Morgunblaðið - 23.03.2000, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
Leiga á brúðarkjól-
um hefur hækkað
LEIGUVERÐ á brúðarkjólum hefur
hækkað frá því í fyrra og má aðallega
rekja hækkunina til þess að kjólamir
hafa hækkað erlendis frá, úrval nýrra
kjóla hefur aukist og að um vandaðri
kjóla er að ræða.
Samkvæmt lauslegri könnun virð-
ist sem hækkunin sé að meðaltali um
20%.
„Við erum að leigja brúðarkjóla á
16 til 28 þúsund. Síðan erum við með
nýjung en það eru glæsilegir brúðar-
kjólar frá Spáni sem kosta 35 til 38
þúsund,“ segir Sólveig Theodórsdótt-
ir, eigandi Brúðarkjólaleigu Dóru. „í
fyrra vorum við með fleiri eldri og
SUSHI
Nú færð þú Sushi bakka
hjá okkur á miðvikudögum
og föstudögum.
Bæði blandaður flskur og
hrísgrjónarúllur
Éh
náttúrulega!
eilsuhúsið
Skólavörðustíg, Kringlunni & Smáratorgi
jafnframt ódýrari kjóla sem við vor-
um búnar að leigja oft. Ástæða hækk-
unarinnar er meðal annars að núna
höfum við endumýjað mikið kjólana
hjá okkur og úrvalið er orðið þeim
mun meira. Við emm að leggja meira
í innkaupin á kjólunum og leigan er
alltaf ákveðin prósenta af innkaups-
verði. Þess má geta að undirpils
fylgja með kjólunum en fylgihlutir
eins og slör og kórónur er ávallt leigt
sér. Kjólarnir P’ronovias frá Spáni
em nýir á markaðnum hér á landi en
þetta era þekktir og vinsælir kjólar
erlendis.
Það er búið að panta mikið í sumar
en það em engir dagar uppseldir
enda emm við með á milli þrjú til
fjögur hundmð kjóla,“ segir Sólveig.
Nýir kjólar dýrari
Hjá Brúðarkjólaleigu Katrínar
kostar 20 til 28 þúsund að leigja brúð-
arkjól. Að sögn Katrínar Óskarsdótt-
ur eiganda má ástæðu hækkunarinn-
ar meðal annars rekja til þess að
kjþlamir hafa hækkað erlendis frá.
„Eg breytti einnig um línu og fór að fá
kjóla frá fyrirtæki sem er með vand-
aðri og dýrari kjóla. Þess má geta að
ég er síðan með draktir og einfaldari
fatnað á 10 þúsund. Það er ljóst að
konur era að panta mun fyrr í ár en
það er bara mars ennþá þannig að
það á eftir að koma betur í ljós hver
aukningin verður miili ára. Það er
mjög eðlilegt að nýir kjólar séu dýrari
en notaðir kjólar,“ segir Katrín.
Unnur Huld Sævarsdóttir Vopna,
eigandi Brúðarkjólaleigu Akureyrar,
segir ástæðu hækkunarinnar vera þá
að búðin sé nú farin að skipta við ann-
an aðila. Þar em kjólamir vandaðri
og verðmunurinn felist í því. Aðspurð
segir hún að það sé búið að panta mik-
ið hjá sér og það sé tvímælalaust
aukning frá því í fyrra. „Annars er
bara mars ennþá þannig að þetta á
eftir að koma betur í ljós. Það era þó
þegar komnir ákveðnir toppar og
ljóst að hvítasunnuhelgin og 17. júní
verðar stórir dagar og eins miður júlí
og miður ágúst,“ segir Unnur Huld.
Morgunblaðio/Knstinn
Mikilvægt er að neytendur fylgist með að hitastig kælivöru, sem þeir ætla að kaupa, sé ekki óeðlilega hátt.
Geymsluþol minnkar ef
hitastig matvæla stígur
Ef ofhlaðið er í kæla, mikið hrím hefur
myndast eða þeir verða óhreinir getur
flæði kalda loftsins truflast, þá stígur
hitastigið og geymsluþol minnkar.
KÆLING matvöm er áríðandi
ef halda á vexti örvera í
skefjum og er hún einn mik-
ilvægasti öryggisþátturinn bæði í
framleiðslu og dreifingu vömnnar.
Kælivömr em afar viðkvæmar fyrir
hitabreytingum og geta jafnvel orðið
hættulegar ef þær era geymdar lengi
við of hátt hitastig. Geymsluþols-
merkingar segja því ekki nema hálfa
söguna ef varan er ekki geymd við
það hitastig sem gefið er upp á um-
búðum. Á það bæði við fyrir og eftir
að neytandinn kaupir vömna.
„Geymsluþol vöra sem á að geyma
Nú einnig fyrir augu
Ný lyfting - nýtt líf
m
tSTEElAUMR
í kæli við 0-4°C styttist ef hún er
geymd við hærra hitastig. Því hærra
sem hitastigið er, þeim mun styttra
verður geymsluþolið," segir Guðrún
E. Gunnarsdóttir matvælafræðingur
hjá Hollustuvemd ríkisins. „Ef hita-
stig matvömnnar fer yfir 10°C eykst
vöxtur örvera veralega og hætta er á
að sjúkdómsvaldandi örverur nái sér
á strik ef þær em til staðar í vöranni."
Það er því mikilvægt að neytendur
séu vel á verði og fylgist með því að
hitastig á kælivöra, sem þeir ætla að
kaupa, sé ekki óeðlilega hátt og láti
starfsfólk verslunarinnar vita ef ein-
hveiju er ábótavant, segir Guðrún, en
bendir á að sá möguleiki sé einnig
fyrir hendi að hafa samband við heil-
brigðiseftirlit sveitarfélagsins og
kvarta þangað. „En það skiptir líka
máli að fólk hafi rétt hitastig í kæli-
skápnum heima hjá sér,“ segir hún og
minnir á að það eigi einnig að vera á
bilinu 0-4°C.
Starfsfólk heilbrigðiseftirlits hefur
eftirlit með matvöraverslunum sem
og öðram matvælafyrirtækjum í sínu
héraði. Skylt er að innra gæðaeftirlit
sé viðhaft í verslunum m.a. með það
að markmiði að tryggja að hitastig í
kæligeymslum og frystigeymslum sé
rétt. Samkvæmt reglum á hitastig í
kæligeymslum að vera á bilinu 0-4°C
Estée Lauder
Resilielnce
Eye Creme
en í frystigeymslu aftur á móti -18°C
eða lægra.
Könnun sem gerð var af heilbrigð-
iseftirlitum sveitarfélaganna á síð-
asta ári leiddi í ljós að víða er pottur
brotinn í þessum efnum. Könnunin
var framkvæmd á 7 mánaða tímabili í
73 verslunum á 7 af 10 heilbrigðiseft-
irlitssvæðum landsins. Hitastig var
mælt í 4 flokkum af kælivöram,
áleggi, pylsum, hrávöra og hrásalati.
Um það bil helmingur allra mælinga
reyndist vera yfir 4°C. Mikill munur
reyndist oft vera á hæsta og lægsta
hitastigi innan sama kælis. Mestur
var munurinn í kælum fyrir álegg,
þar sem hann var allt upp í 14°C. Ein-
ungis í tveimur verslunum reyndust
öll mæligildi vera undir 4°C. Sam-
kvæmt könnuninni er hitastig kæli-
vöra í verslunum á landsbyggðinni al-
mennt heldur hærra en á
höfuðborgarsvæðinu.
Ofhlaðnir kælar
Helstu ástæður þess að kælar
verslana era ekki nógu kaldir era
nokkrar að sögn Guðrúnar. Kælamir
geta t.d. verið ofhlaðnir þannig að
loftstreymið í þeim traflast. Svoköll-
uð hleðslulína er í öllum kælum og er
ætlast til þess að vöram sé raðað inn-
an hennar en á því er stundum mis-
brestur. Áríðandi er að kælar og
kælitæki séu þrifin reglulega svo að
óhreinindi á við ló og hrím trafli ekki
loftflæðið. Of heit matvara, sem sett
er í kæli, getur auk þessa valdið hita-
stigsbreytingum í kælinum og jaftivel
leitt til þess að kælibúnaðurinn bilar
örar en ella.
Svipuð atriði þarf að hafa í huga í
sambandi við kæliskápa og frystikist-
ur heima við. Varast skal t.d. að setja
heit matvæli beint inn í kæliskápinn.
Betra er að láta mesta hitann ijúka
úr fyrst því annars getur hitastigið í
öðram matvælum í skápnum hækkað.
Rétt er að hafa hitamæli í kæliskápn-
um og hafa fyrir reglu að fylgjast með
hitastiginu.
Nú getur þú einnig fengið hið fræga Resilience Lift fyrir augu. Njóttu þess að horfa á færri línur, sléttara
og fastmótaðra augnsvæði, geislandi af nýju lífi. Þetta léttkennda, afar virka augnkrem sér um það.
Notaðu það ásamt Resilience Lift kremi fyrir andlit og háls frá Estée Lauder og þú getur glaðst yfir yngra
og ferskara útliti.
Resilience Lift Eye Creme 15 ml. kr. 3.315
Resilience Lift Face og Throat Creme 30 ml. kr. 4.050 og 50 ml. kr. 5.735
Resilience Lift Face and Throat Lotion 50 ml. kr. 5.735
Clara Kringlunni, Sara Bankasfræti, Lyfja Lágmúla, Lyfja Setbergi, Lyfja Hamraborg,
Hagkaup Kringlunni, Hagkaup Smáranum,
Snyrtistofan Hrund, Grænatúni, Amaró, Akureyri, Apótek Keflavíkur.