Morgunblaðið - 01.03.2000, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Yfírdýralæknir um innflutning nauta-
kjöts og fósturvísa frá Danmörku
Ekki ástæða
til að óttast
kúariðusmit
Ferðamenn varaðir við að flytja með
sér unnar kjötvörur frá Danmörku
FERÐAMENN eru varaðir við að
flytja með sér unnar kjötvörur frá
Danmörku til Islands í kjölfar fregna
um kúariðu sem komið hefur upp á
kúabúi á Norður-Jótlandi. Að sögn
Halldórs Runólfssonar yfirdýra-
læknis er hins vegar engin ástæða til
að óttast að smit berist með nauta-
kjöti, sem heimilt er að flytja til
landsins í takmörkuðum mæli. Hann
sagði að eingöngu væri heimilt að
flytja úrbeinað kjöt til landsins og
ekki væri talið að smit gæti borist úr
hreinum vöðvum í fólk.
Halldór sagði að ekki stæði til að
grípa til neinna aðgerða hér vegna
kúariðumálsins í Danmörku en
fylgst yrði grannt með hvað aðrar
þjóðir gerðu og framvindu máia í
Danmörku.
Aðspurður segist Halldór ekki
telja neina ástæðu til að ætla að
Viðskipti með
íbúðarhúsnæði
54% aukn-
ing á þrem-
ur árum
VIÐSKIPTI með íbúðarhúsnæði hér
á landi jukust um 54% á tímabilinu
1997 til 1999, úr tæpum 52,6 milljörð-
um í rúmlega 81 milljarð króna. A
sama tíma jukust viðskipti með at-
vinnuhúsnæði um 83%, úr rúmum 7
milljörðum í tæpa 13 milljarða.
Samkvæmt upplýsingum úr Hag-
vísum Þjóðhagsstofnunar átti lang-
stærstur hluti þessarar aukningar
sér stað á höfuðborgarsvæðinu, bæði
hvað varðar íbúðarhúsnæði og at-
vinnuhúsnæði. Af viðskiptum með
íbúðarhúsnæði voru um 80% á höfuð-
borgarsvæðinu, 88% seldra eigna í
fjölbýli voru á höfuðborgarsvæðinu
sem og 60% seldra eigna í sérbýli. Af
viðskiptum með atvinnuhúsnæði voru
rúmlega 80% á höfuðborgarsvæðinu.
kúariðusmit geti borist með fóstur-
vísum sem fluttir eru milli landa en
fyrir nokkrum árum voru fluttir
hingað til lands fósturvísar úr holda-
nautum frá Danmörku. „Það eru
engar upplýsingar til um að kúarið-
an geti borist með fósturvísaflutn-
ingum og menn telja það mjög ólík-
legt. Þetta hefur þurft að berast með
lifandi dýrum eða afkvæmum þeirra,
þannig að þessir holdastofnar, sem
voru fluttir inn, eiga að vera alveg
tryggir,“ segir Halldór.
Hann sagðist heldur ekki telja að
kúariðutilfellið í Danmörku hefði
nein áhrif á áform um að flytja inn
fósturvísa af norsku kúakyni til ís-
lands í tilraunaskyni. Aðspurður
hvort norskt kúakyn hefði blandast
kúakyni af öðrum Norðurlöndum, og
þ.á m. Danmörku, sagði Halldór að
þar hefði fyrst og fremst verið um að
ræða skipti á erfðaefni úr kúm í Sví-
þjóð og Finnlandi en hið umrædda
norska kúakyn tengdist ekkert
dönskum kúm.
Dýralæknir á Keldum varaði
við innflutningi fósturvísa
í grein sem Sigurður Sigurðarson,
dýralæknir á Keldum, skrifaði í
Morgunblaðið í janúar sl. gagnrýndi
hann umræddan innflutning á
fósturvísum af holdakyni nautgripa
frá Danmörku til íslands, fyrir um
hálfum áratug, en vitað var að
nokkru áður var seld kýr með kúa-
riðusmit frá Englandi til Danmerk-
ur. Sigurður sagði í greininni að
danskur dýralæknir, sem kom með
fósturvísana til íslands, hefði undr-
ast eftirlitsleysið með innflutning-
num. „Við megum víst þakka fyrir að
ekki fór verr. Er ráðlegt fyrir okkur,
sem miðar vel við útrýmingu á riðu-
veiki úr sauðfé með ærnum kostnaði,
að fá fósturvísa úr nautgripum frá
Noregi þar sem riðuveiki í sauðfé er
mjög útbreidd og óvissa ríkjandi um
það hvar hún er ekki? Þar eru ekki
varnarhólf eins og á íslandi og mun
síðar var gripið til aðgerða gegn rið-
unni þar en hér. Ég mótmæli slíkri
ógætni,“ sagði Sigurður í greininni.
Morgunblaðið/Kristinn
_ bruni
Á skiðasvæðinu í Oddsskarði eru góðar brekkur
sem henta jafnt vönum skíðamönnum og þeim sem
styttra eru komnir í íþróttinni. Þessi ungi skíða-
kappi renndi sér af einbeitni niður brekkuna og
sýndi tilþrif sem ljósmyndara þótti ástæða til að
festa á filmu.
Bæjaryfírvöld á Egilsstöðum, Vestmannaeyjum og Akureyri
Slæmt að missa
samkeppni í flugi
BÆJARSTJÓRAR Akureyrar, Eg-
ilsstaðabæjar og Vestmannaeyja eru
sammála um að slæmt sé að missa
samkeppni í flugi þegar íslandsflug
hættir að fljúga á þessa staði 1. apríl
næstkomandi. Bjöm Hafþór Guð-
mundsson, bæjarstjóri Egilsstaða-
bæjar, segir þetta spor afturábak en
vera megi að menn hafi ekki verið
nægilega duglegir að nýta þennan
valkost. Guðjón Hjörleifsson, bæjar-
stjóri í Vestmannaeyjum, segir þessa
ákvörðun koma á óvart miðað við þá
sókn sem íslandsflug hafi verið í.
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á
Akureyri, segir það undarlegt að flug
á þessa staði skuli ekki bera sig á
meðan flugi á mun fámennari staði
verði haldið áfram.
Fargjöld gætu hækkað
„Ég tel þetta vera spor afturábak
en þetta segir líka að menn hafa ef til
vill ekki verið nógu duglegir að nota
þennan valkost," sagði Bjöm Hafþór.
Hann sagðist ekki vilja gefa sér það
fyrirfram að fargjöld hækki í kjölfarið
en reynslan sýndi að sú hætta væri
fyrir hendi. Benti hann á að færst
hefði í aukana að þeir sem ættu erindi
til Reykjavíkur færu að morgni og
sneru til baka að kvöldi og að þá hent-
aði áætlun Flugfélagsins betur en ís-
landsflugs sem flýgur um miðjan dag.
„Þetta kann að vera hluti af skýring-
unni,“ sagði hann. „Ég veit um fjölda
fólks sem talið hefur það betri valkost
að fljúga með Islandsflugi, m.a. vegna
þess að þeir hafa verið ódýrari og
ekki síður þægilegt að fljúga með
þeim. Þetta eru því ekki góðar fréttir
fyrir okkur.“
Kemur á dvart
„Ég er ekki ánægður með þessa
niðurstöðu og hún kemur mér á óvart
að menn séu að tapa á þessari flugleið
miðað við þá sókn sem þeir hafa verið
í og þá tíðni ferða sem þeir hafa verið
að skila hingað,“ sagði Guðjón Hjör-
leifsson bæjarstjóri í Vestmannaeyj-
um. „Það verður að segjast eins og er,
að þeir hjá Islandsflugi hafa staðið sig
mjög vel í að þjónusta Vestmannaeyj-
ar. Ég þekki það sjálfur því ég hef yf-
irleitt farið með þeim því ef eitthvað
bætir í vind þá eru hinir yfirleitt mjög
fljótir að hætta við flug. íslandsflug
hefúr verið mun harðari á að vakta
Vestmannaeyjar." Guðjón sagði að
auk þess væri engum hollt að vera án
samkeppni sem yfirleitt væri til góðs
og vitanlega óttuðust menn nú
fargjaldahækkun. Benti hann á að
þrátt fyrir samkeppni ættu báðir aðil-
ar að geta hagrætt í rekstri fyrirtækj-
anna. Nefndi hann sem dæmi að tvær
vélar hefðu flogið á hádegi til Vest-
mannaeyja. „Ef menn hefðu haft
rænu á að samnýta þær ferðir hefði
það eitt verið mikill spamaður," sagði
hann. „Það var þannig á tímabili að
sami farseðill gilti að báðum félögun-
um þegar flogið var á milli en það er
staðreynd að erfitt er að fá sam-
keppnisaðila til að vinna saman. Það
er oft það mikill slagur að báðir eru að
borga með sér til að fá niðurstöðu í
hvor verður ofaná."
Hefði viljað samkeppni
„Við hefðum gjamarn viljað hafa
samkeppni á þessari leið en við ráðum
því ekki,“ sagði Kristján Þór Júlíus-
son bæjarstjóri Akureyrar. „Þama
em einhveijar aðstæður sem valda
þessu sem við höfum ekki tök á að
meta. Ég er ekki á neinn hátt að kasta
rýrð á ágæta þjónustu Flugfélags Is-
lands en ég held að það sé ekki hollt
fyrir þá að vera eina á þessum mark-
aði.“
Kristján sagði það undarlegt að
þessar flugleiðir bæra sig ekki hjá
Islandsflugi á sama tíma og ætlunin
væri að halda úti flugi á fámennari
leiðum.
Hann sagðist ekki óttast verð-
hækkun á flugleiðunum en það yrði
þó að hafa sinn gang. „Ég hef fullan
skilning á að fyrirtæki þurfi hagnað
af sinni starfsemi en þetta virðist hafa
gengið hingað til á þessu verði og ég
sé enga ástæðu til að ætla annað en að
svo geti verið áfram,“ sagði Kristján.
Efling þarf ekki framkvæmdaleyfí til borunar eftir vatni í landi félagsins í Hvammi í Skorradal
Kröfum sveitar-
stjórnar Skorra-
dalshrepps hafnað
ÚRSKURÐARNEFND skipulags- og bygg-
ingarmála hefur hafnað kröfu sveitarstjórnar
Skorradalshrepps um að úrskurðað verði að
framkvæmdaleyfi sveitarstjórnar þurfi til bor-
unar eftir heitu vatni, sem hafin er á vegum
Eflingar - stéttarfélags í landi félagsins í
Hvammi í Skorradal. Hafnaði nefndin einnig
kröfu kærenda um að framkvæmdir við boran-
ina verði stöðvaðar en kröíúm málsaðila um
kærumálskostnað var vísað frá.
Frávísunarkröfu Eflingar í málinu var hafn-
að enda telur úrskurðamefndin að hrepps-
nefnd Skorradalshrepps hafi verið í fullum
rétti að leita úrlausnar nefndarinnar um
ágreining málsaðila með þeim hætti sem gert
var. Jafnframt þótti málsástæða Eflingar, er
varðaði vanhæfi og hagsmunatengsl sveitar-
stjórnarinnar og einstakra sveitarstjórnar-
manna, ekki koma til álita við úrlausn málsins
enda væri ekki til umfjöllunar formleg stjórn-
valdsákvörðun, sem ógildanleg kynni að vera á
grundvelli vanhæfissjónarmiða. Hins vegar er
niðurstaða nefndarinnar að Eflingu hafi ekki
verið skylt að afla framkvæmdaleyfis sveitar-
stjórnar áður en ráðist var í gerð umræddrar
borholu og að stéttarfélaginu sé heimilt að
ljúka framkvæmdum við boran og frágang
borholu og boranarsvæðis án slíks leyfis. Kröf-
um kæranda í málinu var því hafnað.
Framkvæmdir leyfisskyldar
komi til virkjunar holunnar
Málsatvik era þau að Efling hefur haft uppi
áform um að bora eftir heitu vatni á 17,5 ha
landspildu sinni í Hvammi í Skorradal og hófst
undirbúningur að framkvæmd boranar í byrj-
un febrúar. Sveitarstjórn Skorradalshrepps
var hins vegar þeirrar skoðunar að áður en
framkvæmdir gætu hafist þyrfti að liggja fyrir
framkvæmdaleyfi frá sveitarstjórninni.
Fram kemur í niðurstöðum úrskurðarnefnd-
ar skipulags- og byggingarmála það álit, að
þegar Alþingi samþykkti breytingar á lögum
um skipulags- og byggingarlög 1997 hafi fyrst
og fremst vakað fyrir löggjafanum að fram-
kvæmdaleyfi þyrfti til framkvæmda sem hefðu
í för með sér varanlegar og sýnilegar breyting-
ar á umhverfinu. Framkvæmda við borun eftir
vatni sé ekki heldur getið sérstaklega í skipu-
lagsreglugerð frá 1998 um framkvæmdaleyfi
og verði ekki leitt af ákvæði reglugerðarinnar
að slíkar framkvæmdir séu fortakslaust háðar
framkvæmdaleyfi. Því verði að meta í hverju
tilviki hvort borun eftir vatni hafi þau áhrif á
umhverfið að framkvæmdaleyfis sé þörf.
Við mat á því, hvort umrædd borhola væri
háð framkvæmdaleyfi, taldi nefndin ekki að
líta ætti til þess að gerð hennar kynni að hafa
áhrif á það jarðhitakerfi sem borað væri í, en
sveitarstjórn Skorradalshrepps hafði talið
þetta til í málsrökum sínum. Onnur réttarúr-
ræði séu enda tiltæk ef boranin leiddi til skerð-
ingar á lögvörðum hagsmunum kæranda.
Nefndin komst jafnframt að þeirri niðui--
stöðu að ekki skyldi litið til þess hvort borhola
Eflingar teldist rannsóknarhola eða vinnslu-
hola enda breytti það engu um áhrif hennar á
umhverfið.
„Komi til virkjunar holunnar," segir síðan í
niðurstöðum nefndarinnar, „mun það hins veg-
ar hafa í för með sér leyfisskyldar fram-
kvæmdir, en kærða verður ekki nú gert að
sækja um leyfi til þeirra framkvæmda, enda
enn óséð hver árangur verður af boruninni, og
þá hvort, hvenær eða með hvaða hætti komið
gæti til nýtingar á holunni."
Segir nefndin að eins og aðstæðum sé háttað
á boranarstað í landi Eflingar verði ekki séð að
borholan hafi í för með sér þær varanlegu
breytingar á ásýnd lands að framkvæmdaleyf-
is hafi verið þörf til að ráðast mætti í gerð
hennar. Hins vegar sé áskilið að rask vegna
framkvæmda við borholuna verði afmáð að
framkvæmdum loknum.