Morgunblaðið - 17.03.2000, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Utanríkisráðherra mælir fyrir frumvarpi um ákveðna þætti varnarsamstarfsins
Sakaður um að ganga er-
inda Eimskipafélagsins
Morgunblaðið/Ásdís
Halldór Ásgrímsson neitaði ásökunum Össurar Skarphéðinssonar um
að hann gengi erinda Eimskipafélagsins með frumvarpi um fram-
kvæmd tiltekinna þátta í varnarsamstarfí íslands og Bandaríkjanna.
UTANRÍKISRÁÐHERRA var
sakaður um það á AJþingi í gær að
ganga erinda Eimskipafélagsins
með frumvarpi sem fjallar um
framkvæmd tiltekinna þátta í
varnarsamstarfi íslands og Banda-
ríkjanna. Taldi Össur Skarphéð-
insson, þingmaður Samfylkingar,
að frumvarpinu væri beint sér-
staklega gegn Atlantsskipum sem
að undanförnu
hefur séð um ís-
lenskan hluta
flutninga varn-
arliðsins milli
Islands og
Bandaríkjanna
en því neitaði
Halldór Ás-
grímsson utan-
ríkisráðherra
hins vegar og
sagði að með
frumvarpinu
væri einungis skilgreint hvað teld-
ist íslenskt fyrirtæki. Það þýddi
ekki að verið væri að hygla Eim-
skipafélaginu, uppfylltu fyrirtæki
skilyrðin væri þeim vitaskuld
frjálst að bjóða í flutningana.
Halldór sagði í framsöguræðu
sinni að í frumvarpinu væri tekið
með heildstæðum hætti á ýmsum
málum sem tengdust varnarsam-
starfi Islands og Bandaríkjanna,
einkum viðskiptum íslenskra aðila
við varnarliðið. Fest væri í sessi sú
frjálsræðisþróun sem orðið hefði á
síðustu árum I verktöku fyrir
varnarliðið og tryggður fullnægj-
andi lagarammi í því efni. Enn-
fremur væri treystur lagagrunnur
fyrir stjórnsýslu á varnarsvæðun-
um, í samræmi við þær kröfur sem
gerðar væru til nútímalegra
stjórnsýsluhátta.
Halldór sagði m.a. að í samræmi
við ákvæði varnarsamningsins og
afleiddra samninga gerði frum-
varpið ráð fyrir því að tilnefning af
hálfu íslenskra stjórnvalda væri
forsenda þess að
samningar ís-
lenskra aðila við
varnarmálið
væru gildir.
Gert væri ráð
fyrir að samn-
ingar við varn-
arliðið færu al-
mennt um
hendur ís-
lenskra stjórn-
valda og að fram
færi forval
hæfra viðskiptaaðila eftir íslensk-
um reglum. Að því er verksamn-
inga við varnarliðið varðaði væri
þó gert ráð fyrir aðlögunarferli í
samræmi við samninga milli Is-
lands og Bandaríkjanna.
„Forvalsnefnd ber að leggja mat
á efnisleg skilyrði sem fyrirtæki
þurfa að uppfylla, auk þess að taka
mið af öryggissjónarmiðum," sagði
Halldór. „Meðal skilyrða sem
kveðið er á um í frumvarpinu er að
um „íslensk fyrirtæki" sé að ræða.
Er það hugtak skilgreint til að
tryggja efnahagsleg tengsl fyrir-
tækis við Island. Ef samið er án
undanfarandi tilnefningar eru
samningar ógildir, sem og ef for-
sendur tilnefningar bresta á samn-
ingstíma. Samningar íslenskra og
erlendra aðila við varnarliðið sem
stríða gegn ákvæðum varnarsamn-
ingsins eða afleiddra samninga eru
enn fremur ógildir. Lagt er bann
við framkvæmd ógildra samninga,“
sagði utanríkisráðherra m.a.
Skylda íslenskra stjórnvalda
að tryggja íslenska hagsmuni
Össur Skarphéðinsson, þingmað-
ur Samfylkingar, sagði utanríkis-
ráðherra hafa talað um frjálsræð-
isþróun en frumvarp hans virtist
hins vegar ganga í þveröfuga átt.
Eimskipafélagið hefði fengið sam-
keppni um flutninga fyrir varnar-
liðið með tilkomu Átlantsskipa
1997 en svo virtist sem nú ætti að
knésetja Atlantsskip með þessu
frumvarpi, jafnvel þótt fyrirtækið
hefði skammlaust sinnt flutningum
fyrir varnarliðið til skamms tíma.
Rakti Össur þá deilur sem um
þessa flutninga hefur staðið sem
m.a. hafa verið í formi málarekst-
urs fyrir bandarískum dómstólum
og að í fyrrahaust hefði það gerst
að Atlantsskip hefðu verið útilokuð
í forvali utanríkisráðuneytisins,
jafnvel þó að það hlyti að teljast
jákvætt fyrir íslendinga að virk
samkeppni ríkti á þessum mark-
aði. „Fyrir mér er þetta alveg aug-
ljóst en ég kann auðvitað að hafa
rangt fyrir mér, hér er einfaldlega
verið að ganga erinda Eimskipafé-
lagsins til þess að viðhalda þeirri
einokun sem fyrirtækið hefur,“
sagði Össur Skarphéðinsson. Tók
Þórunn Sveinbjarnardóttir, flokk-
systir hans, mjög í sama streng við
umræðuna en Steingrímur J. Sig-
fússon, formaður Vinstrihreyfing-
arinnar - græns framboðs, taldi að
nær væri að ræða um brottför
varnarliðsins en hvernig tryggja
mætti rétt einstakra fyrirtækja til
að liggja á spenanum hjá varnar-
liðinu.
Halldór Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra minnti á það við umræð-
una í gær að varnarsamningurinn
frá 1986 kvæði á um að íslensk
fyrirtæki skyldu sjá um 65% flutn-
inga fyrir varnarliðið en bandarísk
35%. Það væri vitaskuld skylda ís-
lenskra stjórnvalda að tryggja að
íslenskir aðilar færu í raun og
veru með íslenska hluta flutning-
anna og nú væri svo komið að
menn teldu nauðsynlegt að skil-
greina hvað teldust íslensk fyrir-
tæki.
Sagði Halldór það reyndar
liggja alveg ljóst fyrir að utanrík-
isráðuneytið teldi umrætt fyrir-
tæki, Atlantsskip, ekki uppfylla
skilyrði varnarsamningsins að
þessu leyti en benti jafnframt á að
sem betur fer uppfylltu fleiri fyrir-
tæki en Eimskipafélagið það skil-
yrði að teljast íslensk. „Við erum
ekki að gæta hagsmuna tiltekinna
fyrirtækja," sagði Halldór Ás-
grímsson. „Við erum að gæta ís-
lenskra hagsmuna í samræmi við
þennan samning og okkur ber að
gera það og ef við gerðum það
ekki þá værum við að bregðast
skyldum okkar.“
ALÞINGI
Formannsslagur í Samfylkingunni
Tryggvi Harð-
arson fer fram
TRYGGVI Harðar-
son, bæjarfulltrúi í
Hafnarfirði, greindi
frá því í gær að hann
hygðist gefa kost á
sér í embætti for-
manns Samfylkingar-
innar og skilaði hann
inn tilkynningu um
framboðið, ásamt
meðmælendalista, í
AJþýðuhúsið í
Reykjavík laust fyrir
kl. 19 í gærkvöldi en
þá rann framboðs-
frestur út. Tveir
koma því til með að
keppa um formanns-
embættið en auk
Tryggva hefur Össur Skarphéð-
insson alþingismaður tilkynnt
um framboð sitt. Eins og kunn-
ugt er verður um póstkosningu
að ræða og er gert ráð fyrir því
að kjörgögn verði send til félaga
Samfylkingarinnar 10. apríl nk.
en kosningu lýkur hinn 30. apríl.
Að sögn Margrétar Frímanns-
dóttur, talsmanns Samfylking-
arinnar, verða úrslit kunngjörð
á stofnfundi Samfylkingarinnar,
fyrstu helgina í maí nk.
Margrét Frímannsdóttir
enn ein um hituna
Enn sem komið er hefur Mar-
grét Frímannsdóttir ein gefið
kost á sér í embætti varafor-
manns flokksins en talið er víst
að fleiri munu vera að íhuga
framboð á þeim vettvangi.
Bryndís Hlöðversdóttir alþingis-
maður hefur m.a. verið nefnd í
því sambandi sem og Ásta R.
Jóhannesdóttir al-
þingismaður.
Inntur eftir
ástæðu framboðsins
kveðst Tryggvi
hafa talið heppilegt
fyrir Samfylking-
una að ákveðin mál-
efnaleg umræða
yrði fyrir stofn-
fundinn en slík um-
ræða ætti sér óhjá-
kvæmilega stað
þegar kosið væri
um formann. „Sjálf-
ur hef ég áhuga á
að koma ýmsum
stefnumálum mín-
um og áherslum á
framfæri og síðan verður það fé-
laga Samfylkingarinnar að
dæma um það hvorn þeim líst
betur á og hvaða málefnalega
stöðu þeir vilja,“ sagði hann í
samtali 'við Morgunblaðið í gær.
Aðspurður kveðst hann hafa
ákveðið að bjóða sig fram í
fyrrinótt og ennfremur að hann
hafi íhugað framboð í nokkurn
tíma. En varð hann fyrir ein-
hverjum þrýstingi um framboð
eins og aðrir þeir sem íhuguðu
framboð töluðu uní!
„Ég varð fyrir engum þrýst-
ingi öðrum en þeim að ég fann
• að það voru óbreyttir liðsmenn í
Samfylkingunni sem vildu
gjarnan fá að sjá einhver ný
andlit í forystusveit Samfylking-
arinnar." Og þegar Tryggvi er
inntur eftir því hvort hann eigi
von á harðri kosningabaráttu
segir hann: „Ég á von á má-
lefnalegri baráttu."
Tryggvi
Harðarson
Pólfararnir símasambandslausir frá miðnætti?
Vilja ekki fá talstöð
til sín út á ísinn
NORÐURPÓLSFARARNIR hafa
tekið þá ákvörðun að þiggja ekki tal-
stöð vegna yfirvofandi lokun Iridium-
gervihnattasímkerfisins. Þeir eiga
þess kost að fá senda talstöð með
flugvél sem flýgur yfir svæðið síðar í
mánuðinum en afþökkuðu þá aðstoð í
samtali við leiðangursstjóm sína í
gær. Komi til lokunar Iridium-kerfis-
ins verða pólfararnir símasambands-
lausir við umheiminn, en þeir hafa að
öðrum fjarskiptamöguleikum að
hverfa svo sem Árgos-senditæki sem
þeir geta notað til að koma frá sér
upplýsingum um líðan sína, dagskip-
un, þarfir, árangur og ýmislegt ann-
að. Að auki hafa þeir sinn neyðar-
sendinn hvor.
Gangi yfirlýsing bandaríska
fjarskiptafyrirtækisins Motorola eft-
ir um lokun Iridium-kerfisins, verður
því lokað á miðnætti í kvöld, 17. mars.
Ástæðan er eins og kunnugt er miklir
fj árhagserfiðleikar Iridium-fyrirtæk-
isins, sem Motorola á stóran hlut í.
Norðmennirnir Gjeldnes og Lar-
sen, sem hafa verið 30 daga á ísnum
hafa reitt sig á Iridium-síma, sem og
Svíarnir Kropp og Skinnarmo.
Skandinavarnir standa ver að vígi en
íslendinganir að því leyti að þeir voru
löngu komnir út á ísinn þegar til-
kynningin barst frá Motorola. Þeir
hafa þó fjarskiptatæki sem nota má í
neyð. Islendingarnir voru með Arg-
os-tæki og tókst að fjölga kóðum í því
rétt áður en þeir lögðu af stað
Bera sig vel á ísnum
Þeir Haraldur Örn Ólafsson og
Ingþór Bjarnason báru sig vel er þeir
höfðu samband heim í gær og sögðust
hafa gengið 4,8 km á miðvikudag,
Ljósmynd/Ólafur Öm Haraldsson
Pólfararnir Haraldur Örn Ólafsson og Ingþór Bjarnason hefja för sína
til norðurpólsins frá Ward Hunt-eyju í dag.
sem er mun betri árangur en degin-
um áður. Gott hljóð var í Haraldi,
sem sagði að aðstæður
væru famar að skána lítið
eitt og kuldinn að minnka.
„I gær [miðvikudag]
byijuðum við í frekar erf-
iðu færi. Við þurftum að
hjálpast að við sleðadrátt-
inn og draga hvorn sleða
saman, þannig að við urð-
um að ganga fram og til
baka, sem þýddi að við
gengum sömu vegalengdina þrisvar
sinnum. Síðan skánaði færið aðeins
og þá fór að ganga betur. Færið
versnaði síðan aftur á nýjan leik og
varð mjög slæmt. Við urðum að taka
af okkur skíðin tilað komast yfir erfið
og brotin svæði. í lok dagsins virtist
síðan draga úr erfiðleikunum. Ástæð-
an fyrir slæmu færi er sú að ísinn
hrannast upp nálægt landi og verður
því ógreiðfær, en við bíðum þess nú
að komast út úr þessu svæði og von-
um að eitthvað betra taki við. Það
ætti að muna gríðarlega miklu fyrir
ferðahraðann hjá okkur. Það var
nokkuð kalt í gær [miðvikudag] eða
um 40 stiga frost en aftur á
móti var logn svo það var
þægilegt að eiga við að-
stæður. Það heíúr hlýnað
lítillega í nótt [aðfaranótt
fimmtudags] og okkur
sýndist ekki vera nema 31
stigs frost. Því er minna
hrím í tjaldinu og ekki eins
óþægilegt að fara upp úr
svefnpokanum."
Pólfararnir hafa nú gengið alls 26,2
km á sex dögum, sem jafngildir 4,3
km að meðaltali á dag. Þeir töldu fyr-
irfram að viðunandi árangur á meðan
þeir mjökuðu sér út úr ísruðningun-
um væri 5 til 7 km á dag fyrstu 10 til
14 dagana. Færið allra fyrstu dagana
var veiTa en þeir gerðu ráð fyrir þar
sem djúpur nýfallinn snjór tafði för-
ina sérstaklega.
Þeir Haraldur og Ingþór eru við
góða heilsu og allur búnaður er í lagi.
Ingþór fékk smákal á fingur en er þó
aðjafnasig.
I