Morgunblaðið - 17.03.2000, Síða 25

Morgunblaðið - 17.03.2000, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2000 25 VIÐSKIPTI Hlutafé Guðmundar Runólfssonar aukið 50 milljónir boðnar út STJÓRN Guðmundar Runólfsson- ar hf. hefur ákveðið að hefja sölu nýs hlutafjár til hluthafa félagsins að fjárhæð 50 milljónir króna að nafnverði. Tilgangur útboðsins er að afla fjár vegna kaupa félagsins á varanlegum aflahéimildum og skipum. Sala til forgangsréttar- hafa hefst 28. mars og stendur til 11. apríl 2000. Gengi til forgangs- réttarhafa verður 6,20. Almennt sölutímabil er frá 14. apríl til 17. apríl 2000. Þó kann sölutímabil að styttast komi til þess að hlutaféð seljist upp fyrir þann tíma. Sölu- gengi í almennri sölu verður 6,70. Utboðslýsingu verður hægt að nálgast hjá Landsbanka íslands og hjá Guðmundi Runólfssyni frá og með 24. mars. I útboðslýsingunni kemur fram að samkvæmt rekstraráætlun yfir- standandi árs er gert ráð fyrir að rekstrartekjur félagsins aukist um 34%, úr 669 m.kr. í 889 m.kr. Gert er ráð fyrir að rekstrargjöld auk- ist um 14%, úr 514 m.kr. í 585 m.kr. Vegna þeirra kaupa sem fé- lagið fór í í lok síðasta árs á skip- um og varanlegum aflaheimildum munu afskriftir hækka verulega og er áætlaðað að þær verði um 133 m.kr. á yfírstandandi ári en námu á síðasta ári 57 m.kr. Fjármagns- kostnaður mun aukast verulega í kjölfar kaupanna og gerir áætlun ráð fyrir að hann hækki úr 19 m.kr. í 100 m.kr. Áætlun gerir ráð fyrir að hagnaður af reglulegri starfsemi hækki úr 78,6 m.kr. í 81,1 m.kr. -------------- Hagnaður Skoda eykst um 17,8% AFP. Hagnaður tékkneska bílaframleið- andans Skoda Auto, sem er dóttur- fyrirtæki Volkswagen, nam 2,6 milljörðum koruna, jafnvirði 5,4 milljarða króna, á síðasta ári. Er þetta 17,8% aukning frá fyrra ári og velta félagsins jókst um 4,5%, í 110,4 milljarða koruna. Er fyrir- tækið stærsta útflutningsfyrirtæki í Tékklandi. Alls seldi Skoda 385.333 bíla á síðasta ári og er það 6% aukning frá fyrra ári. Salan í Þýskalandi og öðrum löndum í Vestur-Evrópu jókst verulega en dróst hins vegar saman í Tékklandi. Skoda áformar að selja um 440 þúsund bfla á þessu ári. Mars 2000 2. tbl. 17. árg. krónur 699, -m. vsk Guöný Kristrún Gubjónsdóttir 21 órs Ólafur Ragnar Grímsson I LEIT AÐ ÞJ0Ð SINNI DAVÍÐ 0DDSS0N OG AUSTURBÆJARSKÓU Andrea Róberts o tala út um ástina, Friðrik Weisshappe arneignir og barátt Þórhallur Ölver og bróSi, ibmda ► Nærföt norðan ara Vilbergsdóttir > Sumartískan * ! ► Egill Helgason * Bloðug sciga dömu \ HMBMHHBnL ■ ! % 0

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.