Morgunblaðið - 17.03.2000, Síða 68

Morgunblaðið - 17.03.2000, Síða 68
' ‘ 68 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð Forréttir Kristín Gestsdóttir vaknaði við fugla- söng einn morguninn, en þegar hún dró frá, sá hún bara snjódyngjuna fyrir utan. ÞAÐ er þó ekki um að villast, sól- in hækkar á lofti, fastan er byrjuð og vorjafndægur eru þann tutt- ugasta mars, nokkrir farfuglar eru komnir til landsins og aðrir í startholunum og bíða þess bara að sunnanáttin létti þeim flugið yfir hafið. Fermingar eru á næsta leiti og ýmsir hafa beðið mig um forréttti í fermingarveisluna. Það er eins og margir séu helst hug- myndasnauðir, þegar kemur að þeim. Forrétti er hentugast að bera fram á smádiskum eða í smáskál- um, svo að fólk belgi sig ekki út á þeim, en forréttinum er ætlað að örva bragðlaukana fyrir aðalrétt- inn en ekki borða sig saddan af. Nú er til mjög mikið af alls konar girnilegum ávöxtum, það skulum við nýta okkur og nota með öðru hráefni svo sem laxi, rækjum eða humar. Melónur eru mjög góðar enda víða notaðar einar sér í for- rétti. Aldinkjötið getur verið fal- legt á litinn, t.d. er það sterkgult í Charentais-melónu og fallega grænt í Ogen-melónu. Gallía er líka með grænleitt aldinkjöt og Cantaloupe með gulleitt. Margs konar reyktur matur hentar vel með melónu, svo sem skinka, hrátt hangikjöt, reyktur lax o.fl. Skelfiskur er góður með ananas, mangó, papaya, perum og vínberjum. Erfitt er að áætla magn á mann í veislum. Fólk borðar mismikið og tími dagsins skiptir líka máli. Mest er borðað kl 5,6 og 7. Þær uppskriftir sem hér eru eru ætlaðar fyrir tíu. 1 dós sýrður rjómi 1 msk. majonsósa 1 skvetta úr tabaskósósuflösku fersk steinselja Þíðið rækjurnar í kæliskáp. Hellið síðan á sigti. 2. Hrærið saman sýrðan rjóma, mæjonsósu og tabaskósósu og búið tii sósu. Setjið nokkrar stein- seljugreinar í bolla og klippið með skærisoddum í bollanum. Setjið saman við sósuna. 3. Skerið brauðsneiðarnar undan glasi jafnstóru ananashringjun- um. Smyrjið með sósunni og raðið á smádiska. 4. Þerrið ananassneiðarnar, raðið ofan á brauðsneiðarnar, setjið hálfa msk. af sósunni í gatið á an- anashringjunum og raðið rækjun- um fallega í gatið þar sem sósan er. Stingið seinseljugrein á einn stað út frá gatinu. 5. Raðið á smádiska og leggið filmu yfir ef þetta bíður eitthvað, en látið það ekki bíða til næsta dags. Kaupið mjóa, ekki mjög stóra melónu. Melóna með reyktum laxi eoa silungi. 1 melóna ekki stærri en 1 kg. 500 g reyktur lax eða silungur ferskar dillgreinar Ananas með ræk jum. 10 þunngr franskbrauðsneiðar ______10 onanashringir,__ erskir eða niðursoðnir 300 g stórar rækjur 1. Skerið melónuna í sundur þversum, fjarlægið steina. Afhýð- ið melónuna. 2. Skerið í 114 - 2 sm þykkar, heil- ar sneiðar og raðið á diska. 3. Skerið laxinn (silunginn) í þunn- ar jafnar sneiðar, vefjið upp og setjið í gatið á melónusneiðunum. 4. Leggið dillgrein yfir. 5. Berið fram með ristuðu brauði. 6. Leggið filmu yfir. Þetta má út- búa daginn áður og geyma á köld- um stað. M 1.....iffc %j^kíSáhreinsunin gsm 897 3634 Þrif á rimlagluggatjöldum. Neftoíu^ ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR Innréttmgar Frí teiknivinna og tilbobsgerb I DAG Velvakandi f. 17. mars 2000 ÉG las grein eftir mann í Morgunblaðinu fyrir skömmu um innflytjendur og nýbúa. I þessari grein varpaði maðurinn fram þeirri spurningu hvort all- ir væru ekki vakandi og átti þá við hvort Islending- ar væru ekki sér meðvit- andi um innflytjendur og nýbúa hér á landi. Mitt svar er það að ég held að allir séu glaðvakandi og að allir viti að innflytjendum hefur fjölgað síðustu ár þótt það séu ekki margir að velta sér upp úr því. Mín skoðun er sú að ís- land sé mjög gott land fyr- ir þá sem ekki geta búið í sínu heimalandi, hér er nóg pláss og næga vinnu að fá miðað við mörg önnur lönd og finnst mér hreinir fordómar ef fólk þarf að taka fram á atvinnuum- sókn hvort það sé innflytj- andi eða ekki. Einnig las ég í sömu grein að búið væri að gera vopnaleit margoft í dönsk- um skólum og mætti rekja það til hins gífurlega fjölda af innflytjendum. Mér fmnst alveg fáránlegt að vera að taka dæmi um eitt- hvað sem gerist í Dan- mörku því þar standa mál- in allt öðruvísi og hef ég lesið að innflytjendur hafi þurft að mæta vopnaðir í skólann sinn vegna þess hvað eru gífurlega miklir VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags fordómar þar í garð inn- flytjenda og nýbúa. Mér finnst mjög lítill skilningur á vandamálum nýbúa og finnst mér eins og þeir séu gerðir að söku- dólgum. En hvað þeir eru að gera af sér veit ég ekki! Ragnheiður Hallsdóttir, Hólatorgi 2, 101 Rvk. tírvals skinka og sojamjólk ÉG rakst á skinku nýlega í búðum. Þetta er alveg toppmatur frá KEA á Ak- ureyri. Þettar er að mínu áliti miklu betri dósa- skinka en hin þekkta danska og hollenska skinka sem hefur verið hér á markaði undanfarin ár. Við neytendur gerum allt- of lítið af því að þakka það sem vel er gert. Það er miklu minni fita í þessari skinku en þeirri útlendu og hún er miklu bragð- betri. Svo er önnur afurð sem svo sannarlega er vert að benda á, en það er þessi dásamlega og holla soja- mjólk sem flutt er inn og fæst hér í mörgum stór- mörkuðum. Við sem þurfum alltaf að passa okkur að halda kól- esterinu í jafnvægi og lín- unum í lagi verðum að benda hvert öðru á ef við finnum góða afurð sem bætir líf okkar með réttu mataræði. Karl Ormsson, Gautlandi 5, Rvk. ÞEKKIR einhver manninn á myndinni? Hún er sennilega tekin í Snæfellsnes- eða Dalasýslu. Ef einhver kannastvið myndina er hann vinsamlegast beðinn að hafa sam- band við Birgi Jónas- son í síma 421-3271 eft- ir kl. 19. Dýrahald Svartur köttur gerir sig heimakominn NORSKUR skógarköttur, svartur högni, hefur verið að gera sig heimakominn á Sóleyjargötuna í Reykja- vík undanfarið. Heimilis- fólkið á Sóleyjargötunni varð fyrst vart við hann í byrjun janúar. Ef einhver kannast við kisa, er hægt að hafa samband við Kat- rínu í síma 552-8695 eftir kl. 21. Tapaó/fundió Öskudagur í Þróttheimum RAUÐI og hvíti „Lego“- snjógallinn minn var tek- inn í misgripum fyrir ann- ann svipaðan útlítandi á öskudaginn í Þróttheim- um. Ef þú átt svona snjó- galla og varst í Þróttheim- um, viltu þá líta á bakhlutann að innanverðu og athuga hvort hann sé merktur með mínu nafni, ég heiti Sara Ósk. Ef þú ert með minn snjógalla, viltu þá hringja í mömmu mína, Helgu, í síma 861- 3571 og láta hana vita hvernig við getum skipst á snjógöllunum? Peningaveski týndist PENINGAVESKI með peningum og öllum skil- ríkjum týndist mánudags- kvöldið 13. mars sl. á leið- inni frá veitingastaðnum Nings í Kópavogi að Furu- grund. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband við Hörpu í síma 554-4980 eða 515- 1411. Fundarlaun. Kvenúr fannst KVENÚR fannst á göngu- stíg vestast á Seltjarnar- nesi, þriðjudagskvöldið 14. mars sl. Upplýsingar gef- ur Sonja í síma 561-7013. Morgunblaðið/Kristinn Víkverji skrifar... ÍKVERJI sagði nýlega frá raunum sínum við að útfylla skattaskýrsluna og minntist þar á nauðsyn þess að unglingar fengju fræðslu um ýmislegt hagnýtt í dag- lega lífinu eins og réttindi á vinnu- markaði. Af því tilefni fékk hann bréf frá Öldu Sigurðardóttur, fræðslu- stjóra Verzlunarmannafélags Reykjavíkur. Hún tekur undir hvatningu Víkverja en minnir einnig á að VR hafi frá haustinu 1996 boðið öllum 10. bekkjar nemum upp á slíka fræðslu. Þar sé meðal annars út- skýrt hvað kjarasamningur sé, orlof, uppsagnarfrestur og fleira. „Það var Elías Magnússon sem kom þessu á og til að byrja með fór hann og svo aðrir starfsmenn VR í heimsóknir til skóla á höfuðborgar- svæðinu en í dag er algengast að ungmennin komi til okkar og hefur það reynst vel þar sem þau fá betri tilfinningu fyrir starfseminni en ella,“ segir Alda í bréfi sínu. VR hefur einnig látið útbúa bæk- ling um réttindi og skyldur launþega á vinnumarkaði. Víkverji sér ekki betur en um sé að ræða aðgengilegt lestrarefni, sagt er frá mikilvægi þess að lesa vel launaseðla, huga að lífeyrissjóðsgreiðslum og svo fram- vegis. Allt er þetta hið besta framtak og gott að sjá að sums staðar er verið að sinna því sem mörgum finnst ein- hvern veginn of hversdagslegt eða sjálfsagt að allir viti. Því fer nefni- lega fjarri að jafnvel gamalreyndir launþegar séu með þessa hluti á hreinu, að áliti Víkverja dagsins. Hann er sannfærður um að ekki sé hann einn á báti þegar hann baðar út öllum öngum í ölduróti flókinna reglna um lífeyrissjóðsgreiðslur og reynir að skilja til fullnustu hvernig hann muni standa að vígi þegar eftir- launaaldurinn rennur upp. Hann veltir því fyrir sér hvort úti- lokað sé að á reglubundu yfirliti sem hann fær um stöðu sína hjá lífeyris- sjóðnum sé ekki hægt að segja í eins og tveim setningum á auðskiljanlegu mannamáli hver staða hans, Vík- verja, verði þegar 67 ára aldrinum er náð. Auðvitað verður þá að sumu leyti að miða við forsendur nútímans enda höfum við ekki annað að styðj- ast við og ekkert við því að segja þótt einhver óvissa ríki um raunverulega stöðu eftir mörg ár. En Víkverji á í sömu erfiðleikum og margir aðrir með að túlka þau skilaboð sem starfsmenn lífeyris- sjóðsins eru að senda honum. Ástæð- an er augljós: Þeir nota sitt eigið fag- mál, hugtök sem eru sárafáu fólki töm í munni og orðalag í slíkum opin- berum textum er oft svo þurrt og gerilsneytt að það virðist vera ættað úr öðru sólkerfi. Lífeyrissjóðssendi- bréfin eru alls ekki versta dæmið í þessum efnum, ríkisstofnanir eru yf- irleitt enn verri. Bankarnir, sem reyndar eru að mestu í ríkiseigu, hafa tekið sig á síðustu árin en varð- andi síma- og orkureikninga getur það kostað heilabrot og nokkra leit að finna aðalatriði. Hvers vegna? Er ekki hægt að nota meira mismunandi leturstærð og yfirleitt velta meira íyrir sér þörf- um notenda en illa rökstuddum hug- myndum þeirra sem hanna eyðu- blöðin? Það gera þeir greinilega án þess að fá þá hugdettu að leggja hug- myndina fyrir hóp notenda sem velja mætti með slembiúrtaki. Þá ætti strax að koma í ljós hvort fólk er ánægt með uppsetninguna en ekki fyrst og fremst verið að sinna þörf- um stofnunarinnar eða fyrirtækis- ins. xxx YÍKVERJA finnst hugmyndirnar um járnbraut milli Reykjavík- ur og Keflavíkurflugvallar athyglis- verðar þótt áður hafi verið fullyrt að þær séu óframkvæmilegar vegna kostnaðar. Öryggið og þægindin sem fylgja myndu járnbraut eru svo mikil að kanna verður til þrautar hvort kleift er að leggja hana og reka hana þannig að brautin beri sig. Augljóst er að þá munu hugmyndimar um að leggja niður Reykjavíkurflugvöll fá byr í seglin en ekkert við því að segja. Stuðningsmenn vallarins, ut- an höfuðborgarsvæðisins sem innan, hljóta að vilja að málið sé rökrætt út frá öllum skynsamlegum forsendum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.