Morgunblaðið - 01.03.2000, Síða 20

Morgunblaðið - 01.03.2000, Síða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ 4 Fimm hlaup- ársbörn á FSA FIMM hlaupársbörn fæddust á fæð- ingardeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri í gær og voru þau öll komin í heiminn fyrir hádegi, þrjár stúlkur og tveir drengir. Svana Zóphaníasdóttir, ljósmóðir á fæðingardeild FSA, sagði þetta óvenju margar fæðingar á einum degi en ekki einsdæmi og hún átti ekki von á fleiri fæðingum þann dag- inn er Morgunblaðið hafði samband við hana seinni partinn í gær. Svana sagði að ekki hafi fæðst hlaupárs- böm á FSA síðustu tvö hlaupár eða frá árinu 1988. --------------- Þrotabú Akur- sljörnunnar Nánast ekkert upp í kröfur SKIPTUM er lokið í þrotabúi Ak- urstjörnunnar á Akureyri, en fyrir- tækið var úrskurðað gjaldþrota í október árið 1997. Skiptum lauk með úthlutunargerð en með henni greiddust um 165 þús- und krónur upp í búskröfu. Ekkert greiddist upp í aðrar kröfur en sam- þykktar forgangskröfur námu um tveimur milljónum króna og almenn- ar kröfur voru að upphæð um 36 milljónir króna. Þá greiddist heldur ekkert upp í eftirstæðar kröfur eða vexti. --------------- Dillidagar í Framhalds- skólanum á Húsavík DILLIDAGAR Framhaldsskólans á Húsavík hefjast í dag, miðvikudag- inn 1. mars, og standa þeir yfir fram á föstudag, 3. mars. Engin kennsla verður þá daga en nemendur starfa að ýmsum áhugamálum fyrir hádegi í samvinnu við kennara en eftir há- degi verður dagskrá sem er að öllu leyti skipulögð af nemendum. Sem dæmi um starfið fyrir hádegi má nefna útvarpshóp, vefsíðuhóp, snjóbrettahóp og stuttmyndahóp. Meðal þess sem verður á dagskrá eftir hádegi er óvissuferð sem Steinn Armann stjómar, söngvarakeppni og ræðukeppni. Dillidögum lýkur síðan með árshá- tíð föstudagskvöldið 3. mars. Tuttugu vélar við snjómokstur og kostnaður um 1,5 milljónir á sólarhring Bæjarverkstjórinn stóð 1 ströngu á 16. afmælisdaginn í MÖRG horn var að líta hjá Hilmari Gislasyni, bæjar- verkstjóra á Akureyri, sem átti 64 ára afmæli í gær, 29. febrúar, hlaupársdag, og er þetta í 16. sinn sem Hilmar á afmæli. „Ég ætlaði að halda upp á daginn með því að renna mér á skíðum í Hlíðarijalli, en svo er vitlaust að gera í vinnunni enda bærinn all- ur á kafí í snjó,“ sagði Hilmar, eða Marri eins og hann er ævin- lega nefndur meðal bæjarbúa. Hann sagði það ekki hafa komið að sök þó skíðaferðin hafi brugð- ist, hann hafi nýlega haft tæki- færi til að renna sér á skíðum á Ítalíu og væri því fyllilega sáttur við að eyða 16. amælisdeginum í vinnunni. „Það er alltaf gaman að þjóna bæjarbúum og vonandi verða þeir ánægðir þegar við höfum lokið við að hreinsa snjó- inn burt,“ sagði hann. Snjó kyngdi niður á Akureyri eins og víðar á Norðurlandi um helgina og fram á mánudag og voru um 20 vélar notaðar við hreinsun gatna á Akureyri á mánudag og í gær og voru sum- ar að allan sólarhringinn. Gerði bæjarverkstjóri ráð fyrir að bæj- arbúar þyrftu að sjá eftir 1,5 milljónum úr bæjarsjóði á sólar- hring þegar svo margar vélar væru við mokstur. „Þetta er mik- il törn núna, en ef við fáum frið fyrir veðrinu ætti bærinn að vera Hilmar Gíslason bæjarverkstjóri átti afmæli í 16. sinn í gær en var önnum kafinn við að stjórna snjómokstri. Eins og sjá má skortir ekki snjóinn á Akureyri. Hilmar ætlaði að bjóða systkinum sínum í kaffi eftir vinnu í tilefni afmælisins, en vegna anna þar komst hann ekki á skíði. kominn í þokkalegt horf um helgina,“ sagði Hilmar. Um 40 kvartanir á dag Hann var á ferð og flugi að fylgjast með sínum mönnum og sat svo á skrifstofu sinni og tók við kvörtunum og ábendingum varðandi snjómoksturinn. „Það hafa verið að berast svona 40 kvartanir til okkar daglega, fólk er að benda okkur á að á þessum stað og hinum sé afskaplega mik- ill snjór og við skráum þetta nið- ur og reynum að verða við öllum þeim beiðnum sem til okkar ber- ast,“ sagði Hilmar sem f vetur tók tölvutæknina í þjónustu sína og segir heldur betur auðveldara að fylgjast með kvörtunum nú þegar þær séu settar upp í röð á skjal. „Áður var þetta hist og her á blöðum og mest í hausnum á mér. Núna er þetta miklu létt- ara, ég forðaðist tölvur áður en hef verið að þjálfa mig í að nota þær og finnst bara gott að vinna við þær.“ Hlákan verst Hilmar hefur verið bæjar- verkstjóri frá árinu 1967 og marga hildina háð við fannfergið í bænum. „Þetta var alveg djöful- legt fyrsta árið mitt hér, 1967, þá moksnjóaði í hálfan mánuð og við urðum að senda jarðýtur á undan heflunum þegar við vor- um að hreinsa. Svo voru veturnir erfiðir hér fyrir um áratug og svo aftur 1994-5, þá var endalaus snjór og veturnir langir," sagði Hilmar, en martröð bæjar- verkstjórans er þegar fer að hlána eftir slíka snjóavetur. Þá þurfa bæjarstarfsmenn heldur betur að bretta upp ermar til að búa kerfið sem best undir að taka við vatninu, en víða getur við slíkar aðstæður skapast hættuástand. Hlákan er sem sagl: það versta sem Hilmar veit, en hvað er best? „Golfvöllurinn," sagði hann. Samhljóða samþykkt stjórnar veitustofnana Akureyrarbæjar Orkufyrirtækin sameinist STJÓRN veitustofnana Akureyrar- bæjar hefur samþykkt samhljóða að leggja til við bæjarstjóm að orku- fyrirtæki bæjarins, Hita- og vatns- veita Akureyrar og Rafveita Akur- eyrar verði sameinuð. Málið var til umræðu á síðasta fundi bæjarráðs og sagði Valgerður Hrólfsdóttir, formaður stjórnar veitustofnana, allar líkur á að sameiningin yrði samþykkt í bæjarstjórn. Valgerður sagði að hugmyndir um sameiningu orkufyrirtækjanna hafi verið talsvert í umræðunni og ekki síst vegna þess að starfsemi þeirra er að færast undir sama þak á Rangárvöllum. „Við leggjum til að sameingin verði miðuð við næstu áramót en það mætti vel hugsa sér að einhver hluti fyrirtækjanna sam- einist fyrr. Þetta mál fer fyrir bæj- arstjórn næsta þriðjudag og ef hlut- irnir ganga eftir eins og við leggjum til verður hægt að fara að vinna frekar að málinu. í allri samkeppni um orkuveitur þurfum við að vera tilbúin í þann slag og teljum okkur sterkari í þeirri umræðu með því að sameina orkufyrirtækin. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að láta gera athugun á hagkvæmni þess að flytja höfuðstöðvar Raf- magnsveitna ríkisins, RARIK, frá Reykjavík til Akureyrar. Jafnframt eru uppi hugmyndir um að RARIK sameinist orkufyrirtækjum Akur- eyrarbæjar. í tengslum við það mál hefur bæjarráð lagt til að Ásgeir Magnússon, Kristján Þór Júlíusson og Jakob Bjömsson skipi viðræðu- nefnd sem leiði viðræður við ríkis- valdið um RARIK af hálfu Akureyr- arbæjar. Skrifstofuhús byggt fyrir báðar veiturnar AKO/Plastos keypti húsnæði Raf- veitu Akureyrar við Þórsstíg á síð- asta ári og hefur hluti starfseminnar verið fluttur að Rangárvöllum. Þar er búið að reisa 925 fermetra við- byggingu norðan við núverandi hús- næði HVA, sem hýsir lager og verk- stæði HVA og Rafveitu Akureyrar. Jafnframt er verið að byggja um 620 fermetra skrifstofuhús á Rangár- völlum fyrir báðar veiturnar og munu skrifstofur rafveitunnar verða fluttar frá Þórsstíg í nýja húsið í ágúst í sumar. Þá var eignarhaldsfélagið Rang- árvellir stofnað í lok síðasta árs en félagið er í eigu bæjarsjóðs, Hita- og vatnsveitu Akureyrar og Rafveitu Akureyrar. Félagið mun taka við fasteignum HVA á Rangái-völlum og standa að frekari uppbyggingu þar, sjá um viðhald og rekstur fast- eigna og leigja út húsnæði til þeirra stofnana bæjarins sem þangað kunna að verða fluttar. GÓUGLEÐI 17. mars um land allt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.