Morgunblaðið - 01.03.2000, Page 10

Morgunblaðið - 01.03.2000, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Stórt snjdflóð féll úr Bæjargili á Flateyri og á nýja snjdflóðavarnargarðinn Garðurinn kom í veg- fyrir stórtjón á húsum Skilagjalda- kerfi á innkaupa- körfurn ÁFENGIS- og tóbaksverslun ríkis- ins í Kringlunni hefur tekið upp á þeirri nýbreytni að bjóða við- skiptavinum sínum upp á svokaliað skilagjaldakerfí á innkaupakörfum á hjólum. Viðskiptavinurinn lætur með öðrum orðum hundrað krónu mynt í læsingar kerrunnar til þess að geta notað hana en fær myntina til baka þegar kerrunni er skilað. Slíkt kerfi er alþekkt og notað víða til dæmis í stórmörkuðum erlendis. Þorgeir Baldursson, verslunar- stjóri ÁTVR f Kringlunni, fullyrði að þetta sé í fyrsta sinn sem slíkt kerfi er tekið í notkun hér á landi. Þorgeir segir að með skilagjalda- kerfi sem þessu geti viðskiptavinur- inn gengið að innkaupakerrunum sem vísum í verslun ÁTVR en hing- að til hafi kerrumar skilað sér illa eftir notkun og gjarnan skildar eft- ir víða um Kringluna. Þá minnkar kerfi sem þetta hættuna á því að kerrumar séu lausar á bílaplönum og skemmi fyrir vikið bílana sem þar eru fyrir,“ segir hann. STÓRT snjóflóð féll úr Bæjargili fyrir ofan Flateyri í fyrradag. Flóðið rann meðfram vestari hlið snjóflóðavamagarðanna og í sjó fram. Talið er víst að snjóflóðið hefði valdið miklu tjóni á efstu húsunum ef garðanna hefði ekki notið við. „Eg varð var við þetta í morgun þegar birti til. Trúlega hefur snjó- flóðið fallið í gær en ekki sést vegna þess hversu blint var, því ég sá gömul snjósleðaför liggja yfir það,“ sagði Matthías Matthíasson, verkstjóri hjá ísafjarðarbæ á Flat- eyri, í samtali við Morgunblaðið í gær. Flóðið féll úr Bæjargili, svo gilið tæmdist að mestu að sögn Matthíasar, að vestari armi snjó- flóðavarnagarðanna og meðfram honum, yfir veginn vestur úr þorp- inu á Flateyri og í sjó fram. Veg- urinn liggur út á ruslahauga þorpsins og er ekki fjölfarinn. Tómas Jóhannesson, jarðeðlis- fræðingur á snjóflóðadeild Veður- stofu Islands, segir að snjóflóðið sé eitt allra stærsta snjóflóð sem fallið hafi úr Bæjargili, líklega ámóta stórt og snjóflóð sem féll 1974 sem er það stærsta sem hing- að til hefur verið vitað um á þess- um stað. Snjóflóðið var mælt í gær og reyndist það vera vel á annað hundrað metra breitt við snjó- flóðagarðinn en 65 metra breitt á veginum. Tómas segir að það hafi runnið upp á rúmlega miðjan snjóflóðavarnagarðinn. Það er 90 cm djúpt á veginum og upp í tvo metra næst garðinum. Reiknast Veðurstofunni til að í því séu 100 til 150 þúsund rúmmetrar af snjó eða svipað að stærð og snjóflóðið sem féll úr Skollahvilft á síðasta vetri og reyndi fyrst á nýju snjó- flóðavarnagarðana. Tómas segir að snjóeftirlitsmenn Veðurstofunnar telja engan vafa leika á því að þetta snjóflóð hefði farið á efstu húsin í Ólafstúni allt niður að gamla skólanum, ef snjóflóðagarð- anna hefði ekki notið við. Telur Tómas að tjón hefði því geta orðið mikið. Að sögn Matthíasar Matthías- sonar féll einnig snjóflóð úr Skollahvilft. Það hafi hins vegar verið minna og stöðvast rétt fyrir neðan miðja fjallshlíðina. Fólkið komið heim Veðurstofan hefur fengið upp- lýsingar um snjóflóð á nokkrum stöðum í óveðrinu í gær og fyrri- nótt. Þannig féll stórt snjóflóð á veginn í Breiðuvík á sunnanverðu Snæfellsnesi aðfaranótt mánudags. Annað flóð féll á sömu slóðum og víðar á norðanverðu Snæfellsnesi. Byggð stafaði ekki hætta af. Þá féll snjóflóð í Seljalandshlíð á ísa- firði í fyrradag, við hesthúsin í Hnífsdal og víðar á Vestfjörðum. Þá féll snjóflóð úr Bæjarfjalli, norðan við Dalvík. Þegar veðrinu slotaði var hættu- ástandi aflétt þar sem fólk hafði þurft að rýma hús vegna snjóflóða- hættu, á Siglufirði í fyrrakvöld og á ísafirði, í Bolungarvík og á Pat- reksfirði í gærmorgun. Því er spáð að fleiri lægðir gangi yfir landið á næstunni. Tómas seg- ir að enginn sérstakur viðbúnaður sé á snjóflóðadeild vegna þeirra, tekið yrði á málum þegar og ef þau kæmu upp. Aðeins tólf bflar eftir af 200 sem festust í Þrengslunum Gekk vel að koma bflunum burt MJÖG vel gekk að koma þeim bílum burt sem festust í Þrengslunum um helgina og samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni voru aðeins 12 bíl- ar eftir þar um kvöldmatarleytið í gær, af þeim 200 bílum sem voru skildir eftir. Á sunnudagskvöld bað Vegagerð- in fólk um að fjarlægja bíla sína og var almennt brugðist vel við þeirri bón. I gærmorgun voru 45 bflar eftir þar og í hádeginu hafði þeim fækkað enn, en þá voru um 25 bflar eftir. Vegagerðin var með tvo dráttarbíla á staðnum sem aðstoðuðu fólk við að koma bflum sínum úr sköflum og þurftu flestallir nýta sér þá aðstoð. Yfirleitt gekk fljótt og vel að losa bfl- ana, enda veður prýðilegt. Um kvöldmatarleytið í gær voru tólf bflar eftir í Þrengslum, en sam- kvæmt upplýsingum frá Vegagerð- inni trufla þeir ekki umferð og er búið að moka frá þeim þannig að auðvelt ætti að vera að keyra þá burt. Borgarráð Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Fíngerð aska inn um glugga á Hellu Sjálfstæðisflokkurinn gagnrýnir útboðsfyrirkomulag í Grafarholtshverfí Morgunblaðið/Kristinn Starfsmenn ÁTVR voru í gær að koma nýju innkaupakerrunum fyrir í versluninni í Kringlunni. Skemmtun verði slitið hálftíma fyrir lokun BORGARRÁÐ Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í gær til- lögu þess efnis að skemmtun á veit- ingastað, sem heimild hefur til áfengisveitinga skuli slitið eigi síðar en hálfri klukkustund eftir að heimil- uðum veitingatíma áfengis lýkur. Ráð er fyrir því gert að tillagan verði sem fyrst kynnt á fundi sam- starfsnefndar um lögreglumálefni. Ekki er reiknað með öðru en að til- lagan verði staðfest í nefndinni. Gatnagerðargj öldin 705 millj. kr. hærri en samkvæmt gjaldskrá SAMKVÆMT útreikningum borg- arverkfræðings stefnir í að gatna- gerðargjöld í nýju hverfi í Grafar- holti verði um 705 milljónum króna hærri en þau hefðu orðið miðað við almenna gjaldskrá gatnagerðar- gjalda í desember 1999. Utreikn- ingarnir miðast við útboð á bygg- ingarrétti í 1. og 2. áfanga sem þegar hafa farið fram og væntan- leg gjöld vegna 3. áfanga. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að minnihlutinn hafi gagnrýnt harðlega að útboð vegna lóða í Grafarholti yrði með þeim hætti að sett var lágmarksgatnagerðargjald á byggingarréttinn í hverfinu, sem er 43-50% hærri en almenn gjald- skrá gerir ráð fyrir. Júlíus Vífill segir að í borgarráði hafi verið leiddar líkur að því að hækkunin myndi færa Reykjavíkurborg 790 milljónir kr. í gatnagerðargjöld, í stað 485 milljóna kr. miðað við al- menna gjaldskrá, en raunin sé sú að útboðsfyrirkomulagið færi borginni 1.189 milljónir kr. ef svo fer sem horfir. „Þarna er Reykja- víkurborg að afla sér tekna með af- ar ógeðfelldum hætti því þessi að- ferð kemur verst niður á þeim sem eru að koma þaki yfir höfuðið. Hækkun gatnagerðargjalda á hverja íbúð mun væntanlega nema að meðaltali 1,2 milljónum króna. Þetta mun hafa í för með sér hækkun á fasteignaverði sem leiðir til hækkunar fasteignaskatta," segir Júlíus Vífill. Hellu - Talsvert öskufall varð í Rangárvallasýslu á þriðjudags- morgun. Drifhvítur snjórinn er nú orðinn öskugrár og nú skiija börnin loks hvernig litur öskugrár er. Þetta er í fyrsta skipti siðan 1947 sem aska fellur hér á svæðinu en í öllum gosum síðan hefur askan að- allega fallið fyrir norðan fjallið. f rokinu á þriðjudagsmorgun rauk fíngerð askan inn um harðlok- aða glugga á híbýlum fólks og víst er að rnargur mun þurfa að taka upp afþurrkunarklútinn og stijúka öskuna úr gluggakistunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.