Morgunblaðið - 23.03.2000, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 23.03.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 5g MINNINGAR INGIR. HELGASON + Ingi Ragnar Helgason fædd- ist í Vestmannaeyj- um hinn 29. júlí 1924. Hann lést í Sjúkra- húsi Reykjavíkur 10. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 21. mars. Mig langar að minn- ast með nokkrum orð- um vinar míns, Inga R. Helgasonar. Ingi var raunar þannig maður, að það verður erfitt að skrifa um hann einungis nokkrar lín- ur. Kynni okkar Inga hófust haustið 1983, en þá var ég fyrst kosinn í stjórn Brunabótafélags íslands. Ég fann það fljótt, að það var gott að leita til hans og hann reyndist mér afskaplega góður og traustur vinur. Það er mikill sjónarsviptir að svona manni eins og Inga R. Helgasyni. Hann var þeirrar gerðar að hvar sem hann fór og hvar sem hann var tók maður eftir honum. Ingi R. Helgason var rammpólitískur og hann lá ekkert á skoðunum sínum. Hann var sósíalisti fram í fingur- góma á sínum yngri árum og þó hrifningin hafi eitthvað verið farin að dofna á þeim fræðum hin síðari ár, þá fór það ekkert framhjá manni hver hans pólitíska sýn var. Ingi R. Helgason varð forstjóri Brunabóta- félags íslands 1981. Hann var félag- inu traustur og góður stjómandi. Ingi var mikill diplómat og hafði gaman af öllum pólitískum leikflétt- um. Það var oft gaman að rabba við hann um lífið og tilveruna og ef ein- hverjir pólitískir vindar voru teknir að blása, þá var næsta víst að Ingi R. Helgason var manna fyrstur til að frétta af þeim. Hið pólitíska nef Inga R. Helga- sonar sagði honum, að til að ná góð- um árangri fyrir Brunabótafélagið, þá var nauðsynlegt að stjóm félags- ins sýndi mikla pólitíska breidd, því ríkisstjómir koma og fara og aldrei er vitað fyrirfram hvernig ríkis- stjómir verða eftir kosningar. Með því að tryggja að þeir stjómmála- flokkar, sem eiga sæti á Alþingi, eigi hver sinn fulltrúa í stjóm félagsins, var öragglega tryggt gott samstarf við ríkisstjómir, sama hvemig þær voru samsettar. Ingi R. Helgason var ásamt Hall- grími Sigurðssyni fyrr- verandi forstjóra Sam- vinnutrygginga guð- faðir Vátrygginga- félags íslands. Það er til marks um framsýni hans á tryggingamark- aðnum, að hann áttaði sig fljótt á því, að Branabótafélag Is- lands myndi trúlega verða undir í þeim miklu hræringum sem framundan vora á þeim markaði vegna smæðar sinnar. Með samvinnu Branabótafélagsins og Samvinnutrygginga tókst að stofna öflugt tryggingafélag, sem tilbúið var til að takast á við nýja og breytta tíma. Þetta er trúlega mesta afrek Inga R. Helgasonar og mun halda nafni hans hátt um ókomna tíð. Mér þótti vænt um þennan karl og á fullt af góðum minningum um hann og okkar samskipti. Ég vil að lokum þakka honum fyrir allt og sendi Rögnu og fjölskyldunni allri mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guðinundur Oddsson. Ingi R. Helgason er einhver sá eftirminnilegasti maður, sem ég hef kynnst. Samvinna okkar hófst þegar Magnús Kjartansson iðnaðarráð- herra skipaði hann formann Iðn- lánasjóðs árið 1972 en því starfi gegndi Ingi í 4 ár. Aftur varð hann formaður Iðnlánasjóðs árin 1979 til 1983 í ráðherratíð Hjörleifs Gutt- ormssonar. Það er skiljanlegt að við sjálf- stæðismennirnir Pétur Sæmundsen, bæram nokkurn kvíða í brjósti, þeg- ar alþýðubandalagsmaðurinn Ingi R. Helgason var orðinn formaður Iðnlánasjóðs og mikill áhrifamaður í iðnaðarmálum sem náinn samstarfs- maður ráðherra. Iðnlánasjóður var þá orðinn fjársterkur sjóður í eigu ríkisins, en í umsjá hlutafélagsbank- ans Iðnaðarbankans. Hagsmunir bankans af því að annast rekstur Iðnlánasjóðs vora miklir og afdrifa- ríkt hefði orðið, ef gerð hefði verið breyting á því. Fyrir tveim áram á góðri stund rifjaði Ingi upp þetta samstarf okkar þremenninganna, þegar hann kom til starfa með mönnum, sem höfðu gjörólíkar skoðanir á þjóðfélagsmál- um og hann. Ekki varð það þrándur í götu góðs samstarfs, sem þróaðist í vináttu, enda ekki ágreiningsefnin okkar í málum iðnaðarins. Eina sem á milli gat borið var góðvild Inga og hjálpsemi við þá sem til hans leituðu, þar sem við bankamennirnir forðuð- umst að láta hjartað ráða för. Ingi R. Helgason var mjög áhrifa- mikill maður á þeim tíma, sem hann gegndi formennsku í Iðnlánasjóði. Hann er tvímælalaust sá af for- mönnum sjóðsins, sem hafði mestu pólitísku áhrifin og ekki fór á milli mála að hann mótaði afstöðu ráð- herra sinna til ýmissa mála. Þess vegna þökkuðum við Pétur Sæmundsen Inga R. Helgasyni það hversu farsællega tókst að halda samvinnu Iðnlánasjóðs og Iðnaðar- bankans á þessum tímum vinstri- stjórna, þai- sem freistandi hlaut að vera að gera breytingu þar á. Á hugann sækja margar skemmtilegar minningar frá þessum samstarfsáram. Margar voru ferð- imar famar til þess að skoða fyrir- tæki viðskiptamanna Iðnlánasjóðs, sem vora á öllum þéttbýlisstöðum landsins. Betri eða skemmtilegri ferðafélaga en Inga R. Helgason var ekki unnt að hugsa sér. Frásagnar- gáfa hans var einstök og hann hafði frá mörgu að segja. Eftirminnilegt er að heyra hann í útvarpsviðtali segja frá því, þegar hann á unglings- aldri eignaðist vemdara, sem hann vissi ekki hver var, en studdi hann fjárhagslega til náms. Meistaraleg frásögn, gædd mikill spennu varpaði skæra Ijósi á hin kröppu kjör sem hann og og fjölskylda hans bjó við á áram áður og hlutu að móta viðhorf hans síðar til þjóðfélagsinála. Að hætti þeirra fáu sem kunna að segja frá upplýsti Ingi ekki hver verndar- inn var þótt hann kæmist að því síð- ar. Þegar við nú kveðjum Inga R. Helgason hinn litríka, listelska og fjölhæfa mann sendum við Ragn- heiður Rögnu og vandamönnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Bragi Hannesson. Þegar Ingi R. Helgason gekk til liðs við Krabbameinsfélag Islands þekkti ég hann lítið. Hann var þá þekktur af störfum sínum á vett- vangi stjómmála, lögfræði og opin- berra embættisstarfa og ég vissi að stundum hafði staðið styrr um hann. Þegar ég fór að kynnast honum skildi ég vel hvers vegna það var. Hér fór maður, sem hafði þurft að yfirstíga margar hindranir til að ná markmiðum sínum í lífinu og hafði tamið sér öguð vinnubrögð, en þó fyrst og fremst gert sér grein fyrir því að árangur næst ekki nema með því að gera meiri ki-öfur til sjálfs sín en annarra. Hann hafði sigrazt á erf- iðleikum og náð að ljúka skólagöngu, sem stundum var tvísýnt með, og ákvað í framhaldi af því að ganga til liðs við þau öfl, sem beittu sér fyrir að bæta kjör þeirra sem minnst mega sín. Að því marki barðist hann ötullega en jafnframt gat hann vel unnt þeim sem sáðu góðu fræi og hirtu vel sinn garð að uppskera ríku- lega ef ekki var gengið á hlut ann- arra. Þegar nálgaðist verklok í anna- sömu starfi ákvað Ingi að gefa Krabbameinsfélagi íslands hluta af tíma sínum, fyrst með þátttöku i vís- indaráði félagsins og síðan í fram- kvæmdastjórn frá árinu 1991 og var hann eftir það gjaldkeri félagsins meðan stætt var. Éftir að hann lét af starfi sínu hjá Vátryggingafélagi ís- lands gat hann helgað Krabba- meinsfélaginu meiri tíma og var ætíð boðinn og búinn til að taka að sér erfiðustu verkefnin. Okkur hinum kenndi hann margt enda hafði hann af miklum reynslubrunni að miðla, þegar Ingi talaði hlustuðu allir og enginn greip fram í fyrir honum. Á sama hátt hlustaði hann grannt á aðra og tók ekki til máls fyrr en þeir höfðu lokið máli sínu. Ingi var ráðagóður og tilbúinn að fylgja ákvörðunum fast eftir, hann var sanngjarn og réttsýnn manna- sættir og auðvelt var að fylgja eftir sáttagjörð hans. Hann tók nærri sér þegar honum fannst á hlut Krabba- meinsfélagsins gengið eða loforð vanefnd. Krabbameinsfélag Islands stendur í mikilli þakkarskuld við hann. Ingi var fagurkeri, unni fögram listum og vildi búa þeim öruggt skjól. Honum var mikið hugðarefni að reist yrði veglegt tónlistarhús og gladdist yfir hverjum áfanga að því marki. Ingi R. Helgason var eftirminni- legur maður, mikill á velli, rökfastur og skýr í hugsun, röddin djúp, nær- veran sterk. Hans er sárt saknað. Ég vil fyrir hönd Rrabbameinsfé- lags íslands votta Rögnu og fjöl- skyldu þeirra Inga innilega samúð. Sigurður Björnsson, formaður Krabbameins- félags íslands. 21. mars sl. var góður vinur og fé- lagi, Ingi R. Helgason hæstaréttar- lögmaður, kvaddur með trega og söknuði, en hann lést á sjúkrahúsi 10. mars sl. Ingi hafði átt við van- heilsu að stríða í nokkurn tíma, en var þó til hinstu stundar andlega hress og áhugasamur um þjóðmál og alþjóðamál eins og hann var ætíð og þeir vita sem til þekktu. Inga kynntist ég meðan hann var enn í fullu fjöri í þjóðmálabarátt- unni, starfandi hæstaréttarlögmað- ur og ráðgjafi þáverandi iðnaðarráð- herra í ýmsum málum er lutu að iðnaðarappbyggingu og orkunýt- ingu. Fóram við m.a. saman austur fyrir ,jámtjald“, þ.e. til Tékkóslóv- akíu á vegum iðnaðarráðuneytisins til að huga að samstarfi við Tékka um nýtingu jarðefna á Islandi, en tékkneskur sérfræðingur hafði starfað við rannsóknir á þessu sviði á vegum Sameinuðu þjóðanna hér á landi um nokkurt skeið. Á þessum tíma vora kommúnistar enn við völd í Tékkóslóvakíu og voru þarlendir embættisrnenn nokkuð erfiðir viðskiptis þrátt fyrir yfirlýst- an áhuga tékkneskra stjórnvalda á samstarfi við íslendinga. Er mér mjög minnisstætt og vakti undran mína og aðdáun hvað Ingi hélt vel og með mikilli festu á málum og hags- munum okkar á fundum með em- bættismönnunum tékknesku, en þessir fundir vora bæði langir og strangir. Gekk svo langt á stundum, að Ingi hækkaði róminn upp á hæstu svið til að fá nægjanlega athygli og undirtektir mótaðila. Aldrei fór hann þó yfir velsæmismörk, en sýndi fulla festu og náði þar með óskiptri athygli Tékkanna. Ágæta reynslu hafði ég einnig af Inga sem lögfræðingi, en hann að- stoðaði mig og félaga mína á Al- mennu verkfræðistofunni þegar við voram að móta lög og reglur fyrir- tækis okkar á fyrri hluta áttunda áratugarins. Ráðgjöf hans reyndist okkur vel og njótum við góðs af henni enn þann dag í dag, ekki síst í sambandi við útgöngu þeirra hlut- hafa úr fyrirtækinu, sem komnir era að starfslokum. Ganga slík mál snurðulaust fyrir sig, þökk sé fram- sýni lögfræðingsins. Við Marta eigum margs að minn- ast frá fjölda samverastunda með Inga og Rögnu bæði hér heima og erlendis. Þær samverastundir urðu allmargar og einstaklega ánægju- legar og uppbyggjandi, enda var Ingi með afbrigðum skemmtilegur viðræðu og fróður um hin fjölbreyti- legustu mál og skorti því aldrei um- ræðuefni. Fyrir þetta og vináttu við þau hjón viljum við Marta þakka um leið og við flytjum Rögnu og bömum þeirra okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu Inga R. Helgasonar, megi hann hvíla í guðs friði. Svavar Jónatansson. SVEINN GUÐMUNDSSON + Sveinn Guðmundsson fæddist í Reykjavík 25. september 1933. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Eir 2. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fríkirkj- unni í Reykjavík 21. mars. Hann Svenni er dáinn. Það kom ekki á óvart, hann hafði lengi verið veikur. Hann var bróðir tengdamóð- ur minnar, Salvarar. Þegar ég hugsa um Svein hrannast upp minningar um ljúfar og hressilegar stundir hér áður fyrr. Sérstaklega er mér minn- isstætt í þessu augnabliki þegar hann kom með sína frábæra hugmynd um hvort við væram ekki tilbúin tO að leyfa krökkunum okkar, þá þremur, ásamt öðram krökkum í fjölskyld- unni hans, að koma til sín eldsnemma á aðfangadagsmorgun og horfa á jólabarnatímann í sjónvarpinu hjá sér og þá gætu þau verið hjá honum til hádegis og rúmlega það! Já, það boð hefði ekki vakið minni gleði hjá okkur húsmæðrum í hans fjölskyldu heldur en jólapakki af stærri gerð- inni og ekki stóð á krökkunum að drífa sig til Svenna og hafa það gott og fengu þau þá jafnan Prins Póló og Coca Cola o.fl. Þessum sið hélt hann í nokkur ár til viðbótar. Það gustaði af honum Sveini og hann gaf mikið af sér, var talsvert stríðinn og gaf sig mikið að börnum og stutt í hláturinn hjá honum. Hann kom eldsnemma í morgunkaffi á laugardags- eða sunnudagsmorgnum til okkar, eða „þegar ljós var komið í húsið“ eins og hann sagði, og sátum við Svenni þá oft lengi yfir kaffiboll- um og röbbuðum saman. Sjálfur var hann fallegt skært ljós í mínum huga. Það var einmitt á einni slíkri stundu sem hann sagði mér frá að hann hefði kynnst Ólafíu Nongkran eða Mem eins og hann kallaði hana, og hann ljómaði allur og það fór ekki framhjá neinum að hann elskaði hana mikið. Það urðu mikil kaflaskipti í lífi hans á þessu tímabili og Sveinn og Mem giftu sig síðar og áttu mörg góð ár saman en heilsu hans hrakaði og hann missti hana svo alveg. Mem stóð svo sannarlega við hlið manns síns í blíðu og stríðu þar til yfir lauk og tel ég það hafa verið mildð lán fyr- ir hann að hafa kynnst slíkri konu. Sveinn bar sinn líkamlega kross af æðraleysi og elju alla ævi og hef ég oft hugsað um það hvað það hlýtur oft að hafa verið erfitt þótt honum hafi tekist að fela þær tilfinningar með sínu geislandi brosi, ég heyrði hann aldrei kvarta. Hann fór eins hratt og hann var fær um meðan hann gat og ók bíl sínum á þeim hraða sem hann helst hefði viljað komast yfir jörðina á. Foreldrar hans gáfu honum ómet- anlegt veganesti og hann eignaðist góða vini til lífstíðar sem reyndust honum vel. Sterku söngröddina hans heyrðum við alltof sjaldan og aðallega man ég eftir hvað hann söng af mikilli gleði. Hann hafði frá unga aldri verið í KFUM og sá grannur hefur verið sterkur í þátttöku hans í straumi lífs- ins. Hann var mörg sumur starfandi við sumarbúðir KFUM í Vatnaskógi og talaði oft um þann tíma. Innilegar samúðarkveðjur til þín Mem og annarra aðstandenda frá mér og fjölskyldunni allri. Margrét Oddsdóttir og fjölskylda. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HULDU GUÐBJARGAR HELGADÓTTUR, Brunnum 9, Patreksfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar, geisladeildar og deildar 13D á Landspítalanum. Björn Jónatan Björnsson, börn og fjölskyldur þeirra. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okk- ur samúð og hlýhug við andlát og útför hjart- kærs eiginmanns míns, föður okkar og afa, JÓNS SIGURÐSSONAR frá Gvendareyjum, Guilsmára 7, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heimahlynning- ar Krabbameinsfélagsins. Kristín Sigbjörnsdóttir, Helgi S. Jónsson, Unnsteinn Jónsson, Kristín Sigurgeirsdóttir, Sigurður R. Jónsson, Auður Kristjánsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.