Morgunblaðið - 01.03.2000, Side 58

Morgunblaðið - 01.03.2000, Side 58
58 MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM íslandsmeistari í einstaklingskeppni í frjálsum dönsum varð Helga Jónína Markúsdóttir úr Reykjavík. Islenskur eldmóður PAÐ VAR glatt á hjalla í félags- miðstöðinni Tónabæ um helgina er fjöldi unglinga á aldrinum 10- 12 ára keppti um íslandsmeist- aratitil í frjálsum dönsum. Keppn- in hefur verið haldin í fjölda ára en í ár var metþáttaka, 42 hópar og 20 einstaklingar af öllu landinu kepptu. Islandsmeistari í einstakling- skeppni varð Helga Jónína Mar- kúsdóttir, í öðru sæti hafnaði Nancy Pantazis og í því þriðja Ásta Hrund Guðmundsdóttir en þær eru allar frá Reykjavík. Hópur er kallaði sig Eldmóður sigraði í hópakeppni en það eru þær Hildur J. Tryggvadóttir, Hugrún Árnadóttir, Ólöf H. Gunnarsdóttir, Thelma Jónsdóttir og Emilía Ottesen sem skipa hann. Morgunblaðið/Kristinn Kolbrún Guðmundsdóttir heilsar afmælisbarninu. Kolla í faðmi fjölskyldunnar: Linda Ingvarsdóttir, Dótturdóttirin Kolbrún fylgist með. Siljandi eru dóttir hennar, og þijú börn Lindu, Kolbrún, Hrafn- Sæunn Þorleifsdóttir og Páll Guðbergsson. kell og Védís Gissurarbörn. Kolla á Hressó sextug HVER man ekki eftir Kollu á Hressó? Það var sama hvað Kolla tók sér fyrir hendur, eftir að hún hætti störfum á Hressó, alltaf fylgdi henni nafngiftin Kolla á Hressó. Hún tók virkan þátt í uppbyggingu Bern- höftstorfunnar og stofnaði fyrsta veitingastaðinn í húsaröðinni: Torfuna. Síðar flutti hún sig um set, út á horn og stofnaði þann mæta veitingastað Lækjar- brekku. Kolla (Kolbrún Jóhannesdóttir) varð sextug í fyrradag, þann 28. febrúar og hélt hún daginn hátíð- Iegan á heimili sínu, að Hátúni 12, og komu fjölmargir gestir að heiðra hana á afmælisdaginn. Raunar þurfti að tvískipta afmælisveislunni og hófst hún með móttöku á sunnudag. Á mánudag, afmælis- daginn, streymdu svo gestirnir að í tugatali til þess að samgleðjast Kollu á þessum tímamótum. * Veislukostur JSjúffengar Ipeislusamlojur á böffum fyrir stóra eöalitla bópa. 'Tifoalið fyrir fundi, afmæli og aÓm mannfagnaöi. Zfpplýsingar í Samlokur ffh ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ í tilefni af frumsýningu leikritsins Komdu nær standa mbl.is og Þjóðleikhúsið fyrir léttum netleik. Svaraðu spurningum á mbl.is og nældu þér í: • Miða fyrir tvo á leikritið Komdu nær • Miða fyrir tvo á leikrit hjá Leikfélagi Akureyrar • Kvöldverð fyrir tvo á veitingastaðnum Caruso • Ferð fyrir tvo til/frá Akureyri frá Flugfélagi íslands. Leikritið Komdu nær er margverðlaunað, nýtt breskt leikrit og fjallar um flókinn ástarferhyrning í nútímanum. Leikstjóri er Guðjón Pedersen. Leikendur eru Baltasar Kormákur, Brynhildur Guöjónsdóttir, Elva Ósk Ölafsdóttir og Ingvar E, Sigurðsson. Þýðing: Hávar Sigurjónsson Lýsing: Páll Ragnarsson. Leikmynd og húningar: Helga I. Stefánsdóttir. Sýningin er ekki við hæfi barna. H mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.