Morgunblaðið - 17.03.2000, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 17.03.2000, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ SELTJABNARNES ■'r\ BESSASTAÐA- HREPPUR> v\ rpjíj 4 , - ! BREIÐBAND LANDSÍMANS HAFNARFJORÐUR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Svæði tengd Breiðbandinu í árs|ók1999 :>*"wafrjadjpiðör Njárðvík Rángárvalla _ sýslg <4 lyojsvöllur Uppsetning svifbrautar upp á Hlíðarfjall Akureyrar- bær leggur fram 10 milljónir krdna BÆJARRÁÐ Akureyrar sam- þykkti á fundi sínum í gær að framkvæmdasjóður bæjarins legði fram 10 milijónir króna í hlutafé til verkefnisins um svifbraut í Hlíðar- fjalli. Frekari aðkoma bæjarins að málinu mun svo ráðast að við- brögðum annarra fjárfesta. Sveinn Jónsson athafnamaður í Kálfsskinni í Dalvíkurbyggð, sem farið hefur fremstur í flokki þeirra manna sem unnið hafa að undir- búningi verkefnisins, sagðist mjög ánægður með afgreiðslu bæjar- ráðs, enda væri þarna um að ræða fyrsta stóra framlagið til hlutafé- lagsins. Hann sagði að þessu til viðbótar hafl einstaklingar skrifað sig fyrir svipaðri upphæð. „Petta er góð byrjun en það vantar mikið fjármagn enn og það hafa margir lýst yfir áhuga á að leggja verk- efninu lið.“ Sveinn sagði að unnið væri að því að endurgera viðskiptaáætlun verkefnisins, sem hægt verður að leggja fyrir þá aðila sem að því vilja koma. Heildarkostnaður við verkefnið er áætlaður 420-440 milljónir króna og sagði Sveinn að á næstu vikum og mánuðum þyrfti að safna 200-300 milljónum króna í hlutafé. Hlutafélagið Hlíðarfjall ehf. var stofnað á síðasta ári vegna verkefnisins og þar geta áhuga- samir nálgast áskriftarblöð. Sveinn sagði að framundan væri að ganga frá samningum við aust- urríska fyrirtækið Doppelmaier um kaup á öllum búnaði, auk þess sem fyrirtækið leggur fram teikn- ingar og mun að auki aðstoða heimamenn við allan undirbúning. „Til viðbótar við endastöðvar verð- um við með millistöð þar sem við getum hleypt fólki af fyrir neðan bröttu brekkuna uppi við brún, þannig að skíðafólk fær allt fjallið undir án þess að fara alla leið upp. Þessi breyting hleypir kostnaðin- um upp um 50 milljónir króna.“ Stefnt er að því að taka svif- brautina í notkun sumarið 2001 og að í kjölfarið verði hægt að halda áfram framkvæmdum uppi á fjalls- brún varðandi móttöku ferða- manna og aðstöðu skíðamanna upp á jökli. Til að byrja með verða keyptir 20 klefar í svifbrautina, sem flytja um 500 manns á klst. en með því að fjölga klefunum um 10 verður hægt að flytja 800 manns á klst. upp á fjallið. SS tekur þátt í kostnaði við sýnatöku STEINÞÓR Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir að fyrirtækið grípi til þess að taka sýni úr sláturgripum í öllum sveitum Rangárvallasýslu neðan þjóðvegar af öryggisástæðum. Þama er um að ræða svæði sem afmarkast af Mark- arfljóti í austri og Þjórsá í vestri. Tvö tilfelli salmonellusýkingar hafa greinst í nautgripum og hrossum á Suðurlandiívetur. „Það komu fyrir stuttu nýjar reglur frá yfirdýralækni um sýna- töku sem verður að viðhafa áður en má slátra hrossum á þessu tiltekna svæði. Þetta er varúðarráðstöfun sem sett er í gang meðan unnið er að því að hreinsa þetta svæði af grun þannig að ekki þurfi að hafa aðrar reglur þar en almennt gilda. Þegar reglur yfirdýralæknis komu fram þurftum við að meta hvemig það snerti okkur og okkar starfsemi. Það er okkar ákvörðun að láta reglumar ekki eingöngu ná yfir hross heldur alla gripi sem koma af þessu svæði. Þetta er viðbótar öryggisráðstöfun af okkar hálfu. Það er okkar mat að þótt mjög ólíklegt sé að smit geti borist í aðra gripi sé ástæða til að viðhafa þessa reglu til að verja okkar framleiðslu," segir Steinþór. Sýnatökur framkvæmdar á næstu vikum Það liggur fyrir að yfirdýralækn- isembættið hefur skipulagðar sýna- tökur í næstu viku og sagði Steinþór að innan skamms lægju fyrir heild- arniðurstöður fyrir svæðið. Vonandi yrði þá hægt að fella niður þessar sérstöku ráðstafanir Sláturfélagsins. Sláturfélagið býðst til að greiða helming kostnaðar við sýnatöku á móti bónda af þeim sláturgripum sem fara til Sláturfélagsins og jafn- framt hluta af átaki yfirdýralæknis. Hvert sýni kostar 5-6 þúsund kr. og nægir safnsýni úr öllum hópnum sem á að koma til slátrunar. Um 30 þúsund heimili geta tengst breiðbandinu UM helmingur hcimila á höfuð- borgarsvæðinu á nú kost á að tengjast breiðbandi Landssímans en um þriðjungur þegar litið er til landsins alls. Samanlagt er um að ræða rétt um 30 þúsund heim- ili, að sögn Ólafs Stephensen, for- stöðumanns upplýsinga- og kynn- ingarmála hjá Landssímanum. í Morgunblaðinu í gær er sagt frá tilraunaverkefni á vegum Landssímans. Fjörutíu heimili tengjast Netinu í gegnum breið- bandið sem gerir það að verkum að gagnaflutningsgetan marg- faldast í samanburði við hefð- bundnar ISDN-tengingar. Það sem hefur hins vegar takmarkað nýtingu breiðbandsins í þessu skyni er að endabúnaður hefur verið dýr en nú hafa litið dagsins Ijós ódýrari Iausnir í þeim efnum. Ólafur sagði að uppbygging breiðbandskerfisins hefði verið mest á höfuðborgarsvæðinu en kerfið hefði einnig verið byggt upp jafnt og þétt úti um landið. Lagðir hefðu verið Ijósleiðara- strengir í öll ný hverfí síðustu ár- in og þær götur f eldri hverfum þar sem lagnir hefðu verið end- umýjaðar. Þá yrðu tæplega eitt þúsund heimili á Akureyri tengd breiðbandinu, rúmlega 600 í Reykjanesbæ, tæplega 600 á ísa- firði og 500 heimili á Egilsstöð- um. Öll hcimili á Húsavík væru tengd breiðbandinu og sama myndi gilda um Stykkishólm, þar sem 400 heimili tengdust breið- bandinu innan tíðar en Iagður hefði verið ljósleiðarastrengur til heimila þar um leið og hitaveita hefði verið lögð í bænum. Ólafur sagði að að óbreyttu væri ætlunin að hafa áfram upp- byggingu breiðbandsins í þessum farvegi. Hins vegar færi það auð- vitað dálftið eftir þróun þjónust- unnar hvert framhaldið yrði. Þannig mætti gera ráð fyrir því að ef það yrðu mikil viðbrögð vegna nettengingar um breið- bandið að settur yrði meiri kraft- ur í uppbyggingu kerfisins. Fólk getur nálgast upplýsingar um hvort heimili þeirra eigi kost á breiðbandstengingu á Netinu með því að slá inn slóðina breid- varp.is, en þar er að finna leitar- vél sem gefur upplýsingar um tengingu við breiðbandið sé götu- heiti gefið upp. Akranes REYKJAVÍK Seltjarnarnes t»osfell Gnndavtk Mýrdals Sláturfélag Suðurlands hefur ákveðið að taka ekki við gripum til slátrunar frá þessu svæði nema að undangenginni rannsókn sem útiloki salmonella smit. vestmannaeyjar 50 km i i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.