Morgunblaðið - 17.03.2000, Side 59

Morgunblaðið - 17.03.2000, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2000 59? KIRKJUSTARF Safnadarstarf Sjóferðarbæn gefin í skip Eyjamanna í TILEFNI af kristnihátíðarári gef- ur Kjalarnessprófastsdæmi sjóferð- arbæn í skip og báta í prófastsdæm- inu. Bænin er gefin út á koparplötu sem fest er á tréskjöld, en bænin er hin þekkta bæn sr. Odds V. Gíslason- ar, sem lengi var prestur í Grindavík. Hugmyndin er að festa skjöldinn upp á vegg í hverju skipi og skráðum bátum flotans og eiga stutta bænar- stund um borð með hverri áhöfn og útgerðarmönnum, ásamt fjölskyld- um eða öðrum sem þeim tengjast. Byrjað verður að afhenda skjöld- inn með þessum hætti laugardaginn 18. mars um borð í Lóðsinum og Herjólfi. í framhaldi af því munu prestarnir í Eyjum fara um borð í hvert skip, eftir því sem þau eru inni, afhenda skjöldinn og stýra stuttri bænastund með blessun. Biður sókn- arprestur um að áhafnir og útgerðir láti vita af því hvenær hægt verður að koma þessari stund við á næstu vikum eða mánuðum. Heppilegt get- ur verið að tímasetja hana fyrir róð- ur eða á öðrum tíma þegar sem flest- ir geta verið viðstaddir. Sr. Kristján Björnsson. Kristnihátíð Skaftárhrepps Kristnihátíð Skaftárhrepps verð- ur haldin sunnudaginn 19. mars næst komandi. Hátíðin hefst kl. 11 í sunnudagaskólanum í Minningar- kapellu sr. Jóns Steingrímssonar á Kirkjubæjarklaustri. Ki. 14 verður síðan hátíðarguðsþjónusta í Prests- bakkakirkju þar sem sr. Bryndís Malla Elídóttir sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Við guðsþjónustuna verða tekin í notkun ný og endurbætt altarisklæði sem eru handunnin af Sigfríð Kristins- dóttur. Að guðsþjónustu lokinni verður hátíðardagskrá í félagsheim- ilinu Kirkjuhvoli. Þar flytur Jón Helgason forseti kirkjuþings erindi um kristnitökuafmælið og Ólafía Jakobsdóttir sveitastjóri fjallar um kirkjur Skaftárhrepps og mikilvægi þeirra. Þá mun kirkjukór Prests- bakkasóknar syngja þrjú íslensk lög og Brynja Bjamadóttir frá Þykkvabæjarklaustri mun syngja einsöng. Börn úr Tónlistarskóla Skaftárhreppsleika á hljóðfæri og leiklistarhópur Kirkjubæjarskóla flytur stuttan leikþátt tengdan kristnitökunni. Með þessari hátíð vill kirkjan gefa íbúum Skaftárhrepps | tækifæri til þess að minnast í sam- einingu kristnitökunnar og þakka Guði sínum farsæla samleið kirkju °g þjóðar í þúsund ár. I0€?e KRISTIN TRU í ÞÚSUND ÁR ÁRIÐ 2000 KIRKJU- GÖNGUR A laugardaginn kemur þann 18. mars verður tíunda kirkjugangan. Kirkjugöngurnar hófust frá Sel- tjarnarneskirkju í lok október og var komið við í nánast öllum kirkjum á leiðinni, áð var yfir jól og áramót í Laugarneskirkju, en ferðimar hóf- !ust aftur þaðan nú um miðjan febr- úar. Síðan þá hefur verið gengið um Laugarásinn inn í Langholt og um Grensás að Bústaðakirkju, síðan að Grafarvogskirkju og þaðan að Ár- bæjarkirkju. Nú á laugardaginn kemur verður farið frá Árbæjar- kirkju, haldið í Fella- og Hólakirkju, síðan verður komið við í Maríukirkju og þaðan haldið í Seljakirkju. Fram- undan er ganga á laugardögum í mars og tvo fyrstu laugardagana í apríl, en leiðin liggur um Breiðholt og Kópavog, endað verður í Kópa- vogskirkju þann 8. apríl n.k. Fólk er Laugarneskirkja hvatt til að kynna sér auglýsingar í kirkjunum og koma og taka þátt í gefandi og fræðandi starfi. Laugardaginn 18. mars 2000. Ganga nr. 10. Lagt verður af stað frá Umferðarmiðstöðipni kl. 10.00 og hefst gangan við Árbæjarkirkju. Gönguleiðin verður frá Árbæjar- kirkju að Fella- og Hólakirkju, síðan verður komið við í Maríukirkju og þaðan haldið í Seljakirkju. Hreyfing, fræðsla og bænahald. Veitingar í boði sóknarnefndar Seljakirkju. Þátttökugjald kr. 500,- Frítt fyrir börn undir 15 ára í fylgd með full- orðnum. Hallgrímskirkja. Lestur passíu- sálma kl. 12.15. Langholtskirkja. Opið er til bænagjörðar í hádeginu. Kyrrðar- og fyrirbænastund er kl. 12-12.30, orgelleikur og sálmasöngur. Eftir kyrrðarstundina er létt máltíð í safn- aðarheimili kirkjunnar. Opið hús er fyrir alla aldursflokka kl. 11-13. Kaffi er alltaf á könnunni, gott er að hittast og spjalla saman. Síðan er heilsupistill, létt hreyfing, kristin íhugun og slökun. Kl. 12 er gengið til kyrrðar- og fyrirbænar í kirkjunni. Eftir kyrrðarstundina sameinast starfs- fólk kirkjunnar, sjálfboðaliðar og kirkjugestir yfir kærleiksmáltíð. Lestur passíusálma er kl. 18. Laugarneskirkja. Mömmumorg- unn kl. 10. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Strandbergi laugardagsmorgna. Trú og mannlíf, biblíulestur og kyrrðar- stund. Fíladelfía. Unglingasamkoma kl. 20.30. Mikill og hress söngur. Allir hjartanlega velkomnir. Hjálpræðisherinn. Kl. 20 gosp- elsamkoma. Gospelkórinn frá Jelöy Lýðháskóla syngur undir stjórn Tone Ödegaard. Aðgangur ókeypis, allir hjartanlega velkomnir. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11 og á sunnudögum kl. 17 er námskeið í Daníelsbók. Allir hjartanlega vel- komnir. Á laugardag er Steinþór Ól- afsson með prédikun og einn- ig með biblíufræðslu. Sam- komunum er útvarpað á FM 107. Bama- og unglingadeild- ir á laugardögum. Súpa og brauð eftir samkomuna. Keflavíkurkirkja. Bæna og söngstund í kirkjunni kl. 20-21. Landakirkja Vestmanna- eyjum. Kl. 12.30 Litlir læri- sveinar, eldri deild. Kl. 13.15 Litlir lærisveinar, yngri deild. Hofskirkja á Skaga. Kirkjuskóli kl. 14. Víkurprestakall í Mýrdal. Kirkjuskólinn í Mýrdal er með samverur á laugardags- morgnum kl. 11.15 í Víkur- skóla. Frelsið, kristileg miðstöð. Bænastund kl. 20 og Gen X, frábært kvöld fyrir unga fólk- iðkl. 21. Sjöundadags aðventistar á íslandi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíufræðsla kl. 10.15.Guðsþjónusta kl. 11.15. Ræðumaður Erik Guð- mundsson. Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík: Guðsþjón- usta kl. 10.15.Biblíurannsókn eftir guðsþjónustu. Ræðumaður Einar Valgeir Arason. Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi: Biblíu- fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. ll.Ræðumaður Björgvin Snorrason. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vestmannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 11, guðþjónusta kl. 12, Ræðumaður Jón Hjörleifur Jónsson. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn- arfirði: Guðsþjónusta kl. 11. Biblíu- fræðsla að guðsþjónustu lokinni. Ræðumaður Harpa Tehodórsdóttir. Útskálakirkja. Safnaðarheimilið í Sandgerði: Æskulýðsfundur hjá Út- nesi kl. 20.30. Ásgeir Páll kemur í heimsókn. Kristnihátíð í Útskála- sókn. Sunnudaginn 19. mars næst- komandi verður í tilefni af 1000 ára kristnitöku haldin minningarhátíð um sr. Sigurð Brynjólfsson Sívert- sen í Útskálasókn. Hátíðin hefst með guðsþjónustu kl. 13:30 í Útskála- kirkju. Þar mun Anna Ólafsdóttir Bjömsson sagnfræðingur og fyrr- verandi þingkona flytja hugleiðingu, en hún hefur undanfarið unnið að því að skrifa sögu Miðneshrepps. Að af- lokinni guðsþjónustu verður boðið til samsætis í samkomuhúsinu í Garði. Þar munu dóms- og kirkjumálaráð- herra frú Sólveig Pétursdóttir, Ás- björn Jónsson sóknamefndarfor- maður Útskálasóknar og Sigurður Ingvarsson oddviti Gerðahrepps flytja ávörp. Nemendur Gerðaskóla sýna afrakstur þemdagaskólans, en þemadagarnir vom helgaðir sr. Sig- urði Br. Sívertsen, ennfremur munu nemendur tónlistarskólans í Garði ásamt kirkjukór Útskálakirkju ann- ast flutning tónlistar. Boðið verður til hátíðarkaffisamsætis í umsjá kvenfélagsins Gefnar. Björn Sveinn Björnsson sóknarprestur. innu ^ DnnuMiNN nnETnsn Arctic Cat Powder Special Y2K Millenium Sleði nr. 839 af 2000 framieiddum. Nýskr. 02.1999, 600 cc, 106 hö. c Verd 1.090 þús. Tiíboósveró 990 þús. ^^^^UNýr sleði kostar ca. 1280 þ). Fleiri sleðar á tilboði. Grjóthálsi 1 Sími 575 1230/00 (/ (^Ericsson T28s J) Lítill og fullkominn VIT sími Styður„Dual Band” 900 og 1800 mhz GSM kerfin Stærð: 97x50x15 mm Þyngd: 83 g Upplýstur skjár með allt að þremur línum fyrir texta og grafík 250 nöfn og númer í símaskrá SMS skilaboð, allt að 160 tákn VIT simi Tilboðsverð 34.980 kr. Listaverð 49.900 kr. ( Digitech Victor Fallegur þráðlaus sími með endingargóða rafhlöðu Þyngd handtækis 160 g með rafhlöðu Rafhlaðan endist u.þ.b. 70 klst. í bið og 8 klst. í notkun Handtækið má skrá til notkunar við allt að fjögur móðurtæki Við móðurtæki má hafa alit að sex handtæki Símtalsflutningur milli handtækja 5 mismunandi hringingar Skammvalsminni fyrir 20 símanúmer ásamt nöfnum Móðurstöð með leitarhnapp Hægt að hafa tímamælingu á símtölum Tilboðsverð 6.990 kr. Listaverð 13.990 kr. Nú er líf og fjör í Kringlukastinu. Síminn lætur ekki sitt eftir liggja og býður simtæki á frábæru verði. Taktu þátt í fjörinu og gerðu góð kaup ( verslun Símans í Kringlunni. SÍHINN-GSM FÆRIR ÞÉR FRAMTÍÐINA 16. - 19. mars

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.