Morgunblaðið - 17.03.2000, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 17.03.2000, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS 65. TBL. 88. ARG. FOSTUDAGUR 17. MARS 2000 Hdtanir Kínverja hafa valdið titringi á taívanska hlutabréfamarkaðnum Her Taívans settur í við- bragðsstöðu Ekkert þykir þó benda til þess að Kínverjar undirbúi árásir Taipei. AFP, AP. STJÓRN Taívans fyrirskipaði í gær her landsins að vera í við- bragðsstöðu vegna yfirlýsinga Kín- verja um að þeir kynnu að beita hervaldi ef sjálfstæðissinni færi með sigur af hólmi í taívönsku for- setakosningunum á morgun. Tang Fei, varnarmálaráðherra Taívans, lagði þó áherslu á að ekkert benti til þess að Kínverjar væru að undir- búa árásir á landið. „Við höfum sagt hemum að halda ró sinni en vera í viðbragðsstöðu - án þess þó að búast til bardaga - vegna yfirlýsinga kínverskra stjórn- valda,“ sagði varnarmálaráðherr- ann. En hótanir Kínverja hafa vald- ið miklum titringi á hlutabréfa- markaðnum á Taívan og talið er að opinberir sjóðir hafi dælt í hann 73 milljörðum taívanskra dala, andvirði 173 milljarða króna, síðustu daga til að koma í veg fyrir verðhran. William Cohen, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, hvatti Kín- verja og Taívana til að leysa deiluna með friðsamlegum hætti. Hann skoraði á stjórnvöld í Kína að láta af hótunum sínum um valdbeitingu og lagði áherslu á að Bandaríkja- menn væru skuldbundnir til að verja Taívan. Thomas Pickering, aðstoðarutan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, boð- aði sendiherra Kína í Washington á sinn fund í gær til að ræða spenn- una í samskiptum Kína og Taívans. Pickering kvaðst hafa rætt við sendiherrann um „mikilvægi skyn- semi og þolinmæði fyrir og eftir kosningamar á Taívan". Daginn áður hafði Zhu Rongji, forsætisráðherra Kína, lýst því yfir að Kínverjar áskildu sér rétt til valdbeitingar ef Taívanar sýndu „hvatvísi“ með því að kjósa fram- Andstæðingur taívönsku stjórnarinnar er dreginn burt eftir að hafa far- ið að munnhöggvast við Lee Teng-hui, forseta Taívans, á kosningafundi Lien Chan forsetaframbjóðanda stjórnarflokks þjóðarsinna. bjóðanda sem vildi að Taívan lýsti yfir sjálfstæði. Kínverjar væru til- búnir að „úthella blóði sínu og fórna lífinu til að verja einingu og virð- ingu ættjarðarinnar". Segjast ekki hræðast hótanir Kínverja Helstu frambjóðendurnir í for- setakosningunum sögðust ekki hræðast hótanir Kínverja. „Taívanska þjóðin sættir sig ekki við þvinganir kínverska hersins," sagði James Soong, óháður fram- bjóðandi. „Það er heilög skylda nýs leið- toga Taívans að tryggja fullveldi landsins," sagði frambjóðandi stjórnarandstöðunnar, Chen Shu- bian, sem hefur verið hlynntur sjálfstæði Taívans. Hann hefur þó mildað afstöðu sína í kosningabar- áttunni og segist nú ekki ætla að lýsa yfir sjálfstæði eyjunnar nema Kínverjar ráðist á hana. Allir helstu frambjóðendurnir, þeirra á meðal Lien Chan, forseta- efni stjórnarflokks þjóðernissinna, Kuomintang, eru andvígir því að Taívan sameinist Kína samkvæmt skilmálum kínversku kommúnista- stjórnarinnar og afstaða þeirra til Kína er svipuð í meginatriðum. Lien og Soong hafa þó aldrei stutt sjálfstæði og talið er að kínverska stjórnin vilji að annar hvor þeirra verði kjörinn næsti forseti Taív- ans. Tsjetsjneskir skæruliðar reynast rússneska hernum erfíðir Áfram hart barist við Komsomolskoje Rússneskir hermenn munda vopn sín nærri Kharsenoi, þorpi sem er vestur af Argun-gljúfri. Skotárás í heimavist- arskóla NEMENDUR sjást hér yfirgefa heimavistarskóla í Brannenburg í Suður-Bæjaralandi eftir að þýskur skólapiltur særði kennara sinn alvar- lega með byssu sem hann beindi síð- an að sjálfum sér eftir að upp komst um kannabisneyslu hans. Að sögn þýsku lögreglunnar voru kennarinn og drengurinn, sem er 16 ára, fluttir á sjúkrahús með hraði en ekki var vitað hverjar ástæður skot- árásarinnar voru. Drengurinn átti þó við hegðunarörðugleika að stríða og hafði verið rekinn úr skólanum vegna kannabisneyslu. Ofbeldi hefur aukist til muna í skólum í Þýskalandi sl. ár og í síðasta mánuði kom lögregla þar í veg fyrir áætlun 16 ára skólastúlku um að myrða 13 bekkjarsystkini sín. Urus-Martan, Komsomolskoje, Moskva. AP, AFP, Reuters. RIJSSAR og Tsjetsjenar börðust áfram í grennd við þorpið Komsom- olskoje í Suður-Tsjetsjníu í gær og mæta Rússar töluverðri andspymu uppreisnarmanna nái þeir að laumast fram hjá víglínunum. „Við getum ekki leyft okkur að slaka á ef við eigum að forðast frekari hörmungar," var haft eftir Georgí Shpak, hershöfðingja í rússneska hernum, þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar Rússa á miðvikudag um að þeir hefðu náð Komsomolskoje á sitt vald. Hafa rússneskar hersveitir mætt harðri andspymu uppreisnarmanna og frá því snemma í gærmorgun héldu rússneskir stórskotaliðar uppi skothríð í nágrenni Komsomolskoje. Itarleg leit stóð yfir að felustöðum uppreisnarmanna að sögn Interfax- fréttastofúnnar, auk þess sem her- flugvélar og stórskotalið héldu uppi árásum á önnur þorp í Argun- og Vedeno-gljúfri. Var níu virkjum upp- reisnarmanna eytt í gær að því er haft var eftir yfirstjóm rússneska hersins. Pútín líklegur signrvegari Langvarandi andstaða Tsjetsjena hefur reynst rússneskum hernaðaryf- irvöldum fjötur um fót en þeir hafa sagt hemaðaraðgerðum í Tsjetsjníu svo gott sem lokið. Átökin í Tsjetsjníu hafa þó reynst Vladimir Pútín, starf- andi forseta Rússlands, vegsauki en hann hefur aukið fylgi sitt meðal al- mennings í Rússlandi í kjölfar harðra aðgerða í Tsjetsjnfu. Forsetakosningar fara fram í Rússlandi 26. mars nk. og bendir flest til að Pútín fari þar með sigur af hólmi. Skoðanakannanir, sem birtar vora í gær, sýndu Pútin hafa umtals- vert meira fylgi en aðra frambjóðend- ur og lítur út fyrir að hann nái um helmingi atkvæða. ígor Kijamkin, yf- irmaður sjálfstæðrar félagsvísinda- stofnunar í Moskvu, segir kannanir enn fremur benda til að Pútín geti jafnvel aukið fylgi sitt enn frekar heiti hann vestrænum umbótum í stjóm- artíð sinni. Kóngafólk dæmtí áframhald- andi útlegð Brussel. AP. ÍTÖLSKU konungsfjölskyldunni, sem hefur verið í útlegð frá því 1948, var í gær neitað af Evrópu- þinginu um leyfi til að snúa aftur heim til fósturjarðarinnar og var Habsborgaraættinni, sem eitt sinn réð ríkjum í Austurríki, einnig synj- að um leyfi til að setjast að í Austur- ríki á ný. Á fundi Evrópuþingsins í Stras- bourg í Frakklandi féllu atkvæði þannig að 256 greiddu atkvæði gegn því að ítölsku konungs- fjölskyldunni yrði heimilað að snúa til Italíu á ný á meðan 173 töldu út- legðina bæði „grimmdarlega og óvenjulega refsingu sem ætti ekki heima í Evrópu í dag“. Savoy-ættin var dæmd í útlegð fyrir 54 árum eftir að ítalska þingið ákvað það viðeigandi refsingu fyrir stuðning konungsfjölskyldunnar við fasista- stjórn Benitos Mussolinis. Victor Emmanuel, sonur Umbertos síðasta konungs Itala, sem nú er látinn, Iýsti yfir vonbrigðum sínum með úrskurðinn en kvaðst staðráðinn í að halda baráttu sinni áfram. Hann heldur því fastlega fram að fasistar hafi neytt fjölskyldu sína til stuðn- ings, en Victor Emmanuel olli sjálf- ur miklu uppþoti á Ítalíu 1997, þeg- ar hann sagðist ekki telja fasisma eða lög fjandsamleg gyðingum vera svo hræðileg. Met- hækkun hjá Dow Jones New York. AFP, AP. DOW Jones-verðbréfavísitalan í New York sló met í gær þegar hún hækkaði um 499,19 punkta, en hún hefur aldrei styrkst meira á einum degi. Hækkunin nemur 4,9% og var vísitalan skráð 10.630,60 punktar við lokun verðbréfamarkaða. Samtímis hækkun Dow Jon- es styrktust hlutabréf í há- tæknifyrirtækjum þegar Nasd- aq-vísitalan hækkaði um 134,67 punkta eða 2,9%, eftir að hafa lækkað um tæplega 130 punkta um miðjan dag í gær. En Nas- daq féll um 124 punkta á mið- vikudag, á sama tíma og Dow Jones styrktist um rúmlega 320 punkta. Áður hafði Dow Jones hækk- að mest um 380,53 punkta á einum degi, 8. september 1998. ■ Gæti skilið/27 MORGUNBLAÐH) 17. MARS 2000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.