Morgunblaðið - 01.03.2000, Síða 6

Morgunblaðið - 01.03.2000, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Vel fylgst með vexti í Ölfusá VEL er fylgst með Ölfusá um þessar mundir vegna mikils krapa í ánni sem myndast hefur sökum mikils skafrennings að undanförnu. Ekki er talið útilokað að áin geti af þessum sökum flætt yfir bakka sína og þar með í kjall- ara nærliggjandi húsa. Mikil krapastífla hefur myndast í ánni um einum og hálfum kílómetra neðan við Ölfusárbrú og er vatnsborðið þar um tveimur metrum hærra en venjulega. Kristján Einarsson, framkvæmdastjóri Al- mannavarna í Árborg og nágrenni, segir að eldri menn muni ekki eftir öðru eins fóðri í ánni, sem hún hafi til að mynda krapa, svo ára- tugum skipti, en bætir því við að þeir hinir sömu telji ekki mikla hættu á því að hún flæði yfír bakkana. „Samt er aldrei hægt að segja aldrei og því þurfum við að fylgjast vel með ánni ekki síst ef gerir hláku um helgina,“ segir Kristján. Hann segir að við ána séu mælar sem tengjast tölvum þannig að hægt sé að fylgjast með vexti árinnar. „Ef okkur sýnist að vatns- borðið stígi verður gengið í hús og fólk varað við og aðstoðað við að koma dóti úr kjöllurum," segir Kristján ennfremur en meðal húsa sem gætu orðið fyrir barðinu á flóði er til að mynda félagsheimili Selfyssinga, Hótel Selfoss og Kaupfélag Arnesinga. Ríkislogreglustjóri átti fund með fulltrúa SÞ í Sarajevo í gær 14 lögreglumenn hafa verið við störf á Balkanskaga HARALDUR Johannessen ríkis- lögreglustjóri og íslensku lög- reglumennirnir, sem nú starfa í Sarajevo, áttu í gær fund með Detl- ef Buwitt, lögreglustjóra alþjóða lögregluliðs Sameinuðu þjóðanna í Bosníu/Herzegovinu (UN Inter- national Police Task Force / IPTF). Fundurinn er haldinn í tilefni af hcimsókn ríkislögreglustjóra til Bosníu/Herzegovinu til þess að kynna sér þátttöku íslensku lög- reglunnar í alþjóðastarfi Samein- uðu þjóðanna á svæðinu. Islcnska lögreglan hefur haft samstarf við dönsku Iögregluna um löggæsluverkefni á vegum SÞ í Bosníu/Herzegovinu og í dag verð- ur sérstök athöfn þar sem þremur íslenskum lögreglumönnum verður veitt sérstök viðurkenning SÞ fyrir störf þeirra. Auk ríkislögreglust- jóra verður danski ríkislögreglust- jórinn viðstaddur en auk þess fá 19 danskir lögreglumenn viðurkenn- ingu við sömu athöfn. Alls hafa 12 íslenskir lögreglumenn starfað í Bosníu/Herzegovinu á vegum SÞ frá 1997. Þess má geta til viðbótar að í dag eru einnig starfandi tveir íslenskir Iögreglumenn í Kosovo. Þangað hafa einnig farið til starfa á síðasta ári þrír fslendingar frá kennslanefnd rikislögreglu- stjórans. Því hafa allt í allt 17 ís- lendingar verið sendir á vegum ís- lensku lögreglunnar til þátttöku í alþjóðlegu lögreglustarfi á Balk- anskaga. r~i fL >.'* /) n t' { ítj (t fiy r.* ■ Kjty á Á myndinni eru, talið frá vinstri: Jóhannes Sigfússon, varðstjóri í lögreglunni á Akureyri, Jón Bjartmarz, yfir- lögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóranum, Iiaraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, Detlef Buwitt, lögreglu- stjóri IPTF, Jón S. Ólason, aðalvarðstjóri í Iögreglunni í Reykjavík og Ölafur Egilsson, aðalvarðstjóri í lögreglunni í Reykjavík. Hyggjast leggja mð- ur nætur- vakt tal- sambands við útlönd RÁÐGERT er að leggja niður næt- urvaktina hjá talsambandi Lands- síma íslands frá og með 1. apríl og sagði Ólafur Stephensen, forstöðu- maður upplýsinga- og kynningar- mála Landssímans, að lokað yrði fyrir þessa þjónustu frá miðnætti til klukkan átta á morgnana að vetri til og til sjö á morgnana að sumarlagi. Talsamband við útlönd veitir bæði upplýsingar um erlend símanúmmer og hringir handvirkt til útlanda sé þess óskað. „Þetta er spurning um framboð og eftirspurn," sagði Ólafur. „Það er mjög lítil eftirspurn eftir þessari þjónustu á þessum tíma sólar- hrings. Með batnandi gæðum milli- landasímtala er orðið mjög sjald- gæft að fólk þurfi að nota sér þessa þjónustu. Ef ekki næst í gegn sjálf- virkt er ekkert líklegra að náist í gegn handvirkt." Ölafur sagði að einnig væru símaskrár víða um heim komnar á Netið og ætti það við um þau lönd, sem mest væri hringt til frá Islandi. Að hans sögn er dýrt að reka talsambandið og myndu nokkrar milljónir króna sparast við það að leggja niður kvöldvaktirnar, sem ein til tvær manneskjur hafa sinnt: Talsverður sparnaður „Þetta er spurning um talsverðan sparnað hjá okkur á móti mjög litl- um óþægindum fyrir okkar við- skiptavini og einfaldlega þáttur í að fylgja tækniþróuninni." Hann sagði að mörg fordæmi væru fyrir því erlendis að þjónusta af þessu tagi væri ekki veitt að næturlagi og bætti við að nú væru komin mörg fyrirtæki, sem byðu símtöl til útlanda, en Landssíminn væri það eina, sem byði handvirka þjónustu annars vegar og upplýs- ingaþjónustu hins vegar. Að sögn Ólafs hafa starfsmenn sýnt þessum fyrirhuguðu breyting- um skilning, enda mætti ávallt gera ráð fyrir breytingum í rekstri fyrir- tækis á borð við Landssímann. Hann sagði að sennilega hefði þurft að hækka gjaldið fyrir þjónustu talsambandsins um nokkra tugi prósentna ætti það að standa undir sér. Þegar hefðu verið gerðar breytingar á verðskrá og gripið til hagræðingaraðgerða og vonir stæðu til að þessar breytingar dygðu til að rekstur þess stæði undir sér. ------*-^-4----- Samningur Eflingar og Reykjavíkur- borgar sam- þykktur FÉLAGSMENN Eílingar sam- þykktu í gær kjarasamning félagsins og Reykjavíkurborgar og mun hann ganga í gildi um leið og borgarráð hefur staðfest hann. 608 félagsmenn greiddu atkvæði en það eru 26,7% af þeim sem eru á kjörskrá. 438 greiddu atkvæði með samningum, eða 72,2%, 141 greiddi atkvæði gegn samningnum, eða 23,1%, og voru auðii- og ógildir seðlar samtals 29. Samningurinn gildir í eitt ár og í honum felst 3% hækkun launa, auk 2.500 króna hækkunar. Þar að auki greiðir borgin 0,22% í starfsmennta- sjóð og einnig verður nýtt launakerfí tekið upp á samningstímanum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.