Morgunblaðið - 17.03.2000, Side 47

Morgunblaðið - 17.03.2000, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 17. MARS 2000 47-’ RAGNHEIÐUR ÓLAFSDÓTTIR + Ragnheiður Ól- afsdóttir fæddist á Þóreyjarnúpi, Kirkjuhvamms- hreppi í Línakradal, Vestur-Húnavatns- sýslu, 25. september 1908. Hún lézt í Landakotsspítala 11. marz síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Margrét Jóns- dóttir húsfrú og ÓI- afur Guðmundsson, óðalsbóndi á Þóreyj- arnúpi. Ung lærði Ragnheiður kjólasaum hjá Nönnu Aaberg og vann sfðar við fagið, m.a. á saumastofu Þjóð- leikshússins. Hún lauk prófi frá Húsmæðraskólanum á Isafirði. Maður hennar var Gísli Sæ- mundsson, ráðsmaður og verk- stjóri. Þau bjuggu að Ögri við Djúp og síðar á Garðsstöð- um í sömu sveit, en fluttu til Reykjavík- ur í stríðslok. Gísli fórst 1958 í Reykja- vík og eftir það bjó Ragnheiður í Reykjavík. Fósturdóttir Gfsla og Ragnheið- ar er Nína Björk Árnadóttir skáld. Hún átti Braga Kristjónsson bóka- kaupmann. Börn þeirra: Ari Gísli, kv. Sigríði Hjaltested, barn þeirra Ragn- heiður Björk; Valgarður, Ragn- ar Isleifur. Utför Ragnheiðar fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ragnheiður Ólafsdóttir fæddist á Þóreyjamúpi í Línakradal, Vestur- Húnavatnssýslu hinn 25. september árið 1908. Foreldrar hennar voru Margrét Jónsdóttir húsfreyja þar og eiginmaður hennar Ólafur Guð- mundsson óðalsbóndi þar á bæ. Dóttirin var eftirlæti föður síns, flnleg vera og viðkvæmnisleg - veiktist unglingur af berklum og dvaldi lengi suður á Vífilsstöðum til lækninga og fékk bót að mestu. Ung kona fer hún til Reykjavíkur og lærir kjólasaum hjá Nönnu Aa- berg kjólameistara og lék fatasaum- ur og bróderingar listilega í höndum hennar þá og alla tíð síðan meðan heilsa leyfði. Eftir saumanámið fór hún í Hús- mæðraskólann á ísafirði til fröken Gyðu forstöðukonu og lauk þar námi. Síðan réð hún sig sem stofu- stúlku að stórbýlinu Ögri við Djúp, þar sem stórættaðir aristókratar höfðu ríkt öldum saman. Þar á bæ var ráðsmaðurinn Gísli Sæmunds- son, úr Djúpi ættaður. Eftir viðeig- andi og hæfilegt tilhugalíf gengu þau í hjónaband, ráðsmaðurinn og stofu- stúlkan. Fyrst bjuggu þau í Ögri, en reistu síðan stórhýsi og hófu búskap að Garðsstöðum í landi Ögurs og bjuggu þar góðu búi í allnokkur ár. Um þetta leyti, snemma í síðasta stríði, varð ljóst að þau hjónin myndu ekki eignast saman böm og fengu þau þá til fósturs 13 mánaða gamalt stúlkubarn, Nínu Björk Arnadóttur. Var Ragnheiður ömmu- systir hennar. Ólst hún upp hjá þeim sæmdarhjónum, fyrst á Garðsstöð- um, en í stríðslok fluttu þau öll til Reykjavíkur og þar fékk Gísli vinnu sem verkstjóri á Reykjavíkurflug- velli. Vann hann þar til æviloka árið 1958, er hann fórst í hörmulegu vinnuslysi í flugturninum á vellinum. Þótt sannað þætti, að ábyrgð á slys- inu mátti rekja til galla í lyftubúnaði, fengu þær mæðgur engar bætur fyr- ir slysið. Var það mikið áfall fyrir þær. Þegar Þjóðleikhúsið var opnað til sýninga árið 1950 réðst Nanna Aa- berg þangað sem kjólameistari. Þar hóf Ragnheiður störf og vann þar í allmörg ár. Síðar á ævinni vann hún við ýmislegt, t.d. var hún nokkur ár ráðskona hjá Gísla Jónssyni alþing- ismanni og annaðist einnig kaffistofu lögreglunnar í Reykjavík um hríð. Þegar þú svífur enn í norðurátt indæla vor, þá mátt þú ekki gleyma að gróðursetja í gömlu túni, hátt í grænni hlíð, þann draum að ég sé heima. (Þýð. Helgi Hálfdanarsson.) Ragnheiður Ólafsdóttir var þegar í æsku greind og skynug, en frekar pasturslítil dóttir efnaðs bónda, sem lét flest eftir þessari dóttur sinni. Hún varð síðan fínleg kona og dul í lund, fyndin og skemmtin á stund- um. Hún gekk að eiga mann, sem var 20 árum eldri, en búnaðist vel með honum og milli þeirra ríkti vin- átta og hlýja. Sveitin fyrir norðan var henni æ kær og draumsýnir hennar um sveitasæluna uxu með árunum. Á efri árum sveif hún oft um í dagdraumum á gæðingi sínum Gusti, sem hún átti ung. Fósturdóttur þeirra hjóna annað- ist hún sem sitt eigið bam, og eftir að þær vom einar orðnar mæðgurn- ar, gekk hún til vinnu í þeim tilgangi einum að styðja hana og styrkja. Dóttirin óx og varð unglingur og ung stúlka, bóhem á stundum, óvæntar uppákomur, samkomulagið var si svona, en alltaf var Ragnheið- ur boðin og búin að veita henni lið, þótt hún væri ekki nærri alltaf sam- mála fatasmekk eða vinavali dóttur- innar. Það rökkvaði í lífi hennar fyrir all- nokkmm ámm og heilsan brast. Eft- ir það annaðist dóttursonur hennar, Ari Gísli Bragason, ömmu sína af staki'i umhyggju og mikið var einnig drenglyndi og hjálpfýsi systurdóttur hennar, Sigurbjargar Gísladóttur, og fjölskyldu hennar alla tíð. Ragnheiður Ólafsdóttir varðveitti alla ævi í sál sinni dullarfulla ung- meyjaráráttu, sem hvorki hvarf fyrir þroska sálarinnar né margvíslegum mótgangi, sem lífið bauð henni. Heiðarleiki hennar var eðlilegur og tilgerðarlaus og hjálpfýsi hennar sýndi sig með margvíslegum hætti ævina á enda. Fóstm-dóttirin var henni oft til gleði og sóma og barna- börnin elskuðu hana og virtu. Guð blessi minningu Ragnheiðar Ólafsdóttur. Bragi Kristjónsson. + Anna Ragnhild- ur Björnsdóttir Maack fæddist í Reykjavík 3. júní 1911. Hún lést á Víf- ilsstöðum 28. febr- úar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkj- unni 14. mars. Við fjölskyldan hér í Sevilla settumst hljóð, þegar okkur barst fréttin að kæra Anna frænka væri komin yf- ir móðuna miklu. Öft er stutt á milli lífs og dauða, og er ég afar þakklát að hafa átt tækifæri að heimsækja hana s.l. 17. febrúar á Vífilstöðum, hún ljómaði af gleði þegar hún sá okkur hjónin, seint munum við gleyma þessari stundu. Hugur minn reikar til barnæsku- áranna, og koma upp margar skemmtilegar minningar um þessa góðu frænku, en samband okkar var alltaf náið og féll aldrei skuggi á það. Anna var alltaf kát, alveg sama á hverju gekk, ég heyrði hana aldrei kvarta, en lífið lék hana oft grátt, og þurfti hún að horfast í augu við ýmsar stórar sorgir. I sannleika sagt hef ég ekki kynnst mörgum með þennan eiginleika á minni lífs- leið. Hún var dugleg, vinnusöm, góður trúnaðarvinur, hjálpsöm og gjöful, og afar skemmtileg á mannafundum. Hún var fróð kona, hafði ánægju af list, aldrei kom maður að tómum kofa, alltaf gaman að heimsækjana og rabba við Önnu. Hún var hlý í viðmóti og gestrisni, dansaði í kringum sína gesti, þrátt fyrir háan aldur og heilsuleysi. Ég er afar þakklát fyrir að hafa átt svona góða móðursystur, og fjölskylda mín tekur í sama streng. Börnin mín eiga góðar minn- ingar um hana og þótti alltaf gaman að heimsækja Önnu frænku á íslandi. Við samhryggjumst innilega elskulegu frænkum okkar, Gunnu Höllu og Maju, einnig mökum þeirra og barna-barnabörnum. Guð veiti ykkur styrk á þessum erfiðu sorg- arstundum, móður- og ömmumissir er alltaf sár, sérstaklega þegar svona yndisleg mannvera kveður. Þrátt fyrir fjarlægðina er hugur okkar með ykkur, einnig í bænum okkar. Ásdís Viggósdóttir og fjöiskylda. Anna Maack var um langt árabil með virkustu félögum í hinu al- menna félagsstarfi sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík, á vettvangi full- trúaráðsins, Hvatar og hverfa- félaganna. Hún starfaði fyrir Sjálf- stæðisflokkinn í kosningum um áratugaskeið og vann mikið og óeig- ingjarnt verk í þágu þeirra stjórn- málahugsjóna sem hún trúði á. Hún hélt áfram að gefa sig fram til starfa fyrir flokkinn löngu eftir að hún var komin „á aldur“, eins og nú er sagt, og vakti athygli fyrir dugn- að og ósérhlífni. Fyrir hennar giftu- ríku störf á vettvangi Sjálfstæðis- flokksins sem og fyrir drjúgan stuðning við mig persónulega og okkur Ingu Jónu langar mig að þakka henni að leiðarlokum. En ég þekkti Önnu úr öðru og meiru en pólitík og flokksstarfi. Móðir mín og hún voru æskuvin- konur og þekktust frá því þær voru að alast upp vestast í vesturbænum, hún á Seli við Selsvör en Anna móð- ir mín í Ráðagerði við Sellandsstíg, nú Sólvallagötu. Þær áttu vináttu hvor annarrar í meira en 80 ár og bar þar aldrei neinn skugga á. Ég á því minningar um Önnu allt frá barnsaldri og voru hún og Skúli Árnason verslunarmaður, sem var sambýlismaður hennar um árabil, tíðir gestir á heimilinu. Sýndi hún okkur öllum ævinlega mikla rækt- arsemi og tryggð. Anna var tæplega níræð þegar hún lést og mundi tímana tvenna. Lífið fór ekki alltaf um hana mild- um höndum. Mér þótti alltaf aðdá- unarvert hvernig hún hafði staðið af sér stórsjói lífsins og tekist á við andstreymi og erfiðleika af mikilli reisn. Hún varð ekkja í tvígang á unga aldri en síðari maður hennar, Pétur Maack, fórst með togaranum Max Pemberton í ársbyrjun 1944. Síðar á ævinni horfði hún á bak tveimur dætrum sínum, dótturdótt- ur og sambýlismanni. Samt hafði hún alltaf heilmikið að gefa af sér. Viðmót hennar einkenndist af glað- værð og hlýju. Hún hló dátt þegar henni var skemmt, var hrókur alls fagnaðar í fjölmenni og naut þess að vera innan um fólk. Það sáum við á þorrablótunum í Valhöll alveg fram á síðustu ár. í huga mínum verður alltaf heið- ríkja yfir minningu Önnu Maack. Fjölskylda mín og ég vottum dætr- um hennar, tengdasonum og fjöl- skyldu allri innilega samúð. Geir H. Haarde. ANNA MAACK t Ástkaer móðir okkar, VILBORG ÁSA VILMUNDARDÓTTIR, Blikahólum 4, áður Grundargerði 18, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans að morgni miðvikudagsins 15. mars. Jón Árni Einarsson, Guðmundur Einarsson, Þorgerður Einarsdóttir, Einar Einarsson. t Elskulegur bróðir okkar og vinur, SIGURÐUR M.S. GUÐJÓNSSON húsasmíðameistari, Melagötu 13, Neskaupstað, lést á Sjúkrahúsinu í Neskaupstað mánudaginn 13. mars. Útförin auglýst síðar. Aðstandendur. t Ástkær eiginkona og móðir, HELGA MAGNÚSDÓTTIR, Ægisgötu 3, Ólafsfirði, lést á Fjórðungdsjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 14. mars. Þorgeir Gunnarsson, Gunnar Þorgeirsson, Magnús Þorgeirsson. t Okkar ástkæra, SESSELJA HRÓBJARTSDÓTTIR frá Söndu, Stokkseyri, verður jarðsett frá Stokkseyrarkirkju laugar- daginn 18. mars kl. 14.00. Jón Áskell Jónsson, Guðbjörg Kristinsdóttir, Gunnar Valur Jónsson, Sigríður Kristín Jónsdóttir, Ragnhildur Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, amma og langamma, GRÓA BJARNFRÍÐUR PÉTURSDÓTTIR, Hæðargarði 16, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánu- daginn 20. mars nk. kl. 15.00. Jarsett verður í Gufuneskirkjugarði. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Sigríður Ruth, Eva Ólöf og Ásta Benny Hjaltadætur. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, GUÐRÚNAR B. NIELSEN, Ingibjörg Vagnsdóttir, Guðlaug Nielsen, og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.