Morgunblaðið - 23.03.2000, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 23.03.2000, Blaðsíða 76
Trausti íslenska murvorui Síðan 1972 H éSjf Leitið tilboða! ■! StBÍfipi á'J/y.r 1 nifiNIR Fáanleg 3 sóium yndtiandi MORGUNBLAÐW, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF6691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBLJS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Þjóðhagsstofnun spáir 5,3% verðbólgu og 50 milljarða viðskiptahalla V öxturinn teflir stöðug’leika í tvísýnu Morgunblaðið/Golli Heilsað upp á staurana ÞJÓÐHAGSSTOFNUN telur að mikill vöxtur í efnahagslífinu tefli stöðugleikanum í tvísýnu. Það birtist í 5-6% verðbólgu og miklum og vax- andi viðskiptahalla. Slíkt fái ekki staðist til lengdar og því sé óhjá- kvæmiiegt að hægja á efnahagsstarf- seminni. I yfirliti Þjóðhagsstofnunar um stöðu og horfur í þjóðarbúskapnum spáð 4% aukningu landsfram- Ieiðslu í ár, sem er meira en áður hef- ur verið reiknað með, og að atvinna Félag um rekstur rækju- verksmiðju í Kanada ~ H^NÆFELL hf., Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, Samherji hf. og kanadíska samvinnufyrirtækið Fogo Island Co-Operative Society Ltd. hafa stofnað félag, Fogo Island Shrimp Ltd., um rekstur rækjuverk- smiðju á Fogo Island á Nýfundna- landi og hefst framleiðsla í sumar. Að sögn Bjöms Z. Asgrímssonar, framkvæmdastjóra Isheims hf., sem átti frumkvæði að stofnun félagsins, sjá menn það sem góðan fjárfesting- arkost en í því geta falist tækifæri í öðrum fisktegundum, til dæmis botnfiski. ■ íslendingar/23 ÓVÍST er hvort skattleysismörk hækka um næstu mánaðamót eins og að var stefnt. Ekki er enn búið að mæla fyrir frumvarpi til laga um breytingar á tekjuskatti og frum- varpið er ekki á boðaðri dagskrá Al- „ bingis í dag. Ekki er fyrirhugaður þingfundur á morgun. Verði frum- varpið ekki að lögum fyrir helgi eru engar líkur á að fyrirtækin í landinu geti greitt laun í samræmi við breytt skattalög, en þau eru þessa dagana aukist jafnvel meira en á síðasta ári. Á hinn bóginn versna horfur í verð- þróun og viðskiptahalla. Spáð er 5,3% verðbólgu frá síðasta ári og að viðskiptahallinn fari yfir 50 milljarða kr., sem eru 7,2% af landsfram- leiðslu. Slaki hefiir einkennt hagstjórn Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, segir að þetta sé meiri verðbólga og viðskiptahalli en þekkist í öðrum OECD-löndum. Seg- ir hann mikilvægt að takast á við það verkefni að draga úr verðbólgunni. Þá segir hann að það misvægi sem felst í miklum og vaxandi viðskipta- halla sé óstöðugleiki sem ekki gangi til lengdar. Fram kemur í skýrslu Þjóðhags- stofnunar að mikill slaki hafi ein- kennt hagstjórnina undanfarin miss- eri. Þótt slakinn hafi nú að hluta verið halaður inn með aðhaldsaðgerðum á sviði peningamála og ríkisfjármála sé óvíst að nóg hafi verið að gert. Lík- legt sé að eftirspurn í hagkerfinu aukist eins mikið á þessu ári og í fyrra og því megi búast við að áfram ríki mikil spenna í efnahagslífinu. Þórður segir að fylgjast verði vel með framvindunni næstu mánuði með það fyrir augum að grípa tíman- lega fastar í taumana en gert hefur verið. Nefnir hann ráðstafanir í pen- ingamálum og ríkisfjármálum og leggur áherslu á að tryggt verði að þau markmið sem sett voru í fjárlög- um verði ekki gefin eftir. ■ Spáir yfir/6 að undirbúa launagreiðslur fyrir næsta mánuð. Ekki fengust skýring- ar á því í gær að ekki væri búið að mæla fyrir frumvarpinu, en það var afgreitt í ríkisstjóm á þriðjudaginn í síðustu viku. Hækkun skattleysismarka var hluti af yfirlýsingu sem ríkisstjórnin gaf í tengslum við undirritun kjara- samnings Flóabandalagsins og Sam- taka atvinnulífsins. Atkvæðagreiðsla um samninginn stendur nú yfir. Eftir nýliðin vorjafndægur hefur dagurinn borið nóttina ofurliði og lengist nú óðum í upphafi ein- mánaðar. Engu síður er nauðsyn- legt að huga að ljósmeti innan dyra sem utan enda er það mikið öryggisatriði fyrir vegfarendur að hafa góða götulýsingu að kvöld- og næturlagi. í því skyni heilsa eftirlitsmenn reglulega upp á staurana á Reykjanesbraut- inni og víðar og skipta um perur í öryggisvörðunum hávöxnu. Fólksbíll út af í Staðarskriðum Fór niður 70 metra skriðu FÓLKSBÍ LL lenti út af og valt niður um 60-70 metra í Staðar- skriðum í norðanverðum Fá- skrúðsfirði í gærkvöld. Ökumaðurinn var einn í bíln- um og slapp ótrúlega vel, að sögn lögreglu á Fáskrúðsfirði, en hann lemstraðist nokkuð og hlaut minniháttar skrámur. Hann mun hafa verið í bílbelti sem kom í veg fyrir að verr færi. Grjót hafði hrunið úr hlíð- inni ofan við veginn í sólbráð fyrr um daginn. Þegar ökumað- ur sveigði hjá því missti hann stjórn á bílnum á hálkubletti. Engin vitni voru að slysinu og komst ökumaður af eigin rammleik upp á þjóðveginn um erfiðai- þverhníptar skriður. Að sögn lögreglu þurfti kaðal til stuðnings þegar farið var um skriðumar til að ná bílnum upp. Vattamesskriður em nyrst i Staðarskriðum og hafa fjöl- mörg umferðarslys átt sér stað í skriðunum á undanförnum ár- um. Stefnt að samningi fyrir helgi EKKI reyndist unnt að ganga frá kjarasamningi milli Rafiðnaðar- sambandsins og Samtaka atvinnu- lífsins í gær, eins og stefnt var að fyrir helgi. Viðræðurnar gengu þó vel og er stefnt að því að ganga frá samningi síðdegis á föstudag. „Málin em nú í ákveðnu ferli og ef vel gengur verður hægt að Ijúka þeim innan þessara tímamarka," sagði Ari Edwald, framkvæmda- stjóri SA. Sjö dagar em nú í að verkfall skelli á hjá 26 landsbyggðarfélögum innan Verkamannasambandsins, verði ekki af samningum við SA fyrir þann tíma. Enn ber mjög mikið á milli í viðræðum deiluaðila og miðar lítið í samkomulagsátt. Samninganefnd VMSÍ og LÍ sendi í gær frá sér opið bréf til ríkisstjórn- arinnar í tilefni kjarasamninganna. Þar segir m.a. að undirstöðuatvinnu- vegir þjóðarinnar þarfnist þess að byggð sé haldið við úti um land. ■ Kjaramálin /11 Lögreglan á Húsavík rannsakar mannslát Breytt skattleysismörk V er ður hækk- un frestað? Laus sæti í sólina! Kanarí í apríl og vorferö til Portúgal á ótrúlegu veröi. Samvinnuferðir Landsýn Ungur maður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins LÖGREGLAN á Húsavík rannsak- ar nú lát manns sem talið er hafa borið að með voveiflegum hætti snemma síðastliðinn laugardags- morgun. Hefur karlmaður á þrí- tugsaldri verið úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald vegna rannsóknar málsins. Hinn látni var á sjötugsaldri og var í fyrstu talið að um sjálfsvíg hefði verið að ræða. Á frumstigi réttarkrufningar komu í Ijós atriði sem bentu til að svo væri ekki. At- burðurinn á að hafa átt sér stað í íbúðarhúsi skammt frá Húsavík þar sem maðurinn sem lést og sá sem handtekinn var höfðu verið til heim- ilis. Lögreglan á Húsavík krafðist gæsluvarðhalds yfir hinum hand- tekna og varð Héraðsdómur Norð- urlands eystra á Akureyri við þeirri kröfu í gær. Maðurinn hefur fallist á að gangast undir geðrannsókn í tengslum við rannsókn málsins. Lögreglan á Húsavík fer með for- ræði rannsóknar málsins, sem mið- ar vel að hennar sögn. Lögreglan hefur ennfremur notið aðstoðar rannsóknardeilda ríkislögreglu- stjóra og lögreglunnar á Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.