Morgunblaðið - 01.03.2000, Side 24

Morgunblaðið - 01.03.2000, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Samruni Landsteina og QP Utveckiing Möguleikar á frekari utrás Samruni Landsteina og QD Utveckling opnar nýjar víddir fyrir Landsteina í frekari útrás þeirra, en vekur einnig athygli á gerjuninni í íslenskum hugbúnað- arfyrirtækjum, segir Sigrtín Davíðsdóttir, sem sat blaðamannafund um samrunann í Stokkhólmi í gær. Ljósmynd/Matz Cribáck Aðalsteinn Valdimarsson, framkvæmdastjóri Landsteina International, og Pár Söderman, framkvæmdastjóri QD Utveckling. LANDSTEINAR Intemational og sænska hugbúnaðarfyrirtækið QD Utveckling tilkynntu í gær að fyrir- tækin tvö sameinuðust. Fyrirtækin, sem áður hafa starfað saman um þró- un og sölu danska viðskiptakerfísins Navision, mynda þar með stærsta fyrirtækið í Evi-ópu á þessu sviði. Til- kynnt var um samrunann í Stokk- hólmi á skrifstofu fjárfestingar- og þróunarfyrirtækisins Ledstjárnan, sem áður átti 45 prósent í QD Ut- veckling, en á nú fímmtán prósent í Landsteinum Intemational, til jafns við Islenska hugbúnaðarsjóðinn. Að öðm leyti eru Landsteinar Inter- national í eigu stofnenda og starfs- fólks. Landsteinar er við sammnann metið tvöfalt að verðmæti á við QD Utveckling. QD Utveckling verður dótturfélag Landsteina International og heitir nú Landsteinar Swenska AB. Bæði fyrirtækin starfa að þróun og sölu stjórnunarkerfa, byggðum á hugbúnaði frá hinu danska Navision. Pó það íyrirtæki eigi aðeins að baki tæpt ár á hlutabréfamárkaði á það þegar að baki eina helstu velgengnis- sögu í dönsku viðskiptalífi síðari árin. Markaðsverðmæti Navision er metið á um tuttugu milljarða danskra króna, um 220 milljarða íslenskra króna. Bæði Johan Wachtmeister fram- kvæmdastjóri Ledstjáman og Aðal- steinn Valdimarsson framkvæmda- stjóri Landsteina Intemational lögðu áherslu á að þetta væri aðeins fyrsta skrefíð. Ætlunin væri að Landsteinar Intemational gætu nú vaxið frekar með sammna og kaupum í nálægri framtíð. Stefnt er að því að Land- steinar International fari á markað og í kringum það ferli mun það ráðast hvar höfuðstöðvar fyrirtæksins verða. I samtali við Gunnar Engilbertsson framkvæmdastjóra íslenska hugbún- aðarsjóðsins sagði hann að þróun Landsteina væri mjög ánægjuleg. Hlutverk sjóðsins væri almennt að efla þau íyrirtæki, sem þeir tækju þátt í að fjárfesta í og taka þátt í útrás þeirra. „Landsteinum hefur gengið afar vel. Öll fyrirtæki, sem við fjár- festum í em með útflutningsvömr, eða möguleika á því sviði. Við munum í framtíðinni markvisst nota sam- vinnu við erlenda fjárfesta og eigum ömgglega eftir að sjá þá koma til Is- lands í auknum mæli. Ledstjárnan: Virkur eignaraðili „Þetta hér er byijunin á frekari viðleitni að byggja upp alþjóðlega starfsemi, þar sem takmarkið er að vera stærsti þróunaraðili Navision- kerfa í hveiju landi fyrir sig og þróa þar að auki alþjóðlegt samstarf á því sviði,“ sagði Wachtmeister á blaða- mannafundinum í gær. Ledstjáman er fjárfestingar- og þróunarfyrii'tæki í eigu nokkurra þekktra sænskra við- skiptajöfra, þar á meðal Jan Carlzon fyrrum framkvæmdastjóra SAS. Aðeins era nokkrar vikur síðan Ledstjáman keypti 45 prósenta hluta í QD Utveckling, sænsku hugbúnað- arfyrirtæki, sem stofnað var í Upp- sölum 1996 og sem hefur enn höftið- stöðvar þar. Wachtmeister lagði áherslu á að Ledstjáman hefði keypt þennan hlut, þegar séð var fram á að um sammna yrði að ræða milli Land- steina og sænska fyrirtækisins, þar sem samruninn fæli í sér mjög spenn- andi viðskipta- og þróunarmöguleika. Þó stefnt sé að því að Landsteinar Intemational fari á markað í fyrirsjá- anlegri framtíð hefði Ledstjáman ekki í hyggju að draga sig út úr þvi þá. Ledstjáman er að sögn Wacht- meister ekki venjulegt fjárfestingar- fyrirtæki, sem aðeins lætur sér nægja að fjárfesta í fyrirtæki, heldur hefur áhuga á að starfa með þeim og veita þeim þá þekkingu, sem það hefði upp á að bjóða. Meðan Ledstjáman hefði einhveiju að miðla héldu þeir eignar- hlut sínum í fyrirtækinu. Ledstjáman hefði áhuga á virkri eignaraðild, en ekki eingöngu á fjárfestingum. Ledstjáman leggur 35 milljónir sænskra króna í Landsteina Intema- tional. Það er að sögn Wachtmeister drjúg fjárfesting á mælikvarða Led- stjáman, sem venjulega fjárfestir 10- 50 milljónii- sænskra króna í þeim íyr- irtækjum, sem þeir leggja í. Tilgangurinn með samrananum er að fyrirtækið geti nú vaxið hratt og stefnt er að því að starfsmenn þess verði orðnir um 500 í lok ái'sins, en þeir era nú um 230. Líkt og samrun- inn hefur nú orðið milli tveggja fyrir- tækja, sem áður störfuðu saman er sennilegt að Landsteinar Inter- national muni í náinni framtíð vaxa með samrana. Samruninn eðlilegt f ramhald fyrra samstarfs Aðalsteinn Valdimarsson sagði að Landsteinar álitu mikinn styrk að eignaraðild Ledstjáman, því fyrir- tækið hefði mikilli reynslu að miðla. Samstarfíð við QD Utveckling hefði staðið í þrjú ár og samraninn nú væri bæði eðlilegt og rökrétt framhald á samstarfi fyrirtækjanna. Með vaxandi vægi netverslunar hafa Landsteinar einbeitt sér að því sviði og munu gera það enn frekar. Ætlunin er að bjóða fyrirtækjum kerfislausnfr, sem fullnægja öllum þörfum á þessu ört vaxandi sviði. „Við stefnum að því að verða leiðandi fyrir- tæki á sviði viðskiptalausna á alþjóð- legum vettvangi, um leið og við stefn- um að því að veita þjónustu sem víðast, sniðna að aðstæðum á hveiju stað,“ sagði Aðalsteinn. „Samraninn nú er mikilvægt skref í þá átt að verða enn öflugri." Landsteinar Intemational er stærst á sínu sviði, sem er stjómunar- kerfi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Stærsta evrópska fyrirtækið á sviði stjómunarkerfa er hið þýska SAP. Aðalsteinn sagði að eftir því sem Landsteinar fengju stærri viðskipta- vini yrðu þeir meira varir við SAP, en hins vegar ætti SAP í ei-fiðleikum með að sníða sín kerfi að öðram en þeim stórfyrirtækjum, sem þau era miðað við. Styrkur Landsteina er því meðal annars að geta teygt sig upp í stóra viðskiptavinina meðan að SAP á erfitt með að ná til minni fyrirtækja. Leiðin út í heim liggur um ísland „Fyrir QD Utveckling er samran- inn skref út í heim,“ sagði Pár Söderman framkvæmdastjóri QD Ut- veckling. Það fyrirtæki er þegar með stóra viðskiptavini í Sviþjóð eins og Hennes & Maurits og nú síðast sænska þingið, en starfar einnig á Alandseyjum og er að byggja upp starfsemi í Finnlandi. Þó bæði QD Utveckling og Land- steinar byggi afurðir sínar á hugbún- aði frá Navision liggur styrkur beggja fyrirtækja í að þau hafa beint samband við viðskiptavinina. Aðal- steinn benti á að um helmingur af vöram, sem Landsteinar seldu væra eigin þróun, en helmingur væri staðl- aðar Navision-lausnir. Fyrir Ledstjárnan hefur að sögn Wachtmeister skipt máli að vöxtur, arðsemi og stjórnun Landsteina lítur MIKIL viðskipti vpra með hlutabréf á Verðbréfaþingi íslands í gær eða fyrir 545 milljónir króna. Miklar verðsveiflur einkenndu markaðinn og lækkaði Úrvalsvísitala aðallista um 1,5% og er nú 1.750 stig en hún hefur hæst farið í 1.888,71 stig það sem af er ári. Mest viðskipti voru með hlutabréf Opinna kerfa eða fyrir 92 milljónir króna og hækkaði gengi þeirra um 12,8%, úr 195 í 220, en fyrirtækið kynnti afkomutölur sínar eftir lokun markaða á mánudag. Mesti hástökkvari dagsins var Is- lenski hugbúnaðarsjóðurinn en bréf hans hækkuðu um 35,3%, úr 8,50 í að hans mati mjög vel út. „Við álítum okkur öragga með fagmennsku þeirra, fyrirtækið hefrn- alþjóðlega af- stöðu og hugmyndir þeirra era góðar. Allt er hreint og beint og ekkert fal- ið,“ sagði Wachtmeister, sem sagðist einnig hafa orðið mjög hrifinn af því viðskiptaumhverfi, sem hann hefði kynnst á íslandi. „Kynnin af íslandi hafa verið mjög ánægjuleg," sagði hann. „Umhverfið þar er stórkostlega skapandi, netöld- in gengin í garð og mjög margt áhugavert á seyði. Það var engin til- viljun að við höfðum áhuga á sam- starfi við Landsteina og við höfum sannarlega áhuga á að kynnast frekar öðram íslenskum hugbúnaðarfyrir- tækjum.“ 11,50 en alls vora 21 milljóna króna viðskipti með bréf félagsins í gær. Frá því í lok ágúst á síðasta ári er bréf sjóðsins vora skráð á vaxtarlista Verðbréfaþings hafa þau hækkað úr 3,25 í 11,50 eðaum 254%. Viðskipti með Flugleiðir námu 62 milljónum króna í gær og lækkuðu bréf félagsins um 15,2%, úr 5,01 í 4,25. Bréf Pharmaco hækkuðu um 11,2%, úr 27 í 30 en 40 milljóna króna viðskipti vora með bréf félagsins á VÞÍ í gær. Bréf Hans Petersens hækkuðu um 6,78% í rúmlega 7 milljóna króna við- skiptum og Hampiðjan hækkaði um 5,19% í 3,5 milljóna króna viðskiptum. U rvalsvísitalan lækkar um 1,5% S ÁÐUR EN LANGT UM LÍÐUR GETUR ÞÚ SÉRSNIÐIÐ MM F L U

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.