Morgunblaðið - 17.03.2000, Side 49

Morgunblaðið - 17.03.2000, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 17. MARS 2000 49 SIGRIÐUR ÞORA GESTSDÓTTIR + Sigríður Þdra Gestsdóttir fæddist í Reykjavfk 30. júní 1926. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 3. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 10. mars. Vinir eru eins og blómin, þeir veita manni ánægju bara með því að vera til. Það var undarleg til- finning, sem greip mig eldsnemma morguns hinn þriðja mars síðastliðinn, þegar við hjónin lögðum af stað úr Ölpunum áleiðis heim. Söknuður, sem ég vissi að átti ekkert skylt við að yfirgefa skíða- staðinn, því þangað förum við aftur. Þegar ég vaknaði um morguninn eftir heimkomuna fékk ég fréttina, sem ég vildi ekki fá. Hún Siggý var dáin og sorgin helltist yfir mig. Þegar ég byrjaði að fljúga hjá Loftleiðum, endur fyrir löngu, tók Sigríður Gestsdóttir mér opnum örmum með fallega brosið sitt, góða skemmtilega skapið og kímnigáf- una. Reynd flugfreyja og ein af framherjum þeirrar stéttar á Is- landi. Hún kenndi mér og leiðbeindi á mjög já- kvæðan hátt, sem var hennar stíll í einu og öllu. Átti ég því láni að fagna að vera langoft- ast með henni í áhöfn 1, sem aðallega var á New York-rútunni. Bandaríkjaflugið tók 16 tíma héðan, ef lenda þurfti í Gander eða Goose Bay, annars 12 tíma. Nægur var því lærdómstíminn. Flugið og dvölin i New York með Siggý voru mér mjög ánægjuleg. Þar höfðum við tíma til þess að skoða okkur um og fara í búðir. Við höfðum meira að segja dagpeninga, sem gerðu okkur kleift að kaupa ýmislegt, sem ekki fékkst á íslandi, aðallega hjá Macy’s. Þar kunni Siggý líka sitt fag og hjálpaði mér að öngla saman smáhlutum í búið, sem ég enn á. Mannhafið í milljónaborginni heill- aði okkur og þar leið okkur vel. Tuttugu og eins tíma ferðalagi úr Ölpunum var að ljúka, þegar flogið var yfir Hekluelda aðfaranótt síð- asta laugardags. Þá skaust upp í minninguna ævintýrið ógleyman- lega, sem við Siggý lentum í á leið okkar frá New York til íslands í BJORN GÍSLASON + Björn Gíslason fæddist í Hafnar- firði 28. febrúar 1963. Hann lést í um- ferðarslysi á Kjalar- nesi 25. febrúar síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Bú- staðakirkju 10. mars. Kveðjuorð frá Félagi sérsveitar- mannai V íkingas veitinni Björn Gíslason félagi okkar er látinn. Fréttin um andlát hans hljómaði svo óraun- verulega og maður gat ekki trúað því að Bassi, þessi lífsglaði ofurhugi, væri allur. Bassi starfaði í Víkingasveitinni um árabil og við erum nokkrir enn starfandi sem fengum að njóta ná- vistar hans í Víkingasveitinni. I okk- ar starfi er brynjan stór og hver og einn þarf að standa fyrir sínu. Björn Gíslason stóð fyrir sínu. Hann var hafsjór af hugmyndum og allt- af tilbúinn að prófa eitt- hvað nýtt. Bassi var kjarkmaður sem fram- kvæmdi allt það sem aðrir kannski létu sér nægja að hugsa um. Það var aldrei logn- molla á æfingum þegar Bassi var til staðar og við félagar hans mun- um geyma minningu um góðan dreng í hjört- um okkar. Bassi var sannur Víkingur og honum gátum við treyst á rauna- stundu. Hans verður sárt saknað. Kæra Villa og börn, við viljum senda ykkur og fjölskyldu ykkar okkar innilegustu samúðarkveðjur á þessari sorgarstundu. Megi Guð og góðar vættir styrkja ykkur öll. Fyrir hönd FSV, Ásmundur Kr. Ásmundsson, formaður. ÞORMOÐUR KARLSSON + Þormóður Karls- son fæddist í Reykjavík 29. des- ember 1958. Hann lést á Landspítalan- um 2. mars síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Fossvog- skirkju 14. mars. Móði er dáinn og ég fer að rifja upp ... ég kynntist Móða í strætó þegar við vorum báðir í Landakoti og áttum heima í sama hverfi. Ég man eftir úlpunni sem stóð peace aftan á, ég vissi ekki hvað það þýddi en komst fljótt að því enda var þetta Reykjavík árið 1970. Ég tók strax eftir því hvað hann var hæfileikaríkur, spilaði á gítar, píanó og var flinkur að teikna. Seinna kynntumst við betur þegar við vorum báðir í Hagaskóla . Ég man þegar Móði spilaði „Johnny B. Goode“ á gítarinn og söng líka, það var rosalega gott „He played that guitar just like he was ringing a bell“. Rokk- tímabilið okkar, ég man þegar við dressuðum okkur öll upp og fórum á American Graffiti í Laugarásbíói. Á eftir fórum við sjö saman í gömlu Volgunni, við urðum auðvitað að prófa að spyrna. Mig minnir að Volgan hafi komist í 140 hjá álver- inu en þá var stýrið líka farið að titra. Öll partýin og útileg- urnar. Ég hef oft rifjað upp þetta tímabil, þetta eru svo góð- ar minningar og allt eitthvað svo orginal. Haukur, Signý, Anna, Erl- ing, Nebbi og klíkan á Dunhaganum, við kunnum að skemmta okkur og það var verulega gaman. Svo vorum við samtíða einn vetur í Kaupmannahöfn, það var frábær tími og alltaf gaman að hitta Móða og Bjössa. Svo skildi leiðir, Móði flutti til Ameríku og ég á klakann. Heklu DC-4. Norsk kona ól bam á salerni vélarinnar, þegar við vorum stödd suður af Grænlandi, og sat hún með barnið í höndunum, þegar að var komið. Nú vom góð ráð dýr, ekki var hægt að snúa við og veðrið var vont. Flugstjórinn trausti, Kristinn Olsen, lækkaði flugið um helming og gaf þannig barninu meira súrefni og ef til vill lífið. Okk- ur fannst við skríða yfir öldutoppun- um og við báðum fyrir litla stúlku- barninu og móðurinni. Siggý ákvað að skipta verkum þannig, að hún hugsaði um farþegana 56 og ég um móðurina og 57. farþegann. Allt fór vel, litla stúlkan, sem var skírð Hekla, lifði og hetjulund móðurinn- ar gleymist aldrei. Kannski hefur stúlkan litla fengið skap eldfjallsins og gýs öðm hverju svona til að minna sjálfa sig og aðra á að hún fæddist í flugvél yfir Atlantshafinu fyrir 45 árum. Seinna gafst mér tækifæri til þess að leiðbeina Siggý og endurgjalda henni hjálpsemina, þegar hún bjó sig undir að taka við starfi mínu í söluskrifstofu Loftleiða í Lækjar- götu, en það átti eftir að verða henn- ar ævistarf. Vináttan við hana og allar hinar elskulegu flugfreyjurnar frá þessum gamla tíma endurnýjaðist í félags- skap Svalanna, því merkilega og skemmtilega félagi. Guðgeiri og Dóru og fjölskyldunni allri votta ég mína dýpstu samúð. Góða ferð, elsku Siggý. Anna Margrét Lárusdóttir. Undanfarið hefur hafsjór góðra minninga sem tengdar era honum Bassa, sótt fram, og frá meiru er að segja en hér er veitt rúm fyrir. Ef við ættum að takmarka mann- lýsingu við eitt orð, myndum við sennilega nota hugtakið kappi þegar við segjum lesandanum hver hann Bassi var. I þeirri meiningu að hann var garpur og hreystimenni. Og svo teygt sé á merkingunni, þá sýndi hann líka kapp í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. En kappinu fylgdi líka forsjá, því að hversu háleit sem markmiðin voru og hugmynd- irnar virtust ólíklegar til að verða að veraleika, þá er líkast því að Bassa hafi alltaf auðnast það sem hann tók sér fyrir hendur. Það segir mest um þann persónuþroska sem hann bjó yfir, að þekkja bæði getu sína og líka takmörk og veikleika gagnvart við- fangsefninu. Þannig hafði hann mannraunir að leik. Bassi var vel kvæntur. Villa er sömu manngerðar og hann var. Henni, mannvænlegum börnunum þremur; Elínu, Gísla og Grétu Ósk og aðstandendum öllum flytjum við okkar innilegustu samúðarkveðjur um leið og við kveðjum góðan vin með sáram söknuði. Júlíus, Hrefna og Daníel. Það vora hræðilegar fréttir sem ég fékk 1988 þegar það var ráðist á Móða og hann lá í dái í langan tíma. Nýútskrifaður úr listaskóla, innan við þrítugt og allt lífið framundan. Það var sorglegt að Móði skyldi ekki fá að halda áfram að þroska sig sem einstaklingur og listamaður. Við rifjuðum stundum upp gamlar minningar saman og ég ætla að halda því áfram ... „Go Johnny go, oh Johnny B. Goode". Elsku vinur, næst þegar ég horfi á fallegt sólarlag þá veit ég hver held- ur á penslinum. Ég sendi Höllu og Karli og allri fjölskyldunni mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Ingvar. Ég minnist þandra segla er þutu um Fossvoginn. Við vorum ungir, líf- ið svo sjálfsagt, svo fullt af möguleik- um sem fuku í vindinum, og tíminn fauk líka. I Kaupmannahöfn upp- götvuðum við að listin þurfti loft og rými. Þormóður vinur minn dáinn. Ég minnist þegai' þaut um að Þor- móður þrautir þyldi. Mikil er mann- vonskan Móði minn. Takk fyrir tím- ann, listina og lífið. Guðjón. BIRGIR SVEINBJÖRNSSON + Birgir Svein- björnsson fædd- ist í Skáleyjum á Breiðafirði hinn 23. maí 1937. Hann lést á Eyrarbakka 4. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Ey rar bakkakir kj u 11. mars. I liðinni viku kom Birgir við hjá mér og þáði matarbita áður en hann fór austur. Það var alltaf gaman að hafa hann í mat. Hann tók hraustlega til matar síns og var viðræðugóður. Eins og venjulega áttum við góða stund saman og ræddum ýmsa hluti, bæði það sem var ofarlega á baugi og ekki síður persónuleg mál. Meðal annars spurði ég hann hvernig hann væri til heilsunnar. Hann svaraði einu til að það væri ekkert um að ræða, hann væri í góðu lagi. Það kom mér svo sem ekki á óvart því Birgir sneiddi framhjá því umræðuefni sem heilsa hans var. Hinsvegar gát- um við rætt saman um allt annað. Vegna þess hversu gaman var að gefa honum að borða vorum ég og Inga dóttir hans búnar að skipu- leggja grillveislu fyrir hann bráð- lega, fyrir austan. Við vorum ekki búnar að segja honum frá því, enda nógur tími að við héldum. Skyndi- lega er svo Birgii' dáinn. Ég þarf því að kveðja þennan góða mann og vin betur, þar sem faðmlagið og kossinn sem við kvöddumst með síð- ast var bara okkar vanalega kveðju- stund með vissu um endurfund. Sem barn var ég mikið hjá Bigga og Ellu, sumar jafnt sem vetur. Það var alltaf gott að koma til þeirra. Heimilið var hlýlegt og notalegt, alltaf nóg að bíta og brenna. Það gekk ýmislegt á enda var Biggi allt- af til í að sprella með okkur börnun- um og leit svo á að ekki mætti gleyma barninu í sjálfum sér. Þótt hann væri ófeiminn við að leika sér við okkur krakkana á okkar for- sendum þá var hann einnig mjög traustur þegar til alvörunnar kom. Það var alveg sama hvað mér lá á hjarta og ræddi við hann, hann gerði aldrei lítið úr því eða brást trúnaði. Þótt ég yrði eldri og áhuga- málin fjölbreyttari breyttist ekkert í sambandi við það að ræða málin við Bigga. Allt gátum við rætt um, en á sama tíma var alltaf stutt í grín og gaman. Mér fannst gaman að því hvað Birgir var að mörgu leyti persónu- leiki andstæðnanna. Hann gat verið óskaplega opinn og hlýr við þá sem til þekktu, hinsvegar gat hann verið fjarrænn og lokaður ef hann var óöraggur. Hann var dagfarsprúður maður og fór lítið fyrir honum, samt varð hann hrókur alls fagnaðar hvar sem honum dvaldist eitthvað. Biggi vmnusemi var harðger maður, mótaður af erfiðum að- stæðum í uppeldinu á afskekktri eyju, en hann var líka við- kvæmur og auðsærð- ur. Þó svo að hann gæti snarast um í bæn- um og útréttað eins og hvert annað alvant borgarbam var Birgir samt náttúrabam í eðli sínu. Þar leið honum best, úti í náttúranni. Biggi gat verið hinn rólegasti, slakað á og notið augnabliksins en og samviskusemi var samt einn stærsti þátturinn í pers- ónuleika hans. Birgi féll ekki verk úr hendi þeg- ar hann var að störfum. Ef hann hrinti einhverri af sínum fjölmörgu hugmyndum í framkvæmd var hann vakinn og sofinn í framkvæmdum. Hann var mjög fjölhæfur og gat tekist á við flest verk. Hann hafði græna fingur og jarðræktin lá fyrir honum. Sjómaður góður var hann líka. Völundur á tré og alveg úrvals dúntekjumaður. Það er því óhætt að segja að Birgir hafi komið að ýms-' um störfum. Birgir kom líka á hina ýmsu staði þar sem hann hafði mjög gaman af því að ferðast. Ég kallaði hann stundum flakka fiakkason þegar við voram að gantast. Ekki að ástæðu- lausu, því hann var búinn að ferðast um allt landið bæði sér til skemmt- unar og starfa. Ef hann komst ekki á flakk í einhvern tíma var hann al- veg ómögulegur maður. Það var honum alveg lífsnauðsynlegt að ferðast um. Stór hluti af ánægjunni*- sem hann fékk út úr því vai’ að hitta fólk. Það sýndi sig líka þegar hann fór utan í fyrsta sinn, til Portúgal, en þá féll hann jafnvel inn í hópinn og umhverfið þar og hann gerði hér á landi. Þetta lýsir honum vel því hann var hvers manns hugljúfi. Með þessu kveð ég þig, Biggi minn, og óska þér velfarnaðar á flakki þínu þarna fyrir handan. Hans nánustu votta ég mína inni- legustu samúð. Dagbjört. Ég sit hér ein og hugsa um liðnar stundir, ástin mín, fallegar stundir með þér og börnum okkar. g. Þig sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur og fagrar vonir tengir líf mitt frið. Minn hugur þráir hjartað ákaft saknar er horínum stundum ljúfum dvel ég hjá. Ég vil þakka þá sérstaklega hvað þú varst okkur góður og ég vil þakka vinnufélögum Birgis sérstak- lega fyrir góða aðstoð og vináttu. Ég elskaði þig, Birgir minn, og mun alltaf gera. Þín Elín. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugi-ein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra i blaðinu). Tilvitnanfr í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skímarnöfn sín en ekki stuttnefni undir gi-einunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar era birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali era nefndar DOS-textaskrár. Þá era ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.