Morgunblaðið - 17.03.2000, Side 24
24 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Verkefnið Auður í krafti kvenna
Fjölsetið á
FjármálaAuði
Morgunblaöiö/Ámi Sæberg
Birgir Finnbogason endurskoðandi leiðbeindi á fyrsta kvöldi námskeiðsins FjármálaAuður.
FYRSTA námskeiðið í námskeiðsröðinni Fjár-
málaAuður, sem tilheyrir verkefninu „Auður í
krafti kvenna“, var haldið síðastliðinn þriðju-
dag. Námskeiðið stendur í 16 klukkustundir á
sex kvöldum, og er tilgangur þess að konur
geti aukið við sína almennu fjármálaþekkingu.
Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Sí-
menntar VHR, sem hafði umsjón með nám-
skeiðinu, segir í samtali við Morgunblaðið að
hátt í fimmtíu konur hafi tekið þátt í námskeið-
inu.
„Það komust mun færri að en vildu, því að á
fyrsta degi fylltust tvö námskeið sem haldin
eru nú í vor, ásamt tveimur námskeiðum fyrir
starfsfólk hjá Islandsbanka. Það eru alls um
200 konur sem sitja þetta námskeið nú í vor, og
við erum nú þegar byrjuð að skrá á námskeið
sem verða í haust þó listinn þar sé ekki orðinn
fullur enn,“ segir Halla.
Hún segir að námskeiðið Fjármálaauður
hafi verið hugsað sérstaklega fyrir konur sem
hafi áhuga á að auka við sína hagnýtu fjármála-
þekkingu. „Það er skoðun þeirra sem standa að
Auðar-verkefninu að ef við fjölgum þeim kon-
um sem hafa fjármálalegt sjálfstraust muni
það vonandi leiða til þess að fleiri konur leggi í
sjálfstæða atvinnustarfsemi ef þær hafa hug-
myndir í þá veru. Þetta var því ekki hugsað
sérstaklega fyrir konur sem eru í atvinnu-
rekstri, heldur fyrir allar konur. Markmiðið er
að kenna öllum þátttakendum að taka fjármál
sín í eigin hendur, og það fyrsta sem gert er á
námskeiðinu er að fara í heimilisbókhaldið,"
segir Halla og bætir við að svo sé farið í aðra
þætti sem snúa að fjármálum, t.d. verðbréfa-
markaðinn, skattamál, lánamarkaðinn, lífeyr-
issparnað og réttindi og skyldur hjóna og ein-
staklinga.
Halla segir það vera skemmtilegt að aldurs-
dreifing sé mjög breið, en elsta konan er fædd
árið 1927 og sú yngsta árið 1979. „Þetta segir
að konur á öllum aldri vilja auka þessa þekk-
ingu sína. Einnig var áhugavert að það er þó
nokkur breidd í því hvaðan þær koma og hver
þeirra bakgrunnur er,“ segir Halla að lokum.
Nánari upplýsingar um verkefnið Auður í
ki-afti kvenna er m.a. að finna á Netinu á slóð-
inni www.ru.is/audur.
Stjórnarformaður Olis gagnrýnir málflutning Verkamannasambandsins
Olíufélögin skot-
spónn í kjarabaráttu
„ÞAÐ skýtur skökku við þegar
verkamenn taka olíufélögin út úr ís-
lenskri fyrirtækjaflóru og gera þau
að skotspæni í kjarabaráttu sinni,“
sagði Gísli Baldur Garðarsson,
stjórnarformaður Olíuverzlunar Is-
lands hf., á aðalfundi félagsins í
gær.
Hann sagði að mjög undarleg um-
ræða hefði skotið upp kollinum eftir
að olíufélögin birtu tölur um afkomu
sína. Nú væru það aðilar innan
Verkamannasambandsins sem sæju
sig knúna til þess að koma höggi á
olíufélögin og tala um ofurgróða.
„Engum athugasemdum er hins
vegar hreyft við arðsemi banka og
fjármálafyrirtækja, sem er allt að
tvisvar til þrisvar sinnum hærri.
Eða við arðsemi fyrirtækja í flutn-
ingastarfsemi eða fiskvinnslu, sem
eru með talsvert hærri arðsemi,
tvöfalt eða þrefalt hærri. En það er
ekki gagnrýnt.“
Að sögn Gísla Baldurs er arðsemi
eigin fjár í olíufélögunum að nást
upp í 12-15%, sem er lágmarks
ávöxtunarkrafa fjár, sem lagt er í
áhættufjárfestingu. Þessari aðsemi
yrðu félögin að ná til þess að geta
talist vænlegur kostur á markaði.
En undanfarin ár hefði þessi arð-
semi verið á bilinu 5-7%, sem hefur
verið með öllu óviðunandi fyrir hlut-
hafa.
Félagið hefur
risið úr öskustónni
„Ef til vill gætir misskilnings í
málflutningi þeirra. Álagningin á
eldsneyti hefur ekki hækkað. Stað-
reyndin er sú, að eldsneytisverð
ræðst af innkaupsverði og sköttum
fyrst og fremst. Álagningin er ein-
ungis lítill áhrifavaldur, enda
krónutöluálagning, en ekki prós-
entuálagning. Álagningin tekur því
ekki mið af sveiflum á heimsmar-
kaðsverði.
Fjölmargir verkamenn eiga
beinna hagsmuna að gæta að félög-
in eflist og þeim vegni vel. Margir
þeirra eru hluthafar í félögunum og
enn fleiri eru óbeint hluthafar þar
sem lífeyrissjóðir þeirra eru hlut-
hafar. Forsvarsmenn lífeyrissjóð-
anna vita mætavel að nauðsyn er á
að fyrirtækin skili arði til að tryggja
í senn atvinnu og arðsemi fjárfest-
ingar þeirra. Vel færi á að fulltrúar
verkalýðsfélaganna hjá líf-
eyrissjóðunum upplýstu fulltrúa
verkalýðsfélaganna, sem nú eru í
framvarðasveitinni í kjarabaráttu,
um nokkur grundvallaratriði er að
reikniskilum og hagstjóm lúta.“
Gísli Baldur rakti helstu fjárfest-
ingar félagsins og endumýjun á
þjónustustöðvum félagsins. Talaði
hann um að félagið hefði risið úr
öskustónni og allur ytri umbúnaður
þess tekið á sig nýja og glæsilega
mynd. „Þetta félag, sem fyrir aðeins
fáum árum var vandræðabarn í við-
skiptaheiminum hefur nú tekið á sig
svanslíki. Þá á ég ekki einungis við
um hinn ytri umbúnað félagsins
heldur ekki síður glæsilegan rekst-
ur,“ sagði Gísli Baldur.
Hagur útgerðarinnar
hagur Olís
I máli hans kom fram að talsverð
ábyrgð hvíldi á stjórnendum þjóðfé-
lagsins samfara auknu frelsi. Hlúa
yrði að framkvæmd reglna, sem
gilda um samkeppni, en því miður
virtust yfirvöld samkeppnismála
ekki að öllu leyti hafa verið í stakk
búin til þess að takast á við breyttar
aðstæður. Sífellt vaxandi fákeppni
væri ákveðin vísbending um það.
Á undanförnum mánuðum hefur
verið unnið að gerð nýrrar stefnu-
mótunar fyrir félagið og hefur hún
nú verið samþykkt af stjórn, að
sögn Gísla Baldurs. Lögð er áhersla
á i henni að Olís verði í hópi best
reknu og arðsömustu félaga á Is-
landi.
Þá vék Gísli Baldur í ræðu sinni
að Vatneyrarmálinu svonefnda. „í
gær var flutt í Hæstarétti mál, sem
sumir halda fram að geti raskað
þeim stöðugleika, sem nú er í
rekstri þjóðarbúsins, með því að
kippa stoðunum undan kvótakerf-
inu. Næsta ólíklegt verður að telja,
að sú lögskýring á jafnræðisgrein
stjómarskrárinnar verði ofan á, að
hún verði til að ógilda kerfi, sem
hefur verið við lýði í nærri tvo ára-
tugi.“
Hann sagði að það yrði dómstól-
unum til lítils sóma ef ekki yrði litið
til þeirrar staðreyndar, að sá raun-
veruleiki í þessum málum sem við
nú byggjum við, hefði verið í 17 ár
og mótað allt þjóðlífið. „Þeir sem
fengu úthlutað kvóta, eru flestir
löngu búnir að ráðstafa eignarrétti
að honum til annarra aðila, aðallega
stórra útgerðarfyrirtækja, sem eru
mörg í eigu almennings að stórum
hluta til.
Það er mikið hagsmunamál fyrir
þjóðarbúið að ekki verði skertir
möguleikar útgerðarfélaganna til
þess að viðhalda því hagræði, sem
tekist hefur að skapa á undanförn-
um árum, svo útgerðin megi enn
dafna og eflast til sóknar á fjarlæg
mið jafnt sem heimamið," sagði
Gísli Baldur og bætti því við að vax-
andi hagur útgerðarinnar væri að
sjálfsögðu hagur Olís.
Félagið veitir stjórnmála-
flokkum fjárstuðning
Umræðan um flutningsjöfnunar-
sjóð varð honum að umtalsefni í
ræðunni. Hann sagði að Olís hefði
greitt mest í sjóðinn á síðasta ári,
umfram það sem félagið hefði feng-
ið greitt úr honum. Oft gleymdist í
þessari umræðu, að hér væri ein-
ungis um að ræða aðferð stjórn-
valda til þess að jafna eldsneytis-
verð á landinu. Ef jöfnunin kæmi
ekki til, þýddi það einungis að verð
á landsbyggðinni yrði hærra en á
Reykjavíkursvæðinu, en hefði
væntanlega lítið með afkomu félag-
anna að gera. Félögin gætu tæpast
vænst þess að skattar sem þessir,
sem farið hefðu út í verðlagið,
breyttust í hagnað yrðu þeir felldir
niður.
Gísli Baldur sagði í lok ræðu sinn-
ar, að hann teldi rétt að geta þess af
gefnu tilefni, að Olís hefði veitt
stjórnmálaflokkum fjárstuðning.
„Stefna félagsins hefur verið og er
enn, að styðja við framkvæmd lýð-
ræðis í landinu með þessu hætti.
Stjórnmálaflokkarnir, sem eru
hornsteinar lýðræðisins, hafa tak-
markaða tekjuöflunarmöguleika
þótt hlutverk þeirra í þjóðfélaginu
sé stórt. Atvinnulífið í landinu verð-
ur að leggja sitt af mörkum til þess
að tryggja, að fjárskortur verði ekki
eðlilegu stjórnmálalífi að fótakefli."
Aðalfundur Olís samþykkti að
greiða hluthöfum 15% arð. Engar
breytingar urðu á stjórn félagsins.
ÁÐUR EN LANGT UM LÍÐUR GETUR ÞÚ NÝTT ÞÉR
T E T R