Morgunblaðið - 17.03.2000, Qupperneq 66
66 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Ferdinand
Magga, þú átt að Mér líður betur
vera úti á hægri hérna hjá þér,
i kanti. Kalli.
En hvað cf
einhver lemur
bolta út á
htegri kant?
Hveiju skiptir það?
Mér líður best
héma hjá þér,
Kalli.
WE PONT \U\H ANV 6AME5,
BUT I MAVE HAPPT PLAVER5,.
Við vinnum ekki einn einasta leik,
en leikmennimir eru ánægðir.
ItotgittiMaftift
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Góð grein um mismun-
un skv. jarðalögum
Frá Guðjóni Jenssyni: feli í sér gagnvart þegnunum. Hann
PEKKT er í réttarsögu landsins að
lög lifl lengur en þeim er ætlað.
Stundum hefur lagasetningarvaldið
samþykkt lög, gefið þau út öllum
landsmönnum til eftirbreytni af
margvíslegu tilefni. Oft breytast að-
stæður með breyttum tímum og sum
þessara lagafyrirmæla eiga ekki
lengur við.
Þannig hefur orðið til urmull af lög-
um og lagafyrirmælum, sum aftan úr
grárri fomeskju. Elstu lagafyrirmæli
í landslögum í dag eru úr Jónsbók en
svo nefnist lögbók sú sem íslendingar
samþykktu á ofanverðri 13. öld eftir
að hafa játast valdi Noregskonungs.
Eru ákvæði hennar sem enn gilda
sum hver nær óbreytt úr Grágás,
lagasafni þjóðveldisaldar, og teljast
til klassíkur í íslenskri lagasetningu.
Fyrir nokkrum áratugum hófst
umræða meðal lögfræðinga um nauð-
syn þess að efna til átaks við að
hreinsa út úr löggjöf landsins ýmiss
konar lagafyrirmæli sem dagað hefðu
uppi. I framhaldi af þessum umræð-
um í ræðu og riti var hafist handa af
framkvæmdavaldinu, lagasafnið allt
meira og minna hreinsað af gömlum
og úreltum lögum og þau síðan af-
numin með sérstökum lögum. Var
þetta þarft verk og nauðsynlegt.
Lagasafnið skrapp eðlilega mikið
saman og er nú ekki nema svipur hjá
sjón. Þessi gömlu lög voru leifar horf-
inna tíma og höfðu enga þýðingu
lengur fyrir nokkum einasta mann,
skiptu litlu eða alls engu máli fyrir
nútíma Islendinga. Þau voru til traf-
ala í stjómsýslu og áttu jafnvel til að
leiða til misskilnings og afvega með
því að beina fólki inn í blindgötur.
Ekki fer mikið fyrir því að íslenskir
lögfræðingar kveðji sér hljóðs á opin-
bemm vettvangi um nauðsyn þess að
ganga enn lengra. Sum gömul laga-
fyrirmæli em í lagabálkum, hafa
sjálfsagt verið þar mjög lengi. í
Morgunblaðinu sunnudaginn 5. mars
(bls. 34) ritar Magnús Bjöm Bryn-
jólfsson héraðsdómslögmaður af-
burðagrein: „.Jarðalögin em brot á
stjómarskrá lýðveldisins". Höfundur
vekur athygli á því hrópandi misrétti
sem nokkur ákvæði í jarðalögunum
,rekur ákvæði í 13. og 14. grein jarða-
laganna sem byggja á fomum stofni
og kveða á um rétt eiganda og
ábúanda að jörð til að innleysa til sín
aðra hluta jarðar ásamt sumarhúsi/
um á úrskiptum jarðarparti. Rök-
styður Magnús nauðsyn þess að
ákvæði þessi verði felld niður. Bendir
hann á, að þessi ákvæði mismuni
freklega þegnunum, enda gangi
lagaákvæði þvert á eignarréttargrein
stjómarskrárinnar. Beiting þessara
ólaga sundrar fjölskyldum á altari
ágimdar og misréttis. Mörg dæmi
em um að bændur hafi í krafti laga-
greinanna í jarðalögunum hrakið í
burtu ættingja með því að innleysa til
sín, oft fyrir smánarverð, jarðar-
parta, sumarbústaðalóðir og nú síðast
sumarbústaði.
Sérstök ástæða er að mati Magn-
úsar fyrir sumarbústaðaeigendur að
vera á varðbergi nú, þegar ferðaþjón-
usta hefur verið samþykkt sem hver
annar búskapur. Meðan þessi ákvæði
em í landslögum má eiga von á heift-
arlegum illdeilum vegna þeirra. Eina
leiðin er að afnema ólög þessi, enda
em þau í hreinni mótsögn við ákvæði
stjómarskrár um friðhelgi eignar-
réttarins og jafnræði þegnanna.
Þessi hugleiðing lögmannsins er
orð í tíma töluð. Benda má á mörg
slæm ákvæði sem ratað hafa inn í lög-
gjöf landsins sem mismunar þegnun-
um á vægast sagt grófan hátt. Vísa
má t.d. á girðingarþátt laga um skóg-
rækt en þar er lögð sú kvöð á þann
sem vill rækta landið að girða það.
Bændum og þeim sem halda sauðfé
og annað búfé er hins vegar gert
hærra undir höfði. Rétturinn er
þeirra megin! Ef skepna sleppur inn í
gegnum girðingu ætlast þessi ólög til
að skógræktandinn beri sitt tjón
sjálfur.
Fróðlegt verður að fylgjast með
væntanlegum skrifum um þessi mál.
Grein Magnúsar Brynjólfssonar er
mjög gott innlegg í þessa umræðu.
Hafi hann þökk fyrir fyrirhöfn sína.
GUÐJÓN JENSSON,
bókasafnsfræðingur og
leiðsögumaður,
Amartanga 43, Mosfellsbæ.
Formúla 1 er ekki íþrótt
frekar en nautaat
Frá Leó M. Jónssyni:
ÓTRÚLEGT er hve kaupahéðnar
eru lúmskir að læða áróðri sínum að
almenningi. Dæmi er Formula 1
kappaksturinn, sem er greinilegur
farvegur til að smygla ólöglegum
tóbaksauglýsingum inn í sjónvarp
með tilheyrandi fjölmiðlaglamri vel
kynntrar áróðursmaskínu. Formula
1 er ekki íþrótt frekar en nautaat.
Enginn venjulegur maður, hvað fær
akstursíþróttamaður sem hann
kann að vera, á nokkra möguleika á
þátttöku í þessari keppni nema hann
sé áður orðinn hluti af vel smurðri
peninga- og auglýsingamaskínu,
sem stýrt er af tóbaksframleiðend-
um. Og þeir sem nú borga sífellt
stærri hluta brúsans er ungt fólk í
Afríku - helstu fómarlömb tóbaks-
iðnaðarins um þessar mundir.
Og í hverju er „íþróttin" fólgin?
Nokkrum færum kappaksturs-
mönnum (en auðvitað ekki konum)
er lofað gulli og grænum skógum ef
þeir eru tilbúnir að hætta lífinu fyrir
blóðþyrstan skara sjónvarpsplápara
sem fá kikk út úr því að sjá einhvern
deyja eða stórslasast í beinni út-
sendingu. Mín vegna mega menn
láta hafa sig til þess en þeir hafa það
framyfir nautin á Spáni að vita hvað
bíður þeirra. Mín vegna má fólk
horfa upp á þetta endalausa og
asnalega hringsól með tilheyrandi
glamri, skrumi og (ólöglegum) tób-
aksauglýsingum en ég mótmæli því
að fíflagangurinn sé flokkaður með
íþróttum.
LEÓ M. JÓNSSON
tæknifræðingur,
Nesvegi 13, Reykjanesbæ.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.