Morgunblaðið - 17.03.2000, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Einþáttungasamkeppni Menor
og Leikfélags Akureyrar
Píanótími Yalgeirs
varð í fyrsta sæti
VALGEIR Skagfjörð hlaut fyrstu
verðlaun í einþáttungasamkeppni
sem Menningarsamtök Norðlend-
inga, Menor, efndi til í samvinnu við
Leikfélag Akureyar. Þáttur Valgeirs
heiti Píanótíminn.
í öðru sæti varð einþáttungur
Hallveigar Thorlacius, Kóngsbarnið
og eiginmaður hennar, Ragnar Arn-
alds varð í þriðja sæti með einþátt-
ung sinn, Vábrestur í Vesturheimi.
Veitt voru peningaverðlaun fyrir
þrjá bestu einþáttungana að mati
dómnefndar, 150 þúsund fyrir fyrstu
verðlaun og 75 þúsund fyrir þá sem
lentu í öðru og þriðja sæti. Utibú
Landsbanka Islands og Búnaðar-
banka Islands á Norðurlandi auk
Sparisjóðs Norðlendinga gáfu verð-
launafé.
Þá voru höfundum tveggja ein-
þáttunga veittar sérstakar viður-
kenningar, Kristján Hreinsson hlaut
viðurkenningur fyrir þátt sem ber
heitið Virkur dagur hjá vændiskonu
og systurnar Iðunn og Kristín
Steinsdætur hlutu viðurkenningu
fyrir þátt sem þær nefna Brostu
vina.
Alls bárust 18 handrit í samkeppn-
ina. Ætlunin er að sýna verðlauna-
þættina og hugsanlega fleiri hjá
Leikfélagi Akureyrar á næsta leikári
og ef til vill verða fleiri leikfélög á
Norðurlandi til að nýta sér handritin
og taka til sýninga.
Dómnefnd í samkeppninni skipuðu
þeir Sigurður Hróarsson, frá Leikfé-
lagi Akureyrar, Sigurður Hallmars-
son, frá Menningarsamtökum Norð-
lendinga, og Hannes Öm Blandon,
frá Bandalagi íslenskra leikfélaga.
Morgunblaðið/Garðar P. Vignisson
Verðlaunahafarnir í ár. Frá vinstri: Erla Rut Jónsdóttir, John Friðrik
Grétarsson sem varð annar og loks sigurvegarinn Jón Júlíus Karlsson.
Stóra upplestrarkeppnin
Mállausir fá mál
Grindavík - Stóra upplestrarkeppnin
fer nú fram í fjórða sinn. Keppnin
hófst fyrir fjórum árum í Hafnarfirði
og nær núna frá Kirkjubæjarklaustri
suður og vestur á Vestfirði og alla leið
á Blönduós. Ingibjörg Einarsdóttir er
ein af þeim sem hafa verið viðloðandi
keppnina frá byrjun og að hennar
sögn voru keppendur fyrst rúmlega
200 talsins en nú eru þeir 3.200 í 7.
bekkjum viðkomandi staða. „Vonandi
tekst okkur fljótlega að loka hringn-
um í kringum landið en keppnin er
hálfgerð kraftaverkakeppni. Ástæð-
an fyrir því að ég kalla þetta krafta-
verkakeppni er sú að oft fá „mállaus-
ir“ mál, þ.e. einstaklingar sigrast á
feimni sinni, koma fram og lesa. Þá
koma „ólæsir“ og lesa, þ.e. nemendur
sem eiga í lestrarörðugleikum eru
hér oft í úrslitum,“ sagði Ingibjörg.
í Grindavík veitti Ingibjörg verð-
laun þeim þremur sem þóttu standa
sig best og segja má að orð hennar
um nemendur sem sigrast á lestrar-
örðugleikum hafi hitt vel í mark, því
af átta krökkum í úrslitum hafa þrír
átt í lestrarörðugleikum. Sigurvegari
varð Jón Júlíus Karlsson og hlaut
hann 15.000 kr. í verðlaun sem Spari-
sjóðurinn í Grindavík gaf. Auk þess
gaf Sparisjóðurinn 10.000 kr. fyrir
annað sætið og 5.000 kr. fyrir það
þriðja.
Morgunblaðið/fgigja
Kór eldri borgara söng undir stjórn séra Magnúsar Gunnarssonar sóknarprests.
Félag eldri borgara á Dalvík fagnar tíu ára afmæli
Vígðu nýtt félagsheimili
Dalvík - Á Dalvík sem og á mörg-
um öðrum stöðum er starfrækt fé-
lag eldri borgara. Hinn 11. mars sl.
voru liðin tíu ár frá stofnun félags-
ins og við það tækifæri vígði sr.
Magnús G. Gunnarsson, sóknar-
prestur á Dalvík, félagsheimili
þeirra eldri borgara, Mimisbrunn.
Mímisbrunnur er við Mímisveg á
Dalvík og fengu eldri borgarar hús-
ið afhent fyrir um átta mánuðum.
Síðan þá hafa þeir unnið sleitulaust
og í sjálfboðavinnu við að laga hús-
ið að sínum þörfum og stækka. Ný
viðbygging, samtals um 50 fm, reis
á mettíma og í dag er húsnæðið alls
um 180 fm.
Að sögn Friðrikku Óskarsdóttur,
formanns félags eldri borgara, eru
þau afskaplega lukkuleg með nýja
húsið og lögðu margir Ieið sína í
Mímisbrunn sl. laugardag til að
samfagna þeim. Þar voru á boðstól-
um dýrindis kræsingar, kór eldri
borgara söng undir stjórri sr.
Magnúsar, fluttar voru ræður og
afhentar gjafir. Fréttaritari leit inn
í Mímisbrunn til að samfagna félagi
eldri borgara, ogtók meðfylgjandi
myndir. Til hamingju!
Glæsilegt veisluborð.
L 1— J -J Friðrikka Óskarsdóttir formaður félagsins ávarpar gesti í veislunni.
U j |£ J
Mímisbrunnur, hús félags eldri borgara á Dalvík.
Morgunblaðið/Silli
Svanhvít Jóhannesdóttir félagsforingi talar um starfsemi félagsins í 60 ár. Nýliðar í skátafélaginu eru í baksýn.
Húsavík - Skátafélagið Víkingur
á Húsavík minntist um síðustu
helgi 60 ára starfsafmælis síns en
það stofnaði Gertrud Friðriksson,
prófastsfrú, á Húsavik hinn 12.
mars 1940. En Gertrud gekkst
fyrir stofnun fyrsta kvenskátafé-
lagsins á íslandi í Reykjavík árið
1922.
Svanhvít Jóhannesdóttir, fé-
lagsforingi, minntist starfsemi fé-
Skátafélagið
Víkingur 60 ára
lagsins siðastliðin 60 ár, en það
hafa orðið áraskipti í starfinu og
sfðustu 5 árin hefur félagið starf-
að af miklum krafti og hefur nú
fengið hjá Húsavíkurbæ húsnæði
fyrir starfsemi sína.
Mest er ungliðastarfið hjá fé-
laginu, þvi' þá unglingarnir eldast
koma fleiri félagsstörf til og hóp-
urinn dreifist. En það má fullyrða
að skátastarfið er góð undirstaða.
Á hátíðinni fór fram vígsla ný-
liða og skátarnir skemmtu með
leikjum og söng og buðu siðan
viðstöddum til kaffidrykkju.
Félaginu bárust kveðjur og
gjafir frá öðrum skátafélögum.
Nýr skemmtistaður
í Hveragerði
Eigendur Pizza 67 í Hveragerði. Frá vinstri:
Kristinn Grímsson, Erla Gísladóttir, Anna Hlíf
Gísladóttir og Arngrímur Baldursson.
Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdðttir
Hveragerði - Miklar
breytingar hafa ver-
ið gerðar á innviðum
veitingastaðarins
Pizza 67 í Hvera-
gerði en þar hefur
nú verið opnaður nýr
salur. Með tilkomu
þessara nýju húsa-
kynna verður hægt
að taka á móti mun
stærri hópum en áð-
ur var mögulegt en
eftir breytinguna
geta rúmlega 100
manns setið til borðs
á Pizza 67. Amgrím-
ur Baldursson, einn
eigenda staðarins,
sagði við opnunina
að nú gæti veitinga-
staðurinn boðið uppá
mun fjölbreyttari þjónustu en áður
var. Hinn nýi salur væri tilvalinn fyr-
ir hvers kyns veislur og mannfagn-
aði. Réttum á matseðli hefur verið
fjölgað og um helgar er ætlunin að
hafa opið fram eftir kvöldi en gott
dansgólf er á staðnum og ýmsar upp-
ákomur væntanlegar í framtíðinni.