Morgunblaðið - 17.03.2000, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 17.03.2000, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 17. MARS 2000 55 UMRÆÐAN Hagsmunapot? -Nokkr- ar spurningar til Þrastar Aðalfundur íslandsbanka hf. í Morgunblaðinu 14. mars sl. gerir Þröstur Helgason að umtalsefni fyrirlestur sem Magnús Diðrik Baldurson flutti í Norræna húsinu á dög- unum og nefndi „And- úðina á hinu almenna". í fyrirlestrinum viðraði Magnús Diðrik þá skoð- un sína að heimspeki sé hvergi betur borgið en hjá sjálfri sér, og átti augljóslega við með þessu að heimspeki ætti að vera sjálfstæð grein eða iðja sem fengist við Eyjólfur Kjalar viðfangsefni sín með Emilsson eigin aðferðum og á eig- in forsendum (sem auðvitað er vel samrýmanlegt því að hún sæki mörg viðfangsefna sinna til mann- lífsins, vísinda eða lista). En að dómi Magnúsar skyldi heimspekin leitast við að vera „óháð öllum ytri markmiðum og hagsmunum". Þessu undi Þröstur bersýnilega illa og lýsti skoðun Magnúsar sem ein- berri hagsmunavörslu fyrir hönd heimspekinnar, enda, segir Þröst- ur, „er ekkert til sem heitir hags- munalaus fræðimennska". Það vafðist satt að segja dálítið fyrir mér að skilja þanka Þrastar um þessi efni. Ekki bætti úr skák að hann vildi setja allt mál Magn- úsar í samband við „samsemdar- kreppu heimspekinnar" og annarra fræða. Eftir 25 ára nám og starf á sviði húmanískra fræða og heim- speki sérstaklega, verð ég segja Þresti að ég kannast ekki við neina sérstaka samsemdarkreppu á þess- um sviðum. Vissulega gengur á ýmsu, en tilvistarkrepputal virðist mér öðru fremur vera eitt af eink- ennum vissrar ímyndunarveiki sem að vísu verður að kannast við að er smitandi. Sé um einhverja kreppu að ræða felst hún helst í þessari veiki, sem sumir vilja gefa fræði- heitið „póstmódernismi". Hún gengur ábyggilega yfir eins og hver önnur kvefpest. í grein sinni tæpir Þröstur hins vegar á hlutum sem heimspekingum hafa löngum verið hugstæðir, og því var áhugi minn vakinn. Ég vildi leyfa mér að fá að beina fáeinum spurningum til Þrastar, sem ég trúi ékki öðru en hann fái rúm til að svara á síðum Morgunblaðsins, þótt ekki sé um venjulegt dagblaðsefni að ræða. Þegar Þröstur fullyrðir að ekk- ert sé til sem heitir hagsmunalaus fræðimennska, hvað á hann þá eiginlega við? Að menn hafi alltaf annarlegar hvatir, meðvitaðar eða ómeðvitaðar, þegar þeir segja eitt- hvað í nafni ein- hverra fræða? Og þó svo væri, myndi það breyta einhverju um hvort þeir segja satt eða ekki? Ennfrem- ur, þegar Þröstur fullyrðir að hags- munalaus fræði- mennska sé ekki til, þá hlýtur hann að gera ráð fyrir að ein- hveijir miklir hagsmunir séu í húfi þegar hann fullyrðir einmitt þetta. Því þótt vera megi að hann líti ekki á þessa fullyrðingu sína sem fræði- mennsku strangt tekið, hlýtur maður að ætla að ef fræðimennska stýrist einatt af hagsmunum, eigi það líka og ekki síður við um dag- blaðaskrif um fræðileg efni. Hvaða hagsmunir skyldu búa að baki þeirri staðhæfingu hans að hags- munalaus fræðimennska sé ekki til? Gera þessir hagsmunir stað- hæfinguna tortryggilega (eins og Þröstur telur bersýnilega skoðun Magnúsar Diðriks tortryggilega vegna þess að hagsmunir búi að baki)? Eða er staðhæfingin jafn sönn og trúverðug, þó svo að Þresti gangi hagsmunapot eitt til með henni? Eða vill kannski svo skemmtilega til að þessi staðhæf- ing ein, að hagsmunalaus fræði- mennska sé ekki til, sé sú eina HVAÐ ERT ÞU AÐ GERA ^ÁSUNNUDAGINN? SKEMMTILEG UPPAK0MA Ertu búin að sjá nýju vor- og sumarlitina frá HELENA Rubinstein? Ef ekki, þá er tækifæri núna. Kynning í dag og á morgun. - Glœsilegir kaupaukar - Nýtt kortatímabil. Sendum í póstkröfú. Bankastræti 8, slmi 551 3140 Heimspeki Tilvistarkrepputal virð- ist mér öðru fremur, segir Eyjólfur Kjalar Emilsson, vera eitt af einkennum vissrar ímyndunarveiki, fræðimennska sem hafin er yfir alla hagsmuni? Köld og hlutíæg lýsing á veruleikanum eins og hann er í sínu innsta eðli? Að endingu vildi ég biðja Þröst, ef hann skyldi telja þessar bams- legu spurningar mínar á annað borð svara verðar, að svara þeim þá nokkurn veginn undanbragða- Íaust. Auðvitað veit ég að það væri til of mikils mælst að ætlast til að svörin verði ekki lituð af ýmsum hagsmunum Þrastar. En ég myndi kalla það undanbrögð, ef hann brygðist líkt við spurningum mín- um og hann brást við máli Magnús- ar Diðriks og segði til dæmis eitt- hvað á þá leið að spumingarnar séu einmitt skólabókardæmi um neyð heimspekinnar eða að þær beri vott um hversu hræddur og ráðvilltur ég sé, því fremur þar sem ég geri mér enga grein fýrir því sjáifur. Höfundur er prófessor í heimspeki við Oslóarháskóla og er sem stendur gistifræðimaður við Hugvísinda- stofnun Háskóla Islands. Aðalfundur íslandsbanka hf. árið 2000 verður haldinn í Súlnasal Radisson SAS Saga Hótel mánudaginn 20. mars 2000 og hefst kl. 14:00. Dagskrá 1. Aðalfundarstörf í samræmi við 10. grein samþykkta bankans. 2. Tillaga um heimild til bankaráðs til kaupa á hlutabréfum í íslandsbanka hf. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Atkvæðaseðlar og aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra ( (slandsbanka hf. á Kirkjusandi í Reykjavík, 16. og 17. mars nk. frá kl. 9:00 til 16:00 og á fundardegi frá kl. 9:00 til 13:00. Einnig verða atkvæðaseðlar og aðgöngumiðar afhentir á fundarstað frá kl. 13:00 til 14:00 á fundardegi. Hluthafar eru vinsamlegast beðnir að vitja aðgöngumiða og atkvæóaseðla sinna á Kirkjusandi fyrir ki. 13:00 á fundardegi eða í síðasta lagi milli kl. 13:00 og 14:00 á fundarstað. 7. mars 2000 Bankaráð fslandsbanka hf. ISLAN DSBAN Kl www.isbank.is 1 6.-1 9. MARS Taktu forskot á vorsæluna! Fáðu fallegar vorvörur á frábæru verði, njóttu Ijúfra veitinga og þiggðu góða þjónustu á Kringlukasti. Fylgstu vel með sérkjörunum! Nokkrar verslanir og þjónustuaðilar veita dag hvern 15% viðbótarafslátt af sérvaldri vöru eða þjónustu ofan á Kringlukastsafsláttinn. í dag koma þessar verslanir þér á óvart: SKÍFAN BYGGT OG BÚIÐ TEKK VÖRUHÚS föstudagur lcawgtardagiir suatnudlagur NÝJAR VÖRUR meí sérslekum ufslæHi : 20%-50% lr Upplýsingor i sima 588 7788
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.