Morgunblaðið - 05.02.2000, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Miðbæjarsamtökin vilja opna göngugöt-
una fyrir takmarkaðri bflaumferð
Jólabærinn
réttum megin
við nullið
MIÐBÆJARSAMTÖKIN á Akur-
eyri héldu félagsfund í vikunni, þar
sem m.a. kom fram eindreginn vilji
til þess að halda áfram viðræðum við
bæjaryfirvöld um möguleika á því að
opna göngugötuna fyrir takmarkaðri
bílaumferð. Ingþór Ásgeirsson, for-
maður samtakanna, sagði ekki ljóst
á þessari stundu hvemig útfærslan á
því máli yrði og ekki hefur verið rætt
um neinar tímasetningar.
Arkitektastofan í Grófargili er að
vinna tillögur varðandi Skátagilið,
Ráðhústorg og göngugötuna og
sagði Ingþór að í kjölfar þeirrar
vinnu kæmi í Ijós hvert framhaldið
yrði í miðbænum.
Miðbæjarsamtökin stóðu fyrir
Jólabænum Akureyri í samvinnu við
fleiri aðila og var uppgjör þess verk-
efnis einnig til umræðu á fundi sam-
takanna. Ingþór sagði að nokkuð vel
hefði tekist til með Jólabæinn miðað
við það fjármagn sem lagt var í verk-
efnið og skilaði það örlitlum hagnaði.
„Við voram með um 100 uppákomur
og mjög margir aðilar komu að verk-
efninu, bæði fyrirtæki og skemmti-
kraftar. Höfuðáherslan var lögð á að
gera eitthvað fyrir yngstu bömin og
það tókst bærilega, en hefði mátt
vera meira."
Ingþór sagði stefnt að því að taka
upp þráðinn fyrir næstu jól og fá þá
fleiri aðila í bænum, annars staðar
en í miðbænum, til að koma að verk-
efninu. Bæjarbúar tóku virkan þátt
og skreyttu mjög tímanlega með
jólaljósum heima hjá sér fyrir síð-
ustu jól og sagði Ingþór að jóla-
skreytingarnar hefðu vakið verð-
skuldaða athygli.
Morgunblaðið/Kristj án
S
A fullu við Friðbjarnarhús
FÉLAGARNIR Sverrir og Árni not-
uðu góða veðrið og fðru út að leika
sér á sleðunum sinum í gærdag.
Þeir voru á fullri ferð niður brekk-
urnar við Friðbjarnarhús við Aðal-
stræti á Akureyri og engu likara en
Friðbjöm sjálfur, sem húsið er
kennt við, fylgdist með ferðum
þeirra. Það var hlýtt og gott veður
og eins og sjá má létu drengimir
sér nægja peysur, þurftu ekki frek-
ari yfirhafnir.
Héraðsdómur Norðurlands eystra
Tveggja ára skilorð
KARLMAÐUR um tvítugt hefur í
Héraðsdómi Norðurlands eystra
verið dæmdur í 40 daga fangelsi
fyrir líkamsárás og ölvunarbrot, en
refsingin var skilorðsbundin til
tveggja ára. Þá var manninum gert
að greiða sekt í ríkissjóð sem og all-
an sakarkostnað.
Mál var höfðað á hendur unga
manninum fyrir að hafa aðfaranótt
sunnudagsins 17. október á liðnu
Launakerfi
KERFISÞRÓUN HF.
Fákafeni 11 • Sími 568 8055
http://www.kerfisthroun.is/
ári slegið mann á sextugsaldri með
krepptum hnefa í andlitið þannig að
hann féll á malarplan og síðan fylgt
árásinni eftir með höggum þegar
maðurinn reyndi að standa upp eft-
ir fallið. Maðurinn nefbrotnaði við
árásina og hlaut mörg hruflsár í
andliti og á höfði auk annarra
áverka. Atburðurinn átti sér stað
utan við íþróttahúsið á Kópaskeri.
Ungi maðurinn var einnig ákærð-
ur fyrir ölvunarbrot, en hann var
ölvaður og með ólæti fyrir utan
veitingastaðinn Gamla bauk á
Húsavík í desember síðastliðnum
og var í kjölfarið færður í fanga-
geymslu.
Ungi maðurinn viðurkenndi sak-
argiftir skýlaust fyrir dómi. Við
ákvörðun refsingar var m.a. litið til
þess að líkamsárásin var tilefnis-
laus. Ekki hlaust af henni varanleg-
ur skaði og ákærði og brotaþoli
hafa náð fullum sáttum eftir at-
burðinn. Það ásamt því að maður-
inn er ungur að árum og hefur ekki
áður hlotið refsingu varð til þess að
fært þótti að fresta fullnustu fang-
elsisvistar og hún látin niður falla
að tveimur árum liðnum haldi mað-
urinn almennt skilorð.
Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson
Iflörtur í 7. bekk ásamt Bertu, Hafrúnu, Ragnari og Ólafi úr 10. bekk.
Grunnskóli
Grindavfkur
Nemendur
fræða um
dyslexíu
Grindavík - f janúar hafa nokkrir
nemendur í 10. bekk farið á milli
bekkja í 5.-7. bekk með örlítið
fræðsluerindi. Það merkilega við
það er að þessir nemendur eru allt
krakkar sem hafa glúnt við lestr-
arörðugleika eða nánar tiltekið
dyslexíu. Umræðuefnið var ein-
mitt dyslexía og áhrif þau sem hún
hefur á einstaklinginn og jafnvel
fjölskyldu viðkomandi. Fram kom
í máli þessara 10. bekkinga að
þessir örðugleikar hafa háð mönn-
um eins og Bubba Morthens og Al-
bert Einstein. Þá sögðu þau líka
frá því að það tekur oft tvisvar til
þrisvar sinnum lengri tíma fyrir
þá að læra en flesta aðra. Þau
upplifðu sig heimk þegar þau voru
yngri en dyslexía hefur ekkert að
gera með greind. Foreldrar þeirra
þurftu að Iesa allt fyrir þau fyrir
nokkrum árum en nú siðustu árin
hafa þau getað fengið námsbæk-
urnar á snældum auk þess sem
þau eru farin að nýta sér vel þau
tilboð sem bjóðast um námsaðstoð
hjá skólanum. Þá kom það fram
hjá þeim að það að lesa var það
allra Ieiðinlegasta sem þau gerðu
en er skárra í dag og að dyslexfa
virðist vera ættgeng.
Ljós í enda ganganna
Spurningarnar hjá krökkunum í
5.-7. bekk voru líka margs konar
og m.a. voru 10. bekkingarnir
spurðir um það hvernig þessi dys-
lexía lýsti sér og hvenær maður
læknaðist. Fram kom í svörum við
þeim spurningum að stafír m.a.
renna saman og að maður læknast
ekki af dyslexíu heldur vinnur
með hana alla ævi. Nemendurnir í
10. bekk enduðu síðan spjallið á
hvatningarorðum m.a. að skóli er
vinna, maður verður að beijast og
aldrei að gefast upp.
Bjarnfríður Jónsdóttir er sér-
kennari við skólann og er reyndar
fagstjóri í sérkennslu við Grunn-
skóla Grindavíkur og hún hafði
þetta að segja: „Það er nú oft
þannig að þegar krakkarnir eru
orðnir þetta 15-17 ára að þeir
geta farið að taka málin í sínar
hendur og nýta þá þau tilboð sem
bjóðast um aðstoð. Fram að þeim
tíma er þetta oft meira málefni
skólans og foreldra. Það er von-
andi að svona spjall opni augu
yngri nemenda og verði kannski
Ijós f enda gangnanna hjá ein-
hveijum.
Aðalfundur Beinverndar haldinn í Hveragerði
Samið við markaðs-
nefnd mjólkuriðnaðarins
Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir
Um 30 manns sátu aðalfund Beinverndar í Heilsustofnun NFLÍ.
Hveragerði - Landssamtökin Bein-
verad héldu aðalfund í Heilsustofn-
un NLFÍ fimmtudaginn 27. janúar
sl. Fundinn sátu rúmlega 30 manns.
í skýrslu formanns landssamtak-
anna, Ólafs Ólafssonar fyrrverandi
landlæknis, kom meðal annars fram
að gerður hefur verið samstarfs-
samningur við markaðsnefnd mjólk-
uriðnaðarins til þriggja ára og er
markmiðið með honum að kynna or-
sakir, afleiðingar og aðgerðir vegna
beinþynningar. í máli sínu þakkaði
formaðurinn sérstaklega Beinvernd
á Suðurlandi góð störf, en félagið
hefur haldið marga fræðslufundi frá
stofnun í nóvember 1997. Á fundin-
um kom einnig fram að Beinvemd á
Suðurlandi hefur áhuga á að koma
sér upp tæki til beinþéttnimælinga á
svæðinu, en um er að ræða tæki sem
hægt er að flytja milli heilbrigðis-
stofnana.
Tvö fræðsluerindi voru flutt á
fundinum og talaði Ólafur G. Sæ-
mundsson, næringarfræðingur, um
kalkneyslu og nauðsyn þess að sam-
setning fæðunnar sé rétt. Hér á
landi er sú samsetning oft mjög bág-
borin. Hann benti á að fólk ætti að
gæta sín á skyndilausnum varðandi
megrun og sérstaklega varaði hann
við megrunarkúrum þar sem prót-
einneysla er mikil en það eykur
hættu á hjarta- og æðasjúkdómum
og beinþynningu.
Karlmenn geta einnig
fengið beinþynningu
Jens A. Guðmundsson, sérfræð-
ingur í innkirtlakvensjúkdómum,
fjallaði um áhrif hormóna á bein-
myndun kvenna, en við tíðahvörf
eykst beinþynning að mun. Sýnt
hefur verið fram á að beinþéttni
eykst eftir 5-10 ára notkun hor-
mónalyfja. Önnur lyf eru til fyrir
þær konur sem ekki mega eða vilja
nota hormónalyf og gagnast þau
einnig karlmönum en þeir geta einn-
ig fengið beinþynningu þó konur séu
í þrisvar sinnum meiri hættu. Besta
leiðin til að finna beinþynningu er
beinþéttnimæling, sem er einföld og
sársaukalaus.
Morgunblaðið/Egill Egilsson
Otíð frest-
ar verk-
lokum
Flateyri - Uppsteypu er lokið
á Essósöluskálanum á Flat-
eyri. Til stóð að afhenda hús-
ið fullbúið að utan 21. desem-
ber sl., en ótíð síðustu
vikurnar breytti þeirri áætl-
un snarlega. Þessa dagana
eru starfsmenn verktakans,
Ágústs og Flosa á ísafírði, að
klæða húsið að utan meðan
veður leyfir. Gert er ráð fyrir
að framkvæmdum við húsið
verði lokið með öllu um pásk-
ana.