Morgunblaðið - 17.03.2000, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 17.03.2000, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2000 59? KIRKJUSTARF Safnadarstarf Sjóferðarbæn gefin í skip Eyjamanna í TILEFNI af kristnihátíðarári gef- ur Kjalarnessprófastsdæmi sjóferð- arbæn í skip og báta í prófastsdæm- inu. Bænin er gefin út á koparplötu sem fest er á tréskjöld, en bænin er hin þekkta bæn sr. Odds V. Gíslason- ar, sem lengi var prestur í Grindavík. Hugmyndin er að festa skjöldinn upp á vegg í hverju skipi og skráðum bátum flotans og eiga stutta bænar- stund um borð með hverri áhöfn og útgerðarmönnum, ásamt fjölskyld- um eða öðrum sem þeim tengjast. Byrjað verður að afhenda skjöld- inn með þessum hætti laugardaginn 18. mars um borð í Lóðsinum og Herjólfi. í framhaldi af því munu prestarnir í Eyjum fara um borð í hvert skip, eftir því sem þau eru inni, afhenda skjöldinn og stýra stuttri bænastund með blessun. Biður sókn- arprestur um að áhafnir og útgerðir láti vita af því hvenær hægt verður að koma þessari stund við á næstu vikum eða mánuðum. Heppilegt get- ur verið að tímasetja hana fyrir róð- ur eða á öðrum tíma þegar sem flest- ir geta verið viðstaddir. Sr. Kristján Björnsson. Kristnihátíð Skaftárhrepps Kristnihátíð Skaftárhrepps verð- ur haldin sunnudaginn 19. mars næst komandi. Hátíðin hefst kl. 11 í sunnudagaskólanum í Minningar- kapellu sr. Jóns Steingrímssonar á Kirkjubæjarklaustri. Ki. 14 verður síðan hátíðarguðsþjónusta í Prests- bakkakirkju þar sem sr. Bryndís Malla Elídóttir sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Við guðsþjónustuna verða tekin í notkun ný og endurbætt altarisklæði sem eru handunnin af Sigfríð Kristins- dóttur. Að guðsþjónustu lokinni verður hátíðardagskrá í félagsheim- ilinu Kirkjuhvoli. Þar flytur Jón Helgason forseti kirkjuþings erindi um kristnitökuafmælið og Ólafía Jakobsdóttir sveitastjóri fjallar um kirkjur Skaftárhrepps og mikilvægi þeirra. Þá mun kirkjukór Prests- bakkasóknar syngja þrjú íslensk lög og Brynja Bjamadóttir frá Þykkvabæjarklaustri mun syngja einsöng. Börn úr Tónlistarskóla Skaftárhreppsleika á hljóðfæri og leiklistarhópur Kirkjubæjarskóla flytur stuttan leikþátt tengdan kristnitökunni. Með þessari hátíð vill kirkjan gefa íbúum Skaftárhrepps | tækifæri til þess að minnast í sam- einingu kristnitökunnar og þakka Guði sínum farsæla samleið kirkju °g þjóðar í þúsund ár. I0€?e KRISTIN TRU í ÞÚSUND ÁR ÁRIÐ 2000 KIRKJU- GÖNGUR A laugardaginn kemur þann 18. mars verður tíunda kirkjugangan. Kirkjugöngurnar hófust frá Sel- tjarnarneskirkju í lok október og var komið við í nánast öllum kirkjum á leiðinni, áð var yfir jól og áramót í Laugarneskirkju, en ferðimar hóf- !ust aftur þaðan nú um miðjan febr- úar. Síðan þá hefur verið gengið um Laugarásinn inn í Langholt og um Grensás að Bústaðakirkju, síðan að Grafarvogskirkju og þaðan að Ár- bæjarkirkju. Nú á laugardaginn kemur verður farið frá Árbæjar- kirkju, haldið í Fella- og Hólakirkju, síðan verður komið við í Maríukirkju og þaðan haldið í Seljakirkju. Fram- undan er ganga á laugardögum í mars og tvo fyrstu laugardagana í apríl, en leiðin liggur um Breiðholt og Kópavog, endað verður í Kópa- vogskirkju þann 8. apríl n.k. Fólk er Laugarneskirkja hvatt til að kynna sér auglýsingar í kirkjunum og koma og taka þátt í gefandi og fræðandi starfi. Laugardaginn 18. mars 2000. Ganga nr. 10. Lagt verður af stað frá Umferðarmiðstöðipni kl. 10.00 og hefst gangan við Árbæjarkirkju. Gönguleiðin verður frá Árbæjar- kirkju að Fella- og Hólakirkju, síðan verður komið við í Maríukirkju og þaðan haldið í Seljakirkju. Hreyfing, fræðsla og bænahald. Veitingar í boði sóknarnefndar Seljakirkju. Þátttökugjald kr. 500,- Frítt fyrir börn undir 15 ára í fylgd með full- orðnum. Hallgrímskirkja. Lestur passíu- sálma kl. 12.15. Langholtskirkja. Opið er til bænagjörðar í hádeginu. Kyrrðar- og fyrirbænastund er kl. 12-12.30, orgelleikur og sálmasöngur. Eftir kyrrðarstundina er létt máltíð í safn- aðarheimili kirkjunnar. Opið hús er fyrir alla aldursflokka kl. 11-13. Kaffi er alltaf á könnunni, gott er að hittast og spjalla saman. Síðan er heilsupistill, létt hreyfing, kristin íhugun og slökun. Kl. 12 er gengið til kyrrðar- og fyrirbænar í kirkjunni. Eftir kyrrðarstundina sameinast starfs- fólk kirkjunnar, sjálfboðaliðar og kirkjugestir yfir kærleiksmáltíð. Lestur passíusálma er kl. 18. Laugarneskirkja. Mömmumorg- unn kl. 10. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Strandbergi laugardagsmorgna. Trú og mannlíf, biblíulestur og kyrrðar- stund. Fíladelfía. Unglingasamkoma kl. 20.30. Mikill og hress söngur. Allir hjartanlega velkomnir. Hjálpræðisherinn. Kl. 20 gosp- elsamkoma. Gospelkórinn frá Jelöy Lýðháskóla syngur undir stjórn Tone Ödegaard. Aðgangur ókeypis, allir hjartanlega velkomnir. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11 og á sunnudögum kl. 17 er námskeið í Daníelsbók. Allir hjartanlega vel- komnir. Á laugardag er Steinþór Ól- afsson með prédikun og einn- ig með biblíufræðslu. Sam- komunum er útvarpað á FM 107. Bama- og unglingadeild- ir á laugardögum. Súpa og brauð eftir samkomuna. Keflavíkurkirkja. Bæna og söngstund í kirkjunni kl. 20-21. Landakirkja Vestmanna- eyjum. Kl. 12.30 Litlir læri- sveinar, eldri deild. Kl. 13.15 Litlir lærisveinar, yngri deild. Hofskirkja á Skaga. Kirkjuskóli kl. 14. Víkurprestakall í Mýrdal. Kirkjuskólinn í Mýrdal er með samverur á laugardags- morgnum kl. 11.15 í Víkur- skóla. Frelsið, kristileg miðstöð. Bænastund kl. 20 og Gen X, frábært kvöld fyrir unga fólk- iðkl. 21. Sjöundadags aðventistar á íslandi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíufræðsla kl. 10.15.Guðsþjónusta kl. 11.15. Ræðumaður Erik Guð- mundsson. Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík: Guðsþjón- usta kl. 10.15.Biblíurannsókn eftir guðsþjónustu. Ræðumaður Einar Valgeir Arason. Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi: Biblíu- fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. ll.Ræðumaður Björgvin Snorrason. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vestmannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 11, guðþjónusta kl. 12, Ræðumaður Jón Hjörleifur Jónsson. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn- arfirði: Guðsþjónusta kl. 11. Biblíu- fræðsla að guðsþjónustu lokinni. Ræðumaður Harpa Tehodórsdóttir. Útskálakirkja. Safnaðarheimilið í Sandgerði: Æskulýðsfundur hjá Út- nesi kl. 20.30. Ásgeir Páll kemur í heimsókn. Kristnihátíð í Útskála- sókn. Sunnudaginn 19. mars næst- komandi verður í tilefni af 1000 ára kristnitöku haldin minningarhátíð um sr. Sigurð Brynjólfsson Sívert- sen í Útskálasókn. Hátíðin hefst með guðsþjónustu kl. 13:30 í Útskála- kirkju. Þar mun Anna Ólafsdóttir Bjömsson sagnfræðingur og fyrr- verandi þingkona flytja hugleiðingu, en hún hefur undanfarið unnið að því að skrifa sögu Miðneshrepps. Að af- lokinni guðsþjónustu verður boðið til samsætis í samkomuhúsinu í Garði. Þar munu dóms- og kirkjumálaráð- herra frú Sólveig Pétursdóttir, Ás- björn Jónsson sóknamefndarfor- maður Útskálasóknar og Sigurður Ingvarsson oddviti Gerðahrepps flytja ávörp. Nemendur Gerðaskóla sýna afrakstur þemdagaskólans, en þemadagarnir vom helgaðir sr. Sig- urði Br. Sívertsen, ennfremur munu nemendur tónlistarskólans í Garði ásamt kirkjukór Útskálakirkju ann- ast flutning tónlistar. Boðið verður til hátíðarkaffisamsætis í umsjá kvenfélagsins Gefnar. Björn Sveinn Björnsson sóknarprestur. innu ^ DnnuMiNN nnETnsn Arctic Cat Powder Special Y2K Millenium Sleði nr. 839 af 2000 framieiddum. Nýskr. 02.1999, 600 cc, 106 hö. c Verd 1.090 þús. Tiíboósveró 990 þús. ^^^^UNýr sleði kostar ca. 1280 þ). Fleiri sleðar á tilboði. Grjóthálsi 1 Sími 575 1230/00 (/ (^Ericsson T28s J) Lítill og fullkominn VIT sími Styður„Dual Band” 900 og 1800 mhz GSM kerfin Stærð: 97x50x15 mm Þyngd: 83 g Upplýstur skjár með allt að þremur línum fyrir texta og grafík 250 nöfn og númer í símaskrá SMS skilaboð, allt að 160 tákn VIT simi Tilboðsverð 34.980 kr. Listaverð 49.900 kr. ( Digitech Victor Fallegur þráðlaus sími með endingargóða rafhlöðu Þyngd handtækis 160 g með rafhlöðu Rafhlaðan endist u.þ.b. 70 klst. í bið og 8 klst. í notkun Handtækið má skrá til notkunar við allt að fjögur móðurtæki Við móðurtæki má hafa alit að sex handtæki Símtalsflutningur milli handtækja 5 mismunandi hringingar Skammvalsminni fyrir 20 símanúmer ásamt nöfnum Móðurstöð með leitarhnapp Hægt að hafa tímamælingu á símtölum Tilboðsverð 6.990 kr. Listaverð 13.990 kr. Nú er líf og fjör í Kringlukastinu. Síminn lætur ekki sitt eftir liggja og býður simtæki á frábæru verði. Taktu þátt í fjörinu og gerðu góð kaup ( verslun Símans í Kringlunni. SÍHINN-GSM FÆRIR ÞÉR FRAMTÍÐINA 16. - 19. mars
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.