Morgunblaðið - 17.03.2000, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 17.03.2000, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ Vælið fer í taugarnar á Lóu Lóa er hörkutól og fyrst í stað er hún eini vinur Péturs um borð. Hún telur í hann kjark og kennir honum að hann verði harka af sér og svara í sömu mynt ef hann ætli að lifa af. „Hún hefur möðurlegar tilfinningar gagnvart honum vegna þess að hann er veikastur. Hún kann vel við hann en vælið í honum fer svolítið í taugarnar á henni,“ segir Erla. I þessum túr er Lóa raunar ekki eini kvenmaðurinn um borð, því fyrir slysni slæddist með ung söng- kona að nafni Viktoría sem var gestur í káetu skipstjórans nóttina áður en lagt var úr höfn. Hana leik- ur Þórunn Lárusdóttir sem leikur nú í fyrsta sinn í Þjóðleikhúsinu eftir að hún kom heim frá námi. Á frívaktinni Anno Domini 2000 Tónlistin í verkinu er eftir Atla Heimi Sveinsson. „Þetta er ekki mikil músík en þarna eru nokkur atriði sem vonandi lífga upp á sýn- inguna," segir Atli Heimir hógvær. „Þetta er eins og ég myndi kalla það Óskalagaþáttur sjómanna eða Á frívaktinni Anno Domini 2000, einhvers konar sjómannavalsar og slík músík.“ „Það hefur verið ákaflega gaman að vinna með Brynju og ég er mjög ánægður með að hún skuli vera komin aftur upp í Þjóðleikhús. Svo er líka alltaf gaman að taka þátt í nýju íslensku verki úr íslenskum veruleika. Af einhverjum ástæðum hefur ekki verið fjallað mikið um sjómannalíf í íslensku leikhúsi hingað til - það sem stendur okkur þó næst,“ segir tónskáldið. Þórunn Lárusdóttir syngur bæði og leikur á trompet í sýningunni. „Þórunn er af leikhús- og tónlistar- mannaættum, óvanalega flink og öguð ung leikkona og fyrir utan að geta bæði dansað og sungið þá spil- ar hún prýðilega á trompet, enda var faðir hennar heitinn, Lárus Sveinsson, sem lést um aldur fram núna í vetur, mikill trompetsnill- ingur. Þórunn syngur líka prýði- lega, alveg eins og móðir hennar, Sigríður Þorvaldsdóttir leikkona," segir Atli Heimir. Á vissan hátt er landkrabb- inn sigurvegari í lokin Þegar Brynja Benediktsdóttir leikstjóri er spurð hvort Land- krabbinn sé gamanleikrit segir hún að sér sé illa við að flokka leikrit í bása. „Við skulum bara kalla það því góða og gegna nafni „alþýðu- leik“ - síðan dæmir hver fyrir sig. Undir yfirborði léttleika og kæru- leysis býr raunverulegur lífsháski og vinnuharka," segir hún. „Leikritið undirstrikar einangr- un og innilokun og það hvernig samskipti fólks breytast við þessar aðstæður. Það segir frá árekstri landkrabbans við áhöfnina og hvernig hann lifir af þessa sjóferð. Á vissan hátt er landkrabbinn sig- urvegari í lokin - hann hefur sigr- ast á sjálfum sér og umhverfi sínu.“ Brynja segir að hún og Sigurjón Jóhannsson leikmyndateiknari, sem alinn er upp á bryggjunni á Siglufirði, hafi verið eins og gráir kettir í kringum togarasjómenn og í togurum, reyndar við bryggju, meðan á undirbúningi uppsetning- arinnar stóð. FÖSTUDAGUR 17. MARS 2000 39 LISTIR „Þegar æfingar hófust fengum við alla „áhöfnina“ til að hitta hina sönnu áhöfn á Ottó N. Þorlákssyni. Sýningin er þó alls ekki heimilda- sýning um skuttogara, heldur um árekstur, sættir, einelti, hremm- ingar og lífsháska, sem er kannski ekkert ósvipaður um borð í togara og í leikhúsinu, þótt annars eðlis sé.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Brynja kemur nálægt leikriti eftir Ragnar Arnalds, því hún leikstýrði fyrsta verki hans sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu, Uppreisninni á Isa- firði, árið 1986. Seinna vann hún sjónvarpskvikmynd úr upptökum sem gerðar voru á verkinu 1987 og var myndin sýnd á Stöð 2 um síð- ustu jól. Brynja hefur ekki unnið í Þjóðleikhúsinu í tíu ár en hún segir þau tíu ár hafa liðið hratt, enda hef- ur hún haft mörg járn í eldinum. Þegar hún er spurð hvernig það sé að leikstýra í Þjóðleikhúsinu eftir svo langt hlé kvartar hún ekki: „Leikararnir og allir aðstandendur eru mér ákaflega ljúfir,“ segir hún. Brynja mun þó ekki staldra lengi við á þeim bænum því um leið og frumsýningin er að baki heldur hún í vesturvíking með leiksýningu sína um ferðir Guðríðar Þorbjarnar- dóttur í farteskinu. Þetta árið verð- ur leikritið sýnt á ensku víða um Bandaríkin og Kanada, m.a. að tilstuðlan Landafundanefndar. % BRÚÐÁRGJAFIR 2k*S Ö FN U N ARSTE LL *GJAFAKORT SKEMMTILEG UPPÁKOMA FR0MSW0M1 OAG NYJASTU tAYNb SPIKF LFF ffa DAI.J-j'SNEVMS, m The .44-Ca iner Cese KEW HÍTE SlfT neivs m TT” DAILYe f<m BHir, jC0PS:.44KILUER nSMltiSlK^ *. ÍlDfe. MAISftfWllVA r að ífoMar ér .sjaétí or<3 ð g rjpi Ai i;¥ ■ Ni fe. MUBht fmttWm í»Sftém Adj Sfeð íót Smj' fs>f ’Úté ...... ..... .... ... m i$Mí v f ókus A4AÆII ÁLFABAKKA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.