Morgunblaðið - 23.03.2000, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 23.03.2000, Blaðsíða 62
-- 62 FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Smáfólk Tveir og hálfur hringur. Hér áður fyrr tökst mér þetta miklu betur. li BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Afsökunar- beiðni óskast Frá Hildi Emblu Rugnhciðurdóttur: DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra skuldar öryrkjum íslands afsökun- arbeiðni! Astæðan fyrir því að ég segi þetta er sú að hann sagði Sam- fylkinguna hafa notað peninga ör- yi’kjabandalagsins í „kosningaáróð- ur“. Það eru ósannindi að Samfylkingin hafi staðið fyrir þess- um svokallaða „áróðri" hans Davíðs. Það var Öryrkjabandalagið að biðla til þeirra stjórnmálaflokka sem voru í framboði um bætt ástand til ör- yrkja með því að benda á staðreynd- ir. Sjálfstæðisflokkurinn aftur á móti notaðist við tölfræði til að sýna fram á að samkvæmt „útreikningum hinn- ar samnorrænu NOSOSKO-nefndar eru ráðstöfunartekjur öryrkja í dæmigerðu tilviki hærri á Islandi..., heldur en á hinum Norðurlöndun- um“ eins og stendur í grein Orra Hauksson, aðstoðarmanns forsætis- ráðherra, 11.3. sl. Miðað við þær upplýsingar sem ég fékk sl. vor skildist mér að þetta „dæmigerða" tilvik væri karlmaður sem yrði öryrki fertugur og miðað væri við að laun hans fyrir örorku hefðu verið 125.000 kr. miðað við verðgildið á síðasta ári. Ekki veit ég hvað þessar dæmigerðu bætur voru háar en þær hljóta að hafa verið hærri en 45.475 kr. á mánuði. Sú upphæð sem örorkubætur og tekjutrygging náðu að hámarki 1.1. 1999 var 45.475 kr. Ef öryrki á lág- marksbótum (t.d. þeir sem fæðast fatlaðir eða verða öryrkjar á barns- aldri) bjó einn fékk hann líka heimil- isuppbót og sérstaka heimilisuppbót, til samans 20.603 kr., samtals 66.078 kr. A hinn bóginn fékk öryrkinn ekki þessar uppbætur ef hann var ein- stætt foreldri. í stað þess var greidd- ur barnalífeyrir, 12.693 kr., sem hækkuðu bætur einstæða foreldris- ins upp í 58.168 kr. Ofan á það bætt- ist reyndar meðlag, 12.693 kr„ en það segir sig sjálft að meðlags- greiðslur hafa ekkert með örorku- bætur að gera. Það sama má segja um bamabætur, u.þ.b. 14.000 kr. á mánuði. Kallar Davíð það áróður, að segja alþjóð frá því að öryrkjar hafi þurft að leita til hjálparstofnana í stórum stíl? Ég vissi ekki að hrár sannleikur flokkaðist sem áróður. Reyndar áleit ein einstæð móðir að það flokkaðist sem brot á mann- réttindum að taka þessar sérstöku SLY5AVARNAFÉLAGU) LANDSÐJÓRQ Landstamband bjbrgunarsvrtta Happdrætti Slysavarnafélagsins Landsbjargar Dregið hefur verið í fyrsta útdrætti happdrættisins. Aðeins dregið úr greiddum miðum. Eftirtuldir uðilur hlutu vinning: 1. IBM PC heimilislölva fró Nýherja að verðmæfi 160.000 kr. Nafn: Rolf Johonsen & co ehf., Skútuvogi 10a, 104 Rvík Miðinr. 132679 2. Ferð til Dublinar fyrir tvo að verðmæti 75.000 kr. Nafn: Jarl Sigurðsson, Þverbrekku 4,200 Kópavogi Miði nr. 35019 3. Ferð til Dublinor fyrir tvo að verðmæti 75.000 kr. Nafn: Pétur Þorsteinsson, Tómasarhaga 18,107 Rvík Miðinr. 10986 _______ Oregið nttou . mars heimilisuppbætur af öryrkjum fyrir það eitt að búa með börnum sínum og ætlaði í samráði við lögfræðinga að láta á það reyna fyrir mannrétt- indadómstólum. Ég veit ekki hvað það gekk langt en þessu var að minnsta kosti breytt rétt fyrir kosn- ingarnar og var meira að segja greitt aftur í tímann, alveg til 1.3. 1999. Mánaðartekjur þessa hóps hækkuðu um rúm 45%, frá 45.475 kr. í 66.078 kr„ að minnsta kosti ef einstaklingar í hópnum fréttu af þessari hækkun. Það er ekki verið að senda slíkar upplýsingar til öryrkja. Yfir síðasta ár nam heildarhækkun á heildarör- orkubótum 12%, en á sama tíma var verðbólgan í góðærinu á síðasta ári 6%. Ráðherrarnir og þingmennirnir fengu bara 29,7% launahækkun 1.5. 1999 og dómarar ekki nema rúmlega 19% en þetta bliknar að sjálfsögðu við samanburðinn á 45% hækkun einstæðu foreldranna. Kæri Davíð, hefði þessi hópur fengið leiðréttingu ef áðurnefnd kona hefði ekki ætlað fyrir dómstóla með þetta mannréttindabrot? Væri svona stór hluti almennings í landinu jafnvel tilbúinn til þess að greiða hærri gjöld til hækkunar á örorkulíf- eyrinum ef Örorkubandalagið hefði ekki birt þessar greinar? Og hvað ert þú, Davíð, að sjá á eftir aurum Ör- yrkjabandalagsins? Mér skilst að þetta séu nokkrar milljónir sem fóru í þetta. Hver eru árslaun þín með öll- um ferðadagpeningum, bensín- styrkjum o.s.frv.? Eru milljónirnar svipað margar og Öryrkjabandalag- ið eyddi? Ég er ekki að segja að fólk eigi ekki að fá greitt fyrir vinnu sína, en elsku besti, hættu að koma fram með órökstuddar ásakanir og stað- leysur og reyndu að temja þér mannasiði því þú ert forsætisráð- herra okkar Islendinga og sem slík- ur ber þér að sýna okkur tilhlýðilega kurteisi ogvirðingu. HILDUR EMBLA RAGNHEIÐARDÓTTIR, Álagranda 8 Allt efni sem birtist í Morgunblað- inu og Lesbók er varðveitt í upplýs- ingasafni þess. Morgunblaðið áskil- ur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbir- tingu eða á annan hátt. Þeir sem af- henda blaðinu efni til birtingar telj- ast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Gleraugnaverslunin Sjónarhóll www.sjonarholl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.