Morgunblaðið - 01.03.2000, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 01.03.2000, Qupperneq 42
42 MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2000 1*------------------------ UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Hver ræður ferðinni? fslendingar höf- um löngum þjáðst af minnimáttarkennd gagnvart öðrum þjóð- um og við reynum okk- ar ýtrasta til að vera eins og þær og helst betri. I þessari baráttu höfum við af mikilli eljusemi safnað að okk- ur ýmsum nauðsynja- hlutum svo sem húsum, bílum, nettengingum, GSM-símum og annarri lífsnauðsynlegri tækni. -Jöð höldum því _ stað- fastlega fram að ísland sé fjölskylduvænt þjóð- félag með aðgang að fallegustu nátt- úrujarðar. Fjölskylduvæn þjóð? Hvað um alla þá sem detta af baki í lífsgæðakapp- hlaupinu og ná aldrei í mark? Fjöl- skylduvæn launastefna? Hvað um alla sem vinna umönnunar- og upp- eldisstörf? Eftir launum þessa fólks að dæma eru þetta greinilega ekki mikilvæg störf, enda er aðeins verið að vinna með bömin okkar, okkur þegar við verðum veik, aldraða for- eldra okkar, fatlaða vini okkar og fá- tæka ættingja okkar. Ég þori varla að minnast á ellilífeyrisþega og ör- ■%e'kja sem lifa undir öllum fátæktar- mörkum með kr. 48. 000.- á mánuði fyrir einstakling í grunntrygginga- bætur. Þetta er fátækt fólk sem þarf oft að leita til félagsþjónustu borgar- innar til að fá viðbótarfé upp í þær kr. 60.136.- sem þar eru veittar til lág- marksframfærslu. Hún er skammar- leg fátækragildra þessa fólks á með- an sægreifar og verðbréfaprinsar ganga lausir og vita varla hvað þeir eiga að gera við peningana. Þeir fátæku á íslandi heltast úr lestinni en reyna að halda í við hina **eð því að taka lán og velta á undan sér skuldinni. Boginn er spenntur til hins ýtrasta og þegar hann brestur er allt orðið of seint. Það versta við þetta er að fólk fer illa á þessu andlega og líkamlega og þeir sem geta unnið þurfa að vinna meira til að standa undir afborgunum og eru því minna heima. Bömin flnna upp á fjölda and- legra og líkamlegra kvilla og er flór- an af ólíkum stigum þessara „sjúk- dóma“ í skólum landsins svo mikil að ég spyr mig oft um orsökina. Getur verið að ofþreyta og oívirkni foreldra eigi þátt í þessum sjúkdómum? Vilj- um við hafa þrældóm og þreytu allan ársins hring sem nær hámarki á jólunum? Finnst engum það óhæfa að um hver jól fjölgi stöðugt þeim sem þurfa að leita aðstoðar hjá mæðrastyrksnefnd, Hjálparstarfi kirkjunn- ar og Hjálpræðishem- um? í fréttum RÚV er sagt frá þessu eins og hverri annarri frétt, enginn spurði sig af hverju svona margt fólk eða hvort ástandið ætti að vera svona. Fjölmiðl- ar, félagasamtök og kirkjan verða að minna okkur á hinn sanna boðskap jólanna. Því „sjá ég boða yður mikinn fögnuð og frið á jörðu“ hljómar hjákátlega í „Ringlunni“ í kaupæði jólanna. En áfram með eignir Islendinga. Hann er fámennari flokkur bílaeig- anda á Islandi þegar skoðað er hverj- ir eiga bílana raunveralega, það era oft náungar sem heita Glitnú, VIS og félagar og svo bankinn. Hver er ábyrgð og siðfræði þessara lána- stofnana? Er í lagi að lána ungu at- vinnulausu fólki eða skólanemum há- ar upphæðir í formi bíla þar sem þau skuldsetja sig til fleiri ára? Er í lagi að veita fólki, sem ekki hefur stjórn á fjármálum sínum og er í lágt launaðri vinnu með skuldir upp fyrir haus, lán í formi yfirdráttar og veltukorta? Finnst okkur í lagi að ungu fólki sé talin trú um að lífið byggist á því að eignast hluti en það þurfi ekki að eiga fyiir þeim? Dæmi um þetta era t.d. þessar auglýsingar: „Við gefum þér bíl og síma í afmælisgjöf,“ „Þú ræður ferðinni, Veltukortið jólakortið í ár, þú ræður ferðinni", „Síminn algjört frelsi, engar skuldbindingar“, „Frjáls bílasamningur“. Þessar auglýsingar beinast oft að því fólki sem minnst má sín í baráttunni við raunveraleikann, fólki sem hefur ekki efni á að lifa líf- inu eins og „allir hinir“ , fólki sem er utanveltu í þjóðfélaginu og ungu fólki í mótun. I vinnu minni sem félagsráðgjafi koma iðulega fyrir þessi „frjálsu" bílalán sem vora afgreidd á mínút- unni hjá áðurnefndum félögum og meira að segja eru afleiðingar jóla- kortsins í ár greinilega að koma í ljós. Það sem bara hefur verið í umferð í sex til sjö mánuði. Himinháir símar- eikningar fólks sem hefur þvælst á milli Landssímans ogTals, yfirdrætt- Þjóðfélagsmál Ég fer fram á að það sé athugað nákvæm- lega, segir Páll Ólafs- son, hve mikið hver einstaklingur skuldar. ir til fólks sem ekki er borgunarmenn fyrir broti af upphæðinni og skulda- bréf til allra sem finna sér ábyrgðar- menn. Hafir þú ábyrgðarmenn færðu lán og hjá „félögunum" þarf þess ekki einu sinni, þar þarftu ekki einu sinni að vera með vinnu. Ég fer fram á að það sé athugað nákvæmlega hve mikið hver einstakl- ingur skuldar og það sé ekki „sjálf- krafa" lánað til fólks sem hefur ábyrgðarmenn. Hvernig getur t.d. manneskja með undir kr. 90.000,- í mánaðarlaun og með mörg börn á framfæri safnað ea kr. 2.000.000,- í skammtímaskuldir hjá hinrnn ýmsu bönkum í formi skuldabréfa, yfir- drátta og veltukorta án þess að það þyki athugavert? Hvernig getur ung kona án nokkurra atvinnutekna feng- ið bíl á tæpa milljón hjá Glitni? Ég vil að bílalánafyrirtækin sýni meiri ábyrgð og þessi ósómi verði settur undir þær reglur og kröfur sem tíðk- ast í öðram lánastofnunum eða þær sem tíðkast í nágrannaríkjum okkar, þar sem svona starfsemi er undir strangara eftirliti eða hreinlega ekki leyfð á sama hátt og hérlendis. Er nauðsynlegt að afgreiðslan fari fram á mínútunni og er það eðlilegt að 18 ára einstaklingar án vinnu eða í vinnu með skóla geti gengið inn í lánastofn- un og farið þaðan með bíl upp á 1,5 milljónir? Hver vill hafa þetta svona? Það sem okkur hefur verið sagt af stjórnmálamönnum og þeirra fylgif- iskum, að hér ríki góðæri, er í mínum augum ekkert annað en lánæði og sem merki um það hafa skuldir heim- ilanna sexfaldast á síðustu áram og skuldir flestra sveitarfélaga marg- faldast. Margt ungt fólk er orðið stór- skuldugt áður en það útskrifast úr skóla og þegar það kemst ekki í þessa vel borguðu vinnu sem það var svo „öraggt“ með eftir nám nær það ekki að rétta úr kútnum. Það ræður ekki við ferðina! Höíundur er félagsráðgjafi. Páll Ólafsson * Vetrarleyfí ENN eitt stjömuút- spilið í kjaraglímu grannskólakennara og sveitarfélaga hefur komið til framkvæmda um þessar mundir; vetrarfrí hjá grann- skólakennurum. Vetr- arfríið sem varir í tvo virka daga kemur til viðbótar við hin hefð- bundnu frí hjá skóla- bömum s.s. rúmlega Jnriggja mánaða sumar- rfí, tæplega þriggja vikna jólafrí og a.m.k. tíu daga páskafrí að ótöldum tíðum starfs- dögum kennara og foreldraviðtala- dögum. Foreldrar yngri grannskólabarna eiga í stöðugum vandræðum þessa daga (látum sumarfríið liggja milli hluta), þ.e. virku dagana framan og aftan við jóla- og páskafrí og hina ill- ræmdu starfsdaga. Það má orðið þakka fyrir ef bömin eiga að mæta í skóla í heila óslitna viku. Flestir for- aJTjdrar þurfa jú að mæta til vinnu alla virka daga ársins, fyrir utan lög- bundna frídaga og sumarfrí. Erfitt getur reynst að fá gæslu fyrir börnin, þar sem breyttar þjóðfélagsaðstæð- ur hafa valdið því að nú vinna nánast allir utan heimilis hvort sem þeir bera titilinn mamma, pabbi, afi eða amma. Þessar sömu þjóðfélagsað- íAeður gera það einnig að verkum að grannskólinn er, hvort sem okkur líkar það betur eða verr, auk þess að sinna kennslu- og uppeldismálum, dagvistunarstofnun fyrir yngri grannskóla- börn. Vetrarfrí er í sjálfu sér ágætishugmynd og þau hafa tíðkast víða erlendis um árabil. T.d. í Þýskalandi era vetrar- frí fastur liður (reyndar era sumarfrí miklu styttri) og í fullri sam- vinnu við atvinnulífið og foreldra, sem þá gefst kostur á að taka sér frí úr vinnu til að verja vetrarfríinu með börnum sín- um. Hér er þetta hins vegar sólódans grunnskólanna og ekki einu sinni sömu frídagar í öllum grannskólum á höfuðborgarsvæðinu. Hverjar era þá afleiðingamar? Jú, kennarar fá frí í tvo daga og undir hælinn lagt hvort böm þeirra era í fríi sömu daga, aðrir foreldrar era í vandræðum með bamagæslu, og þurfa enn einu sinni að taka sér frí úr vinnu oft við lítinn fögnuð á vinnustað og útkoman rót og almennur pirringur. En hvar er rót vandans? Jú, hún liggur í kjarabaráttu kennara og þeirri byltingu sem hefur átt sér stað í þjóðfélaginu með almennri atvinnu- þátttöku kvenna. Hlutverk grann- skólans er einfaldlega breytt og um- Bjarnheiður Hallsdóttir Skólamál Breyttar þjóðfélagsað- stæður valda því, segir Bjarnheiður Halls- dóttir, að nú vinna nán- ast allir utan heimilis. fangsmeira en áður var. Hækka þarf laun kennara og auka vinnutíma þeirra í stað þess að fjölga frídögum, nóg er nú samt. Það efast enginn um að nútíma skólastarf þarfnast skipu- lagningar og því ætti að greiða kenn- uram sérstaklega fyrir þá vinnu sem þá færi fram utan venjulegs skóla- tíma, í stað þess að skera niður kennslu. Það er Ijóst að það tapa allir á þessum mikla fjölda frídaga, þar sem framleiðni í þjóðfélaginu hlýtur að vera í lágmarki þegar stór hluti fólks kemst ekki til vinnu. Auk þess eram við að eyða dýrmætum tíma barna okkar í vitleysu, þegar þau era hvað móttækilegust fyrir þeim vís- indum sem þeim er uppálagt að læra í skólanum. Það er kominn tími til að fella tjöldin í þessum eilífðarfarsa kennara og vinnuveitenda þeirra, sem eram jú við, skattgreiðendur. Það er kominn tími til að við, menn- ingarþjóðin, setjum skólamál miklu ofar í forgangsröðun við gerð fjár- hagsáætlana og tryggjum að vel menntað og hæft starfsfólk vilji áfram vinna með bömunum okkar. Höfundur er móðir og ntvinnurekandi. V etrarumferðin verði undir stjðrn V egagerðarinnar ÉG VAR einn þeirra sem héldu austur á Hekluslóðir á sunnu- dag. Það var skemmti- leg ferð og viðburða- rík. Auðvitað sáum við ekki eldstöðvarnar jafnvel og við hefðum gert sitjandi heima í stofu við sjónvarps- skerminn. En við sáum bólstrana og nýrannið hraunið, heyrðum dranurnar og fundum hríðina skella á okkur. Okkur langaði til að fara að Gullfossi og sjá hann í klakaböndum, en eirðarleysið og Reykjavík drógu okkur til sín. Við biðum klukkustund á Þrengsla- Vetrarferðir Þeir sem vanir eru vetr- arferðum, segir Halldór Blöndal, treysta Vega- gerðinni best til að meta aðstæður þegar veður gerast válynd. vegi en snerum þá við og gistum á Hótel ðrk. Þetta var allt og sumt. En svo vora aðrir sem ekki vora eins heppnir. Þeir tepptust uppi í Þrengslum og sátu í bíl sínum dæg- ur eða lengur, þangað til náð var í þá, kannski 1.500 manns. Það var talað um að 300 eða 400 eða 500 bílar stæðu yf- irgefnir og fastir í fönninni. Þetta urðu mestu björgunarað- gerðir hjálparsveita síðan í Vestmannaeyja- gosinu. Ógæfan var rakin til þess að ein- hver ætlaði að snúa við í óveðrinu, svo að kerr- unni hvolfdi. Þá komst enginn lönd né strönd og fennti brátt yfir smábílana. I hádegis- fréttum á mánudag var viðtal við mann sem hafði komið til byggða um morgun- inn, en var nú að búa sig undir að fara með hey til hesta sinna sem hírðust í vagni uppi á Þrengslum. En þetta þekkja allir af fréttum. Og nú er komið að tilefni þessarar greinar: Er ekki kominn tími til að vetraramferðin verði undir stjórn Vegagerðarinnar, - að ábyrgðin verði í höndum þeirra sem sjá um að halda fjallvegum opnum og leitað er til ef eitthvað bjátar á? Vegagerðin á að hafa heimild til að stöðva smábíla eða illa búna bfla sem lagt er á heið- ina í tvísýnu. Kerrar og vagna á að skilja eftir við heiðarsporðinn, með- an veðrið gengur yfir. Með þessum orðum er ég einungis að festa það á blað sem margir hugsa sem vanir eru vetrarferðum. Þeir treysta Vegagerðinni best til að meta aðstæður þegar veður gerast válynd. Það er óþarfí að láta söguna frá Þrengslum endurtaka sig. Höfundur er forseti Alþingis. Halldór Blöndal Ekki er sama afli og afrakstursgeta JÓN Sigurðsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri, ritar grein í Mbl. 25.2. sl. og vefengir forsendur fiskveiðiráðgjafar Hafrannsóknastofnun- arinnar. Aðferð rök- semdafærslu Jóns byggist á grand- vallarmisskilningi á fiskifræði - misskiln- ingi sem mér er bæði ljúft og skylt að leið- rétta. I grein sinni ber Jón saman fiskafla ársins 1991 og ráðgerðar veið- ar yfirstandandi árs. Hann bendir réttilega á, að afli flestra tegunda árið 1991 var mun meiri en heimilaður ársafli nú. Af þessu dregur hann þá ályktun að for- Fiskafli Röksemdafærsla Jóns byggist á misskilningí, segir Kristján Þórarins- son í svari til Jóns Sigurðssonar. sendur fiskveiðiráðgjafar undanfar- inna ára kunni að vera ótraustar. Hér hefði Jón betur kafað dýpra í hlutina. Nauðsynlegt er að spyrja sig hvemig hinn góði afli ársins 1991 var fenginn. Þegar það er gert blash- svarið við: afli mjög margra tegunda var fenginn með því að ganga á höf- uðstólinn, þ.e. stofninn, með ofveiði. Hér nægir að nefna tvö dæmi. Sókn í þorskstofninn árið 1991 var slík að u.þ.b. helmingur allra 5-10 ára fiska var veiddur. Þessi afli var langt umfram afrakst- ursgetu stofnsins, enda lét stofninn á sjá í kjölfarið eins og allir vita. Undanfarin ár hef- ur þorskveiðiráðgjöfin fylgt aflai-eglu sem byggir á því að veiða að- eins fjórðung veiðist- ofnsins. Þessi regla hef- ur haft í för með sér umtalsverðan bata þorskstofnsins, afli fer vaxandi og kostnaður við veiðar á hverju tonni fer minnkandi. Karfi á Islandsmiðum var ofveidd- ur allar götur frá 1987 til 1995. Árið 1991 lendir á miðju þessu tímabili. Á tímabilinu fór vísitala gullkarfa í stofnmælingu botnfiska, sem er mælikvarði á stofnstærð, stöðugt minnkandi; lækkaði úr tæplega 1200 árið 1987 í tæplega 400 árið 1995. Svipaða sögu er að segja af djúp- karfa. Karfi á íslandsmiðum var því ofveiddur á þessum áram. Af þessu má sjá, að röksemda- færsla Jóns byggist á misskilningi . Það er hægt að fá góðan afla ef engu er skeytt um afleiðingarnar. En það er ekki að sama skapi skynsamlegt. Ein afleiðing ofveiði liðinna ára er sú, að nauðsynlegt hefur reynst að draga veralega úr afla á meðan fiskistofn- arnir vaxa aftur upp í fyrri stærð. Til þess er íslenska fiskveiðistjórnunar- kerfið kjörið tæki. Nauðsynlegt er að byggja heildarafla hverrar tegundar á bestu fáanlegri vísindalegri ráðgjöf eins og nú er gert. Höfundur er stofnvistfræðingur og starfar hjá LÍÚ.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.