Morgunblaðið - 17.03.2000, Page 1

Morgunblaðið - 17.03.2000, Page 1
STOFNAÐ 1913 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS 65. TBL. 88. ARG. FOSTUDAGUR 17. MARS 2000 Hdtanir Kínverja hafa valdið titringi á taívanska hlutabréfamarkaðnum Her Taívans settur í við- bragðsstöðu Ekkert þykir þó benda til þess að Kínverjar undirbúi árásir Taipei. AFP, AP. STJÓRN Taívans fyrirskipaði í gær her landsins að vera í við- bragðsstöðu vegna yfirlýsinga Kín- verja um að þeir kynnu að beita hervaldi ef sjálfstæðissinni færi með sigur af hólmi í taívönsku for- setakosningunum á morgun. Tang Fei, varnarmálaráðherra Taívans, lagði þó áherslu á að ekkert benti til þess að Kínverjar væru að undir- búa árásir á landið. „Við höfum sagt hemum að halda ró sinni en vera í viðbragðsstöðu - án þess þó að búast til bardaga - vegna yfirlýsinga kínverskra stjórn- valda,“ sagði varnarmálaráðherr- ann. En hótanir Kínverja hafa vald- ið miklum titringi á hlutabréfa- markaðnum á Taívan og talið er að opinberir sjóðir hafi dælt í hann 73 milljörðum taívanskra dala, andvirði 173 milljarða króna, síðustu daga til að koma í veg fyrir verðhran. William Cohen, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, hvatti Kín- verja og Taívana til að leysa deiluna með friðsamlegum hætti. Hann skoraði á stjórnvöld í Kína að láta af hótunum sínum um valdbeitingu og lagði áherslu á að Bandaríkja- menn væru skuldbundnir til að verja Taívan. Thomas Pickering, aðstoðarutan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, boð- aði sendiherra Kína í Washington á sinn fund í gær til að ræða spenn- una í samskiptum Kína og Taívans. Pickering kvaðst hafa rætt við sendiherrann um „mikilvægi skyn- semi og þolinmæði fyrir og eftir kosningamar á Taívan". Daginn áður hafði Zhu Rongji, forsætisráðherra Kína, lýst því yfir að Kínverjar áskildu sér rétt til valdbeitingar ef Taívanar sýndu „hvatvísi“ með því að kjósa fram- Andstæðingur taívönsku stjórnarinnar er dreginn burt eftir að hafa far- ið að munnhöggvast við Lee Teng-hui, forseta Taívans, á kosningafundi Lien Chan forsetaframbjóðanda stjórnarflokks þjóðarsinna. bjóðanda sem vildi að Taívan lýsti yfir sjálfstæði. Kínverjar væru til- búnir að „úthella blóði sínu og fórna lífinu til að verja einingu og virð- ingu ættjarðarinnar". Segjast ekki hræðast hótanir Kínverja Helstu frambjóðendurnir í for- setakosningunum sögðust ekki hræðast hótanir Kínverja. „Taívanska þjóðin sættir sig ekki við þvinganir kínverska hersins," sagði James Soong, óháður fram- bjóðandi. „Það er heilög skylda nýs leið- toga Taívans að tryggja fullveldi landsins," sagði frambjóðandi stjórnarandstöðunnar, Chen Shu- bian, sem hefur verið hlynntur sjálfstæði Taívans. Hann hefur þó mildað afstöðu sína í kosningabar- áttunni og segist nú ekki ætla að lýsa yfir sjálfstæði eyjunnar nema Kínverjar ráðist á hana. Allir helstu frambjóðendurnir, þeirra á meðal Lien Chan, forseta- efni stjórnarflokks þjóðernissinna, Kuomintang, eru andvígir því að Taívan sameinist Kína samkvæmt skilmálum kínversku kommúnista- stjórnarinnar og afstaða þeirra til Kína er svipuð í meginatriðum. Lien og Soong hafa þó aldrei stutt sjálfstæði og talið er að kínverska stjórnin vilji að annar hvor þeirra verði kjörinn næsti forseti Taív- ans. Tsjetsjneskir skæruliðar reynast rússneska hernum erfíðir Áfram hart barist við Komsomolskoje Rússneskir hermenn munda vopn sín nærri Kharsenoi, þorpi sem er vestur af Argun-gljúfri. Skotárás í heimavist- arskóla NEMENDUR sjást hér yfirgefa heimavistarskóla í Brannenburg í Suður-Bæjaralandi eftir að þýskur skólapiltur særði kennara sinn alvar- lega með byssu sem hann beindi síð- an að sjálfum sér eftir að upp komst um kannabisneyslu hans. Að sögn þýsku lögreglunnar voru kennarinn og drengurinn, sem er 16 ára, fluttir á sjúkrahús með hraði en ekki var vitað hverjar ástæður skot- árásarinnar voru. Drengurinn átti þó við hegðunarörðugleika að stríða og hafði verið rekinn úr skólanum vegna kannabisneyslu. Ofbeldi hefur aukist til muna í skólum í Þýskalandi sl. ár og í síðasta mánuði kom lögregla þar í veg fyrir áætlun 16 ára skólastúlku um að myrða 13 bekkjarsystkini sín. Urus-Martan, Komsomolskoje, Moskva. AP, AFP, Reuters. RIJSSAR og Tsjetsjenar börðust áfram í grennd við þorpið Komsom- olskoje í Suður-Tsjetsjníu í gær og mæta Rússar töluverðri andspymu uppreisnarmanna nái þeir að laumast fram hjá víglínunum. „Við getum ekki leyft okkur að slaka á ef við eigum að forðast frekari hörmungar," var haft eftir Georgí Shpak, hershöfðingja í rússneska hernum, þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar Rússa á miðvikudag um að þeir hefðu náð Komsomolskoje á sitt vald. Hafa rússneskar hersveitir mætt harðri andspymu uppreisnarmanna og frá því snemma í gærmorgun héldu rússneskir stórskotaliðar uppi skothríð í nágrenni Komsomolskoje. Itarleg leit stóð yfir að felustöðum uppreisnarmanna að sögn Interfax- fréttastofúnnar, auk þess sem her- flugvélar og stórskotalið héldu uppi árásum á önnur þorp í Argun- og Vedeno-gljúfri. Var níu virkjum upp- reisnarmanna eytt í gær að því er haft var eftir yfirstjóm rússneska hersins. Pútín líklegur signrvegari Langvarandi andstaða Tsjetsjena hefur reynst rússneskum hernaðaryf- irvöldum fjötur um fót en þeir hafa sagt hemaðaraðgerðum í Tsjetsjníu svo gott sem lokið. Átökin í Tsjetsjníu hafa þó reynst Vladimir Pútín, starf- andi forseta Rússlands, vegsauki en hann hefur aukið fylgi sitt meðal al- mennings í Rússlandi í kjölfar harðra aðgerða í Tsjetsjnfu. Forsetakosningar fara fram í Rússlandi 26. mars nk. og bendir flest til að Pútín fari þar með sigur af hólmi. Skoðanakannanir, sem birtar vora í gær, sýndu Pútin hafa umtals- vert meira fylgi en aðra frambjóðend- ur og lítur út fyrir að hann nái um helmingi atkvæða. ígor Kijamkin, yf- irmaður sjálfstæðrar félagsvísinda- stofnunar í Moskvu, segir kannanir enn fremur benda til að Pútín geti jafnvel aukið fylgi sitt enn frekar heiti hann vestrænum umbótum í stjóm- artíð sinni. Kóngafólk dæmtí áframhald- andi útlegð Brussel. AP. ÍTÖLSKU konungsfjölskyldunni, sem hefur verið í útlegð frá því 1948, var í gær neitað af Evrópu- þinginu um leyfi til að snúa aftur heim til fósturjarðarinnar og var Habsborgaraættinni, sem eitt sinn réð ríkjum í Austurríki, einnig synj- að um leyfi til að setjast að í Austur- ríki á ný. Á fundi Evrópuþingsins í Stras- bourg í Frakklandi féllu atkvæði þannig að 256 greiddu atkvæði gegn því að ítölsku konungs- fjölskyldunni yrði heimilað að snúa til Italíu á ný á meðan 173 töldu út- legðina bæði „grimmdarlega og óvenjulega refsingu sem ætti ekki heima í Evrópu í dag“. Savoy-ættin var dæmd í útlegð fyrir 54 árum eftir að ítalska þingið ákvað það viðeigandi refsingu fyrir stuðning konungsfjölskyldunnar við fasista- stjórn Benitos Mussolinis. Victor Emmanuel, sonur Umbertos síðasta konungs Itala, sem nú er látinn, Iýsti yfir vonbrigðum sínum með úrskurðinn en kvaðst staðráðinn í að halda baráttu sinni áfram. Hann heldur því fastlega fram að fasistar hafi neytt fjölskyldu sína til stuðn- ings, en Victor Emmanuel olli sjálf- ur miklu uppþoti á Ítalíu 1997, þeg- ar hann sagðist ekki telja fasisma eða lög fjandsamleg gyðingum vera svo hræðileg. Met- hækkun hjá Dow Jones New York. AFP, AP. DOW Jones-verðbréfavísitalan í New York sló met í gær þegar hún hækkaði um 499,19 punkta, en hún hefur aldrei styrkst meira á einum degi. Hækkunin nemur 4,9% og var vísitalan skráð 10.630,60 punktar við lokun verðbréfamarkaða. Samtímis hækkun Dow Jon- es styrktust hlutabréf í há- tæknifyrirtækjum þegar Nasd- aq-vísitalan hækkaði um 134,67 punkta eða 2,9%, eftir að hafa lækkað um tæplega 130 punkta um miðjan dag í gær. En Nas- daq féll um 124 punkta á mið- vikudag, á sama tíma og Dow Jones styrktist um rúmlega 320 punkta. Áður hafði Dow Jones hækk- að mest um 380,53 punkta á einum degi, 8. september 1998. ■ Gæti skilið/27 MORGUNBLAÐH) 17. MARS 2000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.