Morgunblaðið - 01.03.2000, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2000 39i
UMRÆÐAN
Aðild í þágu hvaða
hagsmuna?
(WTO), sem í eru 132
ríki, Oi’yggis- og sam-
vinnustofnun Evrópu
(ÖSE) með 54 aðildar-
ríki, OECD með 29 ríki,
EFTA og NATO svo
nokkur séu nefnd. Ekk-
ert aðildarríkjanna er
skyldugt til að fram-
kvæma reglur og til-
skipanii- hliðstæðar
laga- og reglugerða-
fargani ESB.
ESB er undantekn-
ingin. Þar gildir aðeins
takmarkað fullveldi og
fullveldisjafnréttið er
ekki virt. Þótt hvert að-
Iiannes
Jónsson
4) Gefa dómsorði
Evrópudómsins for-
gang fyrii- landsrétti og
fara í einu og öllu eftir
reglugerðafargani
ESB.
Varla getur aðild tal-
ist fysileg á þessum
kjörum og ekki í þágu
okkar hagsmuna
A öllum þessum svið-
um, og reyndar mörg-
um fleiri, rýmar full-
veldið og sjálfstæð
ákvarðanataka aðildar-
ríkjanna en yfirþjóðlegt
vald ESB eflist. Þetta
þýðir þó ekki, að þjóð-
réttarleg merking full-
ÞÓTT Þórunn Sveinbjamardóttir
og Úlfar Hauksson hafi gert mai-klitl-
ar athugasemdir við sumt af því, sem
ég hef birt hér um ESB, þá býst ég
við, að þau séu mér sammála um það,
að mestu máli skipti, hvernig fari um
bestu hagsmuni okkar við hugsanlega
aðild. Maður sækir ekki um aðild að
félagi nema því aðeins, að félagið sé
áhugavert, hafi markmið, sem þjóni
hagsmunum hans, að hagsmunum
hans sé betur borgið innan en utan
þess.
Hvað segir hlutlæg athugun á
giundvallai’atriðum okkur um þetta?
Fullveldið
Bæði Þóiunn og Úlfar eiga ei-fitt
með að stólja fullveldishugtakið og
gera ekki greinarmun á takmörkuðu
fullveldi, sem ESB-ríkin búa við og
fyiTverandi sósíölsku rítón bjuggu
við, oghinu sígilda fullveldi, sem meg-
inþorri ríkja býr við.
í hinum sígilda skilningi er fullveld-
ishugtatóð stólgreint sem æðsta vald-
ið, öllu valdi æðra innan ríkistakmar-
kanna. Samkvæmt því hefur ríkið full
og óskoruð yfirráð yfir eigin landi og í
eigin málum. Allt annað vald, ein-
staklingar og lögaðilai-, verða að lúta
því, breyta í samræmi við boð þess og
bönn innan ríkistakmarkanna. Þetta
má sannreyna með því að fletta upp í
hvaða sígildu þjóðréttarriti sem er.
Stærstu alþjóðasamtök nútíðar,
, SÞ, viðurkenna fullveldi 185 aðildar-
ríkja og þau hvert annars. Samtökin
geta því ekki þvingað einstök aðildar-
ríki til aðgerða af neinu tagi. Sam-
þyktó hvers og eins verður að koma
til, ef samþykkt eða regla á að gilda
um þau. SÞ viðurkennir einnig það,
sem þjóðaréttuiinn kallar fullveldis-
jafnréþti ríkja. Þess vegna hefur smá-
rítóð ísland sama atkvæðaþunga hjá
SÞ og t.d. stórveldin Bandarítón,
Indland, Kína eða Rússland. Hvert
ríki, stórt eða smátt, hefur eitt at-
kvæði og aðeins eitt.
Æðsti dómstóll veraldar, Alþjóða-
dómstóllinn í Haag, virðir báðar þess-
ar reglur.
Þessar meginreglur gilda yfirleitt
líka í fjölþjóða- og alþjóðasamtökum,
þ.á m. í Alþjóðaviðstóptastofnuninni
ildarríki hafi 1 fulltiúa í
ráðherraráði hafa þau ekki jöfn at-
kvæði þar. Sum hafa aðeins 2 at-
kvæði, önnur 3, enn önnur 5,8 og þau
stærstu 10 atkvæði.
Það er rétt hjá Þórunni, að ESB
tekur við aðildarumsóknum fullvalda
ríkja. En við aðild verða þau að sætta
ESB
Aðild krefðist, segir
Hannes Jónsson, mikilla
fórna fyrir lítið.
sig við að afhenda því æðsta valdið í
mörgum málum og búa upp frá því við
skert eða takmarkað fullveldi. Hér
eni nokkur dæmi:
1) Rítóð verður að undirgangast
hina sameiginlegu landbúnaðar- og
sjávarútvegsstefnu og opna m.a. efna-
hagslögsögu sína fyiir öðrum aðildar-
ríkjum upp að 12 mílum; afhenda
ESB stjóm sjávaiútvegsmála,
kvótaákvörðun og úthlutun; svipta sig
samningsréttinum um sjávarútvegs-
mál og afhenda hann ESB.
2) Afnema eigið tollkerfi en taka
upp tollastefnu og ytri toll bandalags-
ins og afhenda því 90% hans sem
hluta af aðildargjöldum árlega.
3) Afhenda ESB samningsréttinn
til sjálfstæðra viðstóptasamninga við
önnur rító.
veldisins hafi breyst heldur aðeins, að
þessi 15 ríki hafi samið um að tak-
marka fullveldi sitt hvert gagnvart
öðru. Það, sem 15 ríki gera sín á milli,
breytir ektó alþjóðalögum í heimi
tæplega 200 sjálfstæðra ríkja.
Fjölhyggjukenning
Hið takmarkaða fullveldi ESB á
sér fræðilegar rætur í hinni svo köll-
uðu íjölhyggjukenningu, sem Þjóð-
verjinn Otto von Gierke og Bretinn
F.W. Maitland lögðu grundvöllinn að.
Kenningin var 1 reynd aldi’ei hættuleg
hinni klassisku þjóðréttarkenningu
um fullveldið. Hún var yfirleitt aðeins
talin séi-viska nema hjá ESB og sós-
iölsku rílqunum, sem aðhyltust
Bréshnev-kenninguna. Samkvæmt
henni bar sósíölsku ríki ekki aðeins
réttur heldur og skylda til þess að
skerast í leikinn, ef annað sósíalskt
rító var að villast af réttri braut sósíal-
ismans að mati hinna, samanber að-
gerðh' Varsjárbandalagsríkjanna
gegn Tékkóslóvatóu í ágúst 1968.
Fullveldi sósíalskra ríkja takmarkað-
ist því við, að þau væru að fram-
kvæma „réttan sósíalisma". Þetta
minnir svolítið á brambolt ESB eftir
lýðræðislegar kosningar og stjórnar-
myndun í Austurríki nýlega
En hvorki takmai-kað fullveldi
ESB-ríkja né sósíalskra ríkja sam-
kvæmt Bréshnev-kenningunni
megna að breyta klassiskri merkingu
þjóðaréttarins um fullveldi. Til þess
þyrfti almennt samþykki ríkja heims.
Hugleiðingar af
vinnumarkaði
„Markaðskerfið á að
vera mannúðlegt kerfi,
þar sem einstaklingur-
inn fær að græða á
hugviti sínu og atorku
en er gert að gæta hófs
og neyta ekki alltaf
aflsmunar. Meginrök-
semdin fyrir frelsi at-
hafnamanna er sú, að
það sé að lokum öllum
til góðs. En taki at-
hafnamenn að brjóta
skráðar eða óskráðar
reglur í samskiptum
fólks getur sú röksemd
Vinnumarkaður
Af hverju bilast fólk,
spyr Tryggvi L.
Skjaidarson, þegar
FBA, sem hefur
mokgrætt, gerir vel við
sitt starfsfólk?
fallið um sjálfa sig. Verkefni gær-
dagsins á íslandi var fyrst og síðast
að auka atvinnufrelsi og því verki er
vissulega ekki lokið. En verið getur
að eitt aðalverkefni morgundagsins
sé að efla siðferðilega festu í atvinnu-
lífinu án þess að
þrengja að því. Það
verk þarf að vinna án
óþarfa reglugerðafarg-
ans og annarra vald-
boða,“ sagði forsætis-
ráðherra í aldamóta-
ávarpi sínu.
Reglulega er í frétt-
um sagt frá uppsögn-
um án skýringa.
„Svona gera menn
ekki“ eru fleyg orð. Allt
of mörgum atvinnurek-
endum virðist ekki
treystandi fyrir þeirri
ábyi’gð sem á herðar
þeim eru lagðar.
Gefi’ forsætisráðherra sér tíma til
að skoða málið hlýtm- hann að kom-
ast að þein'i niðurstöðu, að sam-
þykkth' Alþjóðavinnumálastofnun-
arinnar nr. 158 og 166 frá árinu 1982,
sem kveða á um að atvinnurekandi
skuli skyldugur til að greina starfs-
manni frá ástæðu uppsagnar, eru
ekki óþarfa valdboð eða reglugerða-
fargan í íslenskum raunveruleika.
Að lokum: Af hverju bilast fólk
þegar FBA, sem hefur mokgi'ætt,
gerir vel við sitt starfsfólk? Starfs-
fólk sem áþreifanlega skynjar að það
er mannauður. Er ekki hér á ferð
verklag sem aðrir mættu læra af?
Höfundur er trúnaðarmaður
í kerskálum ÍSALs.
Tryggvi L.
Skjaldarson
Mikið fyrir lítið
Ef aðildardæmið er gert upp í heild
sinni er augljóst, að ESB er ekki fysi-
legur kostur fyrh- ísland eins og er.
Ekki er líklegt, að það yrði fýsilegra
síðar vegna hraðaþróunar ESB yfir í
pólitískt ríkjabandalag.
Aðild krefðist mikilla fóma fyrir lít-
ið. Talsmenn aðildar hafa ekki sett
fram nein gild rök fyrir veralegum
ábata okkar af aðild umfram það, spm
við njótum í EES. Fullyrðingar Úlf-
ars um ábata af EMU er staðlaus fa-
búla, einnig barnatrú hans um að
æstólegt væri, að við tækjum með
ærnum tilkostnaði þátt í staifi um 90
sérfræðinefnda ESB, sem flestar fást
við mál, sem koma íslenskum hags-
munum ekkert við.
Aðildai'gjöld ESB era reiknuð eftir
reglum, sem ég rakti hér 25. janúar,
en ektó eingöngu eftir vergi þjóðar-
framleiðslu, eins og Úlfar virðist
halda. Samkvæmt gjaldtökureglun-
um mundi árgjald okkar geta orðið
um 13,5 rnilljarðar króna. Hann getur
sjálfur reiknað dæmið eftir staðfest-
um reglum frá ESB og mun fá sömu
útkomu á grundvelli sömu forsendna.
Hitt skal ég svo játa fyrir þeim, að
mér er það áhyggjuefni, að sam-
kvæmt skoðanakönnun vill helmingur
þjóðarinnar aðildarviðræður án
skuldbindinga og um 33% vilja sækja
um aðild.
Veit þetta fólk hvað það er að segja,
eða ræður vanþekking niður-
stöðunni?
Vonandi gefur skýrsla sú, sem ut-
anríkisráðherra er að láta vinna, til-
efni til fræðandi almennrar umræðu
um okkar bestu hagsmuni í málinu,
svo fólk geti áttað sig sem best á því.
Höfundur er fyrrverandi sendiherra.
Lífshættu-
legur innan-
bæjarvegur
í Hafnarfírði
NÚ ERU liðin 16 ár frá því íbúð-
arbyggð í Setbergshverfi í Hafnar-
firði tók að vaxa hröðum skrefum.
Eftir allan þennan tíma era úrlausn-
ir á afar bi'ýnum umferðaivanda
vegna Reykjanes-
brautarinnar í gegnum
bæinn enn á hug-
myndastigi. Ennþá eru
bæjarfulltiúarnir að
tala um málið og reyna
að komast að því hvert
skuli stefna. A meðan
stafar íbúum bæjarins
vaxandi hætta, jafnvel
lífshætta, af þessum
vegi.
Hafa ber í huga að
eðli þessa vegar er
mjög sérstakt. Þar er
umferð gríðarmikil,
um 18-20 þús. bílar á
sólarhring, um veginn
fara geysimiklir frakt-
ílutningar, bæði í
tengslum við ílugfrakt og skipa-
frakt. Þetta er eini vegurinn sem
tengir sveitarfélögin á Reykjanes-
skaganum við höfuðborgarsvæðið,
og síðast en alls ekki síst aðskilur
vegurinn stórt íbúðarhverfi, Set-
bergshverfi, frá öðram bæjarhlutum
Hafnarfjarðar.
í öll þessi ár frá því byrjað var að
skipuleggja íbúðarbyggð í Setbergi
hafa bæjaryfiivöld á hverjum tíma
látið undh' höfuð leggjast að taka af
skarið og hefjast handa við mjög
brýnar úrbætur á Reykjanesbraut-
inni gegnum bæinn. Hvort þetta er
skortur á skilningi, krafti eða fram-
takssemi stjórnenda bæjarins veit
ég ekki, en í öllu falli er ljóst að það
ríkir orðið neyðarástand í umferðar-
málum um þennan vegarkafla. Veg-
urinn er hrein ógnun við íbúa bæjar-
ins, einkum íbúa Setbergshverfis,
sem illu heilli eiga ekki annan kost
en að leggja leið sína um Reykja-
nesbrautina, til að komast til og frá
heimilum sínum.
Bæjaryfuvöld stefna nú að skóla-
byggingu á Hörðuvöllum, sem nýt-
ast á m.a. börnum úr Setbergs-
hverfi. Þegar ég heyrði þessa
hugmynd fyrst leist mér alls ekki
illa á hana, enda taldi ég víst að hún
væri lögð fram í kjölfar þess að við-
unandi lausn hefði fundist á vanda-
málum vegna Reykjanesbrautarinn-
ar. En svo var í raun alls ekki. Allar
úrlausnir á henni eru á hugmynda-
stigi og öll umræða um skólabygg-
ingu á Hörðuvöllum er hreint hjá-
kátleg og beinlínis út í bláinn á
meðan ekki liggur fyrh' hvaða leið
verður farin varðandi Reykjanes-
brautina. Umræður um jafn brýn
mál og skólamál hljóta að eiga að
byggjast á einhverjum staðreyndum
en ekki einhverjum ímynduðum
veruleika sem enginn veit hver er
eða verður. Ég skil hreinlega ekki
þann skort sem virðist ríkja hjá bæj-
aryfirvöldum á yfirsýn og samhengi
hlutanna í þessum efnum. Það er
hrein sóun á tíma að vera að ræða
skólabyggingu sem eitthvert ein-
angrað fyrirbæri. Fyrir mér er
þetta eins og einhver ójarðbundin
draumsýn bæjarmeirihlutans (D og
B).
Ofanbyggðavegur
I útvarpsviðtali á dögunum heyrði
ég í þeim Magnúsi Gunnarssyni (D)
bæjarstjóra og Lúðvíki Geirssyni
(F) bæjarfulltrúa. Þar komust þeir
tvímenningar að þeirri merkilegu
niðurstöðu að nást yrði samstaða um
framtíð Reykjanesbrautar í gegnum
bæinn, því fyrir liggur að forgan-
gsraða þurfi verkefnum hvað hana
varðar. Þetta hljómar sem brandari.
íbúar Setbergshverfis hafa beðið í
16 ár eftir úrlausnum á þessum vegi,
og þarf ekki að koma það á óvart að
forgangsraða þurfi verkefnum.
íbúar hverfisins vilja hins vegar að ■ -x.
tekið verði af skarið og gengið til
verks í þessum málum. Það hlýtur
að vera búið að tala nóg
um forgangsröðun og
samstöðu bæjarfull-
trúa á 16 ára tímabili.
Nú þarf eitthvað að
fara að gerast.
Á hinn bóginn vil ég
lýsa yfir ánægju minni
með að Lúðvík Geirs-
son (F) skuli halda því
hátt á loft að stefnt
skuli afdráttarlaust að
ofanbyggðavegi. Skoð-
un bæjarfulltrúans
sýnir framsýni hans og
annarra sem eru á
sömu skoðun.
Rök mín eru þessi:
★Þungaflutningar í
gegnum Haíharfjörð
eru mikil ógnun við íbúana og það
þarf með öllum tiltækum ráðum að
losna við þungaflutningana úr inn-
anbæjaramferðinni.
★Vegurinn þjónar Flugstöð Leifs
Eiríkssonar. Umfangið þar hefur
margfaldast á liðnum árum og fyrir
liggur stækkun flugstöðvarinnar.
Beina verður þessari umferð frá
bænum.
Umferðin
Þungaflutningar í gegn-
um Hafnarfjörð, segir
Sigurður Þ. Ragnar-
sson, eru mikil ógnun
við íbúana.
★Reykjanesbrautin í gegnum
Hafnarfjörð er eina leiðin til sveitar-
félaganna á Reykjanesi. Beina þarf
þeirri umferð í vaxandi mæli frá
bænum.
★Hafnarfjarðarhöfn vex hröðum
skrefum. Beina þarf umferð sem
henni tengist fyrir ofan byggð.
Takist þetta verður Reykjanes-
brautin í gegnum bæinn ekkert ann-
að en eins og hver annar innanbæj-
arvegur í Hafnarfirði, þótt vafalítið
verði umferð um hann nokkuð þung,
en eðli þeirrar umferðar verður hins
vegar allt annað.
Eg hef heyrt þau mótrök, að þessi
umferð sem ég nefni hér á undan sé
hlutfallslega lítil. Vera má að svo sé
en hún er engu að síður þegar orðin
alltof mikil, auk þess sem fyrir ligg-
ur að þessi umferð fer verulega vax-
andi. Þannig gerir vegagerðin ráð
fyrir að þau mislægu gatnamót, sem. ,*
hugmynd er um að rísi á gatnamót-
um Lækjargötu og Reykjanesbraut-
ar, geti annað allt að 56.000 bíla um-
ferð á sólarhring (er í dag um 18-20
þúsund bílar). Eg hlýt því að spyrja,
hvort bæjai'yfirvöldum þyki eftir-
sóknarvert að reisa slíkt ofurum-
ferðarmannvirki í miðju sveitarfé-
laginu. Ég trúi því ekki, fyrr en ég
tek á því, að framsýni og metnaður
meirihlutans standi til þessa.
Spurning mín í lokin er því þessi:
Eru bæjarfulltrúar í Hafnarfirði og
þingmenn kjördæmisins, einkum
þeir Árni M. Mathiesen og Guð-/;
mundur Árni Stefánsson, menn með
þá burði að þrýsta á og tryggja að s
hægt sé að bretta upp ermar og
hefjast handa við varanlegar úr- j
lausnir á þessum mjög svo ógnvekj-
andi innanbæjarvegi? Það er búið að i
tala í 16 ár.
Höfundur er náttúrufræðingur og "íA
íbúi í Setbergshverfí.
Sigurður Þ.
Ragnarsson