Morgunblaðið - 23.03.2000, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
HEITIRDAGAR
Glóandi tilboð á heitum vörum
Heitustu vörurnar í heimilistækjadeild okkar þessa dagana eru nú heitu
vörurnar; ofnar, eldavélar, helluborð og viftur. Það var vegfarandi sem
fyrstur varð var við hitamolluna sem liggur yfir Lágmúlanum og krækti
sér í bakarofn hið snarasta. Þótt upptök þessara tilboða séu
sérfræðingum á markaðnum nokkuð Ijós, er enginn sem þorir að spá
fyrir um það hve lengi þau geta staðið. Eða eins og einn þeirra sagði;
tilboð eru tilboð og ég ætla ekki að brenna mig á því að missa af þeim.
Þess má geta að allir vegir eru færir í Lágmúlann og spáin er góð eftir
atvikum.
BRÆÐURNIR
jfL
Lágmúla 8 • Slmi 530 2800
www.ormsson.ls
RöDIOMáöS?
Siðareglur sagnfræðinga samdar
Grunnreglur
nauðsynlegar
Sigurður Gylfi Magnússon
ASIÐASTA ári
ákvað stjóm Sagn-
fræðingafélags Is-
lands að skipa siðanefnd
sem fengi það hlutverk að
vinna að gerð siðareglna fé-
lagsins. Nefndin hefur nú
lokið störfum og dreift
drögum að siðareglunum
til nokkurra tuga félags-
manna og komið tillögun-
um fyrir á heimasíðu fé-
lagsins sem er er á
vefslóðinni www.akadem-
ia.is/saga. Sigurður Gylfi
Magnússon, formaður
Sagnfræðingafélags Is-
lands, var spurður nánar út
í innihald siðareglnanna:
„Sagnfræðingum hefur
fjölgað mikið á undanfóm-
um ámm og þeir sinna fjöl-
breyttari störfum en áður í
skjóli fagsins. Þeir afla sér mennt-
unar víða um heim og þessi fjöldi
og fjölbreytni kallar á það að við
setjum okkur ákveðnar gmnnregl-
ur sem við fylgjum. Hinn tæknilegi
hraði nútímans sem stundum hef-
ur verið kenndur við hið póstmód-
emíska ástand þar sem allt er
leyfilegt kallar á að samfélag sagn-
fræðinga setji sér ákveðnar gmnn-
reglur, að öðmm kosti getur fagið
orðið ringulreiðinni að bráð.
Siðareglunum nýsömdu er skipt
upp í fimm kafla, það er í fyrsta
Iagi framregla sem raunvemlega
gengur út frá að hafa það sem
sannara reynist í hvert skipti - við-
hafa heiðarleg vinnubrögð og hafa
sannleikann að leiðarljósi. Annar
kaflinn fjallar um fagleg vinnu-
brögð og er sá kafli í sex liðum. í
honum em meðal annars almenn
ákvæði um að menn vandi rann-
sóknir sínar og kappkosti að þær
standist ströngustu kröfur vísind-
anna - að sagnfræðingar eigi að
vera gagnrýnir í hugsun, sýna
frumleika og leitast við að kynna
rannsóknir sínar á sem skýrastan
hátt. Þriðji kaflinn fjallar um varð-
veislu og aðgang heimilda, þar em
sagnfræðingar hvattir til að
tryggja varðveislu allra sögulegra
heimilda og leitast við að vinna í
anda upplýsingalaganna - að
tryggja frjálsan aðgang að sögu-
legum heimildum af hvaða tagi
sem er. I þessari klásúlu er líka
lögð megináhersla á að menn um-
gangist heimildir af varfæmi, eink-
um persónulegar heimildir, og sýni
þeim þá virðingu sem þeir myndu
annars sýna lifandi fólki - tryggi
að persónuleg skrif verði ekki höfð
að leiksoppi og orðstír höfunda
skaðist. Fjórði kaflinn ber yfir-
skriftina; Trúnaðarmál. Andinn
þar er að tryggja samband sagn-
fræðinga við umheiminn, hvort
sem það era samverkamenn, nem-
endur eða samfélagið í heild - að
sagnfræðingar umgangist þessa
hópa af varfæmi, einkum er þama
átt við kennara. Síðasti kaflinn
fjallar um hagsmunaárekstra og
tekur einkum til þeirra sagnfræð-
inga sem selja vinnu sína á opniun
markaði.“
- Hvers vegna þurfti
að setja þessar reglur?
„Menn em ekki á eitt
sáttir um að það þurfi
að setja þessar reglur.
Forsaga málsins er
raunvemlega sú að það
kom að máli við okkur mikilsmet-
inn sagnfræðingur og hvatti stjóm
Sagnfræðingafélagsins til þess að
huga að stjóm siðareglna, þá höfðu
komið inn á borð Sagnfræðingafé-
lagsins nokkur mál sem erfitt
reyndist að leysa vegna þess að
menn höfðu engar reglur til þess
að vísa í. í framhaldi af þessu var
samþykkt í stjóm Sagnfræðinga-
► Sigurður Gylfi Magnússon
fæddist í Reykjavík 1957. Hann
lauk stúdentsprófi frá Verslunar-
skóla íslands 1980, BA-prófi í
sagnfræði og heimspeki 1984,
MA-prófi frá Camige Mellon
University í Pittsburgh í Banda-
ríkjunum 1987 og doktorsprófi
frá sama skóla 1993. Hann hefur
starfað sem háskólakennari í
Bandaríkjunum og á Islandi frá
1990 og gefið út fjórar bækur um
menntun og menningarmál og er
annar ritstjóri Sýnisbókar ís-
lenskrar alþýðumenningar
ásamt Kára Bjarnasyni. Sigurður
er formaður Sagnfræðingafélags
Islands og fyrrverandi formaður
Reykjavíkurakademíunnar.
félags íslands að hefja undirbún-
ing að gerð siðareglna og gáfu sig
strax fram Anna Agnarsdóttir,
dósent við sagnfræðiskor HÍ, Axel
Kristinsson, sagnfræðingur í
Reykjavúkurakademíunni, og Sig-
rún Asta Jónsdóttir, forstöðumað-
ur Byggðasafns í Stykkishólmi.
Síðar meir kom Gísli Gunnarsson
prófessor í nefndina. Auk þeirra
átti ég sæti í nefndinni og var skip-
aður formaður hennar. Nefndin
tók til óspilltra málanna, sendi út
fyrirspumir á spjallrás Sagnfræð-
ingafélagsins; Gammabrekku, þar
sem við hvöttum menn til að koma
með ábendingar um efni siðaregln-
anna. Ut frá þessum ábendingum
og öðmm gögnum eða heimildum
sem nefndin aflaði sér, m.a. frá
bandaríska sagnfræðingafélaginu
og eftir lestur bókarinnar; Siða-
reglur starfsstétta eftir Sigurð
Kristinsson, samdi nefndin fyrstu
drög að siðareglunum og boðaði tH
almenns félagsfundar um þau. A
þessum fundi sló í brýnu milli
þeirra sem vom alfarið á móti því
að svona reglur væm settar og
fannst það engan veginn við hæfi
að stéttin setti reglur á við þessar
og hinna sem vom því mjög fylgj-
andi. Málinu lyktaði þannig eftir
snarpar umræður að fundurinn
ákvað að fela nefndinni að gera
aðra aðlögu að siðareglunum og
var það samþykkt án mótatkvæða.
Margir fundarmenn
fundu þessum tilteknu
reglum margt til foráttu
en vora því almennt
fylgjandi að siðareglur
væm settar. Með þetta
að leiðarljósi hóf nefnd-
in vinnu sína á ný og nú bjóðum við
öllum sagnfræðingum að tjá sig
um þessi drög að siðareglum sem
liggja fyrir skriflega og munu þau
skrif verða birt á heimasíðu Sagn-
fræðingafélagsins. Síðar í sumar
mun nefndin koma aftur saman og
ganga endanlega frá þeim tillögum
sem lagðar verða fram á næsta að-
alfundi félagsins í haust.“
Ella getur
fagið orðið
ringulreiðinni
að bráð