Morgunblaðið - 23.03.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.03.2000, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum og Suðurlandi Gerð Suður- strandarvegar verði hraðað SAMEIGINLEGUR fundur stjóma Sambands sveitarfélaga á Suður- nesjum og Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga var haldinn í Eldborg við Svartsengi nýlega. Aformað er að starfssvæði þessara tveggja sam- taka verði eitt kjördæmi við næstu alþingiskosningar. A fundinum kynntu framkvæmda- stjórar starfsemi og hlutverk sam- takanna og rædd voru ýmis sameig- inleg hagsmunamál svæðanna, s.s. fyrirhugaða kjördæmabreytingu, samgöngumál og orkumál. Fundurinn samþykkti að senda frá sér eftirfarandi ályktun: „Sameiginlegur fundur stjórna Sambands sveitai-félaga á Suður- nesjum og Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, haldinn í Eldborg við Svartsengi 25. febrúar 2000, skorar á Alþingi og ríkisstjóm að gerð Suð- urstrandarvegar á milli Þorláks- hafnar og Grindavíkur verði hraðað og litið verði á lagningu vegarins sem sérstakt verkefni í tengslum við fyrirhugaða kjördæmabreytingu, þegar Suðurland og Suðumes renna saman í eitt kjördæmi. Ein megin- forsenda slikrar breytingar er að hið nýja Suðurkjördæmi verði ein sam- gönguieg heild. Þar sem aðeins 3 ár em þar til kjördæmabreytingin tek- ur gildi er mjög mikilvægt að nú sem allra íyrst verði teknar ákvarðanir um framkvæmdina og fjármögnun hennar. í því sambandi leggja stjórnirnar áherslu á að um sérstaka fjármögnun verði að ræða, utan hefðbundinna fjárveitinga til vega- mála, þannig að það bitni ekki á þeim verkefnum sem nú em á dagskrá." Fundurinn var fyrsta skrefið í frekara samstarfi og kynnum þess- ara samtaka, sem fundarmenn vom sammála um að efla. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands ásamt stjórnanda sínum Jóni Inga Sigurmundssyni. Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands heldur tónleika Selfossi - Eftir rúma viku, þann 31. mars, heldur kór Fjölbrautaskóla Suðurlands tónleika í sal skólans á Selfossi. Kórinn hefur lagt metnað sinn í að halda tónleika sem víðast á Suðurlandi og gefa þannig aðstand- endum nemenda skólans kost á að kynnast kórnum af eigin raun. Af þeim sökum verður kórinn með tón- leika á Hvolsvelli í boði Hvolhrepps annað kvöld, 24. mars. Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands heldur uppi miklu starfí. Síðastliðið vor var kórnum boðið að vera full- trúi íslands á mikilli kirkjuhátíð í Stuttgart í Þýskalandi ásamt Kór Hveragerðis- og Kotstrandarsókn- ar. Þótt engin utanlandsför sé á döf- inni þetta árið er ekki slegið slöku við sönginn. í vetur hefur verið æfð fjölbreytt og nýstárleg dagskrá og er óhætt að fullyrða, að mörg þeirra laga, sem á efnisskránni em að þessu sinni, hafa ekki hljómað í tón- listar- og menningarhúsum landsins. Sum kunna þó að hafa heyrst áður. Kór FSU hefur gefið út 2 geisla- diska og 3 hijómsnældur á starfsferli sínum og verður hægt að nálgast þá diska og snældur, sem enn em eftir, í tónleikahléi. Tónleikarnir á Selfossi hefjast kl. 20:30 og er aðgangur ókeypis fyrir eldri borgara en kr. 1.000 fyrir aðra. Stjórnandi kórsins er Jón Ingi Sig- urmundsson. Samflot í Eyjum Óánægja með launastefnu sveitarfélaga AÐALFUNDUR Samflots bæjar- starfsmanns, haldinn í Vestmanna- eyjum á dögunum, lýsir yfir mildlli óánægju með launastefnu launa- nefndar sveitarfélaga og skorar á bæjar- og sveitarstjómir í landinu að gefa launanefnd sveitarfélaga ekki fullnaðarumboð til kjarasamninga- gerðar. I ályktun fundarins segir: „Þann 1. maí nk. em samningar lausir milli bæjarstaifsmannafélaga innan Sam- ílots og launanefndar sveitarfélaga. Það er staðreynd að starfsmönnum innan sveitarfélaga hefur verið stór- lega mismunað í launum á samnings- tímanum. Fundurinn lýsir yfir mikilli óánægju með launastefnu launa- nefndai- sveitarfélaga sem hefur verið óskýr og afar ómarkviss. Það er skoðun fundarins að nú sé lag til að leiðrétta þennan mismun og bæta skaðann þannig að jafnrétti ríki innan bæjarstarfsmanna og nauðsyn- legt traust geti komist á milli aðila.“ Eftirfarandi var einnig samþykkt: ,A-ðalfúndur Samflots bæjarstarfs- manna haldinn í Vestmannaeyjum dag- ana 17. og 18. mars 2000 skorar á bæj- ar- og sveitarstjómir í landinu að gefa launanefnd sveitarfélaga ekki fullnað- arumboð til kjarasamningagerðar. í fullnaðarumboði felst afsal á öllu því sem kallast getur sjálfstæð starfs- mannastefna einstakra sveitaifélaga og telur fundurinn slíkt afsal með öllu óviðunandi í jafn mikilvægum mála- flokki og launamál starfsmanna sveit- arfélaga eru, enda er hér um lög- fræðilegt álitamál að ræða.“ „Það er upphaf laga vorra..." Þorgeir Ljósvetningagoði flytur mál sitt á Pakkhúsloftinu á Höfn. Þemavika um 1000 ára kristni Morgunblaðið/Guðiaugur Albertsson Ný þjónusta í Grundarfírði NÚ gefst Grundfirðingum kostur á að láta framkalla filmumar á staðn- um og fá myndirnar afhentar innan tveggja tíma. Það er verslunin Fell sem býður Grundfirðingum upp á þessa nýju þjónustu. Eigandi versl- unarinnar er Elísabet Amadóttir. Kálfafellsstað - Það var bjart yfir hugum fimmtudagskvöldið 16. mars sl. á Pakkhúsloftinu gamla á Höfn þegar brottfluttir Suðursveit- ungar og velunnarar byggðarinnar fjölmenntu til að hlýða á börnin í Hrollaugsstaðaskóla í Suðursveit í tali og tónum. Tilefnið var afrakst- ur barnanna af þemavinnu sinni um 1000 ára kristni og voru því kristnihaldi í Suðursveit í fortíð og nútíð gerð greinargóð skil. Leik- þættir voru fluttir og ritgerðir lesnar, og á veggjum var fjöldi myndspjalda í tengslum við verk- efnið. Kvenfélagskonur aðstoðuðu við flutninginn og sáu um kaffiveiting- ar og harmónikufélagar úr Suður- sveit þöndu dragspilin í samkomu- lok. Um 120 gestir sóttu samkomuna sem var gleðilegt og fróðlegt inn- legg í kristnihátíðarárið, var unga fólkinu til sóma og er vissulega hollt veganesti inn í nýja öld. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Nemendur 6. til 8. bekkjar fluttu leikritið Innbrotsþjófur á árshátíðinni í Brúarási. Frá vinstri eru leikendurnir Sævar Árni Jóhannsson, Hrafn- katla Eiríksdóttir, Kolbjörg Lilja Benediktsdóttir, Bogi Kárason, Hauk- ur Guðmundsson, og Jóhannes Arnar Rúnarsson. Arshátíð í Brúarási Nemendur 1. til 3. bekkjar fluttu leikritið Kommóðuskúffan og komu fram í ýmsum gervum. Talið frá vinstri: Vilhjálmur Pálmi Þorsteinsson, Hólmfríður Friðjónsdóttir, Einir Þór Kjartansson, Ingólfur Danfel Sig- urðsson, Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson, Marteinn ÓIi Aðalsteinsson, Fanney Sigurðardóttir (framar), Kolbrún Stella Gestsdóttir og Diana Mjöll Björgvinsdóttir. Þær sungu engilblítt, talið frá vinstri, Elínborg Sædis Pálsdóttir, Berg- lind Ósk Guttormsdóttir, Perla Sigurðardóttir, Stella Rögn Sigurðar- dóttir, Margrét Dögg Guðgeirsdóttir og Elsa Guðný Björgvinsdóttir. Norður-Héraði - Nemendur Brúar- ásskóla á Norður-Héraði héldu árs- háti'ð á dögunum. Góð dagskrá var í boði, meðal annars fjögur leikrit, mislöng að vísu en höfðu öll sinn boðskap og fór lengdin mest eftir aldri leikendanna; því yngri leik- endur því styttra leikrit. Einnig voru ýmis söng og dansatriði á dag- skránni. Meginverk á árshátíðinni var leikritið 68 kynslóðin eftir Margréti Traustadóttur í flutningi 9. og 10. bekkjar. Leikritið fjallar um ungar konur í kvennaskóla í sveit og sam- skipti námsmeyja við forstöðukon- una, hitt kynið almennt með áhersl- um á strákana úr sveitinni í kring. Góður rómur var gerður að þessari sýningu og skemmtu gestir sér vel, enda efnið kunnuglegt þeim flest- um sem þarna voru, og ekki var laust við að hugur sumra hvarflaði til liðins tíma og jafnvel blikuðu saknaðartár á brá undir brosinu er gestir voru fluttir mörg ár aftur í tímann í einni svipan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.