Morgunblaðið - 17.03.2000, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 17.03.2000, Qupperneq 38
38 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Landkrabbinn Pétur (Kjartan Guðjónsson) á erfitt með að festa svefn fyrir hrotunum í klefafélaga sínum (Ólafi Darra Ólafssyni), Þórunn Lárusdóttir í hlutverki söngkonunnar. Landkrabbi sigrast á sjálf- um sér og um- hverfí sínu Ragnar Arnalds hlaut fyrstu verðlaun fyrir leikritið Landkrabbann í leikritasamkeppni sem haldin var í tilefni af hálfrar aldar af- mæli Þjóðleikhússins á liðnu sumri og í tengslum við Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000. Margrét Sveinbjöms- dóttir ræddi við höfundinn, leikstjórann, tónskáldið og tvo úr hópi leikara en verkið verður frumsýnt á Stóra sviðinu í kvöld. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Barði skipsljóri (Jóhann Sigurðarson) býr sig undir að munstra mannskapinn um borð.Pétur (Kjartan Guðjóns- son) heilsar upp á verðandi skipsfélaga sína (Stefán Jónsson, Sigurð Skúlason og Ólaf Darra Ólafsson). Brynja Atli Heimir Ragnar Benediktsdóttir Sveinsson Amalds LANDKRABBINN mun vera fyrsta íslenska leikritið sem gerist um borð í togara og er sett á svið í atvinnuleikhúsi, að sögn leikstjór- ans, Brynju Benediktsdóttur. Mál- fræðingurinn Pétur er munstraður í þriggja vikna túr með togaranum Guðfmnu og þarf heldur betur að taka á honum stóra sínum til að áv- inna sér virðingu harðjaxlanna um borð. „Hann er svolítill mömmu- strákur í byrjun, þessi mjúki maður, en síðan kynnist hann þessu harða samfélagi og harðnar náttúrulega sjálfur með hverjum deginum. Hann er niðurlægður hvað eftir annað en við hverja niðurlægingu styrkist hann. Kannski eignast hann sína fyrstu vini þarna,“ segir Kjartan Guðjóns- son, þegar hann er beðinn um að lýsa því hvernig Pétur sjóast. Kjartan leikur málfræð- inginn en það er hans stærsta hlutverk í Þjóðleikhúsinu til þessa. Nýliðinn er ekki mikils virtur Höfundur leikritsins, Ragnar Arnalds, fór sjálfur nokkra túra á sjó þegar hann var unglingur og þekkir því af eigin raun stöðu ný- liðans um borð, sem eðli málsins samkvæmt er alltaf neðstur í virð- ingarstiganum. Hann þekkir það líka að þurfa að standa uppi og vinna bullandi sjóveikur dag eftir dag. „Skipið er alveg sérstakur heim- ur sem erfitt er að lýsa fyrir þeim sem ekki þekkja hann. Togaralíf er mjög sérstakt vegna þess að þar eru menn langvistum við þröngar aðstæður, á reglubundnum vökt- um. Sex tíma hvíld og sex tíma vinna, þannig gengur þetta stundum tvær og þrjár vikur í senn. Menn eru í miklu návígi hver við annan, hvort heldur er í vinnu eða frí- tíma og þeir geta ekki flúið burtu - þeir verða bara að standa sig. Og það þekkja allir sem hafa verið á sjó, að nýliðinn er ekki mikils virtur - sá sem ekkert kann og ekkert veit í sinn haus. Það er alveg sama hversu vel virtur hann hefur verið í landi, þegar hann lendir í þessum sérkennilegu aðstæðum verður hann að byrja alveg upp á nýtt að afla sér virðingar. Annað sem er mjög sérstakt á sjó er agavald skipstjórans, sem var löngum hálf- gerður einræðisherra, og er enn miklu valdameiri en nokkur for- stjóri í fyrirtæki á landi,“ segir Ragnar. Sjálfur segist hann aldrei hafa komist til mannvirðinga á sjó, hann hafi verið yngstur um borð á sínum tíma og ekki farið nema fá- eina túra. „En ég sjóaðist,“ segir hann. Útgerðin ekki til fyrirmyndar Pétur sjóast líka og smátt og smátt finnur hann sér hlutverk þegar hann lendir í því að kokka of- an í áhöfnina. „Þar er hann á heimavelli og þar með byrjar hann líka aðeins að færa sig upp á skaft- ið og svara fyrir sig,“ segir Kjart- an. „Það er nú bara vegna þess að hann fær hjálp frá Lóu,“ segir Erla Ruth Harðardóttir, sem fer með hlutverk hásetans Lóu, sem er eina konan í áhöfninni og sambýliskona skipstjórans, Barða. Hann er harð- ur nagli sem stendur í stappi við sýslumann og lánardrottna en saumar út í frístundum. „Þessi út- gerð myndi nú frekar teljast drasl- araútgerð - en þær hafa margar verið til,“ segir Ragnar, „það er augljóst að þetta er ekki eitt af Leikarar og listrænir stjórnendur LANDKRABBINN eftir Ragnar Arnalds. Leikarar: Kjartan Guðjóns- son, Erla Ruth Harðardóttir, Jóhann Sigurðarson, Pálmi Gestsson, Þórunn Lárusdóttir, Sigurður Skúlason, Stefán Jónsson, Gunnar Hansson, Ól- afur Darri Ólafsson, Randver Þorláksson og Guðrún Þ. Stephenssen. Leikstjóri: Brynja Bene- diktsdóttir. Leikmynd og búningar: Sig- urjón Jóhannsson. Tónlist: Atli Heimir Sveins- son. Lýsing: Bjöm Bergsteinn Guðmundsson. þessum fyrirmyndarútgerðarfyrir- tækjum landsins sem græða nokk- ur hundruð milljónir á ári og eiga stóran hlut í kvótaeign þjóðarinn- ar.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.