Morgunblaðið - 01.03.2000, Side 26

Morgunblaðið - 01.03.2000, Side 26
26 MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Indverjar stórauka herútgjöld YASHWANT Sinha, fjármála- ráðherra Indlands, tilkynnti í gær, að á fjárlagaárinu, sem hefst 1. apríl nk., væri gert ráð fyrh- rnikilli útgjaldaaukningu, 28%, til hermála. Yrðu þau tæp- lega 1.000 milljarðar ísl. kr. Hafa þau aldrei aukist jafnmikið á einu ári. Indverski herinn hef- ur lagt hart að stjóminni að hækka framlögin og er því hald- ið fram, að átökin í Kasmír hafi sýnt hve mjög hann skorti nýj- ustu tækni og vopn. Aftaka í Texas í dag RÚMLEGA, þrítugur blökku- maður og dæmdur morðingi, Odell Bames, verður tekinn af lífi í Texas í dag. í gær hafnaði sérstök náðunamefnd að þyrma lífi hans og því er það aðeins George W. Bush rOdsstjóri, sem getur komið í veg fyrir aiftökuna. Það hefui’ hann þó aldrei gert í þau fimm ár, sem hann hefur verið í embættinu. Hafa þeir Jóhannes Páll páfi og Jacques Chirac, forseti Frakk- lands, árangurslaust beðið Barnes griða. Hann var dæmd- ur fyrir að myrða vinkonu sína 1989 en 1997 komst hópur lög- fræðinga að þeirri niðurstöðu, að lögreglumennimir, sem unnu að rannsókninni, hefðu komið sökinni á hann. Yfirvöld í Texas neita samt að kanna málið á ný. 615 manns hafa verið teknir af lífi í Bandaríkjunum frá því dauðarefsing var aftur tekin upp 1976 og þar af 207 í Texas. Dropinn holar steininn BEVERLEY Redman lét loks undan og sagði já þegar hann Keith bað hana að giftast sér. Þá var hann búinn að biðja hennar 8.500 sinnum og ganga á eftir henni með gi-asið í skónum í 24 ár. Hafa þau raunar búið saman í allan þennan tíma og eiga íjög- urra ára gamlan strák. „Ég hef alltaf fundið upp á einhverju til að segja nei en ástæðan var bara ein: Otti,“ segir Beverley. „Ég var svo hrædd við að binda mig.“ Keith segist hafa gert allt, sem hugsast getur, til að fá Beverley upp að altarinu. Hann hefur sídlið eftir rómantískar orðsend- ingar til hennar hér og þar, boð- ið henni út að borða í tíma og ótíma, farið með henni í sumar- leyfi til útlanda og stundum stunið upp bónorðinu þótt þau væra að horfa á spennandi mynd í sjónvarpinu. Brúðkaups- ferðin þeirra verður til Hawaii- eyja. Dregur „Rauði Ken“ sig í hlé? NOKKRAR líkur eru á, að Ken Livingstone, sem varð undir í kosningum um frambjóðanda breska Verkamannaflokksins í væntanlegum borgarstjóra- kosningum í London, hætti við að bjóða sig fram sem óháðan. Kannanir sýna þó, að „Rauði Ken“, eins og hann er kallaður, muni sigra láti hann verða af framboði. í íyrrakvöld ræddust þeir við í tvo tíma, hann og John Prescott aðstoðarforsætisráð- herra, og í sameiginlegri yfiriýs- ingu að fundinum loknum köll- uðu þeir hvor annan „félaga" að gömlum sósíalistasið. Er búist við frekari viðræðum. Friedrich Merz kjörinn nýr þingflokksformaður CDU Vonir um betri tíð bundnar við ný andlit AP Friedrich Merz, t.h., nýkjörinn þingflokksformaður Kristilegra demó- krata í Þýzkalandi, á blaðamannafundi í Berlín í gær. Næst honum situr fyrirrennarinn Wolfgang Schauble, þá Edmund Stoiber, leiðtogi CSU og forsætisráðherra Bæjaralands, og loks Michael Glos, talsmaður þing- manna CSU á þinginu í Berlín og varaformaður hins sameiginlega þing- flokks systurflokkanna CDU og CSU. Berlín. Reuters, AFP. KRISTILEGIR demókratar í Þýzkalandi (CDU) kusu sér í gær nýjan þingflokksformann, sem er alveg laus við að hafa verið bendlað- ur við fjármálahneyksli flokksins sem Helmut Kohl, fyi-rverandi kanzlari, hefur verið aðalpersónan í. Friedrich Merz, sem er 44 ára og er einn helzti efnahags- og fjár- málasérfræðingur þingflokks CDU og bæverska systurflokksins CSU, var mótframboðslaust kjörinn til að taka við þingflokksformennskunni af Wolfgang Schauble, sem sá sig fyrir skemmstu knúinn til að láta af formennsku bæði fyrir þingflokkn- um og flokknum sjálfum. Ófáir flokksmenn höfðu fyllzt óánægju með Schauble vegna þess hvernig hann hélt á málum flokksins í kringum fjármálahneykslið. Hverjir tilnefndir verða sem mögulegir arftakar Schaubles í flokksleiðtogasætinu verður hins vegar ekki ákveðið fyrr en á flokks- stjórnarfundi hinn 20. marz, fyrir flokksþing sem fram fer í byrjun apríl. Með því að skipa „ný og fersk“ andlit í ábyrgðarstöður - á borð við Merz - vonast flokkurinn til að hrista af sér þá neikvæðu ímynd sem fjármálahneykslið hefur orsak- að og kostað hefur flokkinn mikið fylgistap. „Hlutverk stjórnarandstöðunnar er að veita ríkisstjórninni virkt eft- irlit en ekki að týna sjálfri sér í eig- in vandamálum," sagði Merz eftir kjörið í gær. Riihe og Merkel líklegust til að bítast um leiðtogasætið Hinir 240 þingmenn CDU og CSU munu ennfremur kjósa 6 vara- þingflokksformenn. Volker Rúhe, sem fór fyrir CDU í kosningum til þings Slésvíkur-Holtsetalands um helgina sem flokkurinn tapaði, en þó ekki eins stórt og margir höfðu óttazt, gerir sér vonir um að verða einn þessara staðgengla Merz. En Rúhe er jafnframt - ásamt Angelu Merkel, framkvæmdastjóra flokks- ins - annar tveggja líklegustu arf- taka Scháubles sem flokksleiðtogi. í Berlínarblaðinu Berliner Morg- enpost var fullyi't í gær, að óopin- bert samkomulag væri í burðarliðn- um hjá forystuliði CDU um að Rúhe yrði flokksformaður en Merk- el yrði áfram „númer tvö“ sem varaformaður og framkvæmda- stjóri. Talsmenn CDU vísuðu frétt- inni á bug, en að sögn heimildar- manna í flokknum munu margir flokksmenn vera nokkuð hallir und- ir þessa lausn. AP Banvænt grjótkast SAKSÓKNARI í Darmstadt í Þýskalandi hyggst leggja fram morðákæru á hendur fjórum bandarískum ungmennum sem búa í svonefndu Lincoln-hverfí liðsmanna herstöðvar Banda- ríkjamanna skammt frá borginni. Unglingarnir eru 14, 15, 17 og 18 ára gamlir og fleygðu þeir nokk- urra kílógramnia steinhnullung- um af göngubrú á aðvífandi bíla á hraðbrautinni B3 fyrir neðan brúna, einnig á kyrrstæða bfla í stæðum. Tvítug kona í einum bflnum lést á sunnudag þegar steinn Ienti á framrúðunni, einnig lét 41 árs gömul kona lífið um kvöldið og nokkrir hafa auk þess slasast. Unglingarnir köstuðu grjóti í alls sex bfla á sunnudeginum en að sögn lögreglunnar hafa þeir hist nokkrum sinnum síðustu vik- urnar til að stunda grjótkastið. Þeir hafa játað á sig sök en tals- maður lögreglunnar sagði enn óljóst hvers vegna unglingarnir hefðu byrjað á athæfínu. Herlögr- eglumenn óku um íbúðarhverfi Darmstadt á mánudag og notuðu gjallarhorn til að biðja alla sem gefíð gætu upplýsingar um málið að gefa sig fram, auk þess var heitið nær 400 þúsund króna verðlaunum fyrir upplýsingar. Dugði þetta til að upp komst um sakborningana. Á myndinni sést bfll tvítugu konunnar sem lést, 75 ára gömul amma hennar slasaðist alvarlega. Grunur á að sænskir þingmenn kaupi þjón- ustu vændiskvenna Slík viðskipti eru saknæm Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. RÚMU ári eftir að sænska þingið samþykkti lög, sem gera það sak- næmt að kaupa þjónustu vændis- kvenna, leiðir rannsókn í ljós að aðil- ar í þinghúsinu og sænska stjórnarráðinu hafa keypt kynlífs- þjónustu af vændiskonum í gegnum tölvur hins opinbera. I viðtali við Af- tonbladet segir Birgitta Dahl þing- forseti að málið sé skelfilegt og með öllu óviðunandi að slík viðskipti fari fram, en ekki sé hægt að útiloka að tölvurnar hafi verið misnotaðar af utanaðkomandi aðilum. Viðskiptin frá þinginu og stjórnar- ráðinu komu í ljós er sænska lög- reglan lét athuga netviðskipti sænskra vændiskvenna. I ljós kom að viðskipti við þær höfðu átt sér stað frá um 130 fyrirtækjum og stofnunum. Af stórfyrirtækjum má nefna Volvo, Saab-Scania og Skandia, en á listanum era einnig opinberar stofn- anir eins og Pósturinn, ríkisskatt- stjóri, Telia og Vegagerðin, auk þingsins og stjórnarráðsins. A listanum era aðeins skráð raun- veraleg viðskipti, en ekki rakin spor þeirra, sem aðeins fóra inn á netsíð- ur til að skoða þær eða inn á kynlífs- spjallrásir. Að sögn Erik Korsás glæpafræðings, sem sá um rann- sóknina virtist sem tveir eða þríi’ að- ilar í þinghúsinu annars vegar og stjórnarráðinu hins vegar hefðu átt viðskipti við vændiskonur. Rannsóknin náði aðeins að móður- tölvum stofnana og fyrirtækja, en sambandið við vændiskonur var ekki rakið áfram inn í stofnanirnar að ein- stökum tölvum. Nú er hins vegar rætt um hvort reyna eiga að finna hvaða menn vora hér á ferðinni og jafnframt er rætt hvort birta eigi nöfn þehra. Netviðskiptin sögð hafa aukist til muna Málið hefur vakið mikla athygli í Svíþjóð og víðar. Aftonbladet birti sýnishorn úr netbréfum frá körlum víðs vegar í þjóðfélaginu, þar sem þeir voru að falast eftir kynlífsþjón- ustu og sænska sjónvarpið sagði frá rannsókn Korsás í kvöldfréttum. I Aftonbladet var rætt við vændis- konu, sem auglýsir á Netinu og hún sagði að eftir að þingið gerði það sak- næmt að kaupa þjónustu vændis- kvenna hefðu netviðskiptin aukist til muna. Þannig losnuðu menn við að leita eftir vændiskonum á götum úti, þar sem hætta væri á að sæist til þeirra. Fyrir vændiskonurnar væra netviðskiptin áhættusamari, því þær hittu þá menn án þess að sjá þá, en á götunni gætu þær sneitt hjá við- skiptum við menn, sem þeim sýndust viðsjárverðir. „10 ára“ og skálar í víni Ósló. Reuters. HEIDI Henriksen fagnaði í gær, hlaupársdag, tíunda af- mælisdeginum sínum og ekki aðeins hún, heldur líka bræður hennar tveir. Er ekki vitað um aðra fjölskyldu, sem slær það út. „Ég sé ekkert athugavert við að fá mér vínglas með matn- um,“ sagði Heidi, sem er fædd 29. febrúar 1960 og var því í raun fertug í gær. Er hún hjúkrunarkona og býr í Anden- es í Norður-Noregi. Tveir yngri bræður Heidi, Olav, fæddur 1964, og Leif- Martin, fæddur 1968, eiga af- mæli þennan sama dag og eru þau systkinin vön að koma sam- an í janúar til að fagna honum. Á afmælisdeginum sjálfum eru þau hins vegar með fjölskyld- um sínum. Þau systkinin eiga sinn sess í Guinness-metabókinni og raun- ar er afmælisdagurinn þeirra nú mjög merkilegur því að hlaupár er ekki nema á 400 ára fresti ef ártalið endar á 00.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.