Morgunblaðið - 23.03.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.03.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 £ tmfylkinguna utverk nýtt stöðu sína í Evrópu. Hún hefur veikst. EES-samningurinn var góður, en hann var líka barn síns tíma. Frá því hann var gerður hafa orðið miklar breytingar. I fyrsta lagi hafa orðið breytingar á inn- viðum ESB sem draga úr möguleikum okkar til að hafa áhrif á ákvarðanir sem varða EES-ríkin. í öðru lagi er ESB að stækka og það eitt dregur úr vægi EES og þar með íslands. í þriðja lagi er kom- inn sameiginlegur gjaldmiðill, evran, sem virðist ætla að heppnast ákaflega vel og hefur haft mjög jákvæð áhrif á at- vinnustigið í þessum löndum. Meðan við erum fyrir utan hann verður samkeppn- isstaða okkar verri vegna hærri vaxta og meiri stöðugleika í verðlagi hér á landi. í fjórða lagi er að koma upp alveg ný staða í öryggismálum þar sem er að koma sérstök varnarstoð undir Evrópu- sambandið. Varnar- og öryggismál hafa verið ákaflega mikilvæg fyrir íslend- inga og utan ESB höfum við, eins og sakir standa, enga aðkomu að þessu. Hvemig eigum við að bregðast við? Ég held að fyrir nokkrum árum hafi verið lag fyrir Island að sækja um aðild og fá sérstöðu okkar metna í krafti Norður- landatengslanna. Nú er landslagið gjör- breytt að því leyti að nánast hvert ein- asta land í Evrópu hefur sótt um aðild að ESB eða gefið til kynna að það muni gera það. ESB er búið að samþykkja að- ildarviðræður við 12 eða 13 lönd. ESB á erfitt með að veita okkur fordæmi um sérsamninga á meðan bandalagið er í viðræðum við mörg önnur ríki sem mörg hver kalla eftir sérsamningum hvert á sínu sviði. Þetta gerir það að verkum að það er miklu erfiðara fyrir okkur að vænta sérstöðu í sjávarútvegs- málum, sem ég tel að við hefðum getað gert okkur vonir um. Við eigum hins vegar að nota tímann núna til þess að ræða samningsmarkmið í þaula og ná um þau góðri samstöðu ef til umsóknar kæmi. Þau markmið hljóta ekki síst að taka mið af þeirri staðreynd að Island mun aldrei geta gerst aðili að ESB nema yfirráð okkar yfir fiskimiðunum verði tryggð með þeim hætti sem Is- lendingar sætta sig við.“ Förum eftir leikreglum í umhverfismálum Eitt stærsta pólitíska deilumál á þessum vetri var spurningin um virkjun á hálendinu og uppbyggingu stóriðju. Leggst þú gegn uppbyggingu stóriðju hér á landi? „Nei. Ég er fráleitt á móti stóriðju sem framleiðsluaðferð. Við höfum hins vegar sett okkur ákveðnar leikreglur í þessum málum. Þessar leikreglur heita mat á umhverfisáhrifum. Fyrir mér er þetta ákaflega einfalt. Það á í öllum til- vikum að fara eftir því mati og láta nátt- úruna njóta vafans. Ef matið er á þann veg að tiltekin framkvæmd er verjanleg frá sjónarhóli náttúrunnar tel ég eðli- legt að fara í hana. Losun gróðurhúsa- lofttegunda er stórt vandamál varðandi stóriðju. Ný tækni, ekki síst hér á landi, mun hins vegar leiða til þess að innan tíðar verður hægt að reisa lokuð stór- iðjuver þar sem nær ekkert er losað af slíkum lofttegundum, heldur væri hægt að nota þær til að framleiða vetni. Þar með erum við komnir með stóriðju sem að þessu leyti er algjörlega hrein að því er varðar skuldbindingar gagnvart Kyoto-bókuninni.“ Þegai' kemur að stjórnar- myndun mun Samfylkingin frekar leita eftir samstarfi við Vinstri-græna eða núver- andi stjórnarflokka? „Það er að öllum líkindum langt til kosninga og ákaflega erfitt að fara að dæma um stjórnarmynstur núna. Helmingaskiptastjóm af því tagi sem nú situr dregur fram það versta í bæði Sjálfstæðisflokki og Framsókn. Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn þreytu- legur ásýndum og forysta hans augljós- lega þreytt á bæði flokknum og þjóð- inni. Ég tel hins vegar að Samfylkingin geti ekki fyrirfram útilokað einn eða neinn í samstarfi. Ég hef sjálfur setið í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og það var ekki versti tími ævi minnar.“ i berjast iinokun keppni Tryggvi Harðarson er annar tveggja í formannskjöri Samfylkingarinnar 5-10 ára kvótabréfum verði úthlutað til allra TRYGGVI Harðarson, bæj- arfulltrúi í Hafnarfirði og annar tveggja frambjóð- anda til formennsku í Sam- fylkingunni, segh' að hann hafi ein- faldlega metið það þannig að það þjónaði ekki hagsmunum Samfylk- ingarinnar að fyrsti formaður hennar yrði sjálfkjörinn. Þess vegna hafi hann ákveðið að gefa kost á sér þegar ljóst hafi verið að aðrir yrðu ekki til þess. Þannig gæfist honum einnig tækifæri til að koma ýmsum áherslu- þáttum á framfæri varðandi stofnun þessa nýja stjómmálaafls. Endan- lega hafi hann ekki tekið ákvörðun um framboðið fyrr en sama dag og skila hefði átt því inn, en það hafi gengið mjög vel að safna meðmæl- endum um allt land á þeim stutta tíma sem hafi verið til stefnu. „Ég held að kjör um formennsk- una muni jafnframt lyfta hinni mál- efnalegu umræðu talsvert hærra en elia hefði verið og vil leggja mitt af mörkum til þeirrar umræðu,“ sagði Tryggvi. Hann segist telja mikla nauðsyn bera tii þess að lífleg og opinská mál- efnaumræða fari fram innan Sam- fylkingai-innar. Hættan sé sú að um- ræðan verði of bundin við fámennan hóp í flokknum, en með því að gefa kost á sér sé hann að færa umræðuna meira út á meðal hinna almennu fé- laga og virkja þá í þeirri pólitísku stefnumótun sem þurfi að eiga sér stað á stofnfundi Samfylkingarinnar í byi’jun maímánaðar. Breiðurjafnaðarmannaflokkur Tiyggvi segir að Samfylkingin eigi að vera breiðm- jafnaðarmannaflokk- ur eins og menn þekki víða frá Evrópu, á Norðurlöndum, í Þýska- landi, Bretlandi, Frakklandi og víðai'. Þai' hafi meginpólarnir í stjómmálum verið jafnaðarmannaflokkar annars vegar og hægri flokkai- hins vegar. Valkostirnir séu þannig yfirleitt al- veg skýrir í þessum löndum milli jafnaðarstefnu annars vegar og hægri stefnu hins vegar. Kjósendur hafi getað gengið að því sem vísu þeg- ar þeir gangi að kjörborðinu. Því sé ekki að heilsa hér á landi hvað varði það flokkakerfi sem hafi verið við lýði til þessa. Samsteypustjómarfyrir- komulagið hafi gert það að verkum að stjórnmálaflokkar hafi oft og iðulega þurft að slá af stefnumálum sínum. Hér hafi vantað öflugan og samhent- an jafnaðarmannaflokk. „Tveggja flokka kerfi skapar þannig kjósend- um skýrari valkosti. Annaðhvort era þeir að kjósa yfir sig jafnaðarmenn til þess að stýra landinu eða þeir era að færa hægri mönnum völdin. Ég held það sé af hinu góða að hafa skýrari valkosti hvað það varðar,“ sagði Tryggvi. Hann segii' að mikill munur sé á stefnu jafnaðarmannaflokks og hægri flokks þrátt fyrir fullyrðingar um hið gagnstæða og að þessar blokkir til hægri og vinstri hafi verið að nálgast hvor aðra á undanförnum áram. Þvert á móti hafi línurnar verið að skerpast í íslenskum stjórnmálum. Lýsandi fyrir það sé, að þrátt fyrir góðæri undanfarinna ára hafi ákveðnir hópar setið eftir í fátæktar- gildra, eins og öryrkjar til að mynda, og bilið milli ríki-a og fátækra fari dag- vaxandi. Gegn því hljóti jafnaðarmenn að berjast. Nauðsynlegt sé að marka skýra stefnu og horfa til framtíðar í þeim efnum. Akveðnir málaflokkar hafi verið vanræktir og því þurfi að breyta. Sem dæmi um það megi nefna málaflokk eins og skólamálin, en við Islendingar séum að leggja hlufallslega miklu minna fjármagn til menntunar þjóðarinnar heldur en flest okkar nágrannalönd. Þar sé um mjög alvarlegan hlut að ræða og gera þurfi bragarbót í þeim efnum. Auk þess sé einsýnt að í skólamálunum verði ýmsar breytingar með nýrri Tryggvi Harðarson segíst eiga von á mál- efnalegri og drengilegri kosningabaráttu. Það komi síðan í hlut samfylkingarfélaga að velja þann sem þeir telji að henti til forystu og það sé eðlilegt 1 lýðræðislegum flokki. tækni og viðhorfum. „Ég tel að menntamálin sé einn af þeim mála- flokkum sem þarf að stokka upp al- veg frá granni nánast, styrkja hann og auka menntun þjóðarinnar sem heildar, því á þeim granni mun þjóðin byggja um langa framtíð,“ sagði Tryggvi. Hann bendir jafnframt á að tals- verður áherslumunur sé á milli vinstri og hægri flokka varðandi svo- nefnd velferðarmál og í afstöðunni til þeirra sem minnst megi sín. Það sé til dæmis fráleitt að greiddur sé skattur af launum sem viðurkennt sé að séu fyrir neðan framfærslumörk. Annar hlutur sem snúi einnig að skattakerf- inu séu svonefndir jaðarskattar. Hann sé algerlega andvígur þeim, en reyndin sé sú að á ákveðnum tekju- bilum séu jaðarskattarnir 80-90% og það sjái hver maður að það þjóni ekki þeim tilgangi sem lagt var upp með. Sjálfstæðisflokkurinn, flokkur sérhagsmuna Hann bætir við að þróun undan- farinna ára í stjórnmálum hér á landi kristallist í átökum milli almanna- hagsmuna og sérhagsmuna. „Mér finnst að Sjálfstæðisflokkurinn hafi í meira mæli en oft áður markað sér bás sem flokkur sérhagsmuna, sem er andvígur almanna- hagsmunum. Það kemur fram í hverju málinu á fætur öðru. Annars má segja yfir höfuð að það ríki ákveðin hugmynda- fræðileg stöðnun í Sjálfstæðisflokkn- um. Þeiira áherslur á umliðnum ár- um hafa verið að viðhalda óbreyttu ástandi og það þykir ekki framsækin stefna í íslenskum stjórnmálum," sagði Tryggvi. Hann bætir því við að athyglisvert sé að Framsóknarflokkurinn og for- ysta hans, sem stundum hafi verið talin íhaldssamasta aflið í íslenskum stjómmálum, hafi miklu framsækn- ari stefnu en bæði Sjálfstæðisflokk- urinn og Vinstri grænir bæði hvað Algerlega andvígur jað- arsköttum varðar afstöðuna til Evrópusam- bandsins og einnig hvað snerti hugs- anlegar breytingar á fiskveiðistjóm- unai'kerfinu. Aðspurður um fiskveiðistjómunar- kerfið og hvemig hann telji að það eigi að vera segist hann fyrir allmörg- um áram hafa skrifað grein í Alþýðu- blaðið undir fyrirsögninni Kvótabréf á hvert mannsbam. Þar hafi hann boðað, og ekki breytt um skoðun síð- an, að ástæðulaust væri að ríkisvaldið færi með umboð þjóðarinnar varð- andi kvótann. Eðlilegast væri að ein- staklingarnir sjálfir ráðstöfuðu hon- um. Kvótabréfum yrði úthlutað á hvert mannsbarn, sem gæti gilt í 5-10 ár eftir atvikum. „Með þessu móti yrði það tryggt að veiðiheimildimar, fiskurinn í sjónum umhverfis ísland, yrði í ævarandi eign íslensku þjóðar- innar,“ sagði Tryggvi. Hann segist einnig telja að gera þurfi skýrari greinarmun á veiðum og vinnslu og að allur afli af íslands- miðum fari í gegnum uppboðsmark- að. Þannig að þar myndist rétt og sanngjamt verð fyrir fiskinn og kom- ið verði í veg fyrir innherjaviðskipti. Þá þurfi að skoða hvort útfærslur í fiskveiðistjórnunarkerfinu, eins og hvað varðar krókaleyfi, séu ekki væn- legasti kosturinn til að efla byggðir út um landið. „Við höfum horft upp á hvemig stór- útgerðirnar og togararnir hafa lagt heilu byggðarlög- in í rúst þegar þær era seldar í burtu og menn .............. eiga nánast enga valkosti eftir. Með því að veita ákveðnar ívilnanir varð- andi smábátaútgerð era a.m.k. skap- aðir möguleikar fyrir fólk að búa áfram á hinum fjölmörgu smáu út- gerðarstöðum um allt land, ef það kýs svo,“ sagði Tryggvi. Hann segir að það sé orðið mjög brýnt að menn láti á það reyna hvort íslendingar eigi að ganga í Evrópu- sambandið. Innganga sé hins vegar ekki sjálfgefin að hans mati, en það eigi að kanna í þaula kosti þess og galla. Hann óttist að þegar fari að halla undan fæti í íslensku atvinnulífi, sem einhvern tímann hljóti að gerast, muni ýmsir atvinnuvegir vera í verri stöðu en ella vegna þess að við eigum ekki fullan aðgang að mörkuðum í Evrópu eða möguleika til að hafa áhrif á ákvarðanatöku varðandi þá hluti sem snerti hagsmuni okkar. Is* lendingar þurfi að setja sér samn- ingsmarkmið og náist viðunandi nið- urstaða í viðræðum um aðild eigi að bera inngöngu undir þjóðina. Nýta á kosti markaðs- hagkerfisins Aðspurður um afstöðuna til einka- væðingar segir hann að jafnaðar- menn um allan heim séu meira og minna á þeirri skoðun að það eigi að nýta kosti markaðshagkerfisins eins og framast sé kostur. Hins vegar sé það löngu ljóst að markaðskerfið sé ekki vel fallið til að leysa viðfangsefni á mörgum sviðum mannlífsins. „Við jafnaðarmenn viljum til dæmis ekki að skólakerfið og heilbrigðiskerfiA verði ofurselt markaðslögmálunum. Menn era nú að tala um ýmsa nýja möguleika í þessum efnum, til dæmis hvað varðar einkaframkvæmdir. Þær eiga fyllilega rétt á sér, en þá og því aðeins að þær séu hagkvæmari fyrir hinn almenna skattgreiðanda heldur en ef farnar era hefðbundnar leiðir. Það sem ég hef orðið var við, bæði hér í Hafnarfirði og reyndar hjá ríkis- valdinu líka, er að menn era ekki að horfa tO hagkvæmninnar heldur era það frekar trúarbrögð sem stjóma því að keyrð er í gegn ákveðin þróun í einkaframkvæmdum. Ég hef komist að sömu niðurstöðu og þingmaður Reyknesinga og leiðtogi sjálfstæðis- manna í Kópavogi, Gunnar Birgisson, að það er hreinlega dýrara fyrir sveit- arfélagið að fara einkaíramkvæmda- leiðina varðandi skólamál og leik- skóla til dæmis heldur en að byggja sitt húsnæði sjálft,“ sagði Tryggvi. Tryggvi segist fylgjandi stóriðju á Austurlandi og það eigi ekki að koma niður á Austfirðingum að fyrirhugað- ar virkjanir norðan Vatnajökuls hafi ekki verið settar í umhverfismat eins og tvímælalaust hafi átt að gera. Á hverjum tíma verði að vega og meta náttúruvemd annars vegar og hags- muni atvinnulífs og uppbyggingar, hins vegar. I þeim efnum sé ekki til neinn heUagur sannleikur og afstaða hljóti að ráðast í hverju tilviki fyrir sig af fyrirliggjandi upplýsingum og hvað talið sé farsælast fyrir þjóðina til lengri tíma litið. Samvinnan verið góð Tryggvi segir að það hafi háð Sam- fylkingunni til þessa að ekki hafi ver- ið til skipulegur flokkur með forystu sem sæld umboð sitt beint til félags- manna sinna. Hins vegar hafi sam- vinna flokkanna sem að henni standi gengið mjög vel. Þetta muni breytast nú í vor þegar Samfylkingin verði að formlegu stjómmálaafli og hann hafi mikla trú á möguleikum hennar í framtíðinni. Hugsjónir jafnaðarstefn- unnar hafi liðið fyrir sundrungu á vinstri væng stjómmálanna, en með Samfylkingunni sé tíl orðið það stjórnmálaafl sem muni breyta þeirri stöðu, því hún hafi alla burði tíl þess að hafa 30- 40% kjörfylgi og verða af svipaðri stærð og Sjálf- stæðisflokkurinn. “““““““ Hann segist aðspurður ekki eiga von á harðri og óvæginni kosningabaráttu. „Ég þekki Óssur prýðUega og við höfum átt gott sam- starf. Óssur er náttúrlega eins og >kl- þjóð veit öflugur stjórnmálamaður og fylginn sér. Ég á von á málefnalegri og drengilegri kosningabaráttu. Það kemur síðan í hlut samfylkingarfé- laga að velja þann sem þeir telja að henti betur til forystu í Samfylking- unni og það er eðlUegur framgangur í lýðræðislegum flokki,“ sagði Tryggvi að lokum. Brýnt að láta reyna á inn- göngu i ESB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.