldinn verður 26. apríl nk., að
auka réttindi sjóðfélaga í LF um 7%
frá og með 1. júlí 2000.
Hækkun þessi gildir fyrir núver-
andi lífeyrisþega sjóðsins, að undan-
skyldum barnalífeyrisþegum, og hún
leiðir einnig til hækkunar á stigum
annarra sjóðfélaga. Jafnframt var
samþykkt að leggja til að réttinda-
stuðull lífeyris verði hækkaður úr 1,4
í 1,5 frá og með sama tíma,“ segir í
fréttatilkynningu.
AVOXTUNARTOLUR Lífeyris-
sjóðsins Framsýnar fyrir 1999 hafa
verið kynntar. Raunávöxtun var
14,72% á árinu sem samsvarar um
21,16% nafnávöxtun og er hún sú
hæsta í 4 ára sögu sjóðsins.
„Meðalraunávöxtun frá stofnun er
9,69%. Uppruna ávöxtunarinnar má
rekja til mikilla hækkana á hluta-
bréfum sjóðsins, innlendum sem er-
lendum.
Lífeyrissjóðurinn Framsýn er
þriðji stærsti lífeyrissjóður landsins.
Iðgjöld sjóðsins á árinu 1999 námu
2.097 milljónum króna og útgreiddur
lífeyrir var 1.299 milljónir króna sem
skiptist þannig: 61% ellilífeyrir, 28%
örorkulífeyrir, 9% makalífeyrir og
2% barnalífeyrir.
Alls greiddu 30.438 sjóðfélagar ið-
gjöld til sjóðsins á árinu og fjöldi lí-
HAPPDRÆTTI
-þarseni
viimuigamirfájst
Vinningaskrá
37. útdráttur 4. febrúar 2000
íbúðarvinningur
Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
2 5 6 5 8
Ferðavinningur
Kr. 100.000 Kr, 200.000 (tvöfaldur)
43101 1 74391 1 76209 ] 78438 |
Ferðavinningnr
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (U
4101 5397 10564 15156 43679 78284
4293 7305 14318 40956 73494 78423
Húsbún
Kr. 10.000
\
a ð;
irvin
Kr. 20
n i n g u r
478 7811 21240 30808 42836 51643 62876 71278
1241 8730 23539 31861 43125 51875 63741 71539
1509 8835 23950 34030 43309 52107 63974 72233
1955 10243 24443 35459 44688 52163 65703 73099
2657 10931 25968 36022 46412 52949 65931 74721
2820 11670 26543 36028 46745 53122 66447 74924
4781 14245 26743 36684 47410 54052 67081 74949
5884 15370 27171 37711 49137 56320 67203 74992
6096 17463 27419 38917 49836 57644 67447 79470
6372 18272 27956 392<3 50345 59384 69205
6449 19349 28179 40485 50473 59439 70201
7274 19443 28395 40623 50697 61196 70939
7562 20989 28788 42654 50739 62868 71064
Húsbú
Kr. 5.000
naðarvinningur
Kr. 10.000 (tvöfaldur)
141 7520 16400 27822 42868 50154 58896 68512
711 7544 17022 28623 43463 50301 58918 68624
804 7797 17317 29045 44185 50495 59075 68845
905 7824 17636 29810 44567 50519 59151 69493
1150 8012 17656 30141 44660 50563 59266 69740
1386 8227 18923 y 30459 44903 50876 59486 71045
1677 8374 19555 30573 45113 51429 59574 71114
2076 8413 20466 31481 45367 51625 59811 71670
2210 8491 20982 31635 45418 52271 60115 71739
2388 8551 21146 31641 46088 52569 60375 71989
2470 8561 21538 32223 46161 53277 60731 72112
2788 8652 22584 32871 46258 53425 60827 72569
2977 8791 22803 32928 46523 53518 61247 72668
3155 9251 22871 33470 46732 53662 62468 73148
3741 9352 23280 33638 47091 54155 63533 73653
3799 9356 23384 34025 47557 54747 63704 73966
4250 10467 23567 34353 47819 54859 63959 74207
4525 10502 23729 34792 47981 55142 63995 74397
4563 10590 23752 35205 48117 55181 65367 74758
4579 10613 23951 35871 48509 55310 65595 75813
5152 10701 24407 35957 48601 55317 66064 77648
5188 12546 24581 36168 48894 55581 66214 78313
5291 12932 24968 36456 49022 55749 66597 78421
5618 13336 25242 36858 49027 55916 67290 78477
5635 13416 25355 37058 49220 56321 67636 79509
6122 14154 25540 38412 49309 56461 67733 79897
6337 14617 26072 39778 49321 56734 67825
6361 14851 26165 39852 49702 57084 67835
6436 14882 26513 40452 49924 57660 67875
6468 15202 26745 41916 49951 57864 68348
6497 15661 27556 41950 50004 58581 68446
6731 15744 27601 42407 50150 58668 68499
Nœsti útdrættir fara fram 10. feb. 17. feb. & 24. feb. 2000
Heimasíða á Intcmeti: www.das.is
ÍDAG
VELVAKAJXÍDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Þjóðsögur
ÞJÓÐSÖGUR hafa lengi
verið vinsælar hjá Islend-
ingum og verið hluti af sögu
þeirra og menningu.
Fyrir nokkrum vikum út-
skýrði sá ágæti útvarps-
maður, IUugi Jökulsson,
hvernig nútíma þjóðsaga
verður til. Önnur nútíma
þjóðsaga virðist vera að
komast á kreik, en kjami
hennar er, að Landsvirkjun
hafi opnað hálendi íslend-
inga fyrir almenningi eins
og það er kallað.
Én (almenningur), þjóð-
in, veit betur. Hún veit að
frá landnámi var farið um
landið þvert og endilangt í
þingferðir, á kaupstefnur,
til hofa og kirkna, í fjárleitir
og svo framvegis. Leiðirnar
um Kjöl, Sprengisand,
Fjallabak og fleiri hafa ver-
ið þekktar og farnar frá því
fáum árum eftir komu
fyrstu landnámsmanna.
Ef átt er við síaukin
ferðalög þéttbýlisbúa og er-
lendra ferðamanna um há-
lendið, einkum eftir miðja
20. öld, sem senn er liðin og
hafa fært þjóðinni hundruð
milljarða í tekjur, ber að
þakka öðrum en Landsvir-
kjun fyrir að hafa haft for-
göngu um þær ferðir og
gera þær mögulegar og
verður hér látið nægja að
nefna helstu brautryðjend-
ur: Pálma Hannesson, Guð-
mund Einarsson, Jón Ey-
þórsson, Kristján
Skagfjöró, Guðmund Jón-
asson, Úlfar Jakobsen og
Steindór Einarsson að
ógleymdum fararstjórum
Ferðafélags íslands og Úti-
vistar fyrr og síðar og ekki
má heldur gleyma fjárveit-
ingum Alþingis til vega-og
brúargerða, auknum frít-
íma, bílaeign og fleira.
Ýmsum öðrum þjóðsög-
um er nú haldið mjög á loft
t.d. að nokkrar svokallaðar
víðlendar jarðir, sunnan-
lands og norðan, eigi allt
land að jöklum, jafnvel inn
á þá miðja, en það mun vera
létt verk fyrir sagn- og lög-
fræðinga að afsanna, t.d.
mun enginn geta sýnt fram
á (sannað) að Kjölur, frá
Hvítá að Seyðisá sé ekki
þjóðlenda.
Mun næsta nútíma þjóð-
saga fjalla um að
Landsvirkjun hafi fundið
upp rafmagnið og umhverf-
isvemd?
H. Hjaltason.
Fóiksflóttinn á íslandi
AÐ gefnu tilefni, vegna
allra þeirra skrifa um flutn-
inga fólks frá landsbyggð-
inni til Reykjavíkur, langar
mig að spyrja, hvað hafa
margir flutt frá Reykjavík
út á land og erlendis, vegna
þess að þeir hafa ekki feng-
ið vinnu í sínu fagi. Oft
kemur fólk úr námi erlend-
is skuldum vafið og fær
ekki vinnu hér og fer þá aft-
ur utan.
Einnig langar mig að
minnast á blessaða skógar-
þrestina. Eg bý í vestur-
bænum og það er ekki
neinn skógarþröstur eftir í
bænum vegna katta sem
ganga lausir. Það hefði
mátt gera eitthvað í þessu
fyrir löngu. Það eru heimil-
iskettimir sem eru verstir,
því að útigangskettimir
hafa ekki kraft til þess að
veiða fuglana.
S.S.
Hlutverk starfsmanna
ÁTVR í Austurstræti
EG á stundum erindi í
ÁTVR í Austurstræti og er
þá að furða mig á því, hvaða
hlutverk starfsmenn ÁTVR
hafa þarna í versluninni.
Þeirra hlutverk virðist vera
að standa aðgerðarlausir
og fylgjast með hverju ein-
asta skrefi viðskiptavina
verslunarinnar. Éghef ekki
tekið eftir þessu í öðrum
verslunum ÁTVR. Þetta
minnir mig óneitanlega á
þegar verslunin Hagkaup á
Laugavegi neyddi við-
skiptavini sína til þess að
geyma töskumar í tösku-
geymslu meðan þeir versl-
uðu. Mér fannst það alltaf
mikil móðgun við viðskipta-
vinina. Ætli við sem búum í
miðborg Reykjavíkur,séum
eitthvað óheiðarlegri en
aðrir borgarbúar?
GuðbjörgílOl.
Góð þjónusta
Föstudaginn 28. janúar sl.
langaði mig óstjórnlega í
þverskoma nætursaltaða
ýsu eftir jukkið um hátíð-
imar og áramót. Ég hugs-
aði mér því gott til glóðar-
innar þegar ég keyrði
framhjá Fiskbúðinni Haf-
rúnu í Skipholti hér í borg.
Röðin var komin að mér,
lystilegur fiskur í borði af
öllum tegundum; hressir
afgreiðslumenn. „Eitt kíló
af nætursöltuðum ýsuflök-
um.“ Ég fékk vatn í munn-
inn af tilhugsuninni um
nætursaltaða ýsu með kar-
töflum og hangifloti. Er
hægt að hugsa sér það
betra? Þetta kostaði eitt-
hvað um 700 krónur. í
þeirri andrá sem fisksalinn
er að pakka ýsunni minni
inn kemst ég að því að þeir
taka ekki greiðslukort. Ég
barði mér á brjóst og læri,
ég var ekki með neina seðla
eða mynt uppi við. Bölv og
ragn! Éngin ýsa í kvöld!
En viti menn, ég var með
rúmlega 25.000 kr. ávísun í
veskinu. „Hvað segiði
strákar, getiði ekki skipt
25.000 króna ávísun?“
Þá kom sprengjan. „Jú,
ekkert mál.“
Ég var orðlaus. Þeir
skiptu eins og ekkert væri
sjálfsagðara, bara hlógu og
gerðu grín að þessu og gáfu
til baka.
Þetta kalla ég þjónustu
og lipurð. Skilaboðin eru
þessi: Ef þið eruð í vand-
ræðum með að láta skipta
ávísun eftir að bankar loka
komið þá við í Fiskbúðini
Hafrúnu og fáið ykkur
þverskorna nætursaltaða
ýsu og hún bragðast vel.
Þórleifur Valg.
Friðriksson,
Tjarnarstíg 4,
Seltjamarnesi.
Tapað/fundid
Appelsínugulur gsm-
sími týndist
APPELSÍNUGULUR
Bosch gsm sími í svartri
tösku týndist annaðhvort
að Selásskóla eða inni í Sel-
ásskóla. Skilvís finnandi er
vinsamlega beðinn að hafa
samband í síma 557-6814.
Nokia gsm-sími
týndist
NOKIA 3210 gsm-sími,
ljósblár í svörtu hulstri,
týndist á Café Amsterdam
laugardagsnóttina 29. jan-
úar. Finnandi vinsamlegast
hringið í síma 587-3692.
Lyklar týndust
LYKLAR, merktir Sylvía,
týndust sl. miðvikudag-
skvöld á Kvisthaga. Skilvís
finnandi hafi samband í
síma 697-9774.
Eyrnaband úr
selskinni týndist
EYRNABAND úr brúnu
selskinni týndist á leiðinni
frá horni Tjarnargötu og
Hringbrautar að verslun-
inni Linsunni í Aðalstræti
9. Finnandi vinsamlega hafi
samband við starfsfólk
Linsunnar í síma 551-5055
eða komi á staðinn. Fund-
arlaunum heitið.
Gleraugu týndust
Gleraugu, kvenmanns, með
blálituðum umgjörðum,
Titan, týndust 27. janúar,
líklega fyrir utan Lyfja-
verslun Islands, Borgar-
túni, Eiðistorgi eða Sól-
vallagötu. Skilvís finnandi
hafi samband við Rebekku í
síma 552-9004.
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI var eitt sinn beðinn
um að svara því í víðlesnu viku-
riti hvað hann myndi gera ef hann
eignaðist skyndilega eina milljón
króna í beinhörðum peningum. Þetta
var talsverð fjárupphæð í þá daga og
vissulega Ijúft að láta sig dreyma um
allt það sem hægt væri að gera með
svo mikla fjármuni í vasanum. Ein
milljón í dag kæmi sér svo sem ágæt-
lega þótt ekki myndi hún breyta
neinu í lífi Víkverja. Fyrir tíu millj-
ónir gæti Víkverji losað sig út úr öll-
um skuldum og fengið sér nýjan bíl.
Með tuttugu milljónir í vasanum
gæti Víkverji keypt sér stærri íbúð
og fengið sér flottan jeppa. Fimmtíu
milljónir myndu vitaskuld skipta
sköpum í lífi Víkverja og hærra get-
ur hann ekki hugsað.
í huga Víkverja eru hundrað millj-
ónir nánast stjarnfræðileg tala, hvað
þá þúsund milljónir. Hvað myndi
Víkverji þá gera með þrjú þúsund
milljónir í höndunum? Þegar hann
væri búinn að að gera allt sem hann
getur látið sér til hugar koma, fyrir
kannski fimmtíu milljónir, ætti hann
samt eftir 2.950 milljónir. Líklega
myndi Víkverji „fara yfir um“ við
þessar aðstæður, tapa glórunni og
„geggjast", eins og það er stundum
kallað. Og auðvitað er það einskonar
„geggjun“ að láta sér detta svona
fjarstæðukennt rugl í hug.
xxx
VÍKVERJI forðast eins og heitan
eldinn að skrifa um pólitík í
þessum pistlum enda hefur hann
ekki umboð til þess. Vonandi fer
hann ekki út fyrir þann ramma sem
honum er markaður með því að vitna
hér í tvær aðsendar greinar, sem
birtust í Morgunblaðinu nú í vikunni,
en efnisinnihald greinanna má vissu-
lega flokka undir stjómmál.
Kristinn Pétursson, fram-
kvæmdastjóri og fyrrverandi alþing-
ismaður, skrifar grein undir yfir-
skriftinni: „Hlutverk alþingis-
manna“, sem birtist í Morgunblaðinu
síðastliðinn þriðjudag. Þar fjallar
Kristinn um „kvótamálið" og birtir
bréf sem hann skrifaði sjávarúvegs-
nefnd Alþingis í desember 1990 þar
sem hann krefst þess að lög um fisk-
veiðistjórnun verði tekin til endur-
skoðunar enda telji hann lögin brjóta
í bága við ákvæði stjómarskrárinnar
um takmörkun atvinnufrelsis og
einnig um friðhelgi eignarréttarins
og jafnréttisregluna. Kristinn segir
ennfremur í grein sinni: „Hæstarétt-
ardómur frá því fyrir rúmu ári, nýl-
egur undirréttardómur í Vatneyrar-
máli og tilvísun til ástands sem hefur
verið að skapast í mörgum byggðar-
lögum virðist benda til að fyllsta til-
efni hafi verið til þeirra aðvarana
sem fram koma í bréfinu."
Kristinn sat á Alþingi á árunum
1988 til 1991 fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn, en hlaut ekki umboð flokks-
systkina sinna til áframhaldandi
þingsetu eftir það. Hvort afstaða
hans í kvótamálum hafi haft þar ein-
hver áhrif skal ósagt látið, enda Vík-
veiji ekki í aðstöðu til að dæma um
það.
HIN blaðagreinin, sem Víkverji
vill vitna til, er eftir Jón Sig-
urðsson, fyrrverandi framkvæmda-
stjóra. Þar fjallar Jón um framsókn-
armenn og segir meðal annars:
„Mönnum með hina sönnu eiginleika
framsóknarmanns er ekkert of gott.
Þeir eiga einfaldlega mun meira skil-
ið en aðrir menn og eiga rétt á því,
sem flokkurinn réttir að þeim úr
þeim valdastólum, sem flokksmenn
hafa náð að setjast í.“
Síðar í greininni segir höfundur:
„Það er kannski svolítið erfiðara að
skilja þann Sjálfstæðisflokk, sem
þykir valdastaðan kaupandi því
verði, að vera samábyrgð á öllum
þessum gerðum./ Allt verður þetta
þó skiljanlegra, þegar gætt er að
þeim kvótahagsmunum, sem ráðandi
öfl Sjálfstæðisflokksins hafa sett sér
að verja og forystan telur öllu kost-
andi til.“
Víkverji vitnar hér í þessar grein-
ar mönnum til umhugunar og án
þess að í því felist afstaða til málsins
af hans hálfu. Á það má líka benda að
um kvótamálið eru afar skiptar skoð-
anir og sýnist sitt hverjum. Víkverji
heyrði það til dæmis í fréttum nú í
vikunni, haft eftir forystumanni í ís-
lenskum sjávarútvegi, að „umræða
um sjávarútvegsmál á Islandi ein-
kenndist af vanþekkingu og öfund“.
Svo hafa menn l£ka verið að tala um
að kröfuharka sjómanna í kjaramál-
um sé að sliga sjávarútveginn í land-
inu. Þetta er ekki síður umhugsunar-
vert að mati Víkverja.